Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.1999, Side 6
6
MIÐVIKUDAGUR 16. JÚNÍ 1999
Viðskipti
i>v
Þetta helst: .. . Seðlabankinn hækkar vexti um 0,5% ... Mikil viðskipti á Verðbréfaþingi, 1650 m.kr. alls...
Mest með húsbréf 913 m.kr. ... Skuldabréf 704 m.kr. ... Lítil hlutabréfaviðskipti 32 m.kr. ... Mest í Baugi 19 m.kr. ...
Hampiðjan lækkar um 3,3% ... Skagstrendingur hækkar um 2,8% ... Afkoma Skagstrendings góð ...
Ný skýrsla OECD um landbúnað:
Heildarstuðningur 12,3
milljarðar hér á landi
- hver bóndi fær 2,3 milljónir í stuðning
Stuðningur við íslenskan landbúnað
1996-1998 ísland OECD
Heildarstuðningur á íbúa 45.000 kr. 16.280 kr.
ÁæUaður stuðningur á hvem bónda 2.250.000 kr. 814.000 kr.
Aætlaður stuðningur sem hlutfall af verðmæti framleiðslunnar 39% 33%
Áætlaður heildarstuðningur sem hlutfall af landsframleiðslu 2,10% 1,70%
eða í krónum talið 12,3 milljarðar vantar
rgrai Heimild: OECD
Það er löngu þekkt staðreynd að
stuðningur við íslenskan landbúnað
hefur verið mikill. Árin 1996-1998 var
stuðningur á hvem bónda hér á landi
að meðaltali 2,3 miiljónir króna og um
45 þúsund krónur á hvert mannsbam
í landinu. Þrátt fyrir þennan mikla
kostnað hefúr hann farið minnkandi
og sem dæmi þá hefúr heildarstuðn-
ingur við landbúnað á íslandi minnk-
að úr 5,2% af landsframleiðslu árið
1986-1988 i 2,1% af landsframleiðslu
sem jafngildir 12,3 milljörðum króna.
OECD sendir árlega frá sér skýrslu
um landbúnaðarstefnu í aðildarlönd-
um sínum og nú er nýútkomin skýrsla
fyrir árið 1999. Bændablaðið fjaUaði ít-
arlega um þessi mál í gær. Þar kemur
fram að landbúnaðarstefnan er ennþá
viðkvæm fyrir þrýstingi vegna breyt-
inga á markaðsaðstæðum. Ástæðan er
sú að undanfama áratugi hefur verið
unnið að því að draga úr stuðningi við
landbúnað, minnka höft og minnka
bihð miili markaðsverðs og vemdaðs
innanlandsverðs. Þar kemur einnig
fram að að ríkjandi þróun bendi til
þess að frelsi í viðskiptum minnki eða
sú þróun snúist viö vegna þrýstings
frá mörkuðum.
Mikill stuðningur á íslandi
Stuðningur við landbúnað á íslandi
er mjög mikill i samanburði við aörar
þjóðir. Það era aðeins Noregur og
Sviss sem komast upp fyrir okkur í
þeim efnum. í alþjóðlegum saman-
burði er stuðningur mjög misjain, allt
frá 74 þúsund krónum á ári á Nýja sjá-
landi upp í 2,6 milljónir í Sviss. Stuðn-
ingur á hvem bónda hér á landi er að
meðaltali 2,3 miiljónir. Hins vegar ber
að athuga að þessi
stuðningur er ekki
eingöngu fólginn í
beinum fjárframlög-
um. Til dæmis má
nefna að kostnaður
leggst á neytendur
þegar höft em sett á
innflutning landbún-
aðarafurða sem reikn-
ast síðan sem stuðningur við bændur.
Ef skoðað er hversu mikið þessi stuðn-
ingur kostar kemur ýmislegt áhuga-
vert í ljós. Hvert mannsbam á íslandi
greiðir um 45 þúsund krónur á ári en
þetta þýðir að fiögurra manna fjöl-
skylda greiðir 180 þúsund á ári í stuðn-
ing til landbúnaðarins. Þessi kostnað-
ur kemur fram á tvennan hátt. Um
þriðjungur af þessum stuðningi er
greiddur af skattgreiðendum með
framlögum hins opinbera en afgang-
inn greiða neytend-
ur í gegnum hærra
vöruverð.
