Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.1999, Page 13
MIÐVIKUDAGUR 16. JÚNÍ 1999
13
DV
Fréttir
Bjart
hjá
Barra
DV, Egilsstöðum:
„Útlitið er nokkuð gott. Það er
vaxandi áhugi á skógrækt og
sameiningin við Fossvogsstöðina
hefur komið vel út,“ sagði Jón
Kr. Arnarson, framkvæmdastjóri
Fossvogsstöðvarinnar - Barra hf.
Á Egilsstöðum mun Barri
framleiða 1,5 milljón skógarplönt-
ur í ár. Af nýjungum má nefna
framleiðslu á 120 þúsund lúpínu-
plöntum fyrir landgræðsluna.
Þá sagði Jón að nú hefðu þeir
náð góðum tökum á ræktun á
elri. Þeir notuðu áður geisla-
sveppasmit frá eldri trjám sem
gaf ekki góða raun en nú hefur
Iðntæknistofnun þróað fram-
leiðslu á hreinræktuðu smiti sem
framleitt verður í Fossvogsstöð-
inni. Um 80 þús. elriplöntur
verða framleiddar í ár.
Mest af framleiðslunni fer til
Héraðsskóga en einnig er nokkur
smásala til skógræktarfélaga og
einkaaðila. -SB
Frá undirritun samnings. F.v.: Jón Runólfsson, formaður íþróttabandalags
Akraness, Örnólfur Þorleifsson, útibússtjóri Búnaðarbankans, og Gísli
Gíslason, bæjarstjóri á Akranesi. DV-myndir Daníel
Hafnfirðingar finna ekki eiganda að sokknum báti:
Kostar milljónir að
ná bátnum upp
- bæjarlögmaður undirbýr kæru til lögreglu
Dóra Stefánsdóttir, Steinar Þór Sturlaugsson og Hafþór Reynisson. DV-mynd Júlía
Upplýsingamiðstöð á Höfn
DV, Höfn:
Markaðsráð. Suðausturlands hef-
ur opnað upplýsingamiðstöð að
Hafnarbraut 25 á Höfn. Miðstöðin er
opin frá klukkan 8 á morgnana til
kl. 20.30. Tveir starfsmenn hafa ver-
ið ráðnir, þeir Steinar Þór Stur-
laugsson og Hafþór Reynisson, sem
áður unnu á umferðarmiðstöðinni á
Höfn þar sem þeir sáu um upplýs-
ingar fyrir ferðafólk.
Markaðsráðið var stofnað nú á
vordögum og segir Dóra Stefáns-
dóttir, framkvæmdastjóri þess, að
þátttaka sé ótrúlega mikil og þetta
verði til mikilla hagsbóta fyrir þá
sem hingað koma eða vantar upp-
lýsingar um eitthvað tilheyrandi
þessum landshuta.
J.I.
„Við höfum leitað eiganda bátsins
lengi en án árangurs. Niðurstaðan
er sú að bæjarlögmanni er falið að
undirbúa kæru til lögreglu," segir
Sigurður Hahgrímsson, forstöðu-
maður þjónustudeildar Hafnarfjarð-
arhafnar, vegna bátsins Hraunseyj-
ar BA sem liggur á botni Hafnar-
fjarðarhafnar eftir að hann sökk á
fóstudag. Báturinn sem síðast var
skráður í eigu Seleyjar hf. á Pat-
reksfirði hefur legið í Hafnarfjarð-
arhöfn síðan árið 1993.
Athygli vekur að ekki hefur verið
gerð tilraun til að ná bátnum upp og
hafnaryfirvöld eru gagnrýnd fyrir
sleifarlag. Mikil óþrif eru af flakinu
sem þykir til skammar fyrir Hafn-
flrðinga. Sigurður segir að verði
hafist handa við að taka bátinn upp
kosti það milljónir. Hann segir að
hafnarstarfsmenn hafi hreinsað upp
draslið sem var á floti í kringum
bátinn en að öðru leyti ekki aðhafst
neitt.
„Það er mjög dýrt að taka bátinn
upp og farga honum. Ég get ímynd-
að mér að kostnaðurinn verði ekki
undir þremur milljónum króna. Það
gerist ekkert þó flakið liggi þarna
en um leið og farið verður að hreyfa
við því má búast við olíumengun,“
segir hann.
-rt
Flak Hraunseyjar BA liggur í Hafnarfjarðarhöfn og ekkert hefur verið að-
hafst. DV-mynd HH
^ Akranes:
Iþróttir og
gróðursetning
kaupstað tekið að sér umsjón og
rekstur á íþrótta- og leikjanám-
skeiðum fyrir börn á aldrinum 6-10
ára í sumar. Námskeiðin eru unnin
í samræmi við íþróttastefnu ÍA og
Akraneskaupstaðar. Þó námskeiðin
verði unnin í samræmi við íþrótta-
stefnuna verður ekki eingöngu boð-
ið upp á íþróttir á þessum nám-
skeiðum þó þær skipi vissulega
stóran sess í uppbyggingu þeirra.
Búnaðarbankinn er aðalstyrktar-
aðili íþróttabandalags Akraness og
styður viðleitni ÍA varðandi nám-
skeiðin. Búnað-
arbankinn styrk-
ir ÍA sérstaklega
til að standa fyr-
ir gróðursetning-
arátaki á íþrótta-
svæðinu að Jað-
arsbökkum og
munu þátttak-
endur á nám-
skeiðunum gróð-
ursetja og hlúa
að plöntum sem
Búnaðarbankinn
leggur til. Garð-
yrkjustjóri Akra-
neskaupstaðar
undirbýr gróður-
setningu, velur
plöntur og gefur
góð ráð. -DVÓ
Gísli bæjarstjóri gróðursetur fyrstu plöntuna. Formað-
urinn og bankastjórinn fylgjast með.
DV, Akranesi:
Forráðamenn íþróttabandalags
Akraness, Akranesbæjar og Búnað-
arbankans skrifuðu 8. júní undir
samning um íþrótta-, leikjanám-
skeið og gróðursetningu. Fyrst gróð-
ursettu Gísli Gíslason bæjarstjóri
og Örnólfur Þorleifsson, útibússtjóri
Búnaðarbankans, stóra ösp með að-
stoð krakka á íþrótta- og leikjanám-
skeiðinu.
íþróttabandalag Akraness hefur
með samkomulagi viö Akranes-
Version 2.0
garbage
Forsala:
Japis, Laugavegi
Japis, Kringlunni
Samtónlist
íslandsflug
FM 95.7
Mercury Rev
REPU3LICA
E-17
Land&synir
Skítamórall
Sóldögg
SSSól
&fl.
10 AR AF'TOPP TONLIST
AFMÆLISTÓNLEIKAR FM 95.7'
Þriðjudagurinn 22. júní 1999.
Svæðið opnar kl. 12:00.
Tónleikarnírhefjast kl. 13:30.
Á þaki Faxaskála. Miðaverð 4.450 kr.
JAPISi