Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.1999, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.1999, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 20. MAÍ 1999 Frjálst, óháð dagblað Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformabur og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ÓLI BJÖRN KÁRASON Aðstoöarritstjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiösla, áskrift: ÞVERHOLTI11,105 RVÍK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Vísir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiölunar: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuði 1900 kr. m. vsk. Lausasöluverð 170 kr. m. vsk., Helgarblað 230 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Davíð skaffaði Sigursæl kosningabarátta Sjálfstæðisflokksins var ein- föld og æsingalaus. Það mannlega sameinaði hún tilvís- unum í almælt tíðindi. Hún vakti athygli á foringja flokksins og góðærinu, sem verið hafði á kjörtímabilinu. í stuttu máli sagði flokkurinn: Davíð skaffaði. Baráttan vísaði ekki til nútíðar og því síður til fram- tíðar. Hún var hugsuð í þátíð og höfðaði til þess, að fólk telur sig í framtíðinni geta treyst þeim, sem hafi staðið sig vel í fortíðinni. Tilvísun til reynslu er oft sterkari áróður en loforð um gull og græna skóga. Markhópur Sjálfstæðisflokksins var sá ríflegi meiri- hluti kjósenda, sem hefur það töluvert betra núna en hann hafði fyrir flórum árum. Það var nægilega stór markhópur fyrir stærsta flokk þjóðarinnar, enda reynd- ist hann vera móttækilegur fyrir áróðrinum. Stærsti flokkurinn taldi sig hafa ráð á að forðast í kosningabaráttunni að þykjast vera allt fyrir alla. Hann féll ekki í gryfju Framsóknarflokksins og Samfylkingar- innar. Hann valdi sér markhóp og náði góðu sambandi við hann, en lét smælingja þjóðfélagsins eiga sig. Þar sem skilaboðin voru skýr, þurfti Sjálfstæðisflokk- urinn ekki dýra kosningabaráttu til að koma þeim á framfæri. Hann notaði helmingi minna fé en keppinaut- amir tveir notuðu hvor um sig og kom því um leið til skila, að hann væri hófsamur innan um eyðsluseggi. Græna vinstrið fetaði svipaða braut og Sjálfstæðis- flokkurinn og þurfti sáralitla peninga til að koma því á framfæri, að það væri allt öðruvísi flokkur en allir hinir flokkamir. Hér væri kominn flokkur, sem hefði sérstöðu og nánast sérvizku á öllum helztu sviðum. Markhópurinn var tiltölulega fámennur, innan við fimmtungur þjóðarinnar. Flokkurinn taldi sig geta leyft sér að hafa á ýmsum sviðum stefnu, sem meirihluti þjóð- arinnar er andsnúinn. Flokkurinn vildi virðást vera eins konar fjölmennur sértrúarsöfnuður og tókst það. Líkt og Sjálfstæðisflokkurinn lofaði Græna vinstrið kjósendum ekki gulli og grænum skógum, heldur vakti athygli á sérstöðu sinni í pólitíkinni. Þetta þótti traust- vekjandi og varð til þess, að nýi flokkurinn náði öllu því fýlgi, sem hann hafði fyrirfram sagzt stefna að. Þessi tvö dæmi sýna yfírvegaða stjómmálaflokka, sem vissu, hverjir vom vænlegir markhópar og sneru sér að þeim, eyddu litlu fé í baráttuna, lofuðu fáu fógm, og komu á framfæri, fýrir hvað þeir stæðu, fremur en vænt- anlegar velgjörðir sínar á næsta kjörtímabili. Aðrir stjómmálaflokkar geta ýmislegt lært af þessu. Það er til dæmis tvíeggjað að selja sál sína gjafmildum stórhvelum