í alþjóðlegum
samanburði er
þetta mjög mikið og
er kostnaður okkar
mun meiri en með-
altal ESB- og
OECD-landanna.
Þegar á heildina er litið er um gríðar-
lega fjármuni að ræða. í ríkjum OECD
er heildarstuðningur við landbúnað
1,4% af landsframleiðslu eða 27 þús-
und milljarðar króna. Á íslandi er
þessi tala hlutfallslega hærri eða 2,1%
árin 1996-1998 og er sú upphæð um
12,3 milljarðar króna á ári. ítrekað
skal að hér er ekki um að ræða bein
framlög til landbúnaðarins heldur
reiknaðan kostnað við að halda úti
landbúnaðarstefnunni og inn í það
reiknast ófal þættir.
Lítil rannsóknarstarfsemi hér
ísland er í þriðja sæti innan OECD
landa hvað við kemur stuðningi við
landbúnað sem hlutfaU af landsfram-
leiðslu. Það sem kemur hins vegar
mikið á óvart er að mjög lítið af þess-
um stuðningi er fólginn í rannsólmar-
og þróunarstarfsemi í landbúnaði. Þar
vermir ísland aðeins 12 sæti. Hér væri
hugsanlega hægt að gera bragarbót því
með aukinni menntun og rannsóknum
er hægt að gera landbúnaðinn sjálf-
stæðari og betur í stakk búinn til að
mæta erlendri samkeppni. Þannig
mætti draga úr stuðningi við landbún-
að en auka um leið vægi hans.
Ákaflega misjafnt er hvaða augum
lönd líta á sinn landbúnað. Víða er-
lendis er litið á landbúnað sem hvert
annað framleiðslutæki til að framleiða
ódýrar vörur handa neytendum. Hér á
landi er landbúnaður hluti af lifnaðar-
háttum okkar og undirstaða lifs til
sveita. Þetta er að minnsta kosti mat
stjómvalda og á meðan þetta viðhorf
er ríkjandi þá verður að teljast líklegt
að áfram verði mikill kostnaður fólg-
inn í stuðningi við landbúnað hér á
landi.
Fréttaljós
Bjami Már Gylfason
Verðbólguspár gefa vísbendingu
Verðbólga á þessu ári verður allt
að 4 prósent ef marka má þær verð-
bólguspár sem gerðar hafa verið.
Það eru einkum Seðlabanki íslands,
Fjárfestingabanki atvinnulífsins, ís-
landsbanki og Kaupþing sem hafa
gefið út verðbólguspár. Hins vegar
er misjafnt hversu langt þessir aðil-
ar hafa gengið í að leiðrétta sínar
spár eftir verðbólguskotið nú í júní.
Einnig er misjafnt hversu vísinda-
lega þessar spár eru unnar. Spá
Seðlabankans er síöan í apríl og er
elst en spá Fjárfestingabankans er
sennilega sú nýjasta. Það má því
telja líklegt að þessar spár verði
uppfærðar fljótlega og áhugavert
verður aö sjá í lok árs hvemig til
hefur tekist.
- en spyrja skal að leikslokum
Helstu verðbólguspár
-hækkun neysluverðs frá upphafi til loka árs 1999
_L , W /U _
0,5%.
o,o%u_____________LJ___________i_J____________LJ___________
> ______FBA________íslandsbanki Kaupþing_______Seölabankinn
Spá og hugmyndir manna um verð- markaði. Vænt verðbólga hefur áhrif
bólgu spila stóra rullu á fjármála- á alla verðmyndun því hærri verð-
bólga þýðir hærri ávöxtunarkröfú.
Það er því mikilvægt að markaðsaðil-
ar hafi góða hugmynd um við hverju
er að búast. Verðbólguspár og raun-
veruleg verðbólga skiptir að sjálf-
sögðu alla máli því verðbólgan étur
upp peninga og ákvarðanir þurfa að
taka mið af því sem við er að búast.
