Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.1999, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.1999, Blaðsíða 25
FÖSTUDAGUR 18. JÚNÍ 1999 25 Myndasögur Veiðivon Fjórir fyrstu laxarnir úr Fitjá, þrír á maðkinn og einn á flugu, komnir á þurrt og veiðimennirnir Lúther Einarsson og Rögnvaldur Guðmundsson voru hressir með það. Þeir bættu við 9 löxum eftir þetta, fengu alls 13 laxa. „Ég man ekki eftir svona byrjun í Víðidalnum," sagði Brynjólfur Markússon, ann- ar af leigutökum árinnar, í gærdag. DV-mynd G.Bender Skróggur sterkari en rauð franses? „Mér fannst aðstæður vera þannig, að ég setti skrögg undir frekar en rauða franses, áin er að- eins lituð og þá gefur hún vel. Ég Veiðieyrað Laxveiöin: Hvað ef...? Byrjunin í laxveiðinni hefur verið góð og laxamir á land eru fallegir og vel haldnir úr sjó, 12-15 punda laxar taka skemmti- lega í hjá veiðimönnum. Þegar þetta er skrifað er Norðurá i Borgarfirði efst en líklega hafa veiðst 400-500 laxar í öllum ánum sem farið er að veiða í. Stærsti laxinn er 22 punda úr Þverá i Borgarfirði. Og hver áin af annarri er opnuð þessa dagana. Eitt er víst að ef árnar hefðu ekki verið svona vatnsmiklar hefði veiðst meira af laxi en það er alltaf þetta ef... Vænir í Langavatni Langavatn í næsta nágrenni Blönduóss hefur gefið vel af físki, en fyrir fáum dögum var sleppt regnbogasilungum og urriðum í það. En vænir fískar eru fyrir í vatninu og eru stærstu urriðarn- ir um 10 pund. Það getur oft ver- ið fjör að renna þegar silungur- inn gefur sig þar. Við fréttum af veiðimönnum sem voru í Fremri- Laxá. um helgina og veiddu þeir ágætlega, stærstu urriðamir voru 3,5 pund. Mikið var um punds fiska. Fær Össur fyrsta flugulaxinn? Nokkur spenna er í gangi að opna Rangámar þetta sumariö, en þær verða opnaðar á sunnu- daginn. Sést hafa lcixar í þeim og það sumir vel vænir. Meðal þeirra sem opna þær erum Össur Skarphéðinsson alþingismaður sem hugsar sér gott til glóðarinar að fá fyrsta flugulaxinn úr ánni þetta árið. Laxá á Refasveit opnar líka á sunnudaginn og opna leigutak- arnir hana. Gæti byrjunin orðið góð í henni enda laxamir oft vænir í byrjun veiðitímabilsins. var að spá í rauða franses fyrst en hætti við,“ sagði Lúther Einarsson við Fitjá i fyrrdag en hann á heiður- inn af fyrsta flugulaxinum i, Fitjánni þetta sumar og hefur veitt þá marga í Víðidalnum. Og leyndar- dóma Víðidalsár og Fitjár þekkir hann vel. „Þetta var skemmtilegur fiskur og tók vel í, þetta er alltaf jafngam- an,“ sagði Lúther í lokin. Eins og skilyrðin hafa verið í lax- veiðiánum hefur flugan skröggur gefið feiknavel og ógnað rauðri franses verulega. Þegar vatniö er mikið og aðeins litað hvelltekur lax- Veiðivon G. Bender inn fluguna. í Laxá á Ásum og Blöndu hefur skröggurinn gefið, auk Viðidalsár, og flugan hefur gef- ið fyrsta laxinn í öllum þessum veiðiám. „Það er eitthvað við fluguna skrögg, þegar vatnið er mikið og lit- að, laxinn stenst hana alls ekki. Það hefur sýnt sig mörgum sinnum," sagði veiðimaður við Blöndu sem* kastaði henni yfir hylinn. Skömmu seinna negldi fiskur sig á hana, tak- an var meiri háttar. Það þarf mikið til að velta rauðri franses úr toppsætinu, en Skröggur sækir á hana þessa dagana. Það er Kristján Gíslason sem hnýtir skrögg. ÞÍN FRÍSTUND 2 -OKKAR FAG •^INTER Tr SPORT Bíldshöföa 20 • 112 Reykjavík • 510 8020 . • www.intersport.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.