fjármálanna til að fjármagna allt of dýra kosningabaráttu. Það er líka tvíeggjað að þykjast vilja vera allt fyrir alla. Allt vitnar þetta um óráðsíu. Niðurstaða kosninganna gefur tilefni til að ætla, að vel þegið hlé verði næsta áratuginn á undanhaldi stjómmál- anna yfir í umbúðir og ímyndir án innihalds, fjárhags- legt vændi og hrun góðra siða. í næstu kosningum verð- ur öllum ráðlegt að fara að slíkum æfmgum með gát. Hingað til hafa ímyndunarfræðingar og auglýsinga- menn talið okkur trú um, að leiðin til viðskiptalegrar velgengni felist í því sem næst algeru sambandsleysi um- búða og innihalds, botnlausum ýkjum og hressilegum rangfærslum, fluttum með engilhreinum svip. Hingað til hefur verið haft fyrir satt, að fólk kunni eng- in ráð við þessum brögðum og láti teyma sig á asnaeyr- unum. En kannski er heimurinn hættur að versna. Jónas Kristjánsson Hagvöxtur byggist á vexti þjóðarframleiðslu - og tekna sem eru í megindráttum sú verðmætasköpun sem á sér stað í fyrirtækjum landsmanna, segir m.a. í grein Kristjóns. Hagvöxturinn Fyrir nýafstaðn- ar þingkosningar bar hagvöxt og stöðugleika oft á góma. Almennt voru frambjóðend- ur hlynntir hag- vexti þött einstaka minntust á að einnig þyrfti að 'huga að öðrum markmiðum, taka bæri tillit til hinna félagslegu, hamla gegn byggðarösk- un og fleira, þótt slík markmið brytu e.t.v. í bág viö hreina pen- ingahyggju er var ómenguð talin af hinu illa og skorta sýn yfir hin mann- legu gildi. Pening- arnir eru þó allt- énd afl þeirra hluta sem gera skal. Aldrei skýrður nánar Kjallarinn viðskiptafræðingur Hagvöxtur byggist á vexti þjóðarframleiðslu - og tekna sem eru í meg- indráttum sú verðmæta- sköpun sem á sér stað í fyrirtækjum landsmanna auk framleiðslu þeirrar þjónustu er ríki og sveit- arfélög veita þegnum sín- um. Afrakstur slíkrar starfsemi skiptist í aðal- atriðum í laun og hlut fjármagns sem er notað- ur til að greiða fyrir neyslu okkar, samneyslu auk fjármunamyndunar. Til samneyslu verður þó að forðast að telja milli- færslur tryggingakerfis og opinbera fjármuna- „Afrakstur slíkrar starfsemi skiptist í aöalatriðum í laun og hlut fjármagns sem er notaður til að greiða fyrir neyslu okkar, samneyslu auk fjármunamynd- unar.” Þegar kom að kosningaioforðum voru þó flestir þeirrar skoðunar að með hagvexti yrði létt mál og lööurmannlegt að bæta hag sjúkra og sorgmæddra auk annarra er um sárt ættu að binda án þess að skerða hag nokk- urs annars. Hagvöxturinn var þó aldrei skýrður neitt nánar né hvort hann hefði á undanfómum árum borist með eðlilegum hætti til þorra almennings. Skiptar skoðan- ir vom um það hvort öryrkjar og þeir er minna mega sín hefðu setið eftir í startholunum er aðrir geyst- ust fram í hlaupi er væri e.t.v að- eins eftirsókn eftir vindi. myndum. Misbrestur hefir verið á að slíkt sé gert. Viss mótsögn Fyrir nokkrum árum var fyrri skoðun haldið fram að nota bæri hagvöxtinn til að greiða niður er- lendar skuldir þjóðarinnar. í slík- um fullyrðingum er þó viss mót- sögn einkum ef vöxturinn er knú- inn áfram af aukinni eftirspurn sem veldur innlendri verðmæta- ráðstöfun umfram þjóðartekjur. I slíkum tilvikum er viðskiptahalli og erlend skuldasöfnum það fóður sem vöxturinn nærist á. Þar sem erlendar skuldir em aðeins að hluta til skuldir opinberra aðila sem