Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.1999, Síða 21
20
FIMMTUDAGUR 20. MAÍ 1999
Sport
ENGLAND
Alex Ferguson, fram-
kvæmdastjóri Manchest-
er United, hefur haft í
nógu að snúast undan-
fama daga og fram undan
eru engin rólegheit. Sl.
sunnudag landaði Fergu-
son meistaratitlinum í
fimmta skipti sem stjóri
United. í fyrradag lá leiö
hans á lögreglustöðina í Manchester
þar sem hann hirti upp fyrirliða liös-
ins, Roy Keane. Nýjasta vandamáliö
hjá Ferguson eru meiðsli Hollend-
ingsins Jaap Stam og valda þau
Ferguson miklum heUabrotum.
Litlar sem engar líkur eru taldar á
því að Jaap Stam geti leikið með
United gegn Newcastie í úrslitaleik
ensku bikarkeppninnar á laugardag.
Hann er slæmur í fæti og staulast um
á annarri löppinni.
Nær öruggt er talið að David May
taki stöðu HoUendingsins í vörn
United líkt og hann gerði í leik
United gegn Tottenham um síðustu
helgi. Og meira en Iiklegt er að May
leiki aUa þrjá úrslitaleiki United und-
ir lok vertiðarinnar.
May var i vöm United gegn Totten-
ham og hann mun leika gegn
Newcastie um næstu helgi og Bayem
Munchen í úrslitaleik Evrópukeppni
meistaraliða fjórum dögum siöar. Ef-
laust hefur May ekki dreymt um að
leika þessa leiki og þess má geta að ef
hann verður í liði United gegn
Newcastie í bikamum og Bayem í
Evrópukeppninni verða það einu
leikir hans með United í þessum
tveimur keppnum.
Chris Sutton er á forum frá Black-
bum Rovers ef marka má fréttir í
enskum fjölmiðlum. Tottenham hefur
lýst yftr miklum áhuga á leikmannin-
um sem hefur verið mjög ósáttur hjá
Blackbum og vill fyrir alla muni fara
frá félaginu. Talið er vist að George
Graham muni kaupa Sutton á næstu
dögum.
Alan Shearer, fyrirliði
Newcastie, segist ekki
trúa þvi sem Alex Fergu-
son segir þess efnis að
Jaap Stam verði ekki
með United gegn
Newcastie um næstu
helgi. „Ferguson er snjall
og mikili sálfræðingur.
Ég spái því að Stam verði
á sínum stað í vöm United á laugar-
dag,“ sagði Shearer i gær. Það kemur
í ljós á laugardag hvor hefur rétt fyr-
ir sér, Ferguson eöa Shearer.
Talandi um Alan Shearer. Hann
sagöi í gær að Dwight Yorke væri að
sínu mati leikmaður ársins í ensku
knattspymunni en ekki Frakkinn
David Ginola. „Yorke er frábær leik-
maður, ekki bara markaskorari held-
ur alhliða ieikmaður. Hann er leik-
maður ársins og enginn annar,“ sagði
Shearer i gær.
Forráóamenn Manchester United
hafa ákveöið að sekta ekki Roy Kea-
ne vegna atburða undanfarinna daga.
Aldrei kom til tals að hann missti fyr-
irliðastöðuna hjá United og verður
Keane því fyrirUði United gegn
Newcastie á laugardag. Þegar Keane
var orðinn laus úr svartholinu var
hann spurður einu sinni enn hvort
hann væri ekkert að róast með árun-
um. „Ég hef oft svarað þessari spum-
ingu játandi en jafnan gert eitthvaö
heimskulegt af mér strax í kjölfarið.
Því þori ég varla að segja já einu
sinni enn,“ sagði Keane.
Jim Smith, framkvæmda-
stjóri Derby County, ætiar
að taka tti í leikmanna-
hópi sínum fyrir næstu
leiktíð. Hann hefur nú þeg-
ar sett þá Paulo
Wanchope, Igor Stimac
og Dean Sturridge á sölu-
lista. Wanchope sagði í síð-
ustu viku að margir leik-
menn Derby vildu fara frá félaginu.
