Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.1999, Qupperneq 4

Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.1999, Qupperneq 4
20 /•" Trjáplöntur, fallegt birki, runnar og úrval sumarblóma. Skuld, gróðrarstöð, Lynghvammi 4, Hafnarfirði. Sími 565 1242 Opið til kl. 21. Sunnudagatil kl. 18._ Ný sending væntanleg Glæsilegt úrval Nýjar gerðir aí gosbrunnum, úti og inni, styttum, tdælum og Ijósum, garðdvergum, fuglum o.fl. til garðskreytinga. ' & m Æ tfÍk I Vörufell hf. v/Suðurlandsveg, Hellu Sími 487 5470 Nauðsynleg áhugafólki um garðrækt Jafnt fyrir byrjendur sem vana í| garðyrkjumenn, • 550 blaðsíður í stóru broti. • 3.000 iitmyndir og skýringarteikningar. - FORLAGIÐ Gæðamold í garðinn Grjóthreinsuð mold, blönduö áburði, skeljakalki og sandi. Þú sækir eða við sendum. Afgreiðsla á gömlu sorphaugunum í Gufunesi. GÆÐAMOLD MOLDBLANDAN - GÆÐAMOLD EHF. Pöntunarsími 567 4988. Hús og garðar MIÐVIKUDAGUR 2. JUNI 1999 Skraut í garði Fallegur gróður setur alltaf mikinn svip á umhverfið en það er ýmislegt annað sem hægt er nota til að lífga upp á garðinn. Margir skreyta garða sína með efnivið sem finna má í íslenskri náttúru, t.d. steinum og trjá- drumbum. Á myndinni hér til hliðar má sjá dæmi um slikt. Þessi stóri steindrangur, sem veg- ur tvö tonn, er í garði í Árbæ og hefur fylgt eigendum sínum borg- arhluta á milli. Eins og nærri má geta kostar það nokkra fyrirhöfn aö flytja steininn en óneitanlega setin hann sterkan svip á um- hverfi hússins. Listaverk eru æ algengari sjón i einkagörðum. Eitt fyrsta verk íbúa hússins á myndinni hér fyr- ir ofan var að fmna listaverkinu Jörð eftir Grim Marinó Steindórs- son stað, og eins og sjá má sómir það sér vel. Margir skreyta garða sína með efnivið sem finna má í íslenskri náttúru. wmummmmm Þurrkuð blóm og laufblöð Þurrkuð og pressuð blóm má nýta á margan hátt. Þau eru vinsæl í skreytingar og ýmiss konar fond- ur. Flest okkar muna eftir því að hafa í æsku tínt blóm og jurtir, stungið þeim inn í þykkar bækur, sett þær undir rúmfótinn og beðið í langan tíma eftir að blómin þorn- uðu. Til er einiold leið til að varð- veita fallegustu plöntumar úr garð- inum með mun minni fyrirhöfn. Flest okkar muna eftir því að hafa í æsku tínt blóm og jurtir, stungið þeim inn i þykkar bækur, sett þær undir rúmfótinn og beðið í langan tíma eftir að blómin þornuðu. Takið ræktarlegar og fallegar plönt- ur og lauf úr garðinum. Setjið á flat- an disk og leggið eldhúsbréf, dag- blaö eða annan rakadrægan pappír bæði undir og ofan á. Gætið þess að blómin snerti ekki hvert annað. Notið múrstein eða eitthvað annað slétt og þungt, sem þolir að fara í ör- bylgjuofn, tii að pressa blómin. Eft- ir nokkrar mínútur í örbylgjuofnin- um eru þau tilbúin. Tímalengdin fer eftir því um hvemig blóm er að ræða og styrkleika örbylgjuofnsins. Þurrkuð blóm eru skemmtileg minning um fallegan garð og vel heppnaða ræktun. -ÓSB Litir haustsins sóma sér vel i þurrskreytingum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.