Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.1999, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.1999, Blaðsíða 15
FÖSTUDAGUR 18. JÚNÍ 1999 15 Eins og flugvél að hrapa Vinur rainn einn sagði við mig þegar rætt var um stöðu sjáv- arútvegsbyggða þar sem verið er að selja kvótann í burt: „Byggð- irnar eru eins og flug- vél sem er að hrapa og enginn hefur fallhlíf nema flugstjórinn.“ Hér átti hann auðvitað við að útgerðaraðilinn þiggur verulega fjár- hæð fyrir veiðiheimild- irnar, fjárhæðir sem tryggja hans framtíð, en fólkið situr eftir með minnkandi atvinnu og hús sem falla í verði. Af hverju búa menn í Þorlákshöfn, Vest- mannaeyjum, Þingeyri, Patreksfirði o.s.frv.? Af því að utan við ströndina eru fiskimið. Ef byggðin hefur ekki rétt til að fiska verður fátt um fína drætti. Hvað þýðir það að fiskimiðin séu þjóðar- eign? Þýða þessi lagaákvæði það að þeir sem höfðu veiðireynslu 1981-83 hafi rétt til afraksturs mið- anna og af þeim verði að kaupa réttinn til veiða? Þýðir þetta það t.d. að útgerðaraðili á Ólafsfirði geti selt réttinn til veiða úr byggð- arlaginu, þegið fyrir hann þúsund- ir milljóna króna og eftir það hafi menn ekki rétt til veiða þar leng- ur? Þetta er ekki tilbúið dæmi. duttlungum. Gæta þarf jafnræðisreglu og sanngirni. Til lengri tíma litið er markaðnum einum treystandi til að út- hluta veiðiréttind- um. Byggðaþróun, óöryggi Það getur ekki gengið að möguleik- ar manna til lífsvið- urværis séu í einu vetfangi seldir burt úr byggðarlaginu. Og það skeður ekki vegna þess að ekki sé hægt að gera út frá staðnum, heldur er útgerðaraðilinn orðinn lúinn og vill losna eða erf- ingjamir vilja losa fjármuni. Þá eru ákvæðin um þjóðareign orðin þannig að þessir aðilar eiga rétt- Kjallarinn Guðmundur G. Þórarinsson verkfræðingur Byggðakvóti. Samtök áhugamanna um auð- lindir í almannaþágu settu fram þá stefnu að allur kvóti fari á markað í áfóngum, t.d. 5-10 árum. Byggðir í vanda fái kvóta sem þeim beri að setja á markað en þær geta sett skilyrði um löndun. Byggðakvóti þarf að vera þannig að hann hindri ekki eðlilega byggðaþróun, tengdur fólksfjölda og aflamagni, hann þarf að vera í stöðugri endurskoðun og fara eftir tiltölulega sjálfvirkum reikniregl- um þannig að hann sé ekki háður „Skuldir útgerðarinnar hafa aukist um marga tugi milljarða á fáum árum, fiskiskipaflotinn minnkar ekki, og veið- arnar enn langt frá því sem var þegar fjöldi erlendra skipa var á miðunum, þrátt fyrir 15 ára kvótakerfi." inn og kaupa verður hann af þeim. Einn fer til Svíþjóðar með 500 m. kr. og kaupir sér skógarjörð, ann- ar gengur upp Laugaveginn með 1000 m. kr. og fjárfestir í verslun- arhúsnæði, þriðji flytur til Flórída með nokkur hundruð milljónir króna. Útgerðin borgar brúsann á endanum því fjárfestar ætla henni að standa undir arðsemikröfum. Skuldir útgerðarinnar hafa auk- ist um marga tugi milljarða á fáum árum, fiskiskipaflotinn minnkar ekki, veiðarnar eru enn langt frá því sem var þegar fjöldi erlendra skipa var á miðunum þrátt fyrir 15 ára kvótakerfi. Allt hlýtur þetta að varna þeim svefns sem ábyrg- ir eru og kjömir eru til að móta leikreglurnar. Ekki er unnt að þverast við lengur og menn spyrja sjávarútvegsráð- herra hvað líður nefndinni? Nú ætti að vera gott að hafa ungan og vaskan mann í embætti sjávarút- vegsráðherra, mann sem setur metnað sinn í að leysa vandann. Guðmundur G. Þórarinsson „Það getur