Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.1999, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.1999, Blaðsíða 28
MIDVIKUDAGUR 12. MAÍ 1999 I>"V aranefnd gefur gott veganesti „Það er að mínu viti alveg j . deginum ljósara J að félögin innan J , Alþýðusam- bandsins og j landssambönd- \ in hafa fengið f , þarna gott j veganesti." Grétar Þor- steinsson, for- 1 seti ASÍ, um úrskurð launa- 1 hækkunar Kjarnadóms til 1 þingmanna, í Morgunblað- f inu. I I Ávísun á hækkun I „Ég sé reyndar ekki betur \ en þessi dómur sé ávlsun á J stórhækkuð laun." Guömundur Þ. Jónsson, form. Iðju, í DV. Minnst 120 þúsund „Ég tel að Kjaradómur hafi , nú varðað leið- ina. Hlíf ræddi um 100 þúsund króna lág- markslaun, núna verður sú krafa 120 þúsund krón- ur í það minnsta." Sigurður T. Sigurðsson, for- maður Verkamannfél. Hlífar, íDV. Skattar fólksins „Þessi launahækkun verð- ur greidd með sköttum fólks- ins sem vinnur úti á hinum almenna vinnumarkaði." Magnús L. Sveinsson, for- maður VR, í DV. Ekki tími uppgjörs eða átaka „Nú pústa menn um skeið og meta stöð- una. Ég tel að það séu engar líkur á því að fram undan sé tími upp- gjörs eða átaka." Ossur Skarp- héðinsson, Samfylking- unni, í Degi. Athygli og frægð „Erlendis er fólk vant að þurfa að slást um athyglina. Hérna heima eru menn fljótir að „sigra heiminn"." Þóroddur Bjarnason mynd- listarmaður, í Morgunblað- ' #¦ m ¦— • m é+ *~+-+^l ff FfcOMHflLDI RF SlÓP- ¦BR&INtíl ON&LJN&RSKík- RNUM I COLQR&DD CVS NEM ENDOI? LFiöO Í VRLNOM:).... t + t t t / ¦¥ t + t- / íSEM BRMNHR FYLKJS- Ibóombvssok'rup.... HRFR MENN RKRLFI FQRMÍCJDIMÖI LHö-R - SETNINQO I BÍ&ÉgB..,. Árni Steinar Jóhannsson, nýkjörinn alþingismaðnr: Taldi ekki mikla mögu- leika á að ég næði kjöri DV, Akureyri: „Ég þorði ekkert að gæla við það fyrirfram að ég ætti mikla mögu- leika á að ná kjöri. Ég skal viður- kenna að fyrirfram taldi ég ein- hverja möguleika á því, en ég mat stöðuna ekki þannig að þeir mögu- leikar væru miklir," segir Árni Steinar Jó- ---------------------- hannsson, um- hverfisstjóri á Akureyri, sem um helgina var kjörinn alþingis- maður fyrir Vinstrihreyfinguna - grænt framboð á Norðurlandi eystra, og fylgdi foringja sínum, Steingrími J. Sigfússyni, inn á lög- gjafarsamkomu þjóðarinnar. Árni Steinar er 45 ára gamall Dal- víkingur, en starfsvettvangur hans hefur um árabil verið á Akureyri. „Ég er menntaður í garðyrkjugeir- anum eiginlega alveg. Árin 1970-1971 var ég við garðyrkjunám í Bandarikjunum og síðan til 1974 í Garðyrkjuskóla ríkisins. Síðan var ég við landbúnaðarháskólann í Kaupmannahöfn 1974 til 1979 við garðyrkjunám og landslags- arkitektúr og er landsliðs- arkitekt, félagi í Félagi ís- lenskra landslagsarkitekta. Ég hóf störf hjá Akureyr- arbæ árið 1979 sem garð- Árni Steinar Jóhannsson. DV-mynd gk yrkjustjóri og við kerfisbreytingu árið 1987 varð ég umhverfisstjóri yfir öllum þessum grænu mála- flokkum hjá bænum og hef borið þann starfstitil síðar. Ég hef á þess- um tíma verið mikið í félagsstörf- um, var í stjórn samtaka um jafn- rétti milli landshluta á sínum tíma, var einn Maður dagsins af stofnendum Þjóðarflokksins og fór tvívegis í framboð á veg- um hans og ég hefveriðformað- ur samtaka um náttúruvernd á Norðurlöndum." Árni Steinar var á því kjör- tímabili sem nú er að ljúka fyrsti varamaður Alþýðubandalags og óháðra á Norðurlandi eystra og hefur tvívegis setið á Alþingi. Hann segist mikill áhugamaður um mál- efni landsbyggðarinnar, en segist að öðru leyti hafa áhuga á öllum þjóðfélagsmálum. Alþingi við Austurvöll verður starfsvett- vangur Árna Steinars næstu fjögur árin og hann segist fara úr mjög spenn- andi starfi á Ak- ureyri. „Það hef- ur margt gerst á Ak- ureyri í um- hverfismálun- um og