Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.1999, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.1999, Blaðsíða 14
14 FÖSTUDAGUR 2. JÚLÍ 1999 Sport DV KR-ingar færðu Andra fartölvu Samherjar Andra Sigþórssonar í KR heimsóttu hann á Landspít- alann fyrir bikarleikinn gegn Fylki i fyrrakvöld. Þeir færðu Andra fartölvu til að stytta hon- um stundirnar í veikindum hans. Það er annars að frétta af Andra að hann er á batavegi og er farinn að geta stigið í fætuma. En eins og kom fram í DV sl. mánudag var hann lagður inn á spítalann um síðustu helgi en hann gat ekki lengur stigið í fæt- urna vegna sýkingar að talið var. Á myndinni má sjá þá Atla Eð- valdsson, þjálfara liