Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.1999, Side 37
MIÐVIKUDAGUR 16. JÚNÍ 1999
45
Sóldögg ferðast um landið.
Sóldögg spilar á
landsbyggðinni
Hljómsveitin Sóldögg gerir víð-
reist um landið þessa dagana. í
dag, miðvikudag, heldur hún vest-
ur á firði og heldur tónleika á
Suðureyri við Súgandafjörð.
Hljómsveitin lék á sama tíma í
fyrra á Suðureyri fyrir fullu húsi.
Þann 17. júní leikur hljómsveitin
á torginu á Akureyri um kvöldið
en þann 18. júní verða haldnir
tónleikar í Herðubreið á Seyðis-
firði. Loks leikur Sóldögg á Hlöðu-
felli á Húsavík þann 19. júní næst-
komandi.
Mannakorn í
Mosfellsbæ
í dag heldur hljómsveitin
Mannakorn tónleika á veitinga-
húsinu Álafoss fót bezt en tónleik-
amir era á vegum Menningar-
málanefnd-
Tonleikar , mos
_______________fellsbæjar.
Aldurstakmark er 20 ár en tón-
leikamir standa frá kl. 22-01 um
kvöldið.
Útgáfutón-
leikar Dip
Hljómsveitin Dip heldur útgáfu-
tónleika í Iðnó í dag. Dip er skip-
uð Jóhanni Jóhannssyni og Sig-
tryggi Baldurssyni ásamt gestum
þeirra. Flutt verða m.a. valin lög
af diskinum Hi-camp meets Lo-fi
sem kom út fyrr í mánuðinum.
Tónleikarnir hefjast kl. 22 en
miðaverð er 1200 kr.
Dip með útgáfutónleika í Iðnó.
Að byggja upp
lífsorkuna
Heilunar- og fræðslumiðstöðin
Shamballasetrið mun standa fyrir
kvöldnámskeiði í Merkaba-hug-
leiðslutækni. Á námskeiðinu verður
svokölluð pranísk öndunartækni
kennd og orkusvið þátttcikenda
hreinsað. Pranísk öndunartækni
dregur nafn sitt af orðinu prana
sem þýðir alheimsorka og með
pranískri öndunartækni byggir fólk
upp lífsorku sina en dregur ekki
Námskeið
einungis að sér loft. Merkaba-tækn-
in er sögð styrkja tengsl einstak-
lingsins viö sjálfsvitund sína. Á
námskeiðinu verður þátttakendum
einnig kennt að virkja tvö merkaba-
svið sem eru rúmfræðileg form sem
umlykja líkama okkar. Þegar þau
hafa verið virkjuð segir að hægt sé
að ferðast innan vídda þessa heims
en þessi tækni byggist á kærleika
sem er lykillinn að framfórum og
virkni einstaklingsins.
Leiðrétting
Þau mistök urðu í DV í gær að
ekki var rétt farið með afgreiðslu-
tíma nýrrar íþróttakrár í Hafnar-
firði, Café Hafnarfjarðar. Þar var
sagt að opið væri um helgar á
milli 23 og 03 en hið rétta er að
opið er um helgar á milli 11 og 03
á staðnum. Beðist er velvirðingar
á mistökunum.
Sirkusinn Cirkör kemur til íslands:
í hringiðu árþúsundamóta
Sirkusinn Cirkör - the Scandin-
.avian Challenge sýnir verkið 00.00 í
Laugardalshöllinni í dag, miðviku-
dag, kl. 20 og þjóðhátíðardaginn 17.
júní kl. 18. Sirkusinn lagði leið sína
til íslands í apríl sl. þar sem hann
sýndi brot úr dagskrá sinni við góð-
ar undirtektir og komust færri að
____________________en vildu.
Skemmtanir Íslending-
--------------------um færi á
að sjá sýninguna í heild sinni í
Laugardalshöllinni. Koma sirkusins
hingað til lands er hluti af leikfór
hans til allra Norðurlanda og hefur
hann hlotið sérstakan styrk úr
Norðurlandaráði til að sýna á ts-
landi, Grænlandi og í Færeyjum.
Sirkusinn er aðeins fjögurra ára en
hefur þrátt fyrir ungan aldur vakið
athygli gagnrýnenda og áhorfenda.