ekki gengið að mögu- leikar manna til lífsviðurværis séu í einu vetfangi seldir burt úr byggðarlaginu. Og það skeður ekki vegna þess að ekki sé hægt að gera út frá staðnum, heldur er útgerðaraðilinn orðinn lúinn og vill losna eða erfíngjarnir vilja losa fjármuni. “ Stundarfriður Nú er stund miHi Balkanstríða en friður á langt í land. Menn tala ekki hátt um sigur, enda ekki tímabært. Frelsisher Kosovo - tU hægðarauka KLA - er næstur á dagskrá. Serbar voru sprengdir út en vandamálin eru fjarri því leyst. TH skamms tíma litið er þetta póli- tískur sigur fyrir NATO og Banda- rikin en stórar spurningar vakna. Gera má samanburð á því sem var og er. Árin 1996 fram tU vors 1999 féUu 2000 manns í Kosovo, innan við 100 á mánuði. Á sama tima urðu flóttamenn um 20.000. Eftir 78 daga loftárásir em 12.000 falln- ir, aukning um 600%, flóttamenn yfir 800 þúsund, aukning um 5000%. Fyrir loftárásir vom Kosovobúar heima hjá sér, eftir á er yfir miUjón þeirra á vergangi. NATO hefur þverbrotið alþjóða- lögin frá Numberg um árásarstríð gegn fuUvalda þjóð, sem skilgreint er sem hinn eini sanni stríðsglæp- ur. Samband Bandaríkjanna og Kína hefur beðið varanlegan skaða. NATO var stækkað tU að koma Rússum út úr Austur-Evrópu. Nú er ekki annar kostur tU að halda friðinn en kaUa þá til hjálpar og sambandið við þá hefur stórspiUst. En NATO hefur bjargað heiðri sín- um. Bandalagið kom sér i þá að- stöðu að eiga ekki annars kost en að sprengja. Komið hefur í ljós að Albright utanríkisráðherra ætlaði aUtaf að nota úrslitakost- ina I Rabouillet sem átyUu fyrir árásum. Nú á að koma þvi yfir á Sameinuðu þjóð- imar að hafa yfir- umsjón með því að koma á friði. KLA Það kann að verða þrautin þyngri. Að sögn Gelbharts sendi- herra, sérfræðings Bandaríkjanna í Balkanmálum, era KLA „hrein- ræktuð hryðjuverkasamtök" sem hafa aðaUega fjármagnað sig með heróíndreifingu frá Tyrklandi um Evrópu og peningaþvætti fyrir alþjóðleg glæpasam- tök. KLÁ lagði serbneska minnihlutann í einelti með morðum og hryðju- verkum og það var ástæðan fyrir vera her- liðs Serha þar. Hryðjuverk Serba gegn Albönum hófust fyrir alvöru eftir að NATO gerðist einkaflug- her KLA og þá fyrst hófst fólksflóttinn. Nú má heita ómögulegt að koma aftur á því ástandi sem fyrir var. Mesta vandamálið verður að afvopna KLA sem var eitt af yfirlýstum mark- miðum hernaðarins. Hófsamir leiðtogar Al- bana eru nú úr ieik, öfgamenn ráða. Mjög ólíklegt er talið að tak- ist að afvopna þá. NATO ætti að vera þakklátt Rússum fyrir her- hlaupið inn í Albaníu. Þeir eru þar til að vernda Serba, sem treysta þeim, og koma í veg fyrir fjöldafólksflótta, auk þess sem þeir heimta að vera teknir alvar- lega. En það eru ekki aðeins Serbar sem em í hættu fyrir KLA. Útþensla Þeir Albanir sem ekki flúðu liggja undir grun um foðurlandssvik og samvinnu við Serha og óttast hefndir. En KLA heimtar ekki að- eins sjálfstæði Kosovo. Öfgasinn- ar, sem nú eru alls ráðandi, vUja sam- eina aUa Albana og vilja leggja und- ir Stór-Albaníu al- banska hlutann í Makedóníu, Grikk- landi og jafnvel hluta af Serbíu sjálfri. Þeir hafa þegar dregið niður fána Júgóslavíu á landamærunum við Albaniu og dregið upp þann albanska. Þennan draug hafa loftárásir NATO magn- að. Hvað hefur þá áunnist? Við blas- ir tröUaukið endurreisnar- og mannúðarstarf sem taka mun mörg ár. Á meðan dafnar ef tU vill mesta öfgahreyfingin á öllum Balkanskaga, KLA. Balkanstríðum er hvergi nærri lokið. Lengi getur vont versnað. Og NATO á takmark- aða þökk skUda fyrir að slökkva þann eld sem það kveikti sjálft. Gunnar Eyþórsson „Mesta vandamálið verður að af- vopna KLA, sem var eitt af yfír- lýstum markmiðum hernaðarins. Hófsamir leiðtogar Albana eru nú úr leik, öfgamenn ráða. Mjög ólíklegt er talið að takist að af- vopna þá.