West Ham hefur mikinn áhuga á því
að fá Króatann Slaven Bilic til baka
frá Everton. Lundúnaliðið seldi Bilic
þangað fyrir tæpum tveimur árum en
leikmaðurinn hefur ekki átt fast sæti
i liði Everton. Sjálfur hefur Bilic ekk-
ert á móti þvi að snúa aftur heim.
Alan Curbishley, knattspymustjóri
Carlton, verður boðinn nýr samning-
ur hjá félaginu á atira næstu dögum.
Liðið féll úr úrvaisdeildinni á dögun-
um eftir árs setu. Richard Murry,
stjómarformaður, segir að félagiö
beri fullt traust til Curbishley og hon-
um verður trúað til þess aö koma lið-
inu i hóp þeirra bestu á nýjan leik
-SK/JKS
Liðsmenn og forráðamenn Lazio réðu sér að vonum ekki fyrir kæti eftir sigurinn í Evrópukeppni bikarhafa á Villa Park í Birmingham í gærkvöld. Bikarkeppninni var
komið.á fót fyrir 39 árum en verður lögð niður og sameinuð UEFA-bikarnum. Símamynd Reuter
Lazio meistari
- ítalska liöið Evrópumeistari eftir 2-1 sigur á Real Mallorca
ítalska liðið Lcizio frá Rómaborg varö Evrópu-
meistari bikarhafa í knattspymu í gærkvöld þegar
það sigraði Real Mallorca, 2-1, í úrslitaleik keppn-
innar á Villa Park í Birmingham. Þetta er í fyrsta
skipti sem Lazio verður Evrópumeistari en nú verð-
ur keppni bikarhafa lögð niður og sameinuð UEFA-
bikamum.
Leikurinn fór fjörlega af stað og gaf fyrirheit um
góða og skemtilega viðureign. Christian Vieri kom
Laziod yfir strax á 7. minútu með góðum skalla.
Þetta mark sló Spánverjana ekki út af laginu því að-
eins fjórum mínútum síðar vom þeir búnir að jafha
metin, 1-1. Þar var að verki Dani sem nokkur ensk
félagslið em á höttunum eftir. Eftir þetta vom liðin
að leika ágætlega úti á vellinum en sköpuðu sér fá
tækifæri. Tékkinn Pavel Nedved skoraði sigurmark
Lazio með skoti af 18 metra færi átta mínútum fyrir
leikslok. Mailorca-liðið var ef eitthvað var ákveðn-
ara og var nálægt því að jafna undir lokin en allt
kom fyrir ekki. Liðið má vel við una en geysilegur
uppgangur hefur verið á liðinu á síðustu árum.
„Alvaran tekur við strax, og við fáum ekki tíma
til að fagna þessum sigri. Þetta er stór stund fyrir fé-
lagið en nú tekur við undirbúningurinn fyrir deild-
arleikinn um næstu helgi,“ sagði Sven Göran Er-
ickson, þjálfari Lazio, eftir leikinn. Liöið heyr eins
og kunnugt harða baráttu við AC Milan um italska
meistaratitilinn.
-JKS
Allen Iverson, leikmaðurinn snjalli hjá Philadelphia, er hér að
brjóta sér leið fram hjá Travis Best í liði Indiana í leik liðanna í nótt.
NBA körfuboltinn í nótt:
Shac hitti úr
2 vítum af 10
- SA Spurs og Indiana unnu aftur
San Antonio Spurs sigraði LALakers
öðm sinni í 8-liða úrslitum NBA-deildar-
innar í nótt og Indiana Pacers lék sama
leikinn gegn Fhiladelphia 76ers.
Leikur SA Spurs og Lakers var hníijafn
allan tímann en honum lauk með sigri SA
Spurs, 79-74. Staðan í leikhléi var 44-41,
SA Spurs i vil.
