Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.1999, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.1999, Blaðsíða 32
V I K I N G A !¦" 9M U '^átnsttm FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notaö í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 MIÐVIKUDAGUR 12. MAI 1999 Geir H. Haarde. Stjórnarmyndun: Viðræður í dag Formenn og varaformenn stjórnar- flokkanna hittust á fundi í gær þar sem varaformönnum flokkanna, þeim Geir H. Haarde og Finni Ingólfssyni, var falið að undir- búa drög að mál- efnaskrá nýrrar ríkisstjórnar. „Við Geir munum hitt- ast í dag og fara yfir hvernig við ætlum að vinna vinnuna. Annars eru viðræðurnar á slíku frumstigi enn þá að of snemmt er að full- yrða um hvort ég er bjartsýnn á þær eða ekki," sagði Finnur Ingólfsson, varaformaður Framsóknar- flokksins, þegar DV ræddi við hann í morgun. Ljóst er að stjórnarmyndunarvið- ræður munu að miklu leyti hvíla á varaformönnum flokkanna, m.a. vegna mikilla anna utanríkisráðherra erlendis. Þingflokkur Samfylkingar- innar samþykkti í gær að fela Mar- gréti Frimannsdóttur, talsmanni flokksins, umboð til stjórnarmyndun- arviðræðna við Framsóknarflokk og Vinstri- græna. Samfylkingin hefur ' Lioðið Halldóri Ásgrímssyni forsætis- ráðherrastöðu í ríkisstjórninni. -Kjart Varpstöðvar arnarins: Enn vart sinubruna Sina hefur verið brennd í fieiri hólmum við norðanverðan Breiða- fjörðinn en hólmanum í landi Mið- húsa sem sagt var frá í DV nýlega. Náttúrufræðingar sem hafa eftirlit með varpstöðum og viðkomu arnarins flugu yfir norðanverðan Breiðafjörð- inn í vikunni urðu þessa varir. Ólafur Einarsson, náttúrufræðing- ;<*tr og stjórnarmaður í Fuglaverndarfé- laginu, var spurður hvort landeigend- ur á svæðinu ynnu skipulega að því að hrekja örninn burt. Hann vUdi ekki svara þeirri spurningu en sagði í samtali við DV í morgun að lífsskil- yrði arnarins við norðanverðan Breiðafjörð væru mjög ákjósanleg. I því ljósi væri viðkoma arnarins á þessu svæði óeðlilega lág. Að brenna varpstaði er gamalkunnugt ráð til að flæma fuglinn frá hreiðursstað. -SÁ Bjarki frítt til íslands Framkvæmdastjóri norska knatt- spyrnufélagsins Brann sagði í Berg- ens Tidende í morgun að Bjarki Gunnlaugsson fengi að fara frítt frá ^laginu til íslensks liðs í sumar. Þar með er í uppsiglingu kapphlaup um Bjarka á næstu dögum. -VS ÖETUR 3LÖHDAL EKKI SMURT ONÍ FLEIRI? Ráðherrarnir Guðmundur Bjarnason og Þorsteinn Pálsson létu af embættum sínum í gær. Ekki var að sjá á þeim trega þar sem þeir sneru baki við stjórnmálavettvanginum til að snúa sér að rólegri störfum í þágu þjóðarinnar. Báð- ir hafa þeir um áratugaskeið setið á Alþingi. Guðmundur er oröinn forstjóri íbúðalánasjóðs en Þorsteinn sendiherra í London. DV-Hilmar Þór Pétur Blöndal alþingismaður gefur dagpeningana sína: Gaf 550 þús- und í fýrra - eftir að hafa greitt kostnað við 8 ferðir „Ég hef haft það fyrir sið að gefa dagpeningana mína til Hjálpar- stofnunar kirkjunnar og þeir hafa verið notaðir