Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.1999, Síða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.1999, Síða 18
18 MIÐVIKUDAGUR 16. JÚNÍ 1999 Fréttir DV Lilja Ólafsdóttir, forstjóri SVR, um væntanlegar fargjaldahækkanir: Eðlilegt að far- þegar greiði fyr- ir þjónustuna „Það er alls ekki víst að af hækk- unum verði. Þetta er bara stormur í vatnsglasi stjómmálamanna," sagði Lilja Ólafsdóttir, forstjóri SVR, er hún var spurð um væntanlegar far- gjaldahækkanir fyrirtækisins. „Það er ljóst að við þurfum að grípa til einhverra aðgerða til að bæta fjár- hagsstöðuna og á síðasta stjómar- fundi var mér falið að koma með til- lögur til að auka tekjur fyrirtækis- ins. Ég hef ekki mótað þessar tillög- ur enn sem komið er og því liggur ekki fyrir i hvaða formi þær verða.“ Lilja sagði tæpan hálfan milljarð vanta í reksturinn til að hann kæmi út á núlli en vildi ekki segja til um til hvaða ráða yrði gripið til að bæta stöðuna. Hún nefndi þó fjóra mögu- leika: í fyrsta lagi þann að SVR hag- ræddi rekstrinum, þ.e. reyndi að veita sömu þjónustu fyrir sama verð. í öðra lagi að SVR drægi úr þjónustunni með því að láta vagn- ana fara færri ferðir, m.ö.o. aö minnka tíðni þeirra. í þriðja lagi að framlag Reykjavíkurborgar til rekstursins yrði aukið og í fjórða lagi að gripið yrði til fargjaldahækk- ana. „Eins og staðan er nú þá höfum við reynt að hagræða og spara í rekstrinum eftir megni. Við höfúm einnig fengið ákveðið fjármagn frá borginni til rekstursins en eftir stendur bil upp á tæplega hálfan milljarð sem fargjaldatekjumar þrnfa eiginlega að brúa.“ Væri ekki æskilegra að Reykja- víkurborg yki framlag sitt til rekst- ursins? „Borgin hefur úthlutað okkur 510 milljónum til rekstursins og tekið skýrt fram að meiri peningar séu einfaldlega ekki til. Það finnst mér að mörgu leyti mjög ábyrg afstaða því ef framlag borgarinnar yrði aukið þýddi það einfaldlega meiri skattbyrði á borgarana. Fjórði möguleikinn í stöðunni er sá að hækka gjaldskrána en með því er verið að láta þá sem nota þjónust- una greiða fyrir þá þjónustu sem þeir era raunverulega að kaupa.“ Og er líklegt að sú leið verði far- in? „Ég ætla ekkert að segja um það á þessari sfundu. Við eram að vinna í þessu eins og er en þetta ætti að skýrast á allra næstu vikurn," sagði Lilja Ólafsdóttir að lokum. esig Lilja Ólafsdóttir, forstjóri SVR, segir væntanlegar fargjaldahækkanir bara vera storm í vatnsglasi stjórn- málamanna. uppskriftir Gestir Vísis.is geta nú auöveldaö sér innkaupin og eldamennskuna. Á nýjum uppskriftavef Vísis.is er aö finna yfir 1000 uppskriftir frá Nýkaup auk greina úr samstarfsmiölum Vísis.is, einkum DV, um matreiöslu, hollustu og ýmis húsráö. Slóðin er www.visir.is Nýkaup Explorer á leið að bryggju á Höfn. DV-myndir Júlía Alsælir útlend- ingará Höfn - eftir ferð á Skálafellsjökul og Jökulsárlón Skemmtiferðaskipið Explorer sigldi inn á Homafjarðarhöfn síðdeg- is á laugardag, -12. júní. í tilefni þess að þetta er fyrsta skemmtiferðaskipið sem kemur til Homafjarðar á þessu sumri tók Garðar Jónsson bæjarstjóri á móti skipinu og bauð skipstjóra, farþega og áhöfn velkomin og færði skipstjóra körfu með nýveiddum humar. Veðrið var ekki alveg það besta þegar skipið kom, þoka, rigning og hægviðri. Bræðsluþokan lá yfir bryggjunni þar sem skipið átti að leggjast að en færði sig til suðurs rétt áður en skipið kom. Þeim sem á bryggjunni vora létti stórum. Geta skal þess að þessi leiða peningalykt fer að heyra sögunni til á Höfh þar sem ný bræðsla er að komast í gagn- ið. Fljótt rættist úr veðrinu og um morguninn var komin glampandi sól og gott veður og fóru þá farþegarnir, sem voru um eitt hundrað, upp á Skálafellsjökul og að Jökulsárlóni og var hópurinn alsæll með ferðina. Skipið kom frá Englandi, með við- komu í Færeyjum, og hélt frá Homa- firði síðdegis á sunnudag. Var þá ferðinni heitið til Mjóafjaröarog áfram austur og vestur fyrir land og víða verður komið við þar til þessi hópur lýkur ferð sinni í Reykjavík. Aö sögn hafnarsögumanns á Höfn er það Helena Dejak, sem rekur ferða- skrifstofuna Nonna á Akureyri, sem sér um ferðir skipsins og hefur hún hefur Explorer í sumar. Meðal annars eru áætlaðar tvær ferðir í viðbót í til Homafjarðar. Von er á skemmtiferða- skipinu Caledonian Star nk.laugar- dag með 200 farþega og kemur skipið aftur seinna í sumar. -JI Garðar Jónsson bæjarstjóri færði skipstjóranum körfu með nýveiddum humri.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.