Ótrúlega slök vítanýting Shaquille
O’Neal og félaga hans varð Lakers að falli.
O’Neal hitti aðeins úr tveimur vítum af tíu
sem er ótrúleg frammistaða hjá leikmanni
í NBA. Vítanýting Lakers-liðsins var afar
slök í heildina, aðeins 57,7%. Leikmenn SA
Spurs hittu úr 94,4% sinna vítaskota.
Tim Duncan skoraði 21 stig fyrir Spurs
og tók átta fráköst, Sean Elliott skoraöi 19
stig, David Robinson 16 og Rose var með 13
stig.
Hjá Lakers var Kobe Bryant allt í öllu og
skoraði 28 stig. Shaquille O’Neal skoraði
aðeins 16 stig og það sama gerði Glen Rice.
Góður sigur Indiana
Indiana komst 2-0 yfir í einvígi sínu
gegn Fhiladelphia 76ers með því að sigra
85-82 á heimavelli sínum í nótt. Staðan í
leikhléi var 45-32, Indiana í vil.
Rik Smits skoraði 25 stig fyrir Indiana,
Reggie Miller 17, Chris Mullin 8, D. Davis
7, Best 7 og Rose 7.
Hjá 76ers var Allan Iverson allt í öllu
eins og venjulega en hann skoraði 23 stig í
leiknum. Matt Geiger skoraði 18 stig,
Ratliff var með 12 stig, Hughes 8 og Snow
8. -SK
FIMMTUDAGUR 20. MAÍ 1999
21
x>v
RVALSDEILD
Þaó var ólikt gengi á síðasta
sumri hjá ÍBV og Leiftri, sem
mætast úti í Eyjum í kvöld. Eyja-
menn hafa verið ósigrandi í Eyj-
um á sama tíma og Leifturs-
mönnum hefur gengið afleitlega
á útivelli.
IBV hefur nú unnið
13 heimaleiki í röð
auk þess að hafa
skorað að minnsta
kosti eitt mark í síð-
ustu 23 heimaleikj-
um sínum. Síðast tapaði það
heima fyrir KR 12. júní 1996, sem
er einnig það lið sem síðast hélt
hreinu í Eyjum er það kom á
Heimaey 7. júlí 1996. Hvort
tveggja er þetta met í 10 liða
efstu deild.
Gengi Leifturs á úti-
völlum er aftur á
móti afleitt. Þeir
gerðu aðeins 19%
marka sinna í fyrra á
útivöllum, sem er
met í 10 liða efstu deild, auk þess
sem þeir hafa tapað þremur úti-
leikjum í röð, ekki unnið í síð-
ustu sjö. Þá hefur Leiftur ekki
skorað í síðustu 274 deildamínút-
ur á útivelli auk þess að skora
aðeins 1 útimark í siðustu 7 úti-
leikjum og 4 í 9 leikjum 1998.
ÍBV og Leiftur hafa mæst fjór-
um sinnum úti í Eyjum í efstu
deild. Eyjamenn hafa unnið þrjá
af þessum fjórum og skorað 10
mörk gegn fimm Leiftursmörk-
um en Leiftur vann sinn eina
leik, 3-1, í opnunarleik liðcmna
1997.
Það verður því fróðlegt að sjá í
kvöld hvort einhver breyting
verður á þessu hjá ÍBV og Leiftri
sem mætast á Hásteinsvelli
klukkan 20 í kvöld.
Leikirnir í úrvalsdeildinni í
kvöld hefjast allir klukkan 20.
Þeir eru ÍBV-Leiftur, Grindavík-
Fram, Breiðablik-Valur og Vík-
ingur-Keflavík. Önnur umferðin
fer svo öll fram á mánudag, ann-
an í hvítasunnu. Þá leika: Leift-
ur-KR, Valur-ÍBV, ÍA-Víkingur,
Grindvík-Breiðablik og Fram-
Keflavík.
