Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.1999, Page 34

Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.1999, Page 34
34 FIMMTUDAGUR 20. MAI 1999 Afmæli Jóhanna Ósk Kristjánsdóttir Tll hamingju með afmælið 20. maí 95 ára Jóhanna Ósk Kristjánsdóttir hús- móðir, Ámesi II, Trékyllisvík í Ár- neshreppi, er fertug í dag. Starfsferill Jóhanna fæddist viö Stykkis- hólmi og ólst þar upp. Hún gekk í Bama- og gagnfræðaskólann í Stykkishólmi, stundaði nám við Iðnskólann í Reykjavík í hár- greiðslu 1986-88. Á unglingsárunum vann Jóhanna við Reykjalund í eitt sumar, var í saltfisksvinnu, skelfiskvinnslu og rækjuvinnslu í Stykkishólmi og stundaði almenn verslunarstörf við Kaupfélagið í Stykkishólmi, í sölu- skálum í Búðardal og á Selfossi og við verslunina Rangá i Reykjavík. Með náminu vann Jóhanna fyrst á Hárgreiðslu- og rakarastofunni við Klapparstíg og síðan á Hár- greiðslu- og rakarastofunni Galtará við Hraunberg í Reykjavík. Hún hefur nú sl. níu ár helgað heimili sínu og bústörfunum starfskrafta sina. Fjölskylda Sambýlismaður Jóhönnu er Guð- laugur Ingólfur Benediktsson, f. 17.11. 1953, bóndi í Árnesi II. Hann er sonur Benedikts Valgeirssonar, f. 13.8.1910, bónda í Ámesi II, og k.h., Oddnýjar Sumarrósar Einarsdóttur, f. 22.4. 1921, d. 23.12. 1989, húsfreyju. Sonur Jóhönnu og Friðjóns Árn- ar Guðmundssonar er Kristján Öm Friðjónsson, f. 7.6.1977, starfsmaður hjá Eimskipafélagi íslands í Reykja- vík. Dóttir Jóhönnu og Sveins Guðfinns Ragn- arssonar er Ósk Sveins- dóttir, f. 24.4. 1981, nemi í framhaldsskóla að Laug- um í Suður-Þingeyjar- sýslu. Synir Jóhönnu og Ing- ólfs em Róbert Hlífar Ing- ólfsson, f. 28.4. 1991; Númi Fjalar Ingólfsson, f. 27.11. 1992. Albróðir Jóhönnu er Þórður Hreinn Kristjáns- son, f. 27.5. 1956, vélstjóri í Reykja- vík, en synir hans eru Andri Már, f. 16.4. 1987, og Egill Örn, f. 4.3. 1993. Hálfbróðir Jóhönnu, samfeðra, er Guðjón Kristjánsson, f. 12.11. 1953, sjómaður í Reykjavík, en synir hans em Ingvar Freyr, f. 26.5. 1974, Ævar öm, f. 8.12.1977, og Hrannar Már, f. 29.8. 1979. Foreldrar Jóhönnu: Kristján Breiðfjörð, f. 1.1. 1930, d. 30.9. 1996, vélstjóri, og Ásta Sigrún Þórðardótt- ir, f. 3.4. 1937, húsmóðir og starfs- maður við heimilishjálp í Reykja- vík. Fósturfaðir Jóhönnu frá því hún var tólf ára er Númi Ólafsson Fjeld- sted, f. 16.2. 