Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.1999, Page 13
FIMMTUDAGUR 20. MAÍ 1999
13
Reiðir Kínverjar
„Mótmælendur sem hrópa „Adolf Clinton" gætu byrjað á því að formæla
mesta morðingja sögunnar, Mao formanni, sem stuðlaði að dauða yfir 40
milljóna Kínverja
og spilavíti í stóram stíl á megin-
landinu; í sveitum Kína neyðast
milljónir einstaklinga til að yfir-
gefa landsvæði sem ríkið hrifsar
til sín og þetta fólk dagar uppi ör-
snautt og atvinnulaust á öngstræt-
um borganna; og þannig mætti
endalaust halda áfram.
Kreppa í Kína
Stjómvöld í Kína eru greinilega
að kynda undir þjóðarofstæki til
að mæta vaxandi hættu á kreppu í
landinu. Þjóðrekin fyrirtæki era
rekin með bullandi tapi og er lok-
að i stórum stíl. Milljónir hrekjast
úr sveitum landsins og tala at-
vinnuleysingja er að verða stjarn-
fræðileg. Stéttaskipting er að sama
skapi hrikaleg og hið almenna
skólakerfi í peningasvelti og allt
að því hrunið. Engin furða þótt
stór hluti þjóðarinnar sé ekki
ánægður. Áróðursvélin er því
byrjuð að predika útlendingahatur
í vaxandi mæli. Hagtölur frá Kína
eru út í hött og margir telja að nú
styttist í að gengið verði fellt. Þá
byrjar ballið.
Jóhannes Björn Lúðvíksson
Þjóðernisofstæki hef-
ur gripið um sig í Kína
og æstur lýðurinn notar
munnsöfnuð um útlend-
inga sem venjulega
heyrist ekki þar i landi
nema þegar stúlkuböm
fæðast! Ofstækið hefur
náð því stigi að margir
háskólanemar era hætt-
ir við að sækja nám við
bandaríska háskóla og
erlendir skyndibitastað-
ir í Bejing standa auðir.
Kínverjar hafa lengi
verið tortryggnir í garð
útlendinga en upp úr
sauð að þessu sinni eftir
að nokkrir Kínverjar
létu lífið fyrir slysni
þegar sendiráð landsins
í Belgrad varð fyrir
sprengjuárás. Vissulega er alltaf
hörmulegt þegar saklaust fólk læt-
ur lífið fyrir aldur fram með voveif-
legum hætti og Kínverjar hafa fulla
ástæða til að mótmæla harðlega. En
kínversk stjómvöld hafa gengið allt
of langt í þessu tilfelli og notað
harmleikinn sem fléttu í pólitískri
refskák. Flokkurinn veit að hatur á
útlendingum hefur oft reynst vel
þegar innviðir ríkis era að rotna og
því var sýningin fyrir utan banda-
ríska sendiráðið beint úr leikhúsi
fáránleikans. Fyrir utan þá stað-
reynd að almenningur í Kína gæti
vissulega litið sér nær þegar morð
og ofbeldi eru annars vegar.
„Adolf Clinton, Adolf Clinton!"
Mótmælendur sem hrópa „Adolf
Clinton" gætu byrjað á því að for-
mæla mesta morðingja sögunnar,
Mao formanni, sem
stuðlaði að dauða
yfir 40 milljóna Kín-
verja og lagði síðan
efnahagskerfi lands-
ins í rúst með svo-
kallaðri menningar-
byltingu. Sú bylting
gekk aðallega út á
að topparinr í
flokknum lokuðu
skólum landsins,
ráku milljónir borg-
arbúa út í sveitirn-
ar og stálu síðan
eigum þeirra. Fólk
sem lenti í þessari
vitfirringu segir að
spilling hafi ríkt
alls staðar.
Kínverjar sem sjá
rautt þessa dagana
gætu líka létt á dampinum með því
að fordæma dómskerfi landsins og
þannig rétt saklausum fóngum
hjálparhönd. Margir sitja inni fyrir
það eitt hafa tjáð hug sinn eða fyrir
að funda með fólki sem ekki hefur
sömu skoðanir og yfirstétt landsins
(það er ekki nokkur leið að kalla
þessa menn kommúnista). Skelfi-
legast er kannski að yfirvöld græða
á þessum föngum
með því að selja
þá í varahluti.
Sem dæmi þá
telja bandarískir
sérfræðingar að á
nokkrum árum
hafl yfir 10.000
nýru úr fóngum
verið seld fyrir
$30.000 stykkið. Út-
lendingar kaupa
oft þessa þjónustu
og aðgerðirnar
fara fram á her-
sjúkrahúsum. Eng-
inn stendur fyrir utan og mótmælir.