-ÓÓJ/GH
Bolton tryggði sér sæti í úrslitaleik
sem sker úr um hvaða lið fer með
Sunderland og Bradford upp í A-deild
ensku knattspyrnunnar. Bolton tap-
aði að vísu fyrir Ipswich í gærkvöld,
4-3, en vann fyrri leikinn, 1-0, og
kemst áfram á mörkum skoruðum
útivelli. Eiður Smári Guójohnsen
var i byrjunarliði Bolton en Guðni
Bergsson var á varamannabekknum.
Það kemur i ljós eftir leik Birming-
ham og Watford hveijir mótheijar
Bolton verða á Wembley mánudaginn
31. maí.
Manchester City og Gillingham
leika á Wembley 30. maí um það
hvort liðið leikur I B-deildinni á
næsta tímabili. Manchester City sigr-
aði Wigan, 1-0, í siðari leiknum i gær-
kvöld og vann samanlagt, 2-1. Gilling-
ham sigraði Preston, 1-0, og saman-
lagt, 2-1.
í C-deildinni geröu Rotherham og
Leyton Orient markalaust jafntefli en
Orient vann fyrri leikinn, 4-2, og
kemst áfram. Scunthorpe sigraði
Swansea, 3-1, og samanlagt, 3-2. Það
verða því Leyton Orient og Scunt-
horpe sem leika um sæti í B-deildinni
á Wembiey 29. maí.
Tryggvi Guðmundsson skoraði eitt
marka Tromsö sem sigraði Skjervöy,
3-1, i norsku bikarkeppninni í knatt-
spymu í gærkvöld. öll lið efstu deild-
ar komust áfram en Kongsvinger og
Skeid þurftu bæði framlengingu til að
sigra Uð úr neðri deildum. Kongsvin-
ger vann Magnlerud/Star, 3-2 og
Skeid vann Mercantile, 1-0. Lil-
leström vann Faaberg, 1-0, Viking
vann Vard, 2-0, Stabæk vann Abildsö,
3- 0, og Strömsgodset vann Tollnes,
4- 0.
Sigþór Júlíusson bætti 39 ára gamalt met Einars Magnússonar:
Alvörumark
- segir Einar Magnússon um markið sem hann skoraði árið 1950
Keflvíkingurinn Einar Magnús-
son átti fyrir opnunarleik KR og ÍA
í fyrrakvöld met, sem flestir bjugg-
ust við að myndi endast honum
alla ævina, ef ekki lengur en það.
Einar lék sinn fyrsta leik með
Keflavík, gegn Val 26. maí 1960, þá
17 ára, og það tók hann aðeins 31
sekúndu að setja mark sitt á deild-
ina er hann skoraði fyrsta mark fs-
landsmótsins 1960. Þetta var fyrir
leik KR og ÍA „fljótasta" opnunar-
mark fslandsmóts í sögunni.
Hefur verið gaman að
grobba sig af þessu
„Ég man vel eftir þessu marki og
það var miklu fallegra en markið
hjá KR-ingum. Boitanum var rennt
til mín og ég lét vaða frá vítateigs-
línunni. Boltinn söng í netinu og
þetta var sko alvörumark," sagði
Einar Magnússon í samtali við DV
í gær.
„Ég vissi að ég átti þetta met og
auðvitað er súrt að missa það og
einkum og sér í lagi vegna þess að
þetta var hálfgert klaufamark. Mitt
mark var miklu fallegra og var al-
vörumark. Markið liggur ekkert of-
arlega í huga mér í dag en það hef-
ur komið í umræðuna svona ein-
stöku sinnum svo ég vissi alveg um
þetta met. Það hefur verið gaman
að grobba sig af þessu en nú er það
ekki lengur hægt og ég sætti mig
alveg við það. Ég óska Sigþóri góðs
gengis og vona að hann hangi á
þessu meti sem lengst. Ég bjóst
aldrei viö að eiga þetta met til ei-
lífðar," sagði Einar enn fremur.