er í lófa lagið að greiða þær niður telji þeir slíkan kost vænleg- an en að öðm leyti skuldir sjálf- stæðra einstaklinga, verða slík markmið vart sett fram. Þær raddir hafa heyrst sem telja að lita megi þannig á að þær skuldir erlendcir sem hvorki séu ríkis né sveitarfélaga séu því einkamál einstaklinga og fyrir- tækja. Því verður ekki á móti mælt að á undanfórnum ámm hef- ur hagur flesta Islendinga batnað verulega vegna aukinnar fram- leiðni og grósku í mörgum at- vinnugreinum auk hagstæðra ytri skilyrða þjóðarbúsins sem varast verður að vanmeta. Skort hefir þó á í vissri umræðu að þeim væri gefinn gaumur sem skyldi. Blikur á lofti Blikur ‘eru þó á lofti þar eð for- ystumenn og konur verkalýðsfé- laga jafnt norðan heiða sem sunn- an hafa ámálgað kröfur um launa- hækkanir skjólstæðingum sínum til handa er nema um þrjátíu af hundraði. Næðu slíkar kröfur fram að ganga yrðu þær vart væn- legar til endurreisnar gjaldþrota fyrirtækja en á slíkan hátt mætti þó umbuna húskörlum, ræsti- tæknum og ketilhreinsumm, væri ástæða til þess talin í ljósi þess að þeir hópar hefðu eigi á undan- gengnum árum hlotið viðlíka umbun verka sinna sem aðrir. En yrðu slíkar kröfur fram knúnar fyrir alla á vinnumarkaði yrði vart að sökum að spyrja ef á móti kæmu ráðstafanir í peningamál- um og ríkisfjármálum til vamar markmiðum í gengis- og verðlags- málum. Kristjón Kolbeins Skoðanir aimarra Islenska lífeyriskerfið „Alþjóðabankinn hefur lagt áherslu á að lífeyris- kerfi verði að byggjast á þremur stoðum, þ.e. al- mannatryggingum, lífeyrissjóðum og frjálsum við- bótarspamaði. íslenska lífeyriskerfið uppfyllir að ýmsu leyti þessa forskrift Alþjóðabankans og vegur þar þyngst skylduaðild að lífeyrissjóðum sem byggja á sjóðssöfnun og samtryggingu. Við eram þvi fyrir- mynd á þessum sviðum og uppfyllum skilyrðin um ess-in þrjú, sem standa fyrir hugtökin um skylduað- ild, sjóðsöfnun og samtryggingu. Öll þessi skilyrði þurfa að vera fyrir hendi ef viðkomandi einstakling- ur á að geta séö fyrir sér á efri árum með uppsöfn- uðum sparnaði og áunnum tryggingum." Þórir Hermannsson í Mbl. 19. maí. Slagur á vinnumarkaði? „Fyrir fram vil ég ekki slá því fóstu að mikill slag- ur verði á vinnumarkaði því miklu máli skiptir hvemig staðið verður að samningagerðinni. Þannig hefur verið bent á að gera megi samninga til skemmri tíma en síðast meðan verið er að koma samningaferlinu upp á eitt borð. Efling-stéttarfélag er tO dæmis með tvo gildistíma á samningum og vel kemur til greina að gera skammtímasamning á með- an þeir samningar næðu saman: Það myndi fela í sér að kjarasamningar yrðu að þessu sinni gerðir til eins árs.“ Halldór Björnsson í Viðskiptablaðinu 19. maí. Vandi verðbólguhættu og frádrátt- arbærir sparnaðarreikningar „Þegar fiárlög vora samþykkt í vetur sá ég að þessi hætta væri til staðar og varaði við henni. Þá lagði ég til að ríkið myndi bjóða upp á spennandi sparnaðarkosti fyrir almenning, til dæmis að pen- ingar sem yrðu lagðir inn á sparnaöarreikninga yrðu frádráttarbærir til skatts. Aðgerðir í þessa veru myndu strax hjálpa til þótt auðvitað þurfi margt fleira að koma til, svo sem aðhald í skuldasöfnun fólks, fyrirtækja og ekki síst sveitarfélaga." Sigríður Jóhannesdóttir í Degi 19. maí.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.