1933. Ætt Kristján var sonur Boga, kaup- manns og smiðs í Flatey á Breiða- firði, afabróður Davíðs Gíslasonar, læknis á Vífilsstöðum. Bogi var son- ur Guðmundar, b. í Miðhúsum og síðar í Hallsteinsnesi, Arasonar, b. á Klúku í Bjamarfirði á Ströndum, Jónssonar, b. á Kletti í Geiradal, Jónssonar, b. í Múla í Skálmamesi, Loftssonar. Móðir Jóns og Kletti var Ólöf Þórólfs- dóttir. Móðir Ara var El- ín Jónsdóttir. Móðir Guð- mundar var Sólveig Magnúsdóttir, b. á Hafn- arhólmi í Nessveit á Ströndum, Jónssonar, og Ingibjargar Jónsdóttur Glóa, b. í Goðdal, Arnljótssonar. Móðir Boga var Guðrún Jónsdóttir, b. á Galtará í Gufudalssveit, Guðna- sonar og Helgu Guðmundsdóttur. Móðir Kristjáns var Jóhanna Kristín Jónasdóttir, b. á Neðri- Branná í Saurbæ, Sigurðssonar, b. á Kvenhóli á Skarðsströnd, Sigurðs- sonar, vinnumanns á Börmum í Reykhólasveit, Sigurðssonar. Móðir Sigurðar á Kvenhóli var Guðrún Þorleifsdóttir. Móðir Jónasar var Þuríður Þorvarðardóttir. Móðir Jó- hönnu var Helga Finnsdóttir, b. á Geirmundarstöðum, Jónssonar, b. þar, Bjamasonar, b. á Smyrlhóli, Péturssonar. Móðir Jóns var Helga Finnsdóttir. Móðir Finns var Hall- dóra Halldórsdóttir. Móðir Helgu var Ragnheiður yngri Guðmunds- dóttir, b. í Steinadal í Kollafirði á Ströndum, Jónssonar, og Ragnheið- ar Guðmundsdóttur. Ásta Sigrún er dóttir Þórðar Val- geirs, b. í Hergilsey, Benjamínsson- ar, barnakennara, smiðs og bóksala i Flatey, Jóhannessonar, b. á Kirkjubóli í Bæjarnesi, Bæringsson- ar, b. í Skoruvík á Fellsströnd, Jóns- sonéir, hreppstjóra í Vogi, Bærings- sonar. Móðir Bærings var Halldóra Grímsdóttir. Móðir Jóhannesar var Steinunn Bjömsdóttir. Móðir Benja- míns var Ingibjörg Guðmundsdóttir frá Hvallátrum. Móðir Þórðar var Guðríður Sigurðardóttir, b. í Þernu- vík, bróður Hannibals, afa Hanni- bals Valdimarssonar. Sigurðar var sonur Jóhannesar, b. á Kleifum, Guðmundssonar, b. þar, Sigurðsson- ar. Móðir Jóhannesar var Elín Vil- hjálmsdóttir. Móðir Sigurðar var Guðríður Jónsdóttir. Móðir Guðríð- ar Sigurðardóttur var Þóra Gunn- laugsdóttir. Móðir Ástu var Þorbjörg Sigurð- ardóttir, b. í Hvammi á Barða- strönd, Guðmundssonar, b. þar, Jónssonar, yngra í Hvammi, Bjamasonar, hreppstjóra á Efri- Rauðslæk, Jónssonar. Móðir Jóns yngra var Herdís Jónsdóttir. Móðir Guðmundar var Sigríður Jóhannes- dóttir. Móðir Sigurðar var Guðrún Einarsdóttir. Móðir Þorbjargar var Dagbjört Sigurðardóttir Storms, frá Fremri-Langey, Jónssonar, b. í Efri- Lág í Eyrarsveit, Jónssonar, b. i Fjósakoti í Saurbæ, Jónssonar, b. á Reykhólum, Magnússonar. Móðir Jóns í Efri-Lág, var Guðrún Jónsdóttir. Móðir Sigurðar var Kristín Þorsteinsdóttir. Móðir Dagbjartar var Sigríður Ólafsdóttir. Guðrún Jónsdóttir, Lágafelli, Hveragerði. 90 ára Guðbjörg Guðsteinsdóttir, húsfreyja að Nesjavöllum í Grafningi. í tilefni afmælisins tekur hún á móti gestum í veitingasal Úifljótsvatnsskála við Úlfljóts- vatn, laugard. 22.5. kl. 15-18. Elínborg Sigurðardóttir, Dvalarheimilinu Lundi, Hellu. 