Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.1999, Qupperneq 9
MIÐVIKUDAGUR 16. JÚNÍ 1999
9
Utlönd
Rússar senda birgöaflutningabíla til Kosovo:
NATO tilbúið að afvopna
eftirlegukindur Serba
Fi’iðargæsluliðar Atlantshafs-
bandalagsins (NATO) voru þess al-
búnir í nótt að afvopna alla
serbneska hermenn, lögregluþjóna
eða aðra vopnaða Serba eftir að
frestur þeirra til að yfirgefa Kosovo-
hérað rann út á miðnætti.
Svo virðist hins vegar sem allar
áætlanir um brottflutning
serbnesku hermannanna hafi stað-
ist.
Ekki bárust neinar fregnir um
tafir frá friðargæslusveitunum.
Serbunum var gert að hafa sig á
brott frá landamærasvæðunum í
suðri og austri og úr héraðshöfuð-
borginni Pristina.
Breskir hermenn úr NATO-lið-
inu, sem fóru um Pristina snemma
í morgun, urðu ekki varir við neina
Serba.
Fréttamaður Reuters, sem var við
norðurjaðar yfirráðasvæðis NATO í
Kosovo, greindi frá því að í dögun
hefðu tugir bifreiða með serbneska
hermenn, óbreytta borgara og her-
Þessu albönsku börn eru greinilega glöð yfir að vera nú loksins aftur á leið
heim tii Kosovo úr flóttamannabúðum í Makedóníu. Serbar eru aftur á móti
farnir að flýja heimili sín og margir hverjir kveikja í þeim á flóttanum.
gögn enn verið á leið að landamær-
unum.
Hann sagði að tóm farartæki,
einkum ílutningabílar og rútur,
væru á leið til Pristina til að flytja
burt þá Serba sem þar væru enn.
Varnarmálaráðuneyti Rússlands
vísaði í morgun á bug fregnum
serbneskrar útvarpsstöðvar að nýr
flokkur rússneskra hermanna væri
kominn til Kosovo. Ráðuneytið
sagði að bílar sem hefðu lagt upp frá
Bosníu væru hluti birgðaflutninga
sem samið hefði verið um við
NATO.
Hollenskir friðargæsluliðar
fundu brenndar líkamsleifar um
tuttugu Kosovo-Albana, að því að
talið er. Þá fundu ítalskir hermenn
tvær fjöldagrafir i vesturhluta
Kosovo. Talið er að um 120 lík séu í
annarri þeirra.
Óbreyttir borgarar úr röðum
serbneska minnihlutans héldu
áfram að flýja þúsundum saman af
ótta við hefndaraðgerðir.
Morðið á Anne Orderud Paust:
Deilan um arfinn
var nær leyst
Deilan um arfinn í Orderudfjöl-
skyldunni í Noregi var í þann veg-
inn að leysast þegar Anne Orderud
Paust, fyrrverandi ritari norska
vamarmálaráðherrans, og foreldrar
hennar voru myrt, að því er norska
blaðið Aftenposten hefur eftir heim-
ildarmönnum sínum. Heimildar-
menn blaðsins segja að lögreglan
verði því að leita að annarri ástæðu
fyrir morðunum en deilunni um
hver ætti að fá býli foreldranna.
Bróðir Anne Orderud Paust, Per
Kristian Orderud, og kona hans,
Veronica, hafa verið handtekin
vegna morðanna. Áður höfðu hálf-
systir Veronicu og sambýlismaður
hennar verið handtekin.
Per Kristian Orderud vildi ekki
að systir hans fengi hlut í býli for-
eldranna að þeim látnum. Hann
hafði þó að sögn heimildarmanna
Aftenposten lýst yflr ánægju sinni
með að lausn væri í sjónmáli.
Hann fór á hundasýningu ásamt
konu sinni um hvítasunnuna og sið-
an á kínverskan veitingastað. Þá
var búið að myrða foreldra og
systur Pers Kristians. Heimildar-
menn segja hjónin hafa verið í góðu
skapi og hafa algjörlega brotnað
niður við fregnina um morðin.
Bush fær frá-
bærar viðtökur í
framboðsferð
Viðtökurnar og umsagnirnar
sem George W. Bush fékk í fyrstu
framboðsferð sinni fyrir forseta-
kosningarnar á næsta ári minntu
frekar á viðtökur Hollywood-
stjömu en rikisstjóra frá Texas.
„Hann á gott með að ná sam-
bandi við fólk,“ sagði Jerry
Grace, slökkviliðsmaður frá
Manchester í New Hampshire,
um Bush sem allt bendir til að
verði forsetaframbjóðandi
Repúblikanaflokksins. „En við
skulum sjá hvað gerist þegar
hann þarf að taka þátt í kappræð-
um og verður að leggja fram skýr-
ar áætlanir,“ bætti slökkviliðs-
maðurinn við.
Bush var ijóra daga í New
Hampshire og gekk ferðin áfalla-
laust. Enn er þó langt þar til
repúblikanar velja sér forsetaefni,
ekki fyrr en sumarið 2000.
Breskir krakkar
vilja að heiman
Bresk börn eru svo þjökuð af
ótta við einelti, fjárhagsvandræði
og alheimsstrið og hafa svo mikl-
ar áhyggjur af framtíðinni að
meira en helmingur þeirra vill yf-
irgefa heimalandið.
Samkvæmt könnun sem gerð
var opinber í morgun vilja 55 pró-
sent breskra ungmenna flytja til
útlanda en aðeins fjórðungur er
ánægður þar sem hann er.
Af þeim sem vilja til útlanda
vilja 27 prósent helst fara til
Bandaríkjanna en tólf prósent að-
spurðra sögðust vilja flytja til
annars lands innan Evrópu.
Frakkland:
Gaullistar í sárum
Þessar nunnur biðu í gær í rigningu eftir að páfamessa hæfist í Kraká í
Póllandi. Jóhannes Páll páfi var hins vegar veikur og hljóp staðgengill hans
í skarðið. Sfmamynd Reuter
Flokkur Jacques Chiracs Frakk-
landsforseta, RPR-flokkurinn sem
er flokkur gaullista, var í sárum í
gær vegna úrslita í Evrópuþings-
kosningunum. Hægri flokkarnir í
Evrópusambandslöndunum náðu í
fyrsta sinn meirihluta í Evrópu-
þingskosningunum á sunnudaginn
en hægri vindarnir blésu aldrei til
Frakklands. Flokkur gaullista hlaut
aðeins 12,7 prósent atkvæðanna.
Sérframboð Charles Pasqua, fyrr-
verandi innanríkisráðherra sem er
andvígur Evrópusambandinu, hlaut
fleiri atkvæði eða 13,05 prósent.
Úrslitin kunna að ryðja braut fyr-
ir Alain Juppe, óvinsælasta forsæt-
isráðherra Frakklands hingað til.
Hann var í gær þeðinn um að veita
RPR-flokknum forystu á ný eftir að
Nicolas Sarkozy sagði af sér
formennsku.
Flokkur Chiracs Frakklandsforseta
tapaði stórt í Evrópuþingskosning-
unum.