Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.1999, Blaðsíða 10
10
FÖSTUDAGUR 2. JÚLÍ 1999
Spurningin
Ætlar þú í útilegu
um helgina?
ívar Þór Hilmarsson málari: Ég
ætla í Þórsmörk um helgina.
Pálmi Bárðarson málari: Nei, ég
fer til útlanda um helgina.
Sæþór Hvannberg, 14 ára: Nei, ég
held ekki.
Sigurjón Hávarsson, 14 ára: Já, ég
fer í útilegu.
Tinna Þórarinsdóttir, 13 ára: Nei.
Inga Gísladóttir, 10 ára: Nei, ég
held ekki.
Lesendur
Einelti í skóla úti á landi kært:
Skólastjórinn að-
hafðist ekkert
Námsmaður á Norðausturlandi
skrifar:
Ég var í skóla í vetur úti á
landsbyggðinni, í heimavistar-
skóla í sveit. Maður hélt nú að ein-
elti ætti sér ekki stað í svona litl-
um skólum. En það er öðru nær.
Það er látið viðgangast og skólayf-
irvöld láta það eiga sig. Það var
vinkona min sem var lögð í ein-
elti, það byrjaði nánast um leið og
skólinn hófst. Það voru aðrar
stelpur sem aldrei gátu látið vin-
konu mína í friði.
Ég og kærastan mín komumst
nú fljótt að þessu og fórum við til
skólastjórans til að segja honum
frá þessu en hann tók ekkert mark
á því sem vorum að segja. Þessu
næst fórum við til áfangastjórans
okkar og sögðum honum þetta.
Hann var aðeins vitarari en skóla-
stjórinn, tók mark á okkur og þá
fór allt af stað.
Áfangastjórinn talaði við
skólastjórann sem fór nú að
hlusta en gerði ekki neitt. Það var málið fyrir Barnaverndarráð að segja frá því og skólinn þorir ekki
ekki fyrr en við sögðumst fara með hann tók við sér. að viðurkenna einelti.
Einelti er stundað víða og í auknum mæli,
skólayfirvöld bregðast ekki rétt við
vandamálinu að mati greinarhöfundar.
En hvað gerði skólastjórinn?
Jú, hann talaði við stelpurnar og
sagði þeim að hætta eineltinu.
Hann hélt skólafundi, talaði um
einelti en sagði um leið að sem bet-
ur fer væri ekkert einelti í þessum
skóla.
Af hverju?
Vegna þess að skólastjórinn þorir
ekki að viðurkenna þetta vanda-
mál. Þetta verður að breytast. Ég
veit um fjölmörg dæmi þess að
börn hafa verið lögð í einelti án
þess að nokkuð sé gert í því. Ég
spyr nú bara: Hvað er að gerast í
þjóðfélaginu? Hver ætlar að taka á
þessum vanda? Mér finnst að í
Kennaraháskólanum ætti að vera
sérstcikur áfangi um einelti. Ég hef
séð það núna undanfarin ár að ein-
elti hefur aukist ár frá ári.
Ég segi bara að lokum að foreldr-
ar þurfa að fylgjast vel með bömum
sínum. Hver veit nema þau séu lögð
í einelti og það gæti haft áhrif á
framtíð þeirra. Þau þora ekki að
Hundrað yfir á rauðu
- mátulegt á þá að fá sekt en ástæðan er slæm gatnamót
Ökumenn verða að gæta sín á rauðu Ijósunum, þeir kunna að vera í upptöku
á myndbandi löggunnar.
Frá því var sagt í blöðum að
hundrað ökumenn ættu von á kær-
um vegna þess að þeir óku yfir á
rauðu ljósi. Mátulegt á þá, segi ég,
þeir áttu ekki annað skilið. En þeir
eiga samt vissar „málsbætur“. Síð-
an myndavélum var komið fyrir á
gatnamótum Kringlumýrarbrautar
og Miklubrautar hefur þeim fjölgað
sem brjóta reglurnar og aka yfir á
rauðu. Að sjálfsögðu á ekki að aka
yfir á rauðu, hvorki þarna né ann-
ars staðar, en þessi gatnamót tel ég
hin fáránlegustu i borginni. Og af
ýmsu er að taka. Hvers vegna má til
dæmis ekki hafa beygjuljós fyrir
umferð sem fer í norður/suður þar
sem það eru jú beygjuljós fyrir um-
ferð í austur/vestur. Á álagstímum
komast þetta tveir eða þrír bílar
yfir á grænu sem ætla að beygja
austur/vestur en aðrir fjórir eða
fimm bílar laumast yfir á rauðu
ljósi af „illri nauðsyn". Eila myndi
myndast bílaröð niður að Suður-
landsbraut. Ég legg til að því fé sem
kemur inn fyrir sektir frá þessum
gatnamótum verði varið í að lag-
færa þau þannig að menn þurfi ekki
að brjóta umferðarreglur. Og
talandi um gatnamót. Er ekki kom-
inn tími til að setja upp ljós á
ákveönum gatnamótum, ljós sem
stjómast af umferðinni sem kallaö
er. Við nokkur gatnamót safnast
bílaröð sem ætlar að beygja en
beygjuljósið kemur ekki fyrr en
seint og um síöir enda þótt engin
umferð úr gagnstæðri átt sé sjáan-
leg.
Að lokum: Bílstjórar, í guðanna
bænum, notið stefnuljósin meira,
það er ekki ykkar einkamál i hvaða
átt þið ætlið að beygja.
