Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.1999, Qupperneq 15

Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.1999, Qupperneq 15
FÖSTUDAGUR 14. MAÍ 1999 15 Við þessi gleðitíðindi dettur manni helst í hug: Hvar gleymdist gamli málshátturinn „Heimskt er heimaalið barn“? Fyrir um þús- und árum voru ungir íslendingar sendir utan, helst til Parísar eða Lindisfame, til að læra mannasiði ekki síður en fræði, í stuttu máli sagt: til að forframast. Heimaln- ingi var varla ætluð sú víðsýni sem þurfti til að komast til manna- forráða. Nú virðist enginn lengur meta þann mótandi þátt sem námsdvöl í öðru umhverfi býður. Aðalatriðið er að geta sýnt skir- teini. En ekki er hægt að læra allt úr bókum eða af Veraldarvefnum. Framtíðarlaunastefna? Áætla má að í framtíðinni verði enn auðveldara að halda launum kennara niðri. Með tilkomu fjar- námsins þurfa þeir jú ekki að stofna til neinna skulda, en hingað til hefur það ver- ið talið að útlagð- ur námskostnað- ur ætti að endur- speglast í hærri launum. Maður getur vel hugsað sér að þegar síð- ustu hugsjónarkennararnir safn- ast til feðra sinna þá verði engir eftir í stéttinni nema þeir sem ekki duga til neins annars. Marjatta ísberg „Heimalningi var varla ætluð sú víðsýni sem þurfti til að komast til mannaforráða. Nú virðist eng■ inn lengur meta þann mótandi þátt sem námsdvöl í öðru um* hverfi býður. Aðalatriðið er að geta sýnt skírteini.u Menntun er meira en bókvit Fjarkennsla sem töfralausn Þó að allt bendi til þess að orsök kennaraskortsins liggi annars staðar en í fjölda þeirra sem út- skrifast, virðist eina lausnin sem ráðuneytið eygir vera að fjölga kennaranemum. Og hvernig er það gert? Töfraformúlan er fjar- kennsla. Efla þarf hana og útskrifa þannig fleiri kennara - með minni tilkostnaði. Samkvæmt upplýsingum frá Kennaraháskóla íslands kostar hver nemandi á staðnum hálfa „Nú er það álitamál hvor sé í raun og veru hæfari til að kenna eitthvert fag: Sá sem kann fagið eða sá sem kann kennslufræðina," segir Marjatta m.a. í grein sinni. Fyrir rúmlega tíu árum tókst samtök- um kennara að knýja það fram að starfs- heitið kennari fékk lögvemdun. Eftir það jókst kennara- skorturinn til muna, því að fjöldi manns hafði þangað til feng- ist við kennslu, án þess þó að hafa lokið prófi í uppeldis- og kennslufræðum. Nú urðu þeir allir allt í einu leiðbeinendur og vora dæmdir óhæflr til að kenna. Sem dæmi má nefna að maður með dokt- orspróf í sínu fagi varð samkvæmt þessum lögum að víkja fyrir öðr- um sem e.t.v. hafði ekki meira í faginu að baki en nokkur'ra vikna námskeið við Kennaraháskólann. En hinn hafði aftur á móti lært kenningar Piaget um þroska bamshugar auk annarra hagnýtra fræða sem koma mönnum til góða í kennslustofunni. Nú er það álitamál hvor sé í raun og veru hæfari til að kenna eitthvert fag: Sá sem kann fagið eða sá sem kann kennslufræðina. Allir munu þó viðurkenna að æskilegast sé að kunna hvort tveggja. Hitt er svo annað mál að víða úti á landi eru til starfandi leiðbeinendur sem sjálfír hafa varla meiri menntun en grunn- námið að baki. miljón á ári, en fjar- kennslunemi fæst á hálfvirði eða 250.000 krónur. Helmingur þessarar upphæðar, , eða 125.000 krónur, rennur beint í vasa kennara við Kennara- háskólann, sem þannig geta væntan- lega drýgt hinar ann- ars svo lágu tekjur sínar. Heimskt er heimaalið barn Fjarkennsla er þægi- legur námsmáti fyrir landsbyggðarfólk. Það skapar starfandi leið- beinendum möguleika á að afla sér starfsréttinda án þess að hætta að kenna eða flytja af staðnum á með- an. Eða eins og blaðafréttin frá því í haust hermdi: Nú er hægt að stunda háskólanám án þess að fara úr Norðflrði. Kjallarinn Marjatta Isberg fil.mag. og kennari Stórir bílar. litlir karlar Það veir myrkan vetrarmorgun, snævi þakin jörð og íbúar borgar- innar um það bil að mjaka sér undan heitum sængum. Eftir tvo bolla af sterku kaffl, ristaða brauð- sneið og ágrip morgunfrétta af stríðsátökum úti í heimi og ófærð á heiðum fyrir norðan og austan, var tímabært að úlpuklæðast og munda skóflu til að grafa upp fannbarið ökutæki fjölskyldunnar, sem kúrði í kuldanum við hús- vegginn. Bíllinn var klakaður og ég beindi blæstrinum úr miðstöðinni upp á framrúðuna, greip sköfuna og skrapaði af gluggunum. Fyrst á hliðum svo að aftan, þá ljós og spegla og síðast framrúðuraar sem miðstöðin var aðeins búin að velgja. Loppnir fingur settu í gir og svo ók ég af stað. Bíllinn var fljótur að hitna og ljúfur konsert fyrir víólu og hljómsveit eftir Béla Bartók ómaði úr viötækinu. Lófastórt gat á framrúðu Unglingar biðu eftir að komast yfir götuna á gangbraut. Rétt í þann mund sem gula ljósið boð- aði komu þess rauða fyrir öku- menn ók upp- hækkaður tor- færujeppi á breiðum dekkj- um eins og tröll með derhúfu yfir gangbrautina. Bíllinn var þak- inn snjó, utan lófastórs gats bíl- stjóramegin á framrúðunni. Unglingamir hrukku til baka og ég greip and- ann á lofti af skelfingu því augna- blik leit út fyrir að þeir yrðu fyrir bílnum. Svo andaði ég frá mér stunu af létti þegar ég sá þá heila á húfi á gangstéttinni. Skömmu síðar ók ég framhjá bensínstöð og varð litið á bílana „Ég hafði gott útsýni yfír svæðið og velti því fyrir mér hverjir það væru sem ækju um á svona tækj- um í morgunumferð borgarinnar. Sá sem stökk út úr bílnum var smávaxinn. léttklæddur og húfu- laus karlmaður.u sem þar stóðu. Sá ég þar kominn jeppann hrikalega sem rétt áður hafði ógnað lífl og limum vegfar- enda. Ég hafði gott útsýni yfir svæðið og velti því fyrir mér hverjir það væru sem ækju um á svona tækjum i morgunum- ferð borgarinnar. Sá sem stökk út úr bíln- um var smávaxinn, léttklæddur og húfu- laus karlmaður. Talsvert áfall Það kom mér á óvart, því upphækk- uðum jeppum tengj- ast gjarnan hugmyndir um ofur- huga, hávaxnar hetjur, karla sem bjóða náttúrunni birginn, hræðast ekkert, taka hákarlasýsi og aka um með uppbrettar ermar og skyrtuna fráhneppta svo loðin bringan blasir við, frostþolnir með derhúfur, órakaðir og karlmann- legir, en samt umhyggjusamir og góðir inni við beinið og hika ekki við að hætta lífi sínu með því að aka upp um fjöll og firnindi til að bjarga fólki í háska. Miklir menn á hrikalegum tækjum. - Mitt rómantíska hjarta varð fyrir tals- verðu áfalli. Að hræða vegfar- endur Ég fékk það á tilfinn- inguna að í þessu til- felli stæði bílstjóri ekki undir þessum væntingum mínum. Það læddist meira að segja að