Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.1999, Page 33
FIMMTUDAGUR 20. MAÍ 1999
r
33
Myndasögur
Fréttir
Hvaö áttu viö?
Ég er aö fá SEKTÍ
Slökkviliðsmenn:
Sextán fengu
fagra steina
Sextán slökkviliösmenn í
Slökkviliði Reykjavíkur voru
heiðraðir um helgina fyrir 25 ára
störf og meira, fengu að launum
fagran minningarstein í öskju.
„Þetta var hörkulið sem þarna var
samankomið," sagði Rúnar Bjarna-
son, einn þeirra sem heiðraður var.
Hann var slökkviliðsstjóri í höfuð-
borginni í 25 ár og þrem mánuðum
betur á árunum 1966 til 1991. Hann
sagði að þeim félögum hefði verið
sýndur mikill sómi og þeir hefðu átt
Askrifendurfá
aukaafslátt af
smáauglýsingum DV
fy///#//////////// >m
oítml«%
Qf)
& 4
Smáauglýsingar
550 5000
->
„Þetta var meiri háttar afmælisveisla og mikið fjölmenni," sagði Kristján
Guðmundsson, formaður Stangaveiðifélags Reykjavíkur, en félagið hélt upp
á 60 ára afmæli á Hótei Sögu í gær. Tíu börn félagsmanna blésu á kertin sex-
tíu á tertunni. DV-mynd G.Bender
saman hið besta kvöld viö söng og
dans. Á myndinni eru, talið frá
vinstri: Sigurður Sveinsson,
Brynjólfur Karlsson, Óli Karló Ól-
sen, Ásmundur Jóhannesson, Rún-
ar Bjarnason, Ragnar Sólonsson,
Valur Þorgeirsson, Egill Jónsson,
Helgi Scheving, Einar Gústafsson
og Ágúst Guðmundsson. Á myndina
vantar þá Bjarna Mathiesen, Matth-
ías Eyjólfsson, Hermann Björgvins-
son, Sigurð Karlsson og Hauk Hjart-
arson. -JBP
Þessi vinnumaður fann sér vei iagaða malarhrúgu, lagðist flötum beinum og
vísaði nefi til sólar við Álftanesveg í gær. Með hækkandi sól og sumri er von-
andi að hann geti losað sig við kuldagallann áður en hann leggst niður næst.
DV-mynd GVA