Hann tilheyrir svokallaðri nýs-
irkushreyfingu sem átti upptök sín
í Kanada og Frakklandi fyrir 20
árum. Munurinn á venjulegum
sirkus og nýsirkus er sá að í nýs-
irkus eru fjöllistaatriðin hluti af
sameiginlegu þema sem er fléttað
inn í framvinduna en atriði þar sem
dýr koma við sögu eru ekki hluti af
dagskránni.
Ossi Niskala, einn listamannanna, fer á kostum.
Sýningin 00.00 gerist á broti úr
sekúndu þegar árið 2000 gengur í
garð. Sýningin er innhlásin úr leik-
húsi, dansi, rokktónlist og ljóðum
sem tvinnast allt saman. Miðapant-
anir eru í Hinu húsinu og nánar má
fræðast um sýninguna á heimasíð-
unni http://www.hitthusid.is.
Veðrið í dag
Norðvestanátt
og skúrir
Veðurstofan varar við allhvöss-
um vindi, eða meira en 15 metrum á
sekúndu, á Breiðafjaröarmiðum,
Vestfjarðamiðum, Norðvesturmið-
um, Norðausturmiðum og Austur-
miðum.
í dag verður norðvestanátt ríkj-
andi á landinu, 8-13 metrar á sek-
úndu á vestanverðu landinu en
mun hægari framan af degi austan-
lands. Vestan- og suðvestanátt, 5-8
metrar á sekúndu, verður víðast
hvar á landinu í nótt en norðvestan-
átt, 8-13 metrar á sekúndu fram eft-
ir nóttu norðaustanlands. Rigning
verður með köflum, slydda til fjalla
á Norðurlandi en skúrir í nótt.
Skúrir verða vestan til á landinu og
skýjað með köflum suðaustanlands.
Sólarupprás í Reykjavík: 02.52
Sólarlag í Reykjavík: 24.01
Árdegisflóð: 08.10
Síðdegisflóð: 20.31
Veðrið kl. 6 í morgun:
Akureyri súld 7
Bergsstaóir rigning og súld 2
Bolungarvík rigning 2
Egilsstaóir 6
Kirkjubœjarkl. skýjaö 5
Keflavíkurflv. skýjaö 5
Raufarhöfn skúr 6
Reykjavík skúr 6
Stórhöföi úrkoma í grennd 6
Bergen rigning 12
Helsinki léttskýjaö 20
Kaupmhöfn léttskýjaö 18
Ósló skýjaö 15
Stokkhólmur 18
Þórshöfn rigning 9
Þrándheimur skýjaö 14
Algarve léttskýjaö 23
Amsterdam léttskýjaö 17
Barcelona þokumóöa 20
Berlín léttskýjaö 17
Chicago skýjaö 14
Dublin léttskýjaö 14
Halifax heiöskírt 14
Frankfurt skýjaö 16
Hamborg skýjaö 15
Jan Mayen þoka í grennd 4
London hálfskýjað 16
Lúxemborg léttskýjaö 17
Mallorca léttskýjaö 18
Montreal heióskírt 9
Narssarssuaq skýjaö 6
New York skýjaó 17
Orlando alskýjaö 23
París léttskýjaó 18
Róm skýjaö 18
Vín alskýjaó 16
Washington alskýjað 19
Winnipeg heiöskírt 4
Flestir þjóðvegir greiðfærir Helstu þjóðvegir landsins eru færir en nokkrar heiðar era illa eða ekki færar. Þar má nefna Lóns- heiði sem er ófær vegna aurbleytu. Tveggja tonna öxulþungatakmarkanir eru á umferð um Þorska- fjarðarheiði og er hún því aðeins fær minni bílum og jeppum. Fært er í Eldgjá og Skaftártungu og sömu sögu er að segja um Lónsöræfi og Hólasand. Ástand vega ^►Skafrenningur x^f' E3 Steinkast ® ' E3 Hálka 0 Vegavinna-aögát @ Öxulþungatakmarkanir Qfært E Þungfært © Fært fjallabílum
Færð á vegum
Kjalvegur er fær norður til Hveravalla en aðrir há- lendisvegir eru enn lokaðir vegna snjóa og aur- bleytu. Grafningsvegur nr. 360 er lokaður milli Jórugils og Kattargils milli kl. 7.30 og 21 vegna vegagerðar. Að öðru leyti er greiðfært um þjóðvegi landsins.