80 ára Áslaug Árnadóttir, Hrafnistu, Hafnarfirði. Guðmxmdur Guðmundsson, Hringbraut 67, Keflavík. Guðrún Jónsdóttir, Túngötu 18, Grenivík. 75 ára Jónlna Björg Helgadóttir, Hornbrekku, Óiafsfirði. Kristján Ebenezersson, Borgarholtsbr. 29, Kópavogi. 70 ára Hreinn Stefánsson, Miðstræti 16, Neskaupstað. Svavar EHasson, Furagrund 4, Akranesi. 60 ára Jóhanna Ósk Kristjánsdóttir. Lárus Elíasson Gísli Karl Sigurðsson, Sólvöllum 19, Akureyri. Guðrún Kristjánsdóttir, Sunnuvegi 1, Þórshöfn. Hörður Antonsson, Hraunhlöðu, Stokkseyri. Lárus Elíasson, verk- og viðskipta- fræðingur, Fannafold 151, Reykja- vík, er fertugur í dag. Starfsferill Láras fæddist á ísafirði en ólst upp á Höfn í Homafirði frá þriggja ára aldri. Hann stundaði nám við Reyk- holtsskóla, lauk þaðan landsprófi, 1975, stundaði nám við Iðnskólann á ísafirði og lauk þaðan 1. stigi Vél- skólans 1976 og framgreinadeild Tækniskólans, lauk stúdentsprófi frá Tækniskóla íslands 1978, lauk BA-prófi í vélaverkfræði við HÍ 1983, lauk MA-prófi i vélaverkfræði við Universitat Karlsruhe í Þýska- landi 1986, og lauk MBA-prófi í fjár- málastjórn og alþjóðaviðskiptum frá Ohio University í Athens í Banda- ríkjunum 1990. Láras var hönnuður hjá Islenskum aðalverktökum hf. 1984, og hjá Verkfræðistofu Guðmundar og Kristjáns, m.a. við hönnun Nesja- vallavirkjunar, 1986-89, var fyrirles- ari í varmafræði við HÍ 1987-88, var viöskiptafræðingur hjá Iðnþróunar- sjóði við greiningu á lánshæfni fyr- irtækja frá 1990, fulltrúi í hagdeild Eimskipafélags íslands 1990-91, deildarstjóri hjá Eimskipafélaginu í Sundahöfn og síðar deildarstjóri skipa- og útflutningsþjónustu fyrir- tækisins. í ársbyrjun 1993 tók Láras við fram- kvæmdastjórastöðu hjá Alpan hf. og hefur gegnt því starfi síðan. Láru sat í stjórn Stéttarfélags verk- fræðinga 1986. Fjölskylda Láras kvæntist 15.6. 1991 Ingi- björgu Óðinsdóttur, f. 19.1. 1966, ráðningarfull- trúa. Hún er dóttir Óðins Geirssonar og Aðalheið- ur Maack, eigenda Stimplagerðarinnar við Selmúla, búsett í Garða- bæ. Sonur Lárasar og Önnu Elisabetar Ólafs- dóttur, matvæla- og nær- ingarfræðings, er ívar Öm, f. 18.2.1985, nemandi í Húsaskóla í Grafarvogi. Böm Lárusar og Ingibjargar eru Alexander, f. 3.4. 1992, nemi í Folda- skóla í Grafarvogi; Atli Geir, f. 26.6. 1995; Aðalheiður, f. 21.9. 1997. Alsystkini Lárusar era Jón, f. 26.4. 1958, sjálfstætt starfandi verk- taki, kvæntur Björgu Ásdísardóttur, búsettur í Vogum á Vatnsleysuströnd og á hann fimm böm; Ingi Sturla, f. 17.6. 1960, sjó- maður, kvæntur Önnu Blomkvist Elíasson, bú- settur í Svíþjóð, og á hann eitt bam; Guðrún Benedikta, f. 9.6. 