Ást að eilífu
- þaö er ekki sönn ást aö samrekkja með þrjú þúsund konum
Einar Ingvi Magnússon:
Annað slagið hljómar á öldum
ljósvakans söngtexti sem hljóðar
svo: „Pleace release me, let me go,
for I don’t love you anymore,*1 sem
útleggst eitthvað á þessa leið:
„Gerðu það losaðu mig og lof mér að
fara, því ég elska þig ekki lengur."
Sá sem þetta syngur er Tom Jo-
nes, kvennagullið fræga, sem hefur
heillað kvenfólkið upp úr skónum
og samrekkt með þeim svo mörgum
að slúðurblöðin hafa talað um þrjú
þúsund rekkjunauta fjörfolans.
Fjörfolinn Tom Jones fékk leiða eftir
þrjú þúsund hjásofeisi og sneri sér
að trúmálum.
Svona er ekki sönn ást. Það elsk-
ar enginn í dag og hatar á morgun.
Ástin og þá á ég við sönn ást, er ei-
líf, skilyrðislaus og ósjálfselsk. Sönn
ást kemur aldrei og fer. Á háfleygan
hátt segjum við að hún sé guðleg og
systir kærleikans. Lifir að eilífu og
getur aldrei dáið eða horfiö út í blá-
inn. Ást hjóna tengir þau saman til
eilífðar og getur aldrei annað en
vaxið, dýpkað og orðið fegurri með
hverju ári. „Ást“ sem er eigingjöm
og skilyrt er stundleg, fólsk og
grimm. Sá sem segist elska en sting-
ur af að morgni er hvorki elskandi
sannleikans né unnusti hjásvæf-
unnar.
Þess má svo geta í lok greinar, að
Tom Jones tók fyrir meira en ára-
tugi kristna trú og breytti hið
snarasta textanum við ofangreint
lag og tileinkaði það meistara sín-
um. Það er nú sungið í kirkjum
vestanhafs og útleggst fyrsta laglín-
an á þessa leið: „Gerðu það, leystu
mig frá syndum mínum," og er
beint til eilífa almættisins á himn-
um í stað stundargamansins áður
fyrr.
flí^íiyilP)Æ\ þjónusta
allan sólarhringinn
HH
Æ
ndur geta sent mynd af
sér með bréfum sínum sem
birt verða á lesendasíðu
Gfsli Marteinn - nyti andlit hans
sín kannski betur í útvarpinu,
spyr lesandi.
Frábær frétta-
maður en kannski
á rangri hillu?
Jóhanna skrifar um heitt sum-
armál, Gísla Martein á Sjón-
varpinu:
Að undanfornu hafa sprottið
upp umræður um fréttamanninn
Gísla Martein Baldursson. Að
sönnu má setja að hann sé afburða-
goöur fréttamaður og ber raunar af
öðrum fréttamönnum í mörgu til-
liti, ekki síst í skondnum athuga-
semdum um eitt og annað. Hins
vegar má spyrja sig hvort andlit
Gísla nyti sín ekki betur í útvarpi?
F.rétt DV um kossasölu Gísla og fé-
laga hans úr Knattspyrnufélaginu
Ragnari var athyglisverð en engar
sögur hafa farið af þvi hversu vel
sú sala gekk.
Heilbrigöiskerfinu
hampað
Unnur Axelsdóttir hringdi og
sagði góða sögu af heilbrigðis-
kerfinu:
Ég varð fyrir því óhappi úti á
Umferðarmiðstöð að detta fram
yfir mig og brotna á báðum hand-
leggjum. Ég er enn handlama eft-
ir meira en mánuð. Ástæða þess
að ég hringi er að ég fór til ná-
granna minna á Elli- og hjúkrun-
arheimilinu Grund og fékk þar al-
veg sérstaklega elskulega þjón-
ustu og elskulegheit allra sem þar
vinna. Það er sérstakt hvað þær
eru góðar við mig. Núna er ég
heima og ætla að sjá til, annars
má ég vera lengur á Grund.
Bankar blóö-
mjólka fólk
Nína hringdi:
Ég vil bara koma því á framfæri
að mér, og fjöldamörgum öðrum,
þykir það blóðugt hvemig bank-
arnir okra og blóðmjólka fólkið.
Það er svo komið að borga þarf
margfalt það til baka sem upphaf-
lega var fengið að láni. Þetta
hreinlega gengur ekki lengur,
bankamir verða að bæta ráð sitt.
Erla Hauksdóttir - hugleiöir stríðið.
Er undrandi á stríð-
inu eins og fleiri
Erla Hauksdóttir skrifar:
Frá mínum blokkardyrum séð
er stríðið eins og ómálga börnin
sem enn hafa ekki þroskast til
vits og ára. Upp úr stríði kemur
ekkert annað en karlagort. Þessir
menn skilja ekki sorg eða þján-
ingar annarra. Hetja í dag, dauð-
ur á morgun. Það er mottóið hjá
þeim sem elska stríð. Enginn
verður í raun hetja í stríði, allra
síst böm og unglingar sem att er
á foraðið. Stríðið smitar frá sér.
Strákurinn minn er í karate og
kom eitt kvöldið heim og sagði:
„Það má drepa.“ Þannig gegnsýr-
ist hugsunai’háttur unga fólksins
í stríðshrjáðri Evrópu.