Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.1999, Qupperneq 11

Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.1999, Qupperneq 11
Eminem er hvítur í heimi þar sem blökkumenn ráða ríkjum, rappheiminum. Hann hefur fengið sinn skammt af mót- lætinu en gerir grimmt grín að öilu saman. / I / Hæ! - mæ neim is - ha! - mæ neim is. Þú þekkir þetta. Rappar- inn heitir þó hvorki Eminem né Slim Shady eins og hann heldur fram, heldur Marshall Mathers. Þessi 23 ára hvíti rappari skaust upp á poppbeljuna öllum að óvör- um með smeilinn „My name is“ og varð nokkurn veginn frægur á einni nóttu. Platan hans „Slim Shady LP“ er full af úrvalsrappi og textamir eru bráðfyndnir og ógeðs- legir í senn. Marshall veit hvað hann syngur. Hann er úrvalseintak af „hvítu drasli", mamma hans ól hann upp á flækingi um Bandaríkin þvi pabbinn stakk af þegar stráksi var 6 mánaða, bölvaður. „Ég veit að mamma reyndi að ala mig upp eins vel og hún gat,“ segir rapparinn og er ekkert fúll út í þá gömlu þó hann syngi ekki um hana af sama kærleika og svörtu rappararnir. „Við vorum á bótum og mamma vann aldrei handtak. Á tímabili þurftu félagar mínir að slá saman í skó handa mér. Ég var hvítt drasl og það er engin sjarmi yfir því. Ég skammast mín þó ekki fyrir neitt.“ Kúl moðerfokker Marshall ólst upp í fátækrahverf- um þar sem mikið var af blökku- mönnum. Það var því eðlilegt að snemma yrði hann smitaður af rapptónlistinni. Hann fattaði þó ekki þann möguleika að hann gæti rappað sjálfur fyrr en hann heyrði i bleiknefjunum í Beastie Boys. „Á götuhornum héngu krakkar og röppuðu en þegar ég reyndi að vera með var ég oftast dissaður. Liðið var alltaf upptekið af húðlitn- um á mér og þegar ég fór að kom- ast inn á klúbba varð þetta veru- lega slæmt. Ég var ekki mjög góður en ég vissi að ég yrði betri. Þegar ég hafði tækifæri til að rappa lét ég vaða en var yfirleitt púaður af svið- inu.“ Hvaöa áhrif hefur þaö hafí á þig sem rappara aö vera hvítur? „í byrjun kom ég alltaf fram fyr- ir svarta áhorfendur og fólk sagði: „Þú ert ágætur af hvitingja að vera,“ og ég tók það sem hól. Seinna fór ég að pæla: „Hvem djöf- ulinn þýðir þetta?“ Það biður eng- inn um að fæðast, enginn ræður því hvemig hann er á litinn eða hvort hann er feitur eða mjór. Ég varð að vinna mig upp á ákveðinn stall áður en menn gátu litið fram hjá húðlitnum. En ég gafst ekki upp og smám saman fékk ég viður- kenningu. Það besta sem nokkur hefur sagt við mig var þegar ein- hver moðerfokker í Detroit sagði: „Mér er sama hvort þessi gaur er grænn eða gulur, þessi moðer- fokker er kúl.“ Reiðin í rappinu er fantasía En í Ijósi sögunnar hlýturöu aö skilja af hverju blökkumenn eiga þaö til aö dissa þig. „Auðvitað, en samt, ég get 'ekki tjáð mig um allt það sem hefur gerst milli svartra og hvítra í sög- unni. Ég var ekki á staðnum. Ég get ekki séð að það að fæðast með einhvern húðlit geri mann að verri manneskju." Hefuróu óskaö þess aö vera svartur? „Já, stundum hugsaði ég með mér að ef ég.væri svertingi þá væri þetta ekki svona mikið mál. En ég er ekkert fífl - ég get vel ímyndað mér hvernig svertingjum líður í þessu þjóðfélagi. Tónlist er sögð vera án landamæra, að fólk geti hlustað á það sem það vill og feng- ið eitthvað út úr því. Og fyrir mér er rappið allt.“ Hvaó finnst þér um hvíta rappá- hugamenn? „Við getum ímyndað okkur hvít- an krakka sem hlustar á rapp. Þetta er krakki sem hefur allt til alls og mér fínnst það merkilegt að hann skuli vilja hlusta á rapp. Það plötudómur Rykið c af snilli Hér er komin önnur „tribute" plata. Nú er grúskað í lögum Þjóð- verjans Peters Thomas sem samdi tónlist fyrir kvikmyndir og sjónvarpsþætti. Hans blómaskeið var á sjöunda áratugnum og í dag er kallinn orðinn 73 ára. Þýska út- gáfan Bungalow gefur út en hún er þekkt fyrir sín þrumuskot þegar kemur að tilraunapoppi og al- mennri nýsköpun. Útgáfan vill meina að Peter eigi heima í flokki með frægðarmönnum á borð við Henry Manchini, John Barry og Ennio Morricone og hefur unnið ötullega að því að flagga merki karlsins. Á þessum tvöfalda pakka er honum gert hátt undir höfði. Á Warp Back to Earth ★ ★★★ « I fyrri disknum krukka ýmsir jóla- sveinar í gömlum teipum, bæta við bitum og sprella í ailar áttir. Út- koman er heilbrigð heild sem rennur í gegn með grúfið að leiðar- ljósi: verulega safarikt sófapopp sem á jafnt