Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.1999, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.1999, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR 18. JÚNÍ 1999 Fréttir Útgerðarmenn stokka upp forystusveit sína: Völdunum skipt í LÍÚ verður starfandi formaður. Friðrik J. Amgrímsson er fertugur að aldri og hefur undanfarin ár starfað sem lög- maður. Hann er fæddur og uppalinn á Sigluflrði og er útskrifaður frá Stýri- mannaskólanum og hefur skipstjóm- arréttindi, en útskrifaðist frá laga- deiid Háskölá íslands árið 1987. Sterkur leiðtogi Kristján Ragnarsson lætm- um næstu áramót af starfi sem fram- kvæmdastjóri Landssambands ís- lenskra útvegsmanna. Stjórn sam- bandsins samþykkti þetta á fundi sín- um á miðvikudaginn. Hún samþykkti jafnframt að ráða Friðrik J. Am- grímsson lögfræðing sem arftaka Kristjáns. Þessi umskipti mega teljast meiri háttar breyting í yfirstjórn hinna öflugu hagsmunasamtaka þar sem Kristján hefur haft bæði töglin og hagldirnar í 29 ár. 30 ár eru síðan Kristján var ráðinn framkvæmda- stjóri LÍÚ. Ári síðar var hann jafnframt kjörinn formaður ,# samtakanna og hefur verið það samfleytt síðan. Krist- ján Ragnarsson mun eftir áramótin þó áfram hafa töglin þótt hagldimar séu látnar i hendur nýs fram- kvæmdastjóra, því hann gegnir áfram for- mennsku samtak- anna neinar grundvallarbreytingar á fisk- veiðistjómunarkerfinu. „Ég tel að kerfið sé mjög gott og mun leggja áherslu á að viðhalda þvi vegna þess að það er hagkvæmt fyrir greinina og fyrir þjóðina," sagði Kristján. Hann sagði að ein staðfesting þess væri heimsókn sjávarútvegsnefndar breska þingsins sem var hér á landi í vikunni að kynna sér kerfið og af hverju útvegsmenn í LÍÚ styðja það svo eindregið. mótframboðs svo það væri nýtt fyrir mig að stríöa við andóf. Á stjómarfundinum þar sem þessar breytingar voru ákveðnar var ekkert slíkt uppi, heldur þvert á móti mikill stuðningur við okkur báða, Friðrik og mig, og menn féllust á breyting- una. Við eram að yngja forystusveit- ina upp um eina kynslóð og minnka álag á mér þannig að þegar kemur að því að ég hverfi alveg af þessum vett- vangi þá verði búið að undirbúa það Gustar um Krist- ján DV spurði Kristján um þann kvitt sem bloss- aði upp þegar breytingarnar á yfirstjórn LÍÚ spurðust út á þriðjudag að verið væri að ýta Kristjáni út. Hann neitaði að kvitturinn ætti við nokkur rök að styðjast. Þvert á móti ætti hann sjálfur frum- kvæði að breyting- unum. „Ég hefbúið við það að vera kos- inn formaður þessara sam- í 29 ár án með þeim hætti sem við erum að gera,“ sagði Kristján. En það hefur vissulega gustað um Kristján og menn ekki verið einhuga um verk hans. Honum hefur þrátt fyrir það tekist alla tíð að halda góð- um húsaga á sínu liði og því lítið kvisast út úr herbúðum LÍÚ um ágreining eða undirliggjandi ólgu. Fréttaljós Stefán Ásgrímsson Þannig kvisaðist furðulitið og seint út um valdauppskiptin hjá landssam- bandinu, sem kunngerð voru á mið- vikudag, og ekki fyrr en á þriðjudags- morgni þegar ljóst var orðið að skrif- stofustjóri LÍÚ til fjölda ára og aðal- samningamaður, Jónas Haraldsson lögfræðingur, hafði tekið pokann sinn og yfirgefið kontórinn í fússi. Sjálfur sagði Jónas í fjölmiðlum að hann hafi verið rekinn og það væri hluti af falli Kristjáns. Hann fylgdi með í falli Kristjáns. Einnig spurðist merkilega litið út um óánægju margra útvegsmanna með hversu illa gekk að semja við sjómenn árið 1995. Þá fullyrtu fulltrúar sjómanna að nokkur hópur útgerðarmanna væri jafnvel tilbúinn að ganga úr LÍÚ til að geta samið beint við stéttar- félög sjómanna sinna. „Að mínu frumkvæði" í viðtali við DV 29. maí 1995 stað- festi Jónas Haraldsson, skrifstofu- stjóri LÍÚ, þetta og sagði: „Ég hef heyrt ávæning af þessu en trúi þessu ekki og veit ekki hverjir þessir menn eru. Taugastríð er í fullum gangi og ég óttast þetta ekki.