Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.1999, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.1999, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 20. MAÍ 1999 Fréttir Lögregla tók skýrslu vegna kennslubókar í hnefaleikum: Eins og í bananalýðveldi - segir Þorsteinn Gíslason málarameistari og spyr um frelsi til að lesa „Þaö komu tveir lögreglumenn inn i búð til mín um miðjan dag og tóku skýrslu af mér vegna kennslubókar i hnefaleikum sem legið hefur héma á borðinu og ég hef selt eða gefið. Þótt bannað sé að stunda hnefaleika hér á landi veit ég ekki til þess að það sé bannað að lesa sér til um þá. Ég hélt að hér gilti lesfrelsi. En ég er hins vegar meðhöndlaður eins og einhver krimmi innan um við- skiptavinina. Ég botna ekkert í þessu. Þetta er eins og í hverju öðm bananedýðveldi," sagði Þor- steinn Gíslason, málarameistari og eigandi verslunarinnar Mál- arameistarans í Síðumúla, við DV. Gamall hnefaleikakappi Þorsteinn er gamall hnefaleika- kappi, oft nefndur Steini box. Hann kenndi hnefaleika um ára- bil áður en þeir vom bannaðir. Fyrir um 40 árum gaf hann út bókina Kennslubók í hefaleikum þar sem kennd em ýmis undir- stöðuatriði hnefaleika. Hefur hann haft bókina frammi í búð- inni hjá sér, gefið hana eða selt eftir atvikum. Þegar áhugi á hnefaleikum fór að aukast á ný síðustu ár var Þorsteinn beðinn um að endurútgefa bókina, sem hann gerði. Þorsteinn Gíslason málarameistari með eintak af bókinni Kennslubók f hnefaleikum sem hann gaf fyrst út fyrir 40 órum. DV-mynd E.ÓI. „Svona bækur em til um allan heim og ég skil ekki hvað er ólög- legt við að lesa sér til rnn box. En bækurnar á borðinu hjá mér hafa farið fyrir hjartað á einhverjum og lögreglan fengið kvörtun. Hins vegar efast ég um að þeir aðhafist neitt frekar í málinu." Kenndi hnefaleika Þorsteinn kenndi hnefaleika í um 15 ár áður en þeir voru bann- aðir. Hann segist hafa kennt um 150 manns vetur eftir vetur. Kennslan hafi komið á móti mál- aravinnunni sem var í lágmarki á vetuma. „Ég var ekki að gera ann- að en það sama og hefur verið gert í framhaldsskólum og sums staðar í barnaskólum um allan heim.“ Þorsteinn vill undirstrika að hnefaleikar þeir sem hann kenndi séu eins og hnefaleikar á Ólympiu- leikunum. „Þetta ameríska box í sjónvarpinu er ekki heiðarlegt og þar eru menn að gera hluti sem ekki eru leyfðir i boxi eins og ég þekki best, t.d. að slá vankaðan mann. Atvinnumennskan í boxi er frekar ljót.“ Þorsteinn, sem er 85 ára, segist ekki æfa hnefaleika lengur en slær stundum í sekk og bolta að gamni sínu. „Ég orðinn of þungur til að sippa.“ -hfh Áhrlf Schengen-samkomulagsins á íslenska farþega: Hraðari afgreiðsla ferðamanna - tolleftirlit veröur þó óbreytt „Aðild okkar að Schengen-sam- starfinu þýðir að öll afgreiðsla ferðamanna sem koma frá Schengen-landi til annars Schengen-lands verður til muna hraðari. Persónueftirlit verður ekki til staðar og nægir að sýna fullgild skilríki með mynd eins og ökuskírteini eða bankakort. Menn geta þannig skilið vegabréf- ið eftir heima ef þeir ætla ein- göngu að ferðast Schengen-landa. Ég legg hins vegar áherslu á að tolleftirlit verður með sama hætti og fyrr enda er Schengen ekki tollabandalag," sagði