Það telst hins vegar fúllkomlega eðli-
legt að spár séu mismunandi því for-
sendur sem menn gefa sér era mis-
munandi. Þeim mun fleiri sjónarmið
sem koma fram þeim mun líklegra að
verðbólga verði í samræmi við spár.
Niðurstaðan er því sú að þeim mun
fleiri sem reyna að spá fyrir um hver
hækkun neysluverðsvísitölunnar
verður þeim mun líklegra er að þær
rætist að jafnaði. -bmg
viðskipta-
molar
Járnblendi hækkar
Verð á jámblendi hefúr hækkað
töluvert að undanfómu eða um 6%.
Á þetta er bent í Morgunpunktum
Kaupþings í gær. Ástæða hækkan-
anna er lítið framboð sem stafar af
því að verð á heimsmarkaði hefur
verið lágt undanfarin ár og framleið-
endur hafa af þeim sökum dregið
mjög úr framleiðslu.
Evran enn veik
Þrátt fyrir að ástand-
ið í Kosvo sé orðið
tryggara hefúr evran
ekki náð sér á strik
eins og vonast var tiL
Veiking evrunnar gagnvart dollar
var að miklu leyti rakin til stríðsá-
standsins á Balkansskaga og þess
ótrygga ástands sem skapaðist í Evr-
ópu fyrir vikið. í gær fór evran nið-
ur i 1,039 gagnvart dollar og hefur þá
lækkað um 11,9% frá áramótum.
Skuldir minnka og fjármála-
stjóri segir upp
Fiskiðjusamlag Húsavíkur hefur
selt rækjufrystitogarinn Húsvíking
úr landi til að grynnka á skuldum.
Húsvíkingur er fimm ára gamalt
skip og verður afhentur nýjum eig-
endum í haust. í
frétt frá Fiskiðiðju-
samlaginu segir að
Húsvíkingur ÞH-1 sé
ein stærsta eign félagsins og muni
skipasalan hafa talsverð áhrif á
rekstrar- og efnahagsreikning FH.
Skuldir Fiskiðjusamlags Húsavíkur
hf. minnka verulega við söluna en
ekki er gert ráð fyrir söluhagnaði
eða tapi vegna sölunnar. Þetta
ásamt sölu á rækjuverksmiðjunni á
Kópaskeri er ætlað að lækka skuldir
um 900 milljónir króna. Skömmu eft-
ir að þetta var tilkynnt kom önnur
tilkynning um að Hjalti Halldórsson,
fjármálastjóri félagsins, hefði sagt
starfi sínu lausu.
Aðeins 2,1% verðbóiga
Verðbólga í Bretlandi mældist að-
eins 2,1% á ársgrundvelli í maí en
mælingar á neysluverði vora birt í
gær. Þetta er lægsta mæling í tæp
fimm ár en fór þá niður í 2,0%.
Fiskafli minnkar
Fiskafli minnkaði um 6.700 tonn í
maí miðað við sama tima í fyrra. Afl-
inn var 42.042 alls en botnfiskafli var
37.049 tonn, skel- og krabbaafli 2.689
tonn en hvortveggja er minnkun frá
því i fyrra. Hins vegar eykst heildar-
afli mikið það sem af er árinu í heild.
Heildarafli frá janúar til maí á þessu
ári var 880 þúsund tonn samanborið
við 704 þúsund tonn í fyrra.
Vaxtalækkun í Noregi?
Almennt er búist við að vextir
verði lækkaðir um allt að hálft pró-
sent í Noregi í dag.
SHARP
ER-A150
Sjóðvéi
SHARP
FO -1460
Faxtæki
SHARP
AR-280/335
28/33 eintök á mínútu
Stafrcen
VilSIISiSLA
i
SHARP
AL-1000
10 eintök á mínútu
Stafrœn
VilNi
ilMINiSIA
iticiri fiipfil
Ljósnitunarvélan, faxtæki og sjóðvélar
Betri tæki eru vandfundinf
Leitið nánari upplýsinga hjá sölumönnum okkar
BRÆÐURNIR?
Lágmúla 8 • Sími 533 2800