Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.1999, Síða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.1999, Síða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 16. JÚNÍ 1999 Spurningin Hverjir verða íslands- meistarar í fótbolta? Helgi Kristófersson, 11 ára: Vík- ingur, af því að pabbi heldur með þeim. Friðrós Káradóttir, 16 ára : KR, af því að KR-ingar eru bestir. Ema Karen Kristjánsdóttir versl- unarmaður: Ég fylgist ekki með fótbolta. Kristín Gyða Smáradóttir, vinnur í bakaríi: Keflavík, af því að ég held með þeim. Sigurður Ragnarsson kerfisfræð- ingur: KR, það er ekki spurning. Ari Sigurjónsson, bílstjóri hjá Vííilfelli: ÍBV, að sjálfsögðu. Lesendur Oryggi barnanna haf i forgang - laus börn í bíl þýða sektir „Mörg börn sitja í framsæti. Börn á leikskólaaldri eiga aldrei að sitja í framsæti nema í barnabílstól sem snýr baki í akstursstefnu." Jón Gröndal, umferðaröryggis- fulltrúi á Suðurnesjum, skrifar: Þann 15. maí 1998 tók gildi ný reglu- gerð sem stór- hækkar sektir fyr- ir að hafa böm laus í bíl eða nota ekki réttan örygg- isbúnað fyrir börnin. Tekið er á flestum þáttum og ég held að sann- ast sagna viti fæstir af því. Nú stendur fyrir dyrum herferð lögregl- unar m.a. í þessum málum og er vissara fyrir ökumenn að sýna for- sjálni. í könnun sem fór fram í febrúar sl. við vetraraðstæður víðs vegar um Suðvesturland kom í ljós að ástandið var ærið gloppótt, sérstak- lega utan Reykjavíkur. Reykjanes- bær kom þokkalega vel út með að- eins 17% bama laus. Verst var ástandið í minni bæjum, sums stað- ar þar sem allt upp í 57% barna voru laus. Þetta er alveg óviðun- andi. Þótt börn væru bundin gerir fólk nokkur mistök sem gætu orðið afdrifarík. Mörg 2-6 ára böm nota eingöngu bílbelti. En bílbelti eru hönnuð fyrir fullorðið fólk og ætluð þeim sem era að minnsta kosti 140 cm á hæð og u.þ.b. 40 kíló á þyngd. Mörg böm sitja í framsæti. Börn á leikskólaaldri eiga aldrei að sitja í framsæti nema í barnabílstól sem snýr baki í akstursstefnu. Börn era greinilega sett of ung á bílpúða og veitir bilbeltið ekki þá vemd sem til er ætlast. Enn þá nota allt of mörg börn tveggja festu bílbelti, en slík belti henta ekki litlum börnum. í nýju reglugerðinni hafa sektirnar hækk- að hressilega. Ég nefni nokkur dæmi: Öryggisbelti ekki not- að, 4.000 kr. - Sérstak- ur öryggisbúnaður fyrir börn ekki notað- ur, 10.000 kr. - Þess ekki gætt að farþegi yngri en 15 ára noti öryggis- og verndar- búnað, 8.000 kr. Nú stendur fyrir dyrum hjá löggæslu- mönnum að gera enn eitt átak í þessum málaflokki og er að vænta þess að það beri góðan árangur. Hver vill verða fyrir því að láta grípa sig þar sem hann er að flýta sér heim með barnið úr leikskólan- um? Sjálf(ur) óspennt(ur) og barn- inu tyllt í aftursætið. „Þetta er svo stutt"! En 16.000-20.000 króna sekt er áfall, rétt þegar verið er að fara í sumar- frí. Venjum okkur strax á að festa okkur og þau sem okkur þykir vænst um örugglega í bíl hvort sem lagt er í lengri eða skemmri ferð. - Tryggjum öryggi barnanna. Ábyrgð fjölmiðla Halldór Sveinsson skrifar: í helgarblaði DV laugardaginn 8. maí var forsíðumynd af Franklín Steiner, ásamt viðtali í sama blaði. Maður spyr sig hver sé tilgangurinn með þessu viðtali og sakleysislegri mynd af fóður og syni. Það er með ólíkindum að menn, sem dæmdir hafa verið fyrir jafnalvarlega glæpi og Franklín þessi, fái annað eins pláss í DV. Það er líka furðulegt að sjá þennan mann lýsa því yfir að hann iðrist einskis fyrir sín brot sem hann hefur haft viðurværi sitt af (ásamt spilamennsku) og jafn- framt lýsa því yfir að hann sé hætt- ur dreifingu og neyslu. Megum við e.t.v. eiga von á því að fá sams konar viðtal við marg- dæmdan mann fyrir kynferðisbrot gagnvart börnum, þar sem hann lýsir sínum skoðunum á kynferðis- brotum gagnvart börnum, og rétt- lætir þá glæpi væntanlega? Að mínu mati er það afar röng umræða þegar menn era að réttlæta glæpi og ólöglegt athæfi eins og t.d. fikniefnaneyslu, því umræðunni er beint til æsku landsins, sem oft og tíðum er leitandim, og þarf oft ekki mikið til að hún sé til í að prófa. Þess vegna skora ég á fjölmiöla að fjalla ekki á þennan hátt um fikni- efni og auglýsa þannig fyrir sölu- menn dauðans. Stöndum vörð um æsku landsins og réttlætum ekki ólögleg fikniefni. Við eigum í nægum erfiðleikum með þau löglegu. Verðhækkanir vaxa okkur yfir höfuð Árni Magnússon skrifar: Verðhækkanir þær sem nú eru að dynja á okkur, einna helst frá hinu