Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.1999, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.1999, Blaðsíða 9
FIMMTUDAGUR 20. MAÍ 1999 9 DV Utlönd SKEIFUNN117 • 108 REYKJAVÍK SÍMI 581-4515 • FflX 581-4510 Palestínumenn þrýsta á Barak Tiskukóngur spáir tortímingu Parísarborgar Tískukóngurinn Paco Rabane óttast mjög að París muni farast í eldi þann 11. ágúst næstkomandi þegar rússneska geimstöðin Mir hrapar niður á á austurhluta borgarinnar. Rabane segir að þetta komi fram í spádómum 16. aldar spá- mannsins Nostradamusar. Rabane er svo sannfærður um að túlkun sin á Nostradamusi sé rétt að hann hefur ritað um hana bók. Þá ætlar hann að færa næstu tískusýningu sína, og hugsanlega þá síöustu, fram til 11. júlí. „Ég er búinn að flýta sýning- unni og hef sagt öllum starfs- mönnum mínum að vera ekki í París 11. ágúst,“ segir tískukóng- urinn Paco Rabane. Ehud Barak, nýkjörinn forsætis- ráðherra Israels, er þegar farinn að finna fyrir þrýstingi frá Palestínu- mönnum. Þeir vilja að hann stöðvi framkvæmdir við smíði íbúða fyrir gyðinga í arabíska hluta Jerúsalem sem hafnar voru á þriðjudaginn, daginn eftir kosningamar í ísrael. „Þetta var neikvæður boðskapur og slæm byrjun,“ sagði Nabil Amr, einn leiðtoga Palestínumanna í gær. Barak heldur fast við þá skoðun sína að Jerúsalem eigi að vera óskipt. Palestínumenn vilja að aust- urhluti borgarinnar verði höfuð- borg í ríki þeirra. Formlegar stjórnarmyndunarvið- ræður hefjast ekki fyrr en um kom- andi helgi. Barak hefur 45 daga til stj ómarmyndunar. Ehud Barak, nýkjörinn forsætisráð- herra ísraels. Símamynd Reuter Dodge Caravan 2,4 '97, ekinn 26 þús. km. Verð 2.090.000. Volvo S40 '97, ekinn 25 þús. km, 2000 cc, ssk. Verð 2.230.000.M. Benz E430 '94, 3500 cc, ssk., m/gríðarlegum aukabúnaði. Verð 4.200.000. Svíar reiöir yfir loftárásunum á Belgrad: Jevgení Gvozdev frá Dagestan í Rússlandi stendur um borð í skútu sem hann smíðaði á svölum íbúðar sinnar. Gvozdev sigldi í skútu umhverfis jörð- ina fyrir fjórum árum og ráðgerir nú nýja hnattsniglingu. Símamynd Reuter Ætluðu að myrða fleiri en í Littleton Fjórir táningar í Holland Woodsskólanum í Michigan í Bandaríkjunum ráðgerðu að fram- leiða eigin sprengjur og útvega sér vopn til þess að geta framið fjöldamorð eins og í Col- umbineskólanum í Littleton í Colorado. Piltarnir ætluðu að myrða fleiri en voru myrtir i Colorado. Þeir ætluðu einnig að nauðga stúlkum í skólanum, að því er kemur fram í médi saksókn- ara. Tveir piltanna eru aðeins 13 ára og er þeim lýst sem ósköp venju- legiun drengjum. AJlir fjórir verða látnir koma fyrir rétt í venjulegum dómstól. Verði eldri piltarnir sak- felldir geta þeir átt von á lifstíðar- fangelsi. Yngri piltamir geta feng- ið mildari dóm. Nemendur, sem urðu vitni að fjöldamorðunum í Littleton, greindu í vikunni fulltrúadeild Bandaríkjaþings frá upplifun sinni og hvöttu þingmenn til þess að sjá til þess að slíkir atburðir kæmu ekki fyrir aftur. Nefnd fékk meðal annars tillögu um að foreldrar ættu að