Kínverjar sem tala með vand-
lætingu um útlendinga gætu hæg-
lega gert mótmælaaðgerðir að ævi-
starfi ef þeir aðeins litu sér nær:
Kína slær öll met við framleiðslu á
amfetamíni til útflutnings og yfir-
völd gera ekkert í málinu; feiki-
legu magni eiturlyfja er umskipað
í Hong Kong og eyjan er á kafi í
peningaþvætti; Triad-mafian er
byrjuð að starfrækja vændishús
Kjallarinn
Jóhannes Björn
Lúðvíksson
rithöfundur
„Stjórnvöld í Kína eru greinilega
aö kynda undir þjóðarofstæki til
að mæta vaxandi hættu á kreppu
í landinu. Þjóðrekin fyrirtæki eru
rekin með bullandi tapi og eru að
loka í stórum stíl. Milljónir hrekj-
ast úr sveitum landsins og tala
atvinnuleysingja er að verða
stjarnfræðileg.“
Erindrekinn
Heimurinn stendur frammi fyr-
ir mörgum alvarlegum sjúkdóm-
um. Faraldur ógnar framtíð
margra þjóða í heiminúm. Nú þeg-
ar era 33 milljónir manná smitað-
ar af alnæmisveiranni. Berklafar-
aldur og svarti dauði herja í fá-
tækum löndum, fyrir utan aðra
vágesti nútímans. Það er því mik-
il þörf á auknu framlagi vísind-
anna til þess að draga úr og stöðva
framrás hinna fjölmörgu sjúk-
dóma i heiminum. Ein leiðin til
slíks er að safna saman í gagna-
grunna heilsufarsupplýsingum
þjóða og þjóðabrota, kanna fylgni
lífskjara og sjúkdóma, erfða og
sjúkdóma o.s.frv.
Miðlægur gagnagrunnur
Umræða um miðlæga gagna-
granna hefur farið fram víða í
heiminum en ekki orðið að veru-
leika nema á eyju langt norður í
höfum. Það vekur því óneitanlega
spurninguna: Hvers vegna? Öðr-
um þjóðum þykir slíkt væntan-
lega ganga gegn almennum mann-
réttindum að safna saman á einn
stað trúnaðarupplýsinum um
heila þjóð, hvað þá að afhenda
slíkar upplýsingar einkafyrirtæki,
vegna hættu á margþættri mis-
notkun.
Hvað gagnagranninn varðar þá
er unnnið að því þessa dagana að
semja rekstrarleyfið fyrir íslenska
erfðagreiningu.
Ef rekstrarleyfið
verður gefið út er
ljóst að málið
mun fara fyrir
Hæstarétt af
mörgum ástæð-
um. Hæstiréttur
mun t.d. aldrei
fallast á að eitt
fyrirtæki einoki
rannsóknir sem byggjast á mið-
lægum gagnagrunni á heilbrigðis-
sviði. Slíkt gengur gegn jafnréttis-
hugsun stjórnarskrárinnar. Hafa
má í huga að ekki hefur verið
hlustað á kröfur um þrískiptan
eða fjórskiptan gagnagrunn sem
keyra mætti saman þegar tilefni
þætti til í vísindalegu tilliti og til
að þjóna skýrt afmörkuðum verk-
efnum. Erlendis hefur engum heil-
vita manni dottið í hug að afhenda
slíkar þjóðarupplýsingar einkafyr-
irtæki fjármögnuðu af
útlendingum í hagn-
aðarskyni.
Vekur spurningar
Ákafi þingmanna og
heilbrigðisráðherra
við að koma þessu
mjög svo umdeilda
frumvarpi gegnum
þingið vekur óneitan-
lega spurninguna:
Hvers vegna? Full þörf
er á því að skoða nú
að loknum kosningum
hvort sú hætta sé fyrir
hendi með þjóðinni að
fyrirtæki og hags-
munaaðilar geti keypt
sér fylgi við lagasetn-
ingu til þjónustu við einkahags-
muni sína. Getur það hugsast að
auglýsingaskilti flokkanna fyrir
kosningar séu greidd af hagsmuna-
aðilum gegn fylgi einstakra erind-
reka við lagasetningu í þinginu?
Ríkisstjórnir hafa þurft að segja
af sér af minna tilefni en hér um
ræðir ef einstakir ráðherrar hafa
ekki gætt þess að skilja á milli fag-
legra ákvarðana og hagsmuna-
tengdra athafna.
