Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.1999, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.1999, Blaðsíða 10
10 FÖSTUDAGUR 18. JÚNÍ 1999 Fréttir DV Tryggingafélag og tryggingataki takast á: Deilt um dýra sjálf- skiptingu í lúxusbíl Ég var inni í sjoppu að versla þegar mér var sagt að keyrt hefði verið á bílinn minn og hann runn- ið eina fimmtíu metra. Ég trúði þessu varla því ég skildi við hann í parki og með handbremsuna á. Sá sem keyrði á bílinn minn var horfinn af staðnum en lögreglan fann hann seinna um kvöldið með hjálp vitna,“ sagði bíleigandi, Frið- rik Ágústsson, í samtali við DV. Hann segir að bíllinn, Audi V8 af 1989-árgerð, hafi farið yfir fjóra kantsteina og vegið salt á einum þeirra þegar hann stöðvaðist. Friðrik segir að daginn eftir hafi hann rætt við tjónamann Trygg- ingamiðstöðvarinnar þar sem hann er með tryggingu á bílnum en þar reyndist tjónvaldurinn einnig vera með sína tryggingu. „Tjónaeftirlitsmaðurinn sagði mér strax og hann frétti af skemmdunum á sjálfskiptingunni að hann tryði því varla að bíllinn hefði farið svona við að keyrt var á hann, hann hlyti að hafa verið svona áður. Ég ætlaði ekki að trúa eigin eyrum og fannst þetta kaldar kveðjur. Ég hef borgað mínar tryggingar á annan áratug og hef aldrei þurft að tilkynna tjón fyrr,“ sagði Friðrik. Hann segir að TM hafi sent kranabíl eftir bílnum og sjálfur fékk hann bílaleigubíl á kostnað tryggingafélagsins meðan billinn var í réttingu en TM hafni því að borga meðan gert er við skipting- una. Audi-bíllinn kom úr réttingu eftir 17 daga en þá kom í ljós að hann var ekki ökufær, gírskipting- in virtist biluð, að sögn Friðriks. Þá var reynt að koma bílnum í við- gerð í Heklu hf. sem hafnaði því á þeim forsendum að bíllinn væri ekki fluttur inn af þeim. Þá var leitað til Bílaspítalans, sem sérhæf- ir sig í Audi-viðgerðum, og þar var bíllinn þar til í fyrradag. Beðið er eftir rafeindatæki erlendis frá til að mæla kassann með tölvutækni. Það verður væntanlega sérfræð- inga Bílaspítalans að skera úr um ábyrgð í málinu. Bílar af þessari Norðurland eystra: Dæmd fýrir að þykjast aka á bifreið DV, Akureyri: Tæplega sextug kona á Húsa- vík hefur í Héraðsdómi Norður- lands eystra verið dæmd í 30 daga fangelsi, skilorðsbundið í tvö ár, og til greiðslu málskostn- aðar fyrir fjársvik sem hún framdi með harla óvenjulegum hætti. Konan kom í tryggingarfélag sitt í janúar sl. og afhenti þar tjónatilkynningu sem liún hafði sjálf undirritað. Þar sagðist kon- an hafa ekið bifreið sinni á aðra bifreið kyrrstæða og valdið með því tjóni. Við rannsókn málsins sannaðist hins vegar að konan hafði ekki ekið á bifreiðina held- ur var hún að svíkja út vátrygg- ingabætur vegna eignaspjalla sem sonur hennar hafði valdið á bifreiðinni og metin voru á um 90 þúsund krónur. Við ákvörðun refsingarinnar var litið til þess að konan hefur ekki áður sætt refsingu og játaði brot sitt hreinskilnislega og að undirrót brots hennar mátti rekja til andlegs ójafnvægis vegna atferlis og fjárhagserfið- leika mjög náins ættingja. Hringdu í okkur ef þú hefur ekki gerð eru iúxusvagnar og fáir slíkir á götum hér á landi. Viðgerð kann að verða dýr. Árni Ásgeirsson hjá tjónadeild TM sagði að það væri mistúlkun hjá Friðriki að hann hafl verið vændur um að fara með rangt mál. Hitt væri annað mál að þaö yrði að kanna vel hvort sjálfskiptingin hefði farið svona við áreksturinn eða á annan hátt. „Bílnum var ekið af réttingaverkstæðinu og þeir fundu ekkert að, síðan gerist eitt- hvað sem ekki er vitað af hverju stafar," sagði Árni í samtali við DV. Hann segir að sönnunarbyrðin í málinu liggi hjá tryggingafélag- inu. TM gæti ævinlega sanngirni og greiði að fullu þeim sem sann- anlega eigi bætur skildar. -JBP Friðrik við Audi-bílinn sem hann hefur fengið af verkstæði. Bíllinn er enn með bilaða sjálfskiptingu, en beðið er eftir tækjum eriendis frá til að mæla hana upp. DV-mynd SUMARBLAÐIÐ ER Lestu allar þessar fréttir um fjármál GALLUP Hvað vOja Íslendingar hafa í eftirlaun? Gallup gerði könnun fyrir okkur. Bis.12 www.vib.is Nú getur þú skoðað og bætt fjármálin þín á fijótlegri hátt en nokkru sinni fyrr! bis.is Tvær fjölskyldur heimsóttar Það er sama á hvaða aldri þú ert, það borgar sig aUtaf að skipuleggja fjármálin íyrir framtíðina. bis. 4 TITiLGREIN Gerbreytt sam- félag á 15 árum Breytingar á Islandi midanfarin ár hafa verið gífurlegar. bis.io -gk

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.