gaman að taka þátt í því starfi sem þar hefur verið unnið," segir Árni Steinar. -gk ' IIT Gunnar Birgis- son flytur ávarp. Smellurinn...lífið er bland í poka Færri komust að en vildu á hátíðarsýningu Frí- stundahópsins Hana-nú. Smellurinn...lifið er bland í poka sem sýnd var í tilefni af ári aldraðra í Sal Tónlist- arhúss Kópavogs 12. april sl. Sýningin verður því end- urtekin í Salnum, í dag kl. 17.00. Gunnar Birgisson, formaður bæjarráðs Kópa- vogs, flytur ávarp áður en sýningin hefst. í sýning- unni taka þátt um 50 Hana- nú félagar. Leikstjóri er Ás- dís Skúladóttir, Magnús Randrup leikur á harm- óníku, Hlín Gunnarsdóttir, leikmynda- og búninga- hönnuður aðstoðaði við út- lit, höfundar verksins eru Ritgyðjur Hugleiks. Mar- grét Bjarnadóttir stjórnar Skemmtanir leikfimihóp Gjábakka og Gullsmára. Á eftir sýningu verða umræður um sýning- una í tilefni af ári aldraðra en þeim stjórnar Sigurbjörg Björgvinsdóttir forstöðu- maður. Rúsinan í pylsuend- anum er að Ömmurnar syngja nokkur lög. Myndgátan Lausn a gatu nr. 2399: Spor í rétta átt Myndgátan hér að ofan lýsir nafnorði. Landsvirkjunarkórinn heldur tón- leika í Grensáskirkju á morgunkl. 17. Oklahoma og rosk- inn „drengjakór" Landsvirkjunarkórinn heldur ár- lega vortónleika sína á morgun kl. 17 í Grensáskirkju. Auk kórsöngs verð- ur boðið upp á einsöng og tvísöng. Flutt verða íslensk, dönsk og ensk lög, meðal annars syrpa úr söng- leiknum Oklahoma eftir Roger og Hammerstein. Einnig flytur roskinn „drengjakór" nokkur lög. Einsöngv- arar eru Þuriður G. Sigurðardóttir, sópran, Þorgeir J. Andrésson, tenór, og Birna Ragnarsdóttir, sópran. Stjórnandi kórsins er Páll Helgason. Tónleikar Tíbrá í Salnum Á uppstigningardag kl. 20.30 verða sérstakir Kópavogstónleikar í Saln- um í Tónlistarhúsi Kópavogs. Tón- leikarnir eru í Tíbrár-röðinni. Að þessu sinni verður þess minnst að 2. maí sl. voru eitt hundrað ár frá fæð- ingu tónskáldsins Helga Pálssonar, Á fyrri hluta tónleikanna verða ein- göngu flutt verk eftir Helga en síðari hluti þeirra er tileinkaður verkum annarra tónskálda úr Kópavogi. Þór- unn Guðmundsdóttir syngur við undirleik Ingunnar Hildar Hauks- dóttur lög eftir Helga Pálsson, Þorkel Sigurbjörnsson, Ingibjörgu Þor- bergs, Sigfús Halldórsson, Hjálmar H. Ragnarsson og íslensk þjóðlög í útsetningu Fjölnis Stefánssonar. Bridge Þegar þetta spil kom fyrir í tvi- menningskeppni í Danmörku spil- uðu flestir hjartasamning á hendur NS, bút eða game. Á einu borðanna ákvað austur að opna í þriðju hendi á fjórlitinn sinn í hjarta, sögn sem hann átti eftir að sjá eftir. Vestur gjafari og enginn á hættu: Vestur Norður Austur Suður pass pass 1» pass pass 1 * pass 2 grönd pass 3 * pass 3 grönd p/h Það kom ekki til greina hjá vestri að spila út einspili sínu í hjarta og því miður fyrir hann, þá var tígulút- spil meira freistandi heldur en lauf- tian ^sem dugir til að hnekkja spilinu. Austur drap fyrsta slaginn á tígulás- inn, lagði niður laufkóng og síðan var tígultíunni spil- að til baka. Sagn- hafi fékk slaginn á kónginn og renndi niður slögum sín- um í spaða. Áður en síðasta spaðan- um var spilað var staðan þessi: * 4 w 10 •f - * D64 * - » 4 * G7 * 109 N V S * - " K97 * - * ÁG * - * ÁDG8 * - * 8 Austur valdi að henda hjarta í síðasta spaðann. Sagnhafi henti laufi, tók hjartasvíninguna og fékk 11 slagi sem dugðu í hreinan topp. Það hefði dugað austri lítt að henda laufi. Sagnhafi hefði þá hent hjarta heima, tekið hjartasvíninguna, spil- að sig út á laufi og fengið 10 slagi. Tíu slagir dugðu einnig í toppinn. ísak Örn Sigurðsson * KD6543 * 10 ? D8 * D642 * G82 N ? 109 » 4 V A » K975 ? G76543 ? A109 * 1093 S * AKG7 * Á7 » ADG8632 ? K2 * 85 Á

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.