Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.1999, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.1999, Blaðsíða 15
FIMMTUDAGUR 20. MAÍ 1999 15 Bestu ráðin fyrir bílinn Þrif á vorin Meö hækkandi sól flykkjast bíleig- endur meö bíla sína á þvottastöðvar til aö hreinsa og þrífa þá. Þaö ætti aö vera kærkomið að fá nokkur góð ráö um hvemig eigi að þrifa bílinn sinn. Bílþvottur í stað þess aö þvo bílinn með sápu og vatni skaltu nota eina fotu af vatni og bæta einum bolla af steinolíu út í. Á eftir skaltu þurrka bílinn vel með mjúkum klút. Það besta við þetta er að ekki þarf að bleyta bílinn neitt áður, sama hversu skítugur hann er, né heldurþarf að skola hann á eftir. Þegar rignir hripar vatnið af honum. Þetta tefur fyrir ryði. Notið ekki bón að þessari meðhöndlun lokinni. Gluggaþvottur Matarsóti hreinsar bletti og umferð- aróhreinindi af rúðum, ljósum og krómi. Nuddið með matarsóta sem stráð hefur verið á rakan svamp. Skolið á eftir. Notið netpoka úr plasti (eins og sá sem laukur er seldur í) til að nota við hreinsun á rúöum þegar skordýr hafa klesst á þær. Vöðlið nokkrum slikum pokum í vöndul og nuddið af. Miðar á rúðunni Þeir sem hafa fengiö limmiða frá hinu opinbera á rúðuna hjá sér er ráð- lagt að bleyta miðann með heitu ediki. Skrapið svo varlega af en vætið í ediki eftir því sem þarf þar til miðinn er far- inn. Sítrónusafi gerir sama gagn. Það er einnig hægt aö bera á salatolíu. Hún þarf að vera á smástund og er svo skröpuð af. Ef þarf að losa límmiða af númeraplötunni eða stuðaranum er gott að væta hann með naglalakkseyði (acetoni) eða kveikjaralegiog skafa síð- an af með rakvélablaði eða hnífi. Tjörueyðir Bleytið tjörubletti með línolíu. Látið bíða þarf til blettimir hafa mýkst. Nuddið síðan með tusku sem bleytt hefur verið í oliunni. Sumir segja að hnetusmjör virki sem tjörueyðir! Ryðblettir Losnið við ryðbletti af stuðcu'anum með því að nydda þá með álpappír sem hefur veirð vöðlað saman eða notið fina stálull. Einnig er hægt að nota sápufyllta stálullarhnoðra og steinolía kemur líka að gagni. Rispur Ef þú hefur fengið rispu á bílinn og vilt fela hana þar til þú ferð með bílinn á verkstæöi skaltu nudda samlitum vaxlit vel í rispuna. Salt í mottunum Saltblettir geta verið fastir í mottun- um eftir veturinn. Blandið til helm- inga ediki og vatni, setjið í tusku og nuddið mottuna með blöndunni. Sígarettuaska . Aska sem heldur áfram að brenna í öskubakkanum er til leiðinda. Komið í veg fyrir það meö því að setja matar- sóta í öskubakkann. Ódýrara að smyrja nestið heima Hvort sem haldiö er í vinnuna eða í ferðalag út á land kemst eng- inn af án þess að fá sér að borða. Sumir kjósa að koma við í sölu- turni á leiðinni út úr bænum en Sparið 20.000 á ári Verð á tilbúnum langlokum í verslunum er breytilegt en DV fór í stórmarkað, valdan af handa- hófi, þar sem langlokan kostaði 230 krónur. Álegg hennar var skinka, agúrkur, kál og pítusósa. En ef þetta hráeftii, sem er í tilbú- inni langloku, er keypt í minnsta fáanlegu magni, kostaði það sam- anlagt 589 krónur. En vitanlega er aðeins lítið notað