1963, myndlistarmaður og kennari, gift Kristjáni Gíslasyni og eiga þau þrjú börn. Foreldrar Lárasar era El- ías Jón Jónsson, f. 19.12. 1929, fyrrv. lögregluvarðstjóri á Keflavíkurflug- velli, og Oddbjörg Ögmundsdóttir, f. 23.3.1939, húsmóðir. Þau búa í Hafn- arfirði en bjuggu lengi á Höfn í Hornafirði. Lárus Elíasson. Fréttir Framkvæmdir við þjónustuskála Alþingis, sem reistur verður við vesturenda Alþingishússins, hófust í gær með því að slegið var í bjöllu þingsins en síð- an hóf skurðgrafa að grafa fyrir undirstöðu skálans. Að sögn Karls M. Krist- jánssonar verður í sumar grafinn grunnur skálans og steyptur upp bíla- geymslukjallari undir honum. Þessum framkvæmdum á að verða lokið í september í haust. Næsta vor hefjast síðan framkvæmdir við þjónustuskál- ann sjálfan og á byggingu hans að Ijúka áður en árið 2000 er á enda runnið. Á myndinni standa alþingismenn og fylgjast með því þegar skurðgrafan ríf- ur upp malbikið þar sem áður var innkeyrsla á bílastæði aiþingismanna. DV-mynd SVA Árekstur varð á gatnamótum Miklubrautar og Snorrabrautar í fyrradag. Báð- ir bílarnir voru mikið skemmdir og flytja þurfti annan ökumanninn á Sjúkra- hús Reykjavíkur. DV-mynd S Þeir ílska sem róa... Þelr ílska sem róa... Þelr ílska sem róa... Þelr www visir is PYRSTUR MEO FR6TTIRNAR 50 ára Kristín Kristjánsdóttir, húsmóðir og dagmóðir, Akurgerði 50, Reykjavík. Maður hennar er Guðmundur H. Pétursson lagerstjóri. Hún er að heiman. Ágústa S. Jóhannesdóttir, Víðimel 23, Reykjavík. Bjarni Jarlsson, Höfðaholti 7, Borgarnesi. Björg Friðriksdóttir, Flúðaseli 67, Reykjavík. Brandur Jóhann Skaftason, Barmahliö, Reykhólahreppi. Hilmar Hilmarsson, Birkihlíð 8, Sauðárkróki. Jóhannes Þ. Guðmundsson, Miklubraut 58, Reykjavík. Jón Hafliðason, Bergþóragötu 13, Reykjavík. Jón O. Sigfússon, Grundargerði 2B, Akureyri. Ragnheiður Magnúsdóttir, Engimýri 5, Akureyri. Sigrún I. Skúladóttir, Birkivöllum 12, Selfossi. Snorri Þórisson, Álfatúni 4, Kópavogi. 40 ára Grétar Pétur Sigurðsson, Hamrabergi 13, Reykjavík, varð fertugur í gær. Hann tekur á móti gestum að heimili sinu laugard. 22.5. nk. eftir kl. 15.00. Björk Sigurjónsdóttir, Smáratúni 37, Keflavík. Erla Björk Garðarsdóttir, Svarthömrum 18, Reykjavík. Halldór Jóhannesson, Laufrima 47, Reykjavík. Helga Margrét Sveinsdóttir, Klukkubergi 18, Hafnarfirði. Ingólfur K. Rögnvaldsson, Freyvangi 16, Hellu. Jón Helgi Gíslason, Grenimel 29, Reykjavík. Matthildur Einarsdóttir, Tjamargötu 38, Keflavík. Nanna K. Guðmundsdóttir, Lyngbergi 3, Hafnarfirði. Sigríður Petra Hansen, Brekastíg 32, Vestm.eyjum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.