Einar Gunn- arsson hjá utanríkisráðuneytinu við DV. Utanríkisráðherrar íslands og Noregs og aðstoðarutanríkisráð- herra Þýskalands undirrituðu í Brussel á mánudag samning ís- lands, Noregs og ráðs Evrópusam- bandsins um þátttöku íslands og Noregs í framkvæmd, beitingu og þróun Schengen-gerða. Með samningnum er tryggð áfram- haldandi þátttaka íslands og Nor- egs í Schengen-samstarfinu. Sameiginleg framkvæmd Schengen-reglna er fyrirhuguð í október árið 2000. Þá munu ís- lenskir ferðamenn sem ferðast til Norðurlandanna og Evrópusam- bandslanda, utan Bretlands og ír- lands, ekki sæta persónueftirliti. Schengen-farþegar munu fara á sérstök svæði í flughöfnum og fá mim fljótari afgreiðslu en efla. Vegabréfaeftirlit á Norðurlöndun- um verðin' með sama hætti og nú er. Á Norðurlöndunum er hins vegar ekkert sérstakt svæði fyrir Norðurlandabúa sem verða að standa í röð ásamt fólki utan Norðurlanda. Eftir að Schengen kemur til sögunnar verða hins vegar sérstök svæði fyrir Norður- landabúa og Schengen-farþega. Farþegar á leið til Bretlands og írlands, sem koma frá landi utan Evrópusambandsins, verða áfram að láta sér lynda að standa í röð eftir vegabréfaskoðun. -hlh — Svo falla krosstré sem önnur tré Með skuggalegri mönnum Páll Pétursson félagsmálaráð- herra er með mestu húmoristum á þingi og hefur það ekkert breyst þótt Páll hafi þurft að gangast undir erfiðar skurðað- gerðir á undan- förnu. Öruggar heimildir herma að þegar Páfl lá á sjúkrahúsinu i fyrradag þá hafi hann farið með eftirfarandi visu þegar útlitið barst í tal: Heldur mun hann þiggja þokka fárra þegar talið berst að dygðum sönnum. Útlitið er innrætinu skárra Er hann þó með skuggalegri mönnum. Kári kominn heim Það hefur um nokkurt skeið verið áhyggjuefni fjárfesta í hinu öfluga fyrirtæki deCode genetic, móðurfyrirtæki ís- lenskrar erfða- greiningar, að helsta andlit fyrir- tækisins og að- aldrifljöður, Kári Stefánsson, dragi sig í hlé þegar fyrirtækið fer á almennan hlutabréfamarkað erlendis. Hafa fjárfestar óttast að brotthvarf Kára myndi rýra hlut þeirra sjálfra í fyrirtækinu en nú hafa þeir sömu fengið nokkra hugarró. Kári hefur nefhilega loksins flutt lögheimili sitt í þjóð- skrá og býr nú í Víðhlíð 6 í Reykjavík. Athygli vekur að í sömu götu býr Þorgeir Örlygs- son, formaður Tölvunefndar, en þeir Kári hafa oft tekist hart á... Stjórnarmyndunin Haft er fyrir satt að einstakir þingmenn innan Framsóknar- flokksins beri nokkum kvíðboga fyrir væntanlegri stjórn með Sjálf- stæðisflokknum komandi ár. Váleg tíðindi um þenslu- merki í efnahags- lífmu þykja gefa fyrirheit um nið- urskurð í rikis- fjármálum og þá sér í lagi einum út- gjaldamesta liö þeirra, velferðar- málum. Hafa sumir þingmenn viðrað þá skoðun að flokkurinn verði fyrir alla muni að forðast heilbrigðis- og tryggingaráðuneyt- ið þegar viðræöur hefjast um ráðuneytaskiptingu þar sem ann- ars sé hætt við því að niðurskurð- arskellurinn komi harkalega nið- ur á flokknum í næstu kosning- um... Kaupfélag Þingeyinga er fallít. Bara rétt si sona upp úr þurru. Þeir segja reyndar að þetta sé engum að kenna og ekkert við þessu að segja og bændur sitja glúpnir og blankir og svo er mað- ur að sunnan fenginn til að