mér sú ljóta hugsun að hann hefði notað tækið til að hræða vegfarendur og ryðjast leiðar sinn- ar. Hver óttast ekki bíl sem stýrt er af ein- eygðum ökumanni sem horfir gegnum lófastórt gat á hélaðri framrúðu? Ekki fékk ég svar við þeirri spurningu og fæ sennilega aldrei. En von mín er sú að ég sjái ekki oftar atburð sem þennan og að borgarbúar klæði sig eftir veðri og minnist þess að þeir eru á ferð i þéttbýli, þar sem virða ber rétt gangandi vegfarenda, og að þeir búi ökutæki sín þannig að þau skapi ekki hættu í umferðinni. Gunnhildur Hrólfsdóttir Kjallarinn Gunnhildur Hrólfsdóttir rithöfundur Með og á móti Er Ríkisútvarpið að gera bændastéttinni óleik með því að flytja kvöldfrétta- tíma sína fram um klukku- stund? Ertu með eða á móti þessari breytingu? Guðmundur Lárus- son, fyrrverandi formaður Félags kúabænda. Annað angrar bændur meira „Mér finnst nú ekki nein ástæða til að vera með upphlaup út af þessu máli og þá tala ég nú bara fyrir mína persónu. Það er svo ótalmargt annað sem angrar bænd- ur í þessu landi meira en það hvort þeir heyra eða sjá fréttir á þess- um tíma eða hinum. Ég hef ekk- ert á móti því að kvöldfrétta- tími útvarps- ins sé fluttur til klukkan sex. Það er á mjaltatíma hjá mér og ég hlusta ekkert síður á fréttir meðan ég vinn þar. Ég er með öndvegis græjur í fjósinu og hlakka til að hlusta á fréttimar þar, ásamt þessum 90 hausum sem ég er með i fjósi. Ég viður- kenni það að ég missi sjaldan af fréttum og er hálfgerður fréttafikill. En talandi um mjaltatímann þá er hann á ýmsum tímum hjá bændum, allt frá þvl klukkan fimm til hálfsex og alveg fram til hálfátta. Það hefur enginn gefið út stundatöflu um það hvenær þessir þúsund kúabændur mjólki. Þessi breyting sem Ríkis- útvarpið ætlar að gera á frétta- tímum sínum er engan veginn í andstöðu við kúabændur eða bændur almennt. Það er liðin sú tíð að hægt sé að taka tillit til hópa, bænda, sjómanna, starfs- fólks á sjúkrahúsum eða ann- arra í svona máli. Ef heildar- hagsmunir segja að þetta sé heppileg breyting, þá er þetta í hinu besta lagi.“ Rúmrusk hjá bændum „Þessi breyting er afar óheppi- leg fyrir bændur. Hún útheimtir það að bændur þurfa að færa fótaferðartímann fram um eina klukkustund, ætli þeir að njóta kvöld- frétta ríkisfjöl- miðlanna. Fótaferðartím- inn er strangur fyrir. Margir sem eru með stór kúabú þurfa þá að fara á fætur klukkan fimm til sex að morgni, sem er ekki að- gengilegur kostur fyrir vinnandi fólk. Það verður að flýta öllu ferl- inu, þvi viss timi þarf að líða milli mjalta. Meðan á heyskap stendur munu margir bændur missa af sjónvarpsfréttunum, Heyið er að þorna fram eftir degi, oft eru þurrklíkur góðar milli sjö og átta, og síðan fara menn í að bjarga því undan náttfallinu. Þessi breyting hentar okkur vægast sagt illa. Ef stéttin hefúr takmarkaða möguleika á að njóta þjónustunnar og þá er ég að tala um fréttir sjónvarpsins fyrst og fremst, þá spyr maður sig hvort eðlilegt sé að sækja til okkar greiðslu fyrir slíkt. Ég er ekki með neinar fullyrðingar, en það verður að verður að vera for- senda fyrir greiðslum að menn geti þá fengið það sem verið er að greiða fyrir.“ -JBP

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.