Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.1999, Blaðsíða 16
16
MIÐVIKUDAGUR 16. JÚNÍ 1999
Fréttir
Þórshöfn:
Verkalýðsfélagið vill
samvinnu „í vestur"
- en sveitarstjórn sameiningu við Austfirðinga
Frá Þórshöfn. Þar eru greinilega ekki ailir á einu máli um í „hvaða átt“ sveitar-
félagið þeirra skuli leita eftir sameiningu við önnur sveitarfélög. DV-mynd gk
DV, Akureyri:
Aðalfundur Verkalýðsfélags
Þórshafnar samþykkti fyrir
skömmu að leita eftir viðræðum
við Verkalýðsfélagið á Húsavík,
með aukið samstarf og hugsanlega
sameiningu i huga. Þetta þykir
óvænt í ljósi þess að sveitarstjórn
Þórshafnarhrepps hefur dregið sig
út úr viðræðum um sameiningu
sveitarfélaga í Þingeyjarsýslum og
sagt að Þórshafnarbúar horfi frek-
ar í hina áttina um hugsanlega
sameiningu sveitarfélaga, þ.e. til
Vopnaíjarðar og e.t.v. fleiri sveit-
arfélaga í þeirri átt.
„Þetta tvennt kemur upp á mjög
svipuðum tíma og samþykkt okkar
er með fyrirvara varðandi það
hvað sveitarstjórnin muni gera,
enda vissum við það ekki fyrr en
daginn fyrir aðalfund okkar að
sveitarstjómin væri að horfa í
hina áttina“ segir Karen Rut Kon-
ráðsdóttir, formaður Verkalýðsfé-
lags Þórshafnar. Og hún segir mál-
ið reyndar nokkuð ílókið.
„Þetta er greinilega mál sem
ekki verður farið í strax, það verð-
ur að skoðast betur og koma í ljós
hvað sveitarstjórnin gerir, málið
fer í biðstöðu" segir Karen Rut. En
telur hún að vilji félagsmanna
verkalýðsfélagsins standi frekar
til sameiningar sveitarfélaga í
vestur, þ.e. við Húsvíkinga og aðra
íbúa í Þingeyjarsýslunum?
„Ég veit auðvitað ekki vilja
allra bæjarbúa í þessu máli, en þó
tel ég að fólk sé hrifnara af því að
sameinast í vesturátt. Þessi af-
staða sveitarstjórnarinnar kom
mörgum hér rosalega á óvart og
það eru margir reiðir yfir því að
það skuli allt i einu koma fram í
fjölmiðlum að hún vilja frekar
horfa í hina áttina,“ segir Karen
Rut. -gk
Umhverfismál:
Mengun lítil hér á landi
Siv Friðleifsdóttir umhverfisráð-
herra kynnti á blaðamannafundi á
dögunum niðm'stöður vöktunarmæl-
inga á mengandi efnum á íslandi. Þar
sagði hún frá starfi nefndar um meng-
unarmælingar og skýrsla nefndarinn-
ar kynnt. Áður var haldin kynning á
öllum efnisþáttum skýrslunar þar sem
þeir aðilar sem gerðu skýrsluna
kynntu störf sín.
Sif talaði mn stöðu íslands gagnvart
umheiminum og það að vera vel á
varðbergi gagnvart erlendri umhverf-
isvá. Hún sagði íslendinga hafa unnið
heimavinnu sína mjög vel og dæmi um
það væri sá árangur sem náðst hefur
gagnvart Bretum og kjamorkuveri
þeirra í Sellafield. íslendingar, ásamt
Norðmönnum og Irum, hafa einna
mest þrýst á Breta. Mjög hefur dregið
úr losun geislavirkra efha þaðan í sjó
og hefúr það skilað sér í minni meng-
Fyrsti fréttamannafundur nýs ráðherra.
im í sjó hér á landi.
Að sögn Davíðs Egilssonar, formanns
nefndarinnar, voru einu slæmu fféttirn-
ar þær að þrávirk efni, sem notuð eru í
iðnaði, mælast hér á landi. Ekki var far-
ið að nota slík efni fyrr en fyrir 50-70 ár-
um og þvi eru þetta ekki góðar fréttir.
Staða mengunarmála hér á landi er
góð og eru áframhaldandi rannsóknir
nauðsynlegar til þess að svo verði
áffam. Sif Ffiðleifsdóttir sagði að þarna
gætu legið sóknarfæri fyrir okkur ís-
lendinga. Hún sagði að með auknum
kröfum neytenda skapaðist aukið svig-
rúm fyrir íslenskar vörur. Við yrðum
samt að vera á varðbergi því mikið lægi
við og mikilvægt að lenda ekki i ein-
hveiju svipuðu og kúafárinu breska eða
því sem er að gerast með landbúnaðar-
vörur ffá Belgiu um þessar mundir.
-EIS
L 34 M
fc ^ r
I f L I| ■ J I .-Ær n ‘ ;L
lM mm
e,nso9 pabbi?
I tilefni feðradagsins 20. júní standa
Vísir.is, DV og Matthildur fyrir le'rtinni
aö líkustu feðgðum landsins.
Kosning stendur nú yfir á Vísi.is um líkustu
feðgana en henni lýkur 17. júní.
Þeir sem hreppa titilinn fá að launum
Lundúnar-ferð
með Samvinnuferðum-Landsýn,
sportpakka frá Spar-Sport og
snyrtivörutösku frá Giorgio Armani.
Kíkið á Vísi.is og takiö þátt í valinu.
Úrslrt verða kynnt í helgarblaði DV,
19. júní.
www.visir.is