Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.1999, Side 10
t* vikuna 24.6-1.7. 1999
NR. 329
Sigur Rós frelsa flugur í áttunda sæti.
Það er athyglisvert að hlustendur velji
þessa tormeltu tónlist svo hátt á
listann. Það eru þó tekn á lofti, og í
númer níu stekkur dægurfluga
Skítamórals og ógnar gáfupoppinu.
Hvað gerist í næstu viku?
Vikur á lista
# ALL OUT OF LUCK
.SELMA (EUROVISION)
SECRETLY 1 mi
SCAR TISSUE RED HOT CHILLI PEPPERS |, ||||
C WILD WILD WEST . . .WILL SMITH (WILD WILD WEST) ||||
STARLOVERS f III!
V;: LIVIN’LA VIDA LOCA f rniii
AMERICAN WOMEN tn
FLUGUFRELSARINN ©ii
FLJÚGUM ÁFRAM t n
í RIGHT HERE RIGHT NOW . 4 mm
11 BEAUTIFUL STRANGER . . t ii
12 ÞÚ ERT EKKERT BETRI EN ÉG SSSÓL ® ii
13 TREAT HER LIKE A LADY . CELINE DION tm
14 LENDING 407 i iii
15 WHY DON’T YOU GET A JOB OFFSPRING tn
16 OOH LA LA 4 mmm
17 YOU LOOK SO FINE t ii
18 ALLSTAR ® im
19 THINKING OF YOU 4 mn
20 FLAT BEAT 4 mm
^ HEY BOY, HEY GIRL THE CHEMICAL BROTHES (WTT |
4? BOOM BOOM BOOM BOOM 4 mi
4* NARCOTIC t ii
£ YOU NEEDED ME 4- m
GET READY ^iiii
(j|| LITLA HRYLLINGSBÚÐIN . . .ÚR LITLU HRYLLINGSB. t iii
ANYONE %i
(jgj IT’S NOT RIGHT BUT IT’S OK . . .WHITNEY HOUSTON 4 mm
Qj MY LOVE IS YOUR LOVE . . . .WHITNEY HOUSTON HfSl
SfGRÆN ÁST t iiii
% PROMISES 4 mmmi
SWEET LIKE CHOCOLATE . . .SHANKS & BIGFOOT t iii
& CANNED HEAT 4 mm
%> BYE BYE BABY 1
4) YOU’LL BE IN MY HEART . #111
4) ALEINN % 1
CLOUD NUMBER NINE . . . 4 mn
UNPRETTY fei
% ROOTS (FEEL TOO HIGH) . .SUNSHINE STAE & DAZ t n
Qjj IF YOU HAD MY LOVE . . . fci
íslenski listinn er saravinnuverkefni
MónóogDV. Hringterí 300 til 400
manns á aldrinum 14 til 35 ára, af
öllu landinu. Einnig getur fólk
hringt í síma 550 0044 og tekið þátt í
vali listans. íslenski iistinn er
frumiluttur á Mono á fímmtudags-
kvöldum kl. 20.00 og birtur á
hverjum föstudegi í Fókus. Listinn er
jafnframt endurfluttur á Bylgjunni á
hverjum laugardegi kl. 16.00. Listinn
er birtur, að hluta, í textavarpi MTV
sjónvarpsstöövarinnar. íslenski
listinn tekur þátt í vali „World
Chart“ sem framleiddur er af Radio
Express í Los Angeles. Einnig hefur
hann áhrif á Evrópulistann sem
birtur er í tónlistarblaöinu Music &
Media sem er rekið af bandaríska
tónlistarblaðinu Billboard.