Sigþór Júlíusson skoraði eftir
aðeins 17 sekúndur á KR-vellinum
og nældi sér í metið og það verður
seint eða aldrei slegið. Markið er
það annað „fljótasta" í leik í efstu
deild en örugglega það „lang-
fljótasta" hjá liði sem ekki byrjar
með boltann, því Eyjamenn byrj-
uðu með boltann er Leifur Geir
Hafsteinsson gerði fljótasta mark í
sögu íslandsmótsins sumarið 1995.
„Fljótasta" opnunarmark l&
landsmóts:
17 sekúndur: Sigþór Júlíusson
KR gegn ÍA á KR-vellinum, 18. ma:
1999.
31 sekúnda: Einar Magnússon
Keflavík gegn Vcd í Keflavík, 26
mai 1960.
67 sekúndur: Eyleifur Haf
steinsson, ÍA gegn Keflavík í Njarð
vík, 23. maí 1965.
„Fljótasta“ mark íslands-
móts:
8 sekúndur: Leifur Geir Haf
steinsson, fBV, gegn KR á Há
steinsvelli í Eyjum, 6. júlí 1995.
17 sekúndur: Sigþór Júlíusson
KR gegn ÍA á KR-vellinum, 18. ma!
1999.
19 sekúndur: Sveinbjörn Há
konarson, Stjömunni gegn Víði i
Garði, 11. ágúst 1991.
-ÓÓJ/GK
Forkeppni Evrópumóts landsliða í körfuknattleik:
Leikmenn mættu
virkilega tilbúnir
- ísland sigraði Kýpur, 74-69, i fyrsta leik i Slóvakiu
íslendingar sigmðu Kýpur, 74-69,
í fyrsta leiknum í forkeppni Evrópu-
móts landsliða í körfuknattleik i
Slóvakíu í gær. Staðan í hálfleik var
38-30 fyrir ísland.
Sigurinn öruggur
Að sögn Péturs Sigurðssonar,
framkvæmdastjóra KKÍ, var mjög
mikilvægt að vinna sigur í fyrsta
leik. Viðureignin í gær var f jafn-
ræði fyrstu tíu mínútumar. Eftir
það tóku íslendingar framkvæðið
og náðu mest 15 stiga forystu.
Kýpurmenn náðu að minnka for-
skot íslendinga undir lokin en sig-
urinn var alltaf ömggur.
Menn vita að hverju er stefnt
„Undirbúningurinn hefur verið
góður og liðið mætti virkilega tilbú-
ið í þennan leik. Menn vita að
hverju er stefnt og leggja sig 100%
fram. Það var aöalatriðið að sigra i
þessum leik en sigurinn hefði þess
vegna geta orðið mun stærri. Nokk-
ur mistök í lokin þýddu að þetta var
fimm stiga sigur en ekki 10-12 stiga
sigur,“ sagði Jón Kr. Gíslason,
landsliðsþjálfari, eftir viðureignina.
Stigahæstu menn íslenska liðsins
vora Helgi Jónas Guðfinnsson og
Falur Haröarson með 18 stig hvor
og Herbert Amarson skoraði 16
stig.
Þurfa að vinna þrjá leiki
íslendingar þurfa að vinna þrjá
leiki í forkeppninni í Slóvakíu tU að
komast inn í riðlakeppnina á kom-
andi hausti. íslendingar leika í dag
við Wales, á fóstudag við Hvíta
Rússland, á laugardag við Slóvakíu
og síðasti leikurinn verður við
Rúmena á sunnudag.
-JKS
Herbert Arnarson, sem hér er í skemmtilegri stellingu í leik gegn Litháum í vetur, lék vel með íslenska landsliöinu í
gær og skoraði 16 stig. DV-mynd ÞÖK
Sport
ÚRVALSDEILD
Framarar hafa
aldrei náð að vinna
Grindavík i 6 leikj- M
um liðanna í efstu
deild. Þrisvar hefur
orðið jafntefli og
þrisvar hafa Grindvíkingar tekið
öU þrjú stigin úr leikjum lið-
anna. Framarar hafa samt náð að
gera 7 mörk í þessum 6 leikjum
gegn 12 mörkum Grindavíkur.