“ Kjallarinn Gunnar Eyþórsson blaðamaður Með og á móti Vatnaheiöarleiö Tveir kostir blasa við í samgöngubót- um yfir austanvert Snæfellsnes, end- urgerð núverandi vegar um Kerlingar- skarð eða lagning nýs vegar aðeins vestar, um Vatnaheiði. Hagsmunaaðila á nesinu og náttúruverndarsamtök greinir á um hvor kosturinn er betri. Oryggi Björg Agústsdóttir, sveitarstjóri í Grundarfirði. „Það er. veruleg þörf fyrir að bæta samgöngur hér á svæðinu. Vegurinn yfir Kerlingarskarð er nær ónýtur, með kröppum beygj- um, blindhæðum og brekkum með yfir 12% haUa. 8,5 km vegarkafl- ans eru í meira en 200 m hæð yfir sjávarmáli, veður válynd og almennt um- ferðaröryggi í uppnámi. Vatnaheiðin er mun betri kost- ur en endur- bættur vegur um Kerlingar- skarð og hönn- unarforsendur aUt aðrar. Meira efni þarf í endurbætur en í nýjan veg um Vatnaheiði. Hæð yfir sjáv- armáli yrði óbreytt og veðurfars- aðstæður þar með. Endurbættur vegur yrði einungis miðaður við 70 km hámarkshraða. Loks yrði kostnaðurinn við endurbætur meiri en við lagningu nýs vegar. Vegur yfir Vatnaheiði er talinn 50% öruggarí. Einungis 3 km kafli er ofar en 200 m yfir sjávarmáli og mesti halli 7,9%. Sýnt hefur veriö fram á að náttúrunni er ekki hætta búin af lagningu nýs vegar. Reyndar er þetta svæði ekki alveg óraskað þar sem línuvegur hefur verið þama um árabil. Samgöngu- bætur fyrir 5 þúsund íbúa Snæ feUsness, mikla þungaflutninga og umferð þúsunda ferðamanna er brýn nauðsyn. Okkar sjónarmið era engin ógnun eða vanvirða við náttúruna. Við sem hér búum vilj- um gera það í sátt við umhverfið og náttúruna. Mér þykir tU einskis sú uppbygging þjóðar er flúði ofríki í öðru landi fyrir rúm- um 1100 áram ef ekki má hrófla við neinu sem ósnert er.“ Náttúrugæði „Enginn deilir um nauðsyn þess að bæta samgöngur og um- ferðaröryggi yfir fjalllendið. En kapp er best með forsjá. Kostirnir tveir sem Vegagerðin býður upp á, þ.e. Vatnaheiðarleið um ósnort- ið og einstak- lega fallegt landsvæði og svo endurbætt núverandi leið um Kerlingar- skarð, hafa gjör- ólík umhverfis- áhrif í fór með sér. Vegur yfir Vatnaheiði fer um grösug dal- verpi með líf- riku votlendi, stöðuvötnum og ám og að hluta er svæðið á náttúra- minjaskrá vegna merkUegrar jarðfræði. Svæðið hefur því mikið náttúravemdargUdi á landsvísu og í dag er það mjög vinsælt til útivistar. Þessum dýrmætu nátt- úrugæöum yrði fómað með vegi um svæðið. Allt öðra máli gegnir um endurbætta leið um Kerlingar- skarð, þar er búið að raska landi. Þar sem gögn Vegagerðarinnar benda tU að Vatnaheiðarleið yrði torfær og ófær 23 daga að jafnaði á ári í stað 27 daga eins og nú háttar á Kerlingarskarðsleið, þá er ekki forsvaranlegt að fóma náttúrugæðum Vatnaheiöar fyrir eins litlar samgöngubætur. Þá er skynsamlegra að endurbæta leið- ina um Kerlingarskarð, enda kem- ur fram hjá Vegagerðinni að hún yrði álíka greiðfær og nýi vegur- inn og slysatíðni ætti að geta orð- ið undir meðaltalinu fyrir allt Vesturlandsumdæmi." -hlh

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.