Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.1999, Side 27
FIMMTUDAGUR 20. MAI 1999
27
DV
Fréttir
Nýr aðstoðar-
rektor á Bifröst
DV.Vesturlandi:
Vlfill Karlsson, lektor við
Samvinnuháskólann á Bifröst,
var nýlega skipaður aðstoðar-
rektor skólans frá 1. ágúst að
telja . Eins og áður hefur kom-
ið fram var Runólfur Ágústs-
son, sem gegnt hefur embætt-
inu, verið skipaður rektor frá
og með næsta skólaári.
Jónas Guðmundsson, sem
gegnt hefur starfi rektors und-
anfarin ár, fer til framhalds-
náms í Bandaríkjunum í sum-
ar. Einnig hafa verið fastráðnir
þrír nýir kennarar frá 1. ágúst
að telja.
-DVÓ
Skutull við bryggju á ísafirði eftir breytingarnar.
Ísaíjörður:
DV-mynd Hörður
Húsasmiðir
Vegna aukinna verkefna vantar okkur nokkra
smiði strax.einnig smið á verkstæði.
Skutull lengdur
um 11 metra
- hentar nú betur til veiða á Qarlægum miðum
Rækjutogarinn Skutull ÍS kom til
Isafjarðar eftir hádegi 17. maí eftir
gagngerar breytingar I Póllandi. Að
sögn Eggerts Jónssonar, útgerðar-
stjóra Básafells, sem gerir togarann
út, var togarinn lengdur um 11
metra. Sett var ný ljósavél, sem auk
þess getur gefið aukaafl á skrúfu.
Með lengingunni á skipinu var
skuturinn breikkaður þannig að
skipið fær meira flot og liggur
hærra í sjó, auk þess sem síðumar
voru hækkaðar. Nýr og öflugur
löndunarkrani var settur í skipið og
ýmsar breytingar gerðar í brú. Þá
var lestarrými stóraukið og olíu-
tankar stækkaðir. Einnig eru gerð-
ar breytingar á millidekki, en loka-
frágangur á því fer fram á ísafirði.
Eggert segir að með þessum
breytingum á Skutli sé búið að
breyta öllum skipum sem Básafell
gerir út. Þannig eru togarar félags-
ins nú betur í stakk búnir til að
sinna veiðum á fjarlægum miðum,
eins og i Smugunni og á Flæmingja-
grunni. -HKr.
Frá vinstri: Baldvin, Elísabet, Ásdís og Guðfinna Ásta Kristjánsbörn.
DV-mynd Guðfinnur
P.S. verktakar ehf.
Uppl. ísíma 555-6275, 869-4226 eöa 567 1475.
• JIMNY fékk gullverölaunin '98 í Japan
fyrir útlit, gæöi, eiginleika og möguleika!
• Ódýrasti ekta 4x4 jeppinn á Islandi
• Hátt og lágt drif - byggður á grind
• Sterkbyggður og öflugur sportjeppi
Snjókerling
DV, Hólinavík:
Hrein og mjúk mjöllin gerði land-
ið skyndilega alhvítt aðfaranótt 15.
maí hér í sunnanverðri Stranda-
sýslu. Ef til vill skapaðist þar með
síðasta tækifæri vorsins til að búa
til snjókerlingu. í hlýindum dagsins
sem á eftir kom lét snjókerlingin
fljótt undan síga og áður en að há-
í maí
degi var komið var hún orðin
„hallakerling". Frændsystkinin
stilltu sér upp við listaverkið áður
en höfuðið með tákni blaðsins féll
til jarðar. -GF
ALLIR SUZUKI BÍLAR ERU MEÐ:
• vökvastýri • 2 loftpúða •
• aflmiklar vélar • samlæsingar •
• rafmagn í rúðum og speglum •
• styrktarbita I hurðum •
• samlitaða stuðara •
t
I
FÖLLl
FRAME
$ SUZUKI
—------------
SUZUKIBÍLAR HF
Skeifunni 17. Sími 568 51 00.
Heimasíða: www.suzukibilar.is