Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.1999, Qupperneq 25
FIMMTUDAGUR 20. MAÍ 1999
*
25'
Pau standa
Kirkjuvörður: „Hitti fólk í gleði þess og sorgum."
Næturvörður: „Maður er alltafað umpóla sólarhringnum."
Húsvörður: „Heilmikið mál að vera treystfyrir þessu sómafólki."
Huggar
og gefur afsér
Unnur Guðbjartsdóttir hefur
verið kirkjuvörður í Hall-
grímskirkju í níu ár. Áður
en hún hóf þar störf hafði hún gegnt
húsmóðurstörfum í fimmtán ár.
„Foreldrar mínir höfðu unnið sem
kirkjuverðir í kirkjunni um árarað-
ir og ég kom smátt og smátt inn í
þetta.“
Kirkjuverðir í Hallgrímskirkju
eru þrír og er móöir Unnar ein af
þeim. Starf Unnar felst i umsjón
með safnaðarheimilinu auk kirkju-
vörslu. Hvað varðar safnaðarheim-
ilið sér hún m.a. um erfisdrykkjur
en hvað varðar kirkjuvörsluna tek-
ur hún m.a. á móti gestum, svarar í
síma og sér um undirbúning fyrir
útfarir.
í gegnum starf sitt hittir Unnur
fólk í gleði þess og sorgum. „Stund-
um, þegar enginn prestur er til stað-
ar, verðum við að hugga það og gefa
heilmikið af okkur. Þetta getur ver-
ið fólk sem á ekkert húsaskjól eða
sem hefur lent i erfiðleikum.“ Unn-
ur bjóst ekki við þessari hlið starfs-
ins fyrir níu árum.
Stór hluti starfsins er móttaka
ferðamanna sem margir hverjir
leggja leið sína í kirkju Hallgríms í
íslandsreisunni. „Gífurlegur ferða-
mannstraumur er í þessa kirkju en
hún er opin frá 9-18 alla daga.“
Unni flnnst Hallgrímskirkja ynd-
isleg kirkja og yndislegur vinnu-
staður. „Ég held að margir átti sig
almennt ekki á hvað um er að vera
i kirkjunni. Hér er mikil starfsemi.
Það er ekki bara messa klukkan 11
á sunnudögum eins og margir
halda.“ Unni flnnst Hallgrímskirkja
fallegasta kirkja sem hún hefur
komið í. Hún segir líka að góður
andi sé í kirkjunni. Hún hefur alltaf
í huga að vinnustaðurinn er guðs-
hús.
Unnur býr I Hafharfirði. Þegar
hún fer í messu fer hún í messu í
Hallgrímskirkju.
-SJ
í gegnum starf sitt hittir Unnur fólk sem á ekkert húsaskjól eða sem hefur
lent í erfiðleikum. „Stundum, þegar enginn prestur er til staðar, verðum við
að hugga það og gefa heilmikið af okkur." DV-mynd Pjetur
annarri vinnu.
„Ég fékk að sýna fólkinu
íbúðirnar sem var að íhuga
að kaupa og mér féll sér-
staklega vel við þetta fólk.
Reyndar var það einn
vinnufélagi minn sem benti
mér á að sækja um hús-
varðarstarfið. Ég brosti í
kampinn til að byrja með.“
Starfið er margbrotið að
sögn Rúnars. „Að stórum
hluta felst þetta í þrifum á
sameign í þremur stigahús-
um; það virðist hafa orðið
sú þróun að húsverðir sjá
um þrif.“ í húsinu eru 79
íbúðir og íbúar eru á annað
hundrað.
Rúnar sér líka um lagfær-
ingar í íbúðunum og þarf
að sinna neyðarköllum en
neyðarhnappar eru í hverri
íbúð. „Maður er alls staðar
með, á öllum vígstöðvum.
Þegar maður er húsvörður
í stóru húsi þar sem býr
svona margt fólk þarf mað-
ur að vera tilbúinn að
mæta öllu.“
Rúnar segir að þetta sé
ákaflega skemmtilegt sam-
býli. „Hérna býr mikið
sómafólk og það er heiður
að fá að umgangast það.