“ Þá hefur DV heimildir fyrir því að stjórnendur Samherja hafi eldað talsvert grátt silf- ur við LÍÚ-kontórinn. Orðrómur hef- ur verið um að Þorsteinn Már Bald- vinsson, forstjóri Samherja, hafi all- lengi viljað sjá annan við stjórnvöl- inn en Kristján Ragnarsson. Fyrir nokkrum áram voru Þorsteinn Már og félagar hans í frystitogarageiran- um afar óhressir með samning sem LÍÚ gerði og innihélt breytt hafnarfrí. Þau mál tókst að sjatla eftir stórar yf- irlýsingar útgerðarmanna. Sjálfur segir Kristján að breytingin og aðkoma Kristjáns J. Arngrímsson- ar í framkvæmdastjórastól LÍÚ sé á engan hátt tengd valdabaráttu. Hann hafi sjálfur haft frumkvæði að breyt- ingunni sem tekur gildi frá næstu áramótum. Hann hafi taliö þetta rétt eftir að hafa gegnt starfi bæði fram- kvæmdastjóra og formanns í þijá ára- tugi. Það sé eðlilegt að skipta þessu upp. „Það kann að vera eigingjamt af mér að biðja um að létt verði af mér störfum, en árin telja á mig eins og aðra og mér fannst sanngjarnt og eðli- legt að stjórnin féllist á það, sem hún og gerði. Stjómin óskaði jafnframt eftir því að ég yrði stjómarformaður áfram, en það er auðvitað undir aðal- fundi komið hvort svo verður. Hann ræður því, en ég hef ákveðið að gefa kost á mér áfram sem formaður LÍÚ,“ sagði Kristján við DV. Kristján sagði að þeim Friðriki J. Arngrímssyni hefði komið saman um að skipta með sér verkum þannig að Kristján annist daglega stjórn og rekstur skrifstofu LÍÚ og að kjara- samningamál við sjómenn verði á hans könnu. Sjálfur muni hann verða í fullu starfi sem stjómarformaður og halda utan um fiskveiðistjórn- unarmálin og um al- menna stefnumótun. Hann kvaðst í aðra röndina því feginn að nú yrði létt af honum kjarasamn- ingabyrðinni þótt vitanlega bæri hann á þeim ákveðna ábyrgð sem for- maður samtakanna. „Ég verð ekki lengur daglega í sambandi við mína ágætu félaga í forystu sjómannasam- takanna en fyrir mér vakir ekki síst aö bæta þessi samskipti, hafi ég orðið til þess að spilla þeim. Nú gefst leið- togum sjómanna tækifæri til að ræða við nýjan mann. Ég vona að það falli þeim í geð og okkar menn verði sátt- ir við gerðir hans og nýrrar samn- inganefndar sem verður skipuð," sagöi Kristján Ragnarsson við DV. Kristján Ragnarsson hefur verið mjög sterkur leiðtogi íslenskra út- gerðarmanna, svo sterkur að menn hafa talað um hann sem raunveruleg- an sjávarútvegsráðherra landsins, manninn sem ráði stefnu stjómvalda í sjávarútvegsmálum. DV hitti Krist- ján að máli eftir stjómarfund LÍÚ á miðvikudag og innti hann eftir þessu og hvort sú kynslóðabreyting sem er að gerast bæði hjá LÍÚ og í sjávarút- vegsráðuneytinu þar sem einnig hafa orðið kynslóðaskipti myndi hafa í fór með sér breytingar í sjávarútvegs- málum. Kristján vildi lítið gera úr áhrifum sínum eða völdum og neitaði alfarið að hafa nokkru sinni haft eins konar forræði yfir sjávarútvegsráð- herram. „Það vill svo til að núverandi sjáv- arútvegsráðherra er áttundi ráðhem- ann við völd síðan ég var kosinn for- maður LÍÚ árið 1970, þá 32 ára gam- all. Það er því ekki nýtt fyrir mig að starfa með nýjum ráðherrum. Ég hef enga ástæðu til að ætla annað en að samstarf okkar verði gott. Það hefur alltof