af pítusósu, káli, skinkunni og agúrkunni, þannig að skoða verður hvað hvert fyrir sig kostar mikið. Ef miðað er við að notaður sé aðeins hluti af hveiju verður niðurstaðan sú að langlokan, sem búin er til heima, kostar að- e i n s „ 145 kr. aðrir smyrja sjálfir nestið og geta með því sparað töluverða peninga. DV kannaði hvort hægt væri að vera hagsýnn með því að kaupa nestið úti í búð og smyrja það heima í stað þess að kaupa tilbúna langloku í verslun. 145 krónur. Langlokan sjálf kostar 88 krónur, 2 sneiðar af skinku 35 krónur, agúrkusneiðar 4 krónur, kál 9 krónu’- hægt sé að gera enn hagkvæmari innkaup þegar kemur að sam- lokum þar sem brauð- sneiðar eru Samlokur ódýrari En það er ekki sjálfgefíð fyrir hvem sem er að smyrja nestið sjálfúr. Að sjálfsögðu er gert ráð fyrir því Tilbúin út úr búð Heimatilbúin og einn tuttugasti af pitusósu 9 krónur. Það er því tvímælalaust hagkvæmara að smyrja nestið heima því með því sparast 85 krónur í hvert skipti. Ef ein- hver kaupir sér langloku á hverjum degi alla fimm vinnudaga vikunnar, allt árið um kring, sparar hann rúmlega 20.000 krónur yfir árið. Það mun- ar um minna. Langloka Brauöhleifur í stærra Sklnka 2 sneiöar notaöar Agúrka 1/10 notaöur Kál 1/10 notaöur Pítusósa 1/20 notaöur Langlokan, tiibúin svo að ekkert skemmist. En á sama hátt má einnig hugsa sér að lagi 88 kr. 35 kr. 4 kr. 9 kr. 9 kr. ■st í 145 kr. dýr- ari kant- inum. Fyrir þá sem engan tíma hafa þýðir hins vegar ekkert að spara og líklega einfaldast að telja Heimatilbúin langloka að viðkomandi geti geymt það sem gengur af hverju sinni í kæli, notaðar sem brauðmetið í máltíðinni. Tvær brauðsneiðar af heilu brauði kosta aðeins brot af því sem lang- lokan kostar og verður hún að Sykrið morgun kornið sjálf Það ætti ekki vera erfitt að finna hvar morgunkornið er í stórmörkuðunum. Kornið tekur mikið pláss enda kaupir svo gott sem hvert og eitt einasta heimili ein- hvers konar morgun- korn. En það er ekki sama hvað er keypt - sumt er hollara en ann- að. Og framboðið af öðru er meira en af hinu, nefnilega sykraða korninu. Til þess telst t.d. Cocoa Puffs, Honey Nut Cher- ioos og það kom sem hefur eins konar syk- urhjúp utan á því. Til Cheenos þess holla telst Corn Flakes og Cheerios sem er greinilega ekki jafn vinsælt og hið sykraða því það er mun minna framboð í hillum af því. Hlutfollin era einn á móti fimm í þeirri verslun sem DV kann- aði hjá. Og hið sykraða kostar meira. Að jafn- aði um 30 krónum dýr- ara og gæti hin hefð- bundna vísitölufjöl- skylda sparað nokkuð á því að kaupa ósykrað og setja sjálft á sykur- inn heima sem fæst á góðu verði í hvaöa stórmarkaði sem er. Alltí garðinn og garðvinnuna Vantar þig gróðurmold, fræ, áburð, blómapotta, verkferi, styttur og skraut í garðinn eða eitthvað annað sem snýr að garðyrkju, blóma- eða trjárækt? Hjá FRJÓ ferðu mikið úrval af allskonar vörum til garðyrkjustarfa, á frábæru verði. Við höfutn allt sem þú þaift \ til að prýða garðinn þinn! ; ©FRJ0 STÓRHÖFÐA 35, 112 REYKJAVÍK SÍMI 567 7860, FAX 567 7863

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.