Nýtt á Hækkar sig frá Lækkar sig frá
listanum síðustu viku síðustu viku
Taktu þátt í vali
listans í síma
550 0044
fókus #
Yfirumsjón með skoðanakönnun: Halldóra Hauksdóttir - Framkvæmd könnunar: Markaðsdeild DV - Tölvuvinnsla: Dódó
Handrit, heimildaröflun og yfirumsjón með framleiðslu: ívar Guðmundsson - Tæknistjóm og íramleiðsla: Þorsteinn Ásgeirsson og Þráinn
Steinsson Útsendingastjóm: Ásgeir Kolbeinsson, Jóhann Jóhannsson og Ragnar PáÚ ólafsson - Kynnir i útvarpi: ívar Guömundsson
Sviphreinir súkkulaðidrengir hafa löngum verið vinsælir
í poppinu, enda eiga húsmæður og fermingartelpur sömu
kröfu á poppi og aðrir þjóðfélagshópar. Nýjasta
súkkulaðirúsínan heitir Ricky Martin og er næstum ætur,
svo sætur er hann. Hann syngur latínó-popp og gerir það vel.
Ricky Martin var á forsíðunni á
Time fyrir mánuði. Nýjasta platan
hans, „Ricky Martin" - hans
fimmta, en hans fyrsta sem er sung-
in á ensku - fór beint á topp breið-
skífulistans. Það virðist sem Banda-
ríkjamenn séu glorhungraðir í lat-
inó-poppið hans Rickys, og auðvitað
ættu þeir að vera það, spænskumæl-
andi fólk er jú stærsti „minnihluta-
hópurinn“ í landinu og í gegnum
árin hafa spænsku-syngjandi popp-
arar átt smelli og tónlistarstefnur
eins og salsa og mambó átt góðan
dag. Það sem er nýtt núna er að
spænskumælandi popparamir eru
farnir að syngja á ensku og það er
kominn vestrænn poppþefur í ból
bjarnar. Auk Rickys hefur t.d.
Jennifer Lopez (aðalleikkonan úr
Out of Sight) átt vinsæl lög.
Ur unglingahljómsveit
í sápu
Ricky fæddist í Puerto Rico fyrir
27 árum, sonur geðlæknis og end-
urskoðanda. Þau skildu þegar
Ricky litli var tveggja ára. í æsku
fílaði Ricky aðallega vestrænt
popp, þá helst David Bowie, Cheap
Trick og Boston, en mamma hans
varð leið á þessari Vesturlanda-
dýrkun og dró strákinn á tónleika
með Celiu Cruz. Þá kviknaði áhugi
guttans á latínó-tónlist og þeirri
hugmynd laust niður hjá honum að
fara að syngja sjálfur. Tólf ára
reyndi hann að komast í unglinga-
sveitina Menudo og komst að í
þriðju tilraun. Með henni söng
hann um allan heim þangað til
hann varð 17 ára (1989) en þá verða
menn of gamlir fyrir bandið og
detta út. Ricky flutti til New York
með sólóferil í huga en mætti ein-
tómu mótlæti. Hann flutti því til
Mexikós, fékk vinnu i mexíkóskri
sápu og tók upp tvær plötur, enda
kominn með samning við risann
Sony. Þó plöturnar (“Ricky Mart-
in“ 1992 og „Me Amaras" 1993)
væru voðalegt froðupopp urðu þær
nokkuð vinsælar hjá spænskumæl-
andi fólki.
Kjarkur Rickys óx við velgengn-
ina og hann flutti til L.A. 1994 og
fékk vinnu í sápunni „General
Hospital", lék barþjón og söngvara
á næturklúbbi. Hann hóf líka að
vinna plötuna „A Medio Vivir",
sem kom út ári síðar.
Æðið brýst út
Með plötunni varð nafn Rickys
með þeim stærstu í latínó-deildinni.
Heimssalan fór í 600 þúsund eintök
á fyrstu mánuðunum og í október
1997 var hún komin í mifljón eintök.
Meðan á þessu stóð lék Ricky í Les
Miserables á Broadway og „döbb-
aði“ spænsku útgáfuna af Hercules
fyrir Disney-veldið. Enn vænkaðist
hagurinn með fjórðu plötunni, „Vu-
elve“, sem Ricky snaraði sér í að
gera um leið og árssamningurinn á
Broadway rann út. Platan innihélt
fyrsta stórsmell Rickys, „La Copa de
la Vida“, sem hann var svo frægur
að syngja í opnunaratriði síðustu
HM-keppni í fótbolta. Ricky kom
fram á síðustu Grammy-verðlauna-
afhendingunni þar sem vann „besti
latínó-listamaðurinn" fyrir „Vuel-
ve“ og þar má segja að lokahlykkur-
inn á undirbúning Ricky Martin-
æðisins hafi átt sér stað.