opinbera, eru að vaxa okkur yfir höfuð. Þótt góðæri eigi að heita í þjóðfélaginu, og því skal ekki neitað að fólk hefur orðið þess vart, sumir meira, aðrir minna, þá má engu muna að almenningur nái saman endum með þeim lágu launum sem allflestir eru samningsbundnir. Iðgjaldahækkun ábyrgðatrygg- inga bifreiða, bensínhækkun og ört hækkandi verð á þjónustu víðs veg- ar í þjóðfélaginu væri yfrið nóg til ÍU^fRHfM þjónusta allan sólarhriiigiiinj* flðoins 39,90 mínútnn Lesendur geta sent mynd af sér með bréfum sínum sem bfrt verða á lesendasíðu „Það er t.d. spurning hvort Strætisvagnar Reykja- víkur eigi þann tilverurétt sem sumir telja að þeir eigi,“ segir m.a. í bréfinu. að gera mikið veður út af. Þegar svo kemur nú hækkun fargjalda SVR um 25% þá kastar nú tólfunum. Við, hinir almennu skattgreiðendur, þol- um ekki þessar hækkanir, þær verða allar að ganga til baka. Það er ekki einu sinni þannig að verðhækkanir séu í takt við það sem tíðkast í flestum sið- menningarríkjum, svo sem í nágrannalönd- um okkar, heldur skipta hækkanir hér ávallt tugum prósenta. Það eitt er auðvitað fá- ránlegt og segir okkur, sæmilega upplýstum almenningi, að hér sé farið offari n verð- hækkunum og stjóm- endur fyrirtækja séu bara utan og ofan við allan veruleika. Það hlýtur að vera stór spurning hvort fyrirtæki og stofnanir, sem þurfa skyndilega að hækka þjónustu sína um 20, 25, eða 30%, eigi ekki að gefa sig upp til gjaldþrots eða hætta starfsemi. Það er t.d. spuming hvort Strætisvagnar Reykjavíkur eigi þann tilverurétt sem sumir telja að þeir eigi. Almenningur ber þessar hækkanir a.m.k. ekki lengur. DV Jóhanna verði formaður Páll Ólafsson skrifar: Ég sé ekki betur en þessi ágætu samtök okkar sem kusu Samfylkinguna verði að taka snögga ákvörðun um hver eigi að verða forystumaður í samtökun- um og auðvitaö að fá nýtt og traustvekjandi nafn á þau í sama mund. Það gengur ekki að vera með „talsmann" ennþá löngu eft- ir kosningar. Við eigum prýðileg- an einstakling sem er bæði traustvekjandi og heiðarlegur stjórnmálamaður. Ég á við Jó- hönnu Sigurðardóttur, alþingis- mann til margra ára svo og ráð- herra. Ég sé ekki fyrir mér neinn annan sem axlað getur ábyrgð sem formaður vinstri flokks sem nú er annað stærsta stjórnmála- aflið í landinu. Flokkur án öfga og flokkur félagshyggu. Stöndum saman um Jóhönnu sem framtíð- arformann. Frægir íslendingar erlendis H.Ó. skrifar: Manni finnst oft sárt að hugsa til þess þegar fréttir berast af ffægum löndum okkar búsettum erlendis eða þeim sem vinna af- reksverk að þeir búi ekki hérna á landinu. En þá verður manni líka hugsað til þess hversu erfitt þess- ir menn ættu uppdráttar hér á landi. Þeir fáu sem afrekað hafa mikið erlendis og komið síðan heim hafa lítið uppskorið hér annað en öfund og illmælgi. Ég nefni bara forstjóra íslenskrar erfðagreiningar, sem auðvitað er að vinna afrek á heimsmæli- kvarða. Ég nefni líka til sögunn- ar prófessorinn Karl Tryggvason í Stokkhólmi sem stýrir rann- sóknum á illkynja æxlum. Hvað ætti svona maður að gera hingað heim? Nei, við skulum samfagna þessum mönnum að þeir skuli fá sín tækifæri þar sem þeir eru. Aurskriður ef ekki snjóskriður Þórunn hringdi: Ég verð að segja fyrir mitt leyti að ég hef ekki nokkra samúð meö þessum íbúum Vestfjarða sem eru að kvarta og kveina yfir illu árferði af mannavöldum. Þaraa er það fiskurinn sem öllu ræður. Enginn vill vinna í fiski og það er greitt undir Pólverja og aðra að- komumenn til að vinna. íbúarnir bíða svo í ofvæni eftir lánum að sunnan til fyrirtækjanna. Ríkið á að sjá um afkomuna. En það er ekki það versta. íbúamir búa við sífellda hættu af völdum náttúr- unnar. Ef það eru ekki snjó- skriður, þá aurskriður. Og eng- inn vill kannast við að þama er ekki búandi vegna hættuástands á allar hliðar. Maður getur ekki tekið undir grátkórinn á þessum stöðum. Rússar næst Serbunum Svavar hringdi: Það er ekki af engu að Rúss- arair urðu fyrri til að komast til höfuðborgar Kosovo. Með því eru þeir búnir að koma sér fyrir næst Serbunum, vinum sínum, sem þeir munu svo að öllum líkindum innlima í sitt umráðasvæði i Austur-Evrópu, upp á gamla móðinn. Líklegt er að vesturveld- in láti Rússa hlunnfara sig í þessu gæslustarfi líkt og Stalín valtaði yfir þá Roosevelt og Churchill undir lok síðari heims- styrjaldar. En svona er að taka ekki á málunum af hörku í byrj- un. Það áttu NATO-þjóðimar að gera. Nú er það of seint.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.