heima á dansgólfínu og inni í stofu. Tipp topp hetjur eins og Stereolab, Saint Etienne, Coldcut og High Llamas fara á kostum í bland við góðkunningja Bungalow, sveitir eins og Dauerf- isch og Momus. Á seinni disknum er ómenguð snilld Peters í sinni upprunalegu mynd. Þessi tónlist var í geimsjón- varpsþættinum „Raumpatrouille" (Geimvaktin) og er verulega vit- Útkoman er heilbrigð heild sem rennur í gegn með grúfið að leiðarljósi: verulega safaríkt sófapopp sem á jafnt heima á dansgólfmu og inni í stofu. fyrrt og framúrstefnuleg. Algjör sýra og mun ferskari en tónlistin sem Peter gerði við njósnaraþætt- ina um Jerry Cotton sem annað þýskt merki, Crippled Dick, gaf út. Peter Thomas á það sameiginlegt með öðru þýskum meistara, Gert Wilden (Schulmadchen Report), að hafa verið langt á undan sinni samtíð. Hér fær hann uppreisn æru á bráðskemmtilegum og þétt- holda pakka sem fólk með eyrun í lagi á að heimta í skóinn. -glh Tricky hefur klárað upp- tökur á fimmtu plötu sinni. Síð- ustu tvær voru hrikalega þungar og tormeltar og almenningur fúls- aði við þeim. Nú getur verið að Tricky vilji koma til móts við víð- tækan smekk fólks og hann fékk Dj Muggs, hljóðstjórnanda Cy- press Hill og Ice Cube, til að vinna nýju plötuna fyrir sig.' Það er því allt útlit fyrir að Tricky sé snúinn aftur að hipp-hopp rótunum sín- um. Nýja platan er enn nafnlaus en kemur út seinna í sumar. Má bjóða þér Metallica-varalit? Rokkurunum í Metallica fannst ekkert sniðugt þegar þeir komust að því að snyrti- vörufyrirtækið Victoria’s Secret var farið að fram- leiða tegund af varalit sem heitir eftir bandinu. Talsmenn snyrti- vörufyrirtækisins segjast vona að hægt verði að útkljá málið án af- skipta dómstóla en það er hiti í rokkurunum og þeir heimta rétt- læti, eða alla vega gommu af pen- ingum. Doktor Bowie, eins og hægt er að kalla gömlu dræs- una hann David eftir að tónlistar- háskólinn í Berkeley aumkaði sig yfir hann, sér um tónlistina í tölvuleiknum Omikron: The Nomad Soul sem kemur á markaðinn í október. Báví lék líka einn karakterinn í leiknum, Boz. Þá er karlinn dug- legur í raunveruleikanum, segist vera búinn að semja 100 ný lög og er að vinna í nýrri plötu. Hann segir að helmingurinn cif þessum lögum sé lélegur en hinn helming- urinn góður. segir mér að fyrir honum er upp- reisnin og reiðin í rappinu bara fantasía. Hann vill vera harður, hann vill lumbra á moðerfokkur- um án þess að vita hvers vegna. Krakkar eins og hann eru bara hrifnir af menningunni í kringum rappið. Þeir heyra lag um fólk sem hefur þolað harðræði og vilja kynn- ast þessu sjálfir. Það sama á við um svarta krakka sem fæddust með gullskeið í kjaftinum. Tupac er bara fantasía fyrir þeim.“ En getur rappiö opnaö fólki nýja sýn á lífiö? „Ég veit ekki, maður. Stundum finnst mér eins og rappið geti bundið enda á kynþáttahatur. Ég myndi fíla það, þó það væri ekki nema í einn dag, að geta labbað í gegnum hverfi og séð asískan gaur á einum tröppum og svert- ingja og hvítingja á annarri ver- önd og Mexíkóuia ganga fram hjá. Ef við byggjum í raunverulega kynþáttablönduðmn heimi væri rasismi eitthvað sem enginn myndi nenna að pæla í. En ég held samt að ég og þú eigum ekki eftir að sjá þannig heim á okkar ævi.“ Þyska alabandið Ramm- stein er t vinsælasta rokk- bandiö á Liandi i dag. Nýjasta platan þeirra hefur selst i tæp- Íega 3000 eintökum og selst enn. Nú berast þau gleðitíðindi aö von sé ;'t nýrri Þetta er tónleikaplata og alKpOlegur út- gáfudagur er 30. A ágúst. Nokkrutn vikum seinpf kemur út myndband af sötnti lónleik- um. Pakkinn heitir „Live aus Berlin", tónleikarnir voru i ágúst i fvrra og vortt notaöar 10 kamerur til að hin einstæða stemning á Rammstein-tónleik- um skini í gegn. Gefið verður út takmarkað úpplag af disknúm tneð tónleikunum í' Uetkl stnni (90 min.) en annars v'erður disk- urinn 70 minútur. Engin ný lög vortt spiluð, iftra efni af Herzel- eid og Sehnsucht. í juni fara buffin un^j^mer- iku tneð Skunk AnaiWfn?togi. Rammstein ætla i hljóðver i haust en þar sem tónlist þýskar- anna er lengi i vinnslu er ekki hægt að búast viö að nýja hljóö- versplatan Ivepíiii út fyrr en ttm mitt ár 2000. •’ Mánuöi áöttr en Ranunstein- tónleikapakkinn kemur út verö- ur hægt aö skoða brot af dýrö- inui á www.rammstein.de. 21. maí 1999 f ÓkUS 11

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.