Æðið hófst auðvitað á því að lag-
ið „Livin’ La Vida Loca“ fór beint á
toppinn og stóra platan fylgdi á
toppinn skömmu síðar. Hún var í
síðustu viku númer tvö í Banda-
ríkjunum, 6 vikum eftir útgáfudag.
Ekki slæmt það, enda hópast
stórstirnin að Ricky. Madonna
linnti t.d. ekki látum fyrr en hún
fékk að syngja lag með Ricky á nýju
plötunni. Popparinn sæti tekur
frægðinni þó með þokkalegum fyr-
irvara og segir: „Ég vona bara að ég
verði ekki eingöngu smellur sum-
arsins. Eftir tíu ár verð ég vonandi
kítamórall
plötudómur
Skítamórall
Skítamórall 0
Hvar er suitdboltinn?
Það hefur ekkert breyst síðan
Guðmundur Jónsson og Stefán
Hilmarsson duttu ofan á poppfor-
múlu sem virkaði með Sálinni hans
Jóns míns. Ekki nema það að nú
heitir Sálin Skítamórall. Þessi nýja
plata Skítamórals er miklu vand-
aðri (= dýrari) en sú sem kom út í
fyrra, en þar var þó allavega smá-
vegis gredda í gangi, enda bandið
ekki búið áð sanna sig og komið
upp í fyrstu deild.
Nú er útlit fyrir að bandið haldi sér
í deildinni þvi sándið er betra, útsetn-
ingarnar metnaðarfyllri (= drekkt í
dýrara tæknisírópi) og umslagið nær
þvi að vera með útlendri hljómsveit.
Lögin eru hins vegar svipuð; ballöður
mest (“Myndir" verður líklega næst-
um því jafn vinsælt og „Farin") en
annars kemur bókstaflega ekkert á
óvart á plötunni, hún er fyrirsjáanleg
eins og kosningaúrslit eftir hundrað
skoðanakannanir.
En maður verður samt að spyrja:
Þurfti þessi plata að vera svona
hrútleiðinleg, strákar? Var ekki
hægt að kópera eitthvað skárra,
eins og t.d. Red Hot Chili Peppers
sem þið fílið í botn? Gátuði ekki
breytt aðeins hljómunum í „Krókn-
um“ og fengið Andra Bachmann til
að syngja með? Gátuði ekki reynt
að sýna smávegis frumkvæði og
hætt að jarma á gömlum tyggjó-
klessum af gangstéttinni? Ég
meina, það verður hvort sem er
fullt á öllum sveitaböllum með ykk-
ur í sumar og þið græðið ekkert á
plötum hvort sem er.
Á þessari plötu er Skítamórall
ekki hresst og skemmtilegt band
eins og Á móti sól eða jafnvel Butt-
ercup, heldur sífellt vælandi eitt-
hvað í vemmflegum fíling og ekkert
almennilegt stuð í gangi. Maður set-
ur ekki þessa plötu á fóninn í partí-
inu og umsvifalaust fara stelpurnar
í bíkini og henda sundbolta og
strákarnir að frussa úr bjórbauk-
I /
Hvað er eiginlega að íslensku
þjóðfélagi þegar heitasta
band landsins er að herma
eftir Sálinni eins og hún var
fyrir sjö árum?
um. Nei, það gerist bara fjandinn
mest lítið, það vottar örsjaldan fyr-
ir lífsmarki, spilagleði eða töffara-
skap, þó lögin „Hey þú (bannað)" og
„Villtir draumar" hljómi bæði eins
og tilraunir Sálarinnar til að vera
kúl á „Þessum þungu höggum“.
Hvað er eiginlega að íslensku
þjóðfélagi þegar heitasta band
landsins er að herma eftir Sálinni
eins og hún var fyrir sjö árum?
Ha, hvað segiði?
Er þetta það sem fólkið vill?
Ókei, Þjóðarsálin hans Jóns míns
á síðasta orðið.
Gunnar Hjálmarsson
f Ó k U S 25. júní 1999
10