Framarar hafa ekki skorað i
opnunarleik sínum í íslandsmót-
inu síðan 1993 eða í 4 leikjum og
í heUar 415 leikmínútur. Grind-
víkingum hefur að sama skapi
ekki gengið vel í opnunarleik
mótsins því þeir hafa aldrei unn-
ið fyrsta leik í móti í 10 liða efstu
deUd.
Talandi um slœmt gengi i fyrsta
leik í móti hafa Blik-
ar hafa tapað fjóram
opnunarleikjum í
röð, og það sem
meira er, þeir era
með markatöluna
2-15 í þessum fjórum leikjum.
Blikar hafa samt ekki tapað fyrir
Val í Kópavogi í efstu deUd síðan
sumariö 1992 er þeir steinlágu
0-5.
Keflavik hefur unnið eins
marks sigra á Víkingi í síðustu 4
leikjum liðanna í efstu deild.
Víkingar hafa skorað 6 mörk í
þessum fjórum leikjum en þau
hafa samt ekki náð að skila stigi
til liösins.
David Winnie, Skotinn sterki í
vöminni hjá KR og besti leik-
maður síðasta íslandsmóts, á að
baki einstakan árangur í þeim 14
leikjum sem hann hefur leikið í
efstu deUd hér á landi.
KR-vörnin með /f&rtts.
Winnie innanborðs
hefur aöeins fengið á (I 1)
sig 7 mörk og haldið sjjsggslf'
hreinu í 10 af þess-
um 14 leikjum. Það
eru aðeins Eyjamenn sem hafa
fundið leiðina fram hjá kappan-
um, því af þessum 7 mörkum
hafa þeir gert 5 mörk í sínum
tveimur leikjum. Öðrum liðum
hefur því aðeins tekist að gera 2
mörk í 12 leikjum á KR-vörnina
þegar Skotinn David Winnie er
með. -ÓÓJ
Slóvakar sigruðu Wales með mikl-
um mun, 104-68, í C-riðli forkeppni
Evrópumótsins í körfuknattieik en Is-
lendingar leika einmitt í sama riðli.
Síöasti leikur dagsins var viðureign
Rúmena og Hvit-Rússa og fóru þeir
fyrmefndu með sigur af hólmi, 81-67,
og virðast hafa sterku liði á að skipa.
KVA, sem leikur í 1. deildinni í
knattspymu, hefur fengið til sín tvo
leikmenn frá nágrönnum sínum i
Fjarðarbyggð, Þrótti úr Neskaupstað.
Það eru Marteinn Hilmarsson og
Egill Örn Sverrisson.
Alonzo Mourning, leikmaður Miami
Heat, var í gær útnefndur varnar-
maður ársins í NBA-deildinni í
körfuknattieik. Mourning hefur tekið
11 fráköst að meðtali i ieik á keppnis-
tímabilinu og varið 3,9 skot.
Viggó Sigurðsson, fyrmm þjálfari
Wuppertal í þýsku A-deildinni i
handknattieik vann fyrir dómstólum
í Þýskalandi í gær mál gegn Wupper-
tal sem hann höfðaði eftir að honum
var vikiö úr starfi. Viggó var samn-
ingsbundinn Wuppertal fram í júlí
árið 2000 og þarf félagið að greiða
Viggó laun til til þess tíma.
Rússar og Hvít-Rússar gerðu 1-1
jafntefli í vináttulandsleik í knatt-
spymu í Rússlandi i gær. Alexander
Mostovoy skoraði mark Rússa á 31.
mínútu en Igor Tarlovsky jafnaði
fyrir Hvít-Rússa á 46. mínútu. Rúss-
ar, sem em í riðli með íslendingum í
undankeppni EM, era að búa sig und-
ir leik gegn heimsmeisturum Frakka
sem fram fer 5. júní.
-VS/GH/JKS