kasta rekunum og allt bú, eins og böm- in segja. Kaupfélag Þingeyinga er elsta kaupfélag landsins. Stolt sam- vinnuhreyfmgarinnar og bænda- stéttarinnar og Þingeyingar hafa staðið þéttan vörð um þetta helga vé og þeir vora meira að segja orðnir svo lýðræðislegir og frjáls- lyndir, Þingeyingarnir, að það var komin kona í formannsstólinn. Ekki það að skellurinn sé henni að kenna þótt hún hafi sof- ið á verðinum, eins og hún sjálf viðurkennir. Þótt maður sé kos- inn formaður í kaupfélagi og ráði sérstakan kaupfélagsstjóra til að annast reksturinn er ekki hægt að ætlast til að þetta fólk fylgist með öllu sem er að gerast. Þetta er heldur ekki stjórninni að kenna né heldur kaupfélagsstjóran- um og afls ekki bankanum að kenna heldur er þetta því um að kenna að kaupfélagið var rekið með útgáfu markaðsvíxla sem þýðir á mannamáli að það var gert út á veltuna. Og veltan var með ágætum, takk fyrir. Það er misskilningur að halda að menn hafi vitað þetta fyrir kosningar en haldið því leyndu. Gjaldþrot koma ekki hægt og sígandi. Þau koma eins og hvirfilbylur og náttúrahamfarir sem ekki gera boð á undan sér. Það hafði sem sagt enginn hugmynd um að ástandið væri svona slæmt og bændur lögðu inn peninga sína og afurðir eins og ekkert væri og kaupfélagið tók við þeim eins og ekkert væri og allir biðu rólegir eins og öll þessi hundrað ár sem kaupfélagið hefur lifað og þeir á því. Þetta var allt i stakasta lagi þangað til kaupfélagsstjórinn gekk á fund Landsbankamanna og sagði þeim tíðindin. Það vantaði nokkur hundruö milljónir upp á að veltan stæði undir rekstrinum. Ekki það að þeir ætli að láta kaupfélagið fara á hausinn. Sei, sei og nei, nei. Lögfræðingur frá Ólís var fenginn norður til að lita á eignimar og skuldirnar og velt- una og vixlana og bingó: bændur og búalið réttu upp hendumar í samhljóða atkvæðagreiðslu um að bjarga því sem bjargað yrði, enda var þetta engum að kenna, nema þá markaðsvíxlunum sem vora þeirri ónáttúra gæddir að falla á gjalddaga. Það var ekki stjómin og ekki kaupfélagsstjórinn og ekki reksturinn og ekki skuldimar sem fóru með Kaupfélag Þingeyinga á hausinn. Það vora bannsettir víxlamir, sem vora þó ekkert nema venjulegir markaðsvíxlar sem stóðu undir veltunni sem var með ágætum þangað til víxlarn- ir féllu. Það kom þeim Þingeyingum í opna skjöldu. Dagfari Björn í ham Björn Bjamason vandar ræki- lega um við Emu Kaaber, rit- stjóra Stúdentablaðsins, í nýjasta pistli heimasíðu sinnar www.centr- um.is/bb,e n eins og menn muna þá setti Erna menntamálaráð- herra á forsíðu blaðsins í hundslíki. I sið- asta tölublaði málgagns stúdenta varði Erna „hundsforsíðuna" og vísaði meðal annars til þess að í ritstjóratíð Styrmir Gunnarssonar, nú Moggaritstjóra, fyrir 40 árum hefði verið birt mynd af Gylfa Þ. Gíslasyni, þáverandi mennta- málaráðherra, í ekki síður óvirðu- legum dýrabúningi. í netpistli sín- um bendir Björn hins vegar á um- rætt blað Styrmis hafi aldrei farið í dreifingu þar sem þáverandi ábyrgðarmenn blaðsins hafi gert blaðið upptækt og ekki sé vitaö til þess að þeir hafi hælt sér af uppá- tækinu síðan... Umsjón Kjartan B. Björgvinsson Netfang: sandkorn @ff. is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.