mikið verið gert af því af ykkur fjölmiðlamönnum að draga þetta sam- starf í efa og að segja að ég stýri ferð, sem er auðvitað alrangt." Kristján nefndi fyrrverandi sjávarútvegsráð- herrana Þorstein Pálsson, Halldór Ás- grímsson, Lúðvík Jósepsson, Matthí- as Bjarnason og Steingrím Her- mannsson. Við þá heföi hann átt mjög gott samstarf þótt hann og þeir hefðu síður en svo verið sammála um alla hluti. Kristján kveðst ekki sjá fram á 116 stúdentar voru útskrifaðir frá Menntaskólanum á Akureyri í gær. Þeir settu að venju mikinn svip á hátíðahöld dagsins sem fóru mjög vel fram á Akureyri að sögn lögreglu. Teitur Arason varð „dúx“ MA að þessu sinni, hlaut 9,11 í einkunn. DV-mynd gk scmdkorn Básafellslífeyrir Svo sem DV hefir greint itarlega frá hafa margir vestur á fjörðum al- varlegar athugasemdir við fjárfest- _______--—i ingar Lífeyrissjóðs \ Vestfirðinga í Bása- I* 1 felli hf. Básafells- \ menn hafa sterk \ ítök í stjórn sjóðs- l ,\ ins þar sem einn \ - M stærstu eigenda ■jg ík fyrirtækisins, \ ■ Eggert Jónsson, situr. Þeir sem hæst láta vegna kaupanna og telja að hlutverk líf- eyrissjóðs sé að ávaxta peninga en ekki styrkja einstök fyrirtæki era vestfirskir skipstjórar. Ekki eru þó allir á sama máli meðal skipstjórn- armanna og einn hefur barist ákaft fyrir því að Básafell fái lífeyrinn. Þar er um að ræða varaformann Skipstjóra- og stýrimannafélagsins Bylgjunnar, Bergþór Gunnlaugs- son. Það er varla tilviljun að hann skuli vilja ausa lífeyri í Básafell en svo vill til að hann er starfsmaður fyrirtækisins. Nú heyrist að það sé vilji einstakra ráðamanna Básafells að koma Bergþóri á formannsstól í Bylgjunni til að slá á mesta röflið um lífeyrinn... Næsti formaður Nú era línur farnar að skýrast í formannsmálum SUS. Ásdís Halla Bragadóttir gefur ekki kost á sér áfram en Jónas Þór Guðmundsson, varaformaður SUS, hefur lýst yfir að hann gefi kost á sér til formennsku. í röðum SUS-ara er framboð Jónasar ekki talið koma á óvart, enda mun hann hafa víðtæka reynslu, vera vel kynntur og ku hafa unnið gott starf innan SUS auk þess sem talið er að hann muni draga með sér ferskt fólk inn í starfið. Jónas hefur vakið athygli fyrir gagnrýnin og skemmtileg blaðaskrif sem er talið benda til að hann muni ekki hika við að setja ofan í við ráðamenn Sjálfstæðisflokksins, eins og grein hans hér í blaðinu á dögun- um vitnar um, þar sem hann mælti með fækkun ráðherra sama dag og hún var tilkynnt... Vildi Guðmund Árna Talið er að nokkuð hart hafi ver- ið barist innan Samfylkingarinnar áður en Rannveig Guðmundsdótt- ir var kjörin þing- flokksformaður Fylk- ingarinnar á dögun- um. Heimildarmað- ur Sandkoms innan þingflokks Sam- fylkingarinnar tel- ur að Margrét Frímannsdóttir, talsmaður Fylk- ingarinnar, hafi ekki viljað Rannveigu sem formann held- ur Hafnfirðinginn Guðmund Árna Stefánsson....? Kosning Blöndals Meðan Ólafur G. Einarsson var forseti Alþingis hlaut hann jafnan einhver atkvæði stjórnarandstöð- unnar, og öll undir lokin. Halldór Blöndal byrjar hins vegar ekki vel í upphafi ferils síns. Ekki aðeins hlaut hann ekkert atkvæði stjórnar- andstöðunnar heldur sátu 26 þingmenn hjá við kjörið. Stjómarandstaðan hefur þó að- eins 25 atkvæði. Nú velta menn því fyrir sér hvort Blöndal hafi setið hjá sjálfur eða hvort gamlar deilur hans við Framsókn frá því fyrr á árum hafi leitt til þess að einhver framsóknarmanna hafi ekki getað hugsað sér að kjósa hann... Umsjón: Haukur L. Hauksson Netfang: sandkom @ff. is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.