Mér finnst íbúarnir al-
mennt lifsglaðir. Ég sé eng-
an lífsleiöan."
Fólkið hans
Maður er alls staðar með, á öllum vígstöðvum. Þegar maður er
húsvörður í stóru húsi þar sem býr svona margt fólk þarf maður að
vera tilbúinn að mæta öllu.“ DV-mynd E.ÓI.
Ég er búinn að vera húsvörður í þessu
húsi síðan í september en áður var ég i
byggingarvinnu hjá Byggingarfélagi
Gylfa og Gunnars sem byggði þetta
hús.“ Rúnar Guðjónsson er maðurinn með
lyklakippuna í fjölbýlishúsinu við Skúlagötu
20 þar sem eru íbúðir fyrir aldraða. Áður
hafði hann gegnt sams konar starfi í 15 ár í
húsinu þar sem hann bjó, auk þess að vera í
Hann er spurður hvort hann líti á fólkið
sem vini sína eða skjólstæðinga. „Ég kalla
þetta fólkið mitt í daglegu tali, hvort sem ég
tala við mína nánustu eða aðra. Mér finnst
það heilmikið mál að vera treyst fyrir að vera
með þessu sómafólki. Hér iðar allt af lífi og
Qöri. Margt yngra fólk mætti taka sér til fyr-
irmyndar lífsstílinn hjá þeim eldri.“
-SJ
Sér borgina vakna
Gunnar Guðmundsson er annar tveggja
næturvarða í Ráðhúsi Reykjavíkur.
Þar hóf hann störf þegar húsið var
enn í byggingu. Þá lenti hann stundum í að
reka útigangsmenn út úr ókláraðri bíla-
geymslunni þar sem þeir höfðu
hreiðrað um sig.
Starfið lætur líkamsklukk
una vita af sér. „Maður er
alltaf að umpóla sólarhringn-
um. Það er misjafnt hvemig
gengur að sofna. Stundum
tekur það hálftíma til
klukkutíma."
Gunnar er smiður og hafði
verið sjálfstætt starfandi áður
en hann varð næturvörður:
„Fyrir um átta áram var erfitt að
innheimta laun. Ég varð leiður á
því.“
Starf Gunnars í Ráðhúsinu felst m.a.
í að fylgjast með kerfunum í húsinu og
gæta þess að ekkert geti valdið skemmd-
um. Hann fylgist líka með mannaferðum
í kringum húsið og þarf stundum að
hringja á lögregluna. „Rúður hafa
m.a. verið brotnar. Við erum með
neyðarhnapp sem við getum ýtt á
ef eitthvað mikið gerist."
Hann er kóngur á nóttunni í
húsinu sem svo mikill styr
stóð um á sínum tíma. Þar
sem hann er einn á vakt
á nóttunni getur hann
ekki talað um eigin-
lega vinnufélaga.
Hann finnur hins
vegar aldrei fyrir
einmanaleika.
„Sumir gætu
ekki unnið
svona starf. Þeir
væra til dæmis
hræddir við
myrkrið. Ég finn
ekki fyrir þvi. Ég
vil hafa myrkur en
þá er ég minna sýni-
legur þeim sem era úti.
Gunnar les og horfir á sjónvaruiö þegar
hann er ekki að ganga um húsið. „Ég er alæta
á bækur.“ Stærsti sjónvarpsskjárinn snýr út
að Tjöminni. „Mér finnst sárast þegar vargur-
inn tekur ungana og stundum er skelfilegt á
að horfa. Það er ekkert sem ég get gert.“
Næturvörðurinn sér hvernig mannlíf-
ið deyr út á kvöldin og lifnar við á
mórgnana. „Það er viss harmónía í
þessu öllu.“ Hann hefur þá fylgst
með næturhröfnum sem eru
ekki einu sinni fleygir.
-SJ
Næturvörðurinn sér hvernig
mannlífið deyr út á kvöldin og
lifnar við á morgnana.
DV-mynd Pjetur