gæta bama sinna betur. Sumir nemendur töldu erfitt að leysa vandann. „Sé einhver vondur í hjarta sínu er ekki hægt að breyta því. Það er bara guð sem getur breytt vondu hjarta," sagði einn nemendanna. Herkúles Sími 568-2644 GSM 891-9344 Jóhann Hannó Jóhannsson, lögg. bifreiÓasaíi Sigríöur Jóhannsdóttío lögg. bifrei&asali FriSbjöm Kristjónsson, sölufulltrúi Jóhann M. Ólafsson, Ingi fiór Ingólfsson, sölufulltrúi Kristján Örn Óskarsson, sölufulltrúi EVRÓPA BILASALA „TÁKN UM TRAUST" Faxafen 8 Sími 581 1560 Fax 581 1566 Opnum kl. 8:30 Sími 581 1560 VWVento Gl 1800'95, ekinn 63 þús. km, 5 g. Verð 1.130.000. Subaru Legacy Outback '98, ekinn 7 þús. km, 2500 cc, ssk., með öllu. Verð 2.690.000. Einnig '97 á 2.250.000. Daihatsu Sirion SX 10/98, ekinn 6 þús. km, ssk. Verð 1.050.000. Hyundai coupé '97, ekinn 15 þús. km, 2000 cc. Verð 1.490.000. Bústaður sendiherrans varð fyrir skemmdum Lltleiga á alls konar leiktækjum í bamaafmæli - götupartí — ættarmut u.fl. Honda CVR '98, 2000 cc, ssk. Verð 2.250.000. Dodge Dakota Club SLT '96, ekinn 49 þús. km, 6 cyl., ssk. Verð 1.995.000. Rúður brotnuðu mélinu smærra og fleiri skemmdir urðu á bústað sænska sendiherrans í Belgrad í loftárásum flugvéla NATO á júgóslavnesku höfuðborgina í gær. Við sömu götu eru einkahöll Slobod- ans Milosevics Júgóslavíuforseta og nokkrar hernaðarlega mikilvægar byggingar. „Sprengjumar komu niður að- eins um tvö hundruð metra frá okk- ur,“ sagði sænski sendiherrann, Mats Staffansson, í samtali við sænska Aftonbladet. Anna Lindh, utanríkisráðherra Svíþjóðar, sagði að svo harðar loft- árásir á Belgrad væru óásættanleg- ar og að hún myndi hafa samband við ráðamenn i höfuðstöðvunum í Brussel og láta þá heyra það. Viktor Tsjernomyrdín, sáttasemj- ari Rússa í Kosovo, hélt til Moskvu í gær eftir að stjómvöld í Belgrad féllust á að þörf væri að ræða við Sameinuðu þjóðimar til að binda enda á átökin. Tsjernomyrdín hittir Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuöu þjóöanna, ræöir viö albönsk börn í Stenkovac flóttamannabúöunum í Makedóníu. Hann segir aö SÞ ættu aö gegna lykilhlutverki viö lausn deilunnar um framtíð Kosovo. sendimenn Bandaríkjastjómar í Moskvu í dag. Tsjernomyrdin og Milosevic ræddu saman í sjö klukkustundir. Að viðræðunum loknum sögðu ráð- gjafar Milosevics að þátttaka Júgóslava í að skipuleggja hvemig hugsanlegum friðarsamningum yrði framfylgt væri óhjákvæmileg. Vesturveldin og Rússar lögðu fram áætlun fyrir tveimur vikum þar sem gert er ráð fyrir veru er- lendra gæslusveita í Kosovo, brott- fór júgóslavneska hersins og heim- flutningi flóttamannanna. Rússneski sendimaðurinn var ekki fyrr farinn frá Belgrad en flug- vélar NATO héldu árásum sínum áfram. Serbneskir fjölmiðlar sögðu að þrir sjúklingar hefðu týnt lífi þegar flugskeyti hæfði sjúkrahús og tvær konur sem vora að fæða börn hefðu særst. Nokkrir starfsmenn sjúkrahússins slösuðust einnig en ekki hefur fengist staðfest hversu miklar skemmdir urðu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.