\ y. Kristín og Börkur eignast son Þann áttunda júní, kl. spítalans. Hann var þá 4.46, leit þessi litli dreng- 3735 g og 53 sm á hæð. or dagsins ljós í fyrsta Hann er værðarlegur á sinn á kvennadeild Land- myndinni, enda jafnast fátt á við lítinn feguröar- blund. Foreldrar hans Rorn HfUHCÍnc heita Kristín Ágústsdóttir Darn nagsms og Börkur Árnason.
Bianca vill byrja með strák.
10 Things I
Hate about You
Myndin 10 Things I Hate about
You, eða Ég þoli þig ekki, er nú
sýnd í Sam-bíóunum á Snorra-
braut, Álfabakka og í Kringlunni.
Hún fjallar um tvær systur og
karlamál þeirra. Bianca er falleg
og vinsæl en hefur aldrei verið
boðið á stefnumót. Kat er eldri
systir hennar en hún er skapvond
og staðráðin í því að kippa hverj-
um þeim karlmanni sem kynni
að hafa áhuga á
henni niður á jörð- /////////
Kvikmyndir
ina. Illu heilli meina
strangar húsreglur
fjölskyldunnar Biöncu að eiga
kærasta þar til eldri systir hennar
hefur náð sér í mann. Líkumar á
því að sú staða komi upp eru aft-
ur á móti afar litlar miðað við
skapgerð Kat. Bianca vill á hinn
bóginn ólm byrja með strák og
tekur til sinna ráða. Hún leggur á
ráðin til að finna mann handa
systur sinni svo hún geti sjálf um
frjálst höfuð strokiö og upplifað
sitt fyrsta ástarævintýri. Með að-
alhlutverk fara Heath Ledger, Jul-
ia Stiles, Joseph-Gordon Levitt,
David Krumholtz og Larisa
Oleynik. Leikstjóri er Gil Junger
og handritshöfundar eru Karen
McCullan Lutz og Kirsten Smith.
Krossgátan
1 2 3 4 5 6 7
8 9
10 11 12
13 14 15
16 17 18
19 20
21
Lárrétt: 1 spark, 8 orsökuðu, 9
skelfing, 10 fljótfærni, 12 kroppi, 13
karlmannsnafn, 15 flökt, 16 kaup, 17
sál, 19 erfiður, 21 veröld.
Lóðrétt: 1 óhreinindi, 2 kvelur, 3
hlýju, 4 röðin, 5 ask, 6 deilunni, 7
lögun, 11 pretti, 14 hræddu, 16
vökva, 18 tafði, 20 varðandi.
Lausn á síðustu krossgátu:
Lárétt: 1 skemma, 8 pár, 9 aula, 10
álfu, 11 nót, 13 keikar, 16 orður, 19
ás, 20 tifaði, 21 auðs, 22 rið.
Lóðrétt: 1 spákona, 2 kál, 3 erfiði, 4
mauk, 5 mun, 6 al, 7 pati, 12 óráði,
14 ertu, 15 arar, 17 ufs, 19 sið.
Gengið
Almennt gengi Ll' 16. 06. 1999 kl. 9.15
Eininn Kaup Sala Tollnengi
Dollar 74,220
Pund 117,960
Kan. dollar 50,660
Dönsk kr. 10,3780
Norsk kr 9,4200
Sænsk kr. 8,7260
Fi. mark 12,9597
Fra. franki 11,7469
Belg. franki 1,9101
Sviss. franki 48,3100
Holl. gyllini 34,9659
Þýskt mark 39,3975
ít. lira 0,039800
Aust. sch. 5,5998
Port. escudo 0,3843
Spá. peseti 0,4631
Jap. yen 0,616000
írskt pund 97,839
74,600 74,600
118,570 119,680
50,970 50,560
10,4350 10,5400
9,4720 9,5030
8,7740 8,7080
13,0376 13,1796
11,8175 11,9463
1,9216 1,9425
48,5800 49,1600
35,1760 35,5593
39,6342 40,0661
0,04003 0,040480
5,6334 5,6948
0,3867 0,3909
0,4659 0,4710
0,61970 0,617300
98,427 99,499
SDR
ECU
99,440000 100,03000 100380000
77,0500 77,5200 783600
Simsvari vegna gengisskráningar 5623270