Fjöldaúrsagnir úr gagnagrunn-
inum myndu þvinga þingið til að
endurskoða eða fella úr gildi
gagnagrannslögin. Það er á valdi
almennings að sýna
andstöðu sína við
lögin með því að
fylla út blað Land-
læknisembættisins
með ósk um að gögn
úr heilbrigðisskýrsl-
um fari ekki inn í
umræddan miðlægan
gagnagrunn.
Frestur til 17. júní
Frestur til að skila
inn slíkum umsókn-
um rennur út á þjóð-
hátíðardaginn þann
17. júní nk. Eyðublöð
frá Landlæknisemb-
ættinu eiga að liggja
frammi á öllum
heilsugæslustöðvum. Ef einhverj-
um gagnagrunni verður síðar
komið á laggirnar munu starfs-
menn hans hafa samband við ein-
staklinga og óska eftir upplýstu
samþykki þeirra.
Væntanlega verða þá sett lög í
góðri sátt við vísindasamfélagið og
alla alþýðu manna þjóðinni og vís-
indunum til gagns. Lög sem ganga
þvert á lögvarin ákvæði stjórnar-
skrárinnar verða aldrei langlíf á
íslandi og munu einvörðungu
skaða þá sem hafa sett þau og þá
sem hyggjast byggja á þeim.
Ólafur Jónsson
„Getur það hugsast að auglýs-
ingaskilti flokkanna fyrir kosning-
ar séu greidd af hagsmunaaðilum
gegn fylgi einstakra erindreka við
lagasetningu í þinginu?“
Kjallarinn
Ólafur Jónsson
framkvæmdastjóri
Með og
á móti
Er heilbrigt að kyssa bíl í
50 klukkustundir?
Margir reyndu að vinna glæi-
lega Nissan-bifreið á bílasýn-
ingu í Reykjavík um síöustu
helgi með því að kyssa bílinn
sem lengst. í lokin stóðu tvær
stúlkur eftir hnífjafnar eftir 50
klukkustunda kelerí við bílinn
og var kastaö upp á hvor þeirra
ynni. Þær voru báðar alsælar
eftir kossaflensið en ekki sá á
bílnum.
Ofunda
bílinn
Mér finnst það sjálfsagt að
fólk keppi í því sem það hefur
áhuga á að keppa í svo fremi
sem það skaðast ekki á því and-
lega eða lík-
amlega. Það
eru ekki allar
keppnir jafn-
heilbrigðar.
En þarna var
ávinningurinn
verulegur, frá-
bær bíll sem
allir vildu
eignast. Öll
keppni er af
hinu góða,
hvort sem það er í kossum eða
einhverju öðru. Það er bara von-
andi að svona frjóir menn sem
fundu upp á þessu komi með
fleiri svona góðar hugmyndir.
Bíllinn er í dag þarfasti þjónn-
inn eins og allir vita og fyrr á
öldum sýndu ntenn þarfasta
þjóninum bæði virðingu og vin-
semd. Þetta er í raun og veru hið
sama; tákn um gömul tengsl í
nýjum búningi. Ég vil bara óska
konunni sem kysstí bilinn svona
lengi til hamingju með þennan
frábæra grip og ég er viss um að
það eru margir sem öfunda
vinningsbílinn af svona góðum
og ástríkum eiganda.
Æsandi
Nissan?
Mér líst engan veginn á svona
konur eða karla. Ef fólk fær eitt-
hvert kikk út úr því að kyssa
bíla þá er það mér að meina-
lausu. Þetta er
kannski sak-
lausara en
margt annað.
En almennt
séð þá finnst
mér skelfilegt
að fólk láti
hafa sig að
svona fiflum.
Fjáraflamenn
eru ef til vill
að setja bílinn upp sem eitthvert
ástarfleikfang. Það eru mörg
dæmi um einkennilegheit í blæt-
isdýrkun en það er þegar þú
upphefur einhvem hlut og gefur
honum annað eðli, yfirleitt kyn-
ferðislegt. En menn era farnir
að ganga dálítið langt þegar þeir
eru famir aö nota Nissan-bifreið
til kynörvunar. Bílaframleiðend-
ur hafa sem kunnugt er notað
berar konur til að selja bílana
sína - þetta er bara liður í því.
Vonandi fær vinningshafmn í
þesséiri keppni eitthvað líflegra
að fást við næst þegar löngunin
grípur. -EIR
Birna Þóröardóttir
rítstjóri.
Kjallarahöfundar
Athygli kjallarahöfunda er
vakin á því að ekki er tekið við
greinum í blaðið nema þær ber-
ist á stafrænu formi, þ.e. á tölvu-
diski eða á Netinu. DV áskilur
sér rétt til að birta aðsent efni á
stafrænu formi og í gagnabönk-
um.
Netfang ritstjórnar er:
dvritst@ff.is