Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.1999, Side 13

Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.1999, Side 13
 MIÐVIKUDAGUR 2. JÚNÍ 1999 Hús og garðar 29 skaparhættir varðveita umhverfið best og komast næst því að vera sjálíbærir. Á síðustu árum hefur umræða um verndun umhverfis- ins farið vaxandi og því eru marg- ir sem styðja lífrænan búskap af hugsjónaástæðum. Markaðurinn fyrir lífrænt vott- aðar vörur er mestur í þéttbýlustu löndunum þar sem mengun er orðin mikil, t.d. í Danmörku, Hollandi og Þýskalandi. Þróunin í lífrænum búskap og markaðssetn- ingu í Danmörku hefur verið glæsileg. Það tengist án efa um- hverfismálum og stóru verslana- keðjurnar þar sinna þessu vel. Þegar þær tóku við sér fór skriða af stað hvað varðar eftirspurn eft- ir lífrænt framleiddum afurðum, s.s. grænmeti, mjólk, kjöti, eggjum o.fl. Hafi menn einhverjar efa- semdir hér ættu þeir að líta til Danmerkur því þar hafa allir aðil- ar staðið vel að málum og ríkis- stuðningur hefur verið mikill því menn eru að búa í haginn fyrir framtíðina. í nágrannalöndunum hafa ver- ið gerðar rannsóknir um viðhorf neytenda til þessara vara og hef- ur komið í ljós að burtséð frá næringargildi sé siðferðilega at- riðið mjög stórt, sérstaklega i bú- fjárafurðum. Reglur um lífrænan búskap kveða á um góða meðferð á búfé, þ.e. að leyfa þarf því að njóta útivistar og gefa því sem mest frelsi. Margir kjósa lífrænt framleiddar vörur af þessum ástæðum. Meira þurrefni í lífrænt ræktubu grænmeti Aðrir kjósa lífrænt ræktaðar vörur vegna þess að þeir telja að þær séu bestar hvað varðar nær- ingu og hollustu. Það hafa verið gerðar rannsóknir hvað það varð- ar sem eru reyndar svolítið mis- vísandi. Stundum koma lífrænu vörurnar út með meira af vítamín- um og steinefnum en ekki alltaf. Hins vegar sýna mælingar að meira þurrefni er í lífrænt rækt- uðu grænmeti og minna vatn þannig að það er meiri matur í hverju kílói. Vegna þess að bannað er að nota tilbúinn áburð og efni í lífrænni ræktun eru neytendur með trygg- ingu fyrir því að ekki sé að finna leifar af eiturefnum eða hormón- um í vörunni en eins og margir vita tíðkast það t.d. í Bandaríkjun- um að gefa búfé í eldi og mjólkur- framleiðslu hormóna og lyf og slíkt er ég alltaf hræddur við. Lífræn ræktun bætir umhverfiö Ef við lítum á lífræna ræktun í heimagörðum þá tel ég það mjög ákjósanlegan kost. Ég hef sjálfur stundað lífræna ræktun í mínum garði og það er mjög skemmtilegt að mínu mati. Tilfellið er að manni líður betur að borða græn- meti úr eigin garði sem ræktað hefur verið á þennan hátt. Ég hef ekki notað tilbúinn áburð í mörg ár og ég get ekki séð að það spretti neitt minna hjá mér en öðrum og jarðvegurinn er alltaf að batna. Hvað varðar úðun þá finnst mér fólk gera alltof mikið að því að láta úða trén með eitur- efnum. Ég hef ekki notað tilbúin efni á trén í mínum garði í 15 ár og hef komist að því að það hefur ekki þurft. Stundum verða tíma- bundin áfoll en trén lifa það af. Lífræn ræktun bætir umhverf- ið og það væri mjög gott ef fleiri kynntu sér og stunduðu hana. Margir eru hræddir við að það sé erfitt að stunda lífræna ræktun en svo er ekki og þá tala ég af eig- in reynslu. Fólk getur leitað til mín ef það vill fá upplýsingar um lífrænan búskap og ég get hjálpað því af stað og bent á aðila sem geta veitt frekari aðstoð. -gdt Markaðsmálin hér á landi hvað varðar lifrænt ræktaðar afurðir eru enn veikur hlekkur en framleiðendum hefur fjölgað mikið á fáum árum. Lífræn ræktun: Búskapur í sátt við umhverfið Ólafur Dýrmundsson, landbúnaðarráðunautur í lífrænum búskap og land- nýtingu hjá Bændasamtökum fslands. Lífræn ræktun hér á landi hefur aukist tii muna síðustu ár og hefur framleiðendum í greininni fjölgað mikið. í byrjun áratugarins voru mjög fáir sem stunduðu lífræna ræktun og settu afurðir sinar á markað en i dag eru framleiðendur orðnir á fjórða tug. Ólafur Dýrmundsson, landbúnað- arráðunautur í lífrænum búskap og landnýtingu hjá Bændasamtökum íslands, segir skilyrði fyrir lífræna ræktun hér á landi góð að því leyti að hér er lítið um sjúkdóma í plönt- um og dýrum og landrými mikið. „Loftslag á íslandi er að mörgu leyti heppilegt fyrir lífræna ræktun. Kuldinn gerir ræktunina þó erfið- ari, nema um jarðhita sé að ræða. Kalda loftið gerir það að verkum að erfitt er að rækta belgjurtir, smára o.fl. Það er hægt að stunda lífræna ræktun í flestum landshlutum en það er t.d. heppilegra að rækta grænmeti sunnanlands en á norðan- verðu landinu. Neytendafræbsla nauðsynleg Lífrænar vörur hafa ekki tekið stórt pláss á markaðnum hingað til. Aukningin hefur verið frekar hæg- fara en framleiðendum hefur fjölgað mikið á fáum árum. Bændur hafa ekki fengið greiddan aðlögunar- stuðning til að örva lífrænan land- búnað en nú er búið að samþykkja ákveðna greiðslu til þeirra þannig að þá eru komnir möguleikar fyrir stuðning beint til bænda. í ná- grannalöndunum hefur stuðningur verið mun meiri sl. 5-10 ár og hefur lífrænum bændum þar fjölgað mjög mikið. Það hefur gert það að verk- um að neytendur hafa kynnst vör- unum betur því framboð er meira og þeir sem selja vörurnar koma betur að málum. Markaðsmálin hér á landi eru enn veikur hlekkur og úr því þarf að bæta. Fólk er æ minna í tengslum við landbúnað og ræktun og nú er að alast upp kyn- slóð sem er lítið sem ekkert í tengsl- um við landbúnað, sama af hvaða tagi er. Þess vegna þarf að fræða fólk um mismunandi búskapar- hætti. Það þarf t.d. að fræða fólk um hvað lífræn ræktun felur i sér og hver munurinn er t.d. á verksmiðju- búskap og lífrænum búskap. Styöja lífrænan búskap af hugsjónaústæöum í lífrænni ræktun er bannað að nota tilbúin efni til að eyða t.d. sjúkdómum og illgresi og því verður alltaf minna af aðskotaefn- um í lífrænum vörum. Þessir bú- Blómavikur allir grófleikar BERGIÐJAN Víðihlíð við Vatnagarða Símar 553 7131 og 560 2590 Blómakassar eo cm, 80 cm og 100 cm Blómaker ýmsargerðir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.