í að kaupa börn úr þrældómi á Indlandi," segir Pétur Blöndal alþingismaður,. „í fyrra fór ég átta sinnum til útlanda vegna þingmannsstarfa minna og eftir að hafa greitt allan kostnað vegna ferðanna stóðu 550 þúsund eftir sem Hjálparstofnunin fékk. Mér reiknast til að 80 prósent af dagpeningum okkar þingmanna sé afgangs þegar allt hefur verið greitt. Ég er alltaf með 60-70 þús- und krónur í vasanum þegar ég Pétur Blöndal alþingismaður. kem heim úr nokkurra daga ferð." Pétur segist berjast fyrir því að þingmenn fái mannsæmandi laun í samræmi við vinnuframlag sitt en séu ekki í feluleik með auka- sporslur alls konar og ferðahvetj- andi dagpeningakerfi. „Best væri háttúrulega að þing- mannslaunin lækkuðu niður í 10 þúsund krónur því þá hefði eng- inn efni á því að vera á þingi nema ég og þá réði ég öllu," segir Pétur Blöndal sem ætlar aö halda áfram að berjast fyrir heilbrigðara og gegnsærra launakerfi hjá hinu op- inbera. -EIR Veðrið á morgun: Súld af ogtil Á morgun verður suðvestan- gola eða kaldi og víða súld af og til en þurrt á Austurlandi. Hiti verður á bilinu 5 til 13 stig yfir daginn, mildast austanlands. Veðriö í dag er á bls. 53 K "* I Æ Siglufjörður: Veldur aldrei einn er tveir deila - segir bæjarsrjórinn „Það ér farsælast fyrir alla að ræða þetta mál ekki frekar. Það veldur aldrei einn er tveir deila," sagði Guð- mundur Guð- laugsson, bæjar- stjóri á Siglu- firði, um átökin er urðu á kosn- ingavöku á Siglu- firði þegar Odd- Guðmundur ny Hervor Moll- Guðlau n. er, eiginkona " Kristjáns Möller, nýkjörins þing- manns, féll í gólfið á Hótel Læk og meiddi sig á þumalfingri. Fór hún grátandi heim ásamt eiginmanni sínum og bar að Haukur Ómarsson, oddviti sjálfstæðismanna á Siglu- firði, hefði hrint sér í gólfið. Sjálf- stæðismenn halda þvi hins vegar fram að þingmannsfrúin hafi ráðist að Hauki að fyrra bragði og fallið við. „Hér er vor i lofti og vor í mann- skapnum. Þetta lagast allt," sagði Guðmundur bæjarstjóri. -EIR Jeltsin rekur ráðherra: Undirritun Smugusamn- ings samkvæmt áætlun „Ég var rétt í þessu að heyra þess- ar fréttir og get ekki á þessari stundu metið hvað þær þýða," sagði Halldór Ás- grímsson utan- ríkisráðherra í morgun um tíð- indin sem bárust frá Moskvu um aö Prímakov for- sætisráðherra hefði verið rek- inn úr embætti af Jeltsín forseta. Seinni hluta föstudags hefst í Pét- ursborg fundur utanríkisráðherra Rússlands, Eystrasaltsríkjanna og Norðurlandanna. „Samskipti ríkj- anna og samskipti á norðurslóð verða til umfjöllunar og ástandið í Júgóslavíu," sagði Halldór í morg- un. ísland, Noregur og Finnland eru forystulönd í ýmsum veigamiklum stofnunum Evrópu. „Þetta getur orðið mjög mikilvægur fundur," sagði Halldór Ásgrímsson í morgun. Á fundinum er meiningin að und- irrita Smugusamningana. -JBP SKEMMTISKIPIÐ ÁRNES SKEMMTIFERÐ AÐ PINNI UPPSKRIFT PAR SEM PÚ RÆÐUR FERÐINNI Halldór grímsson SÍMI 581 1010 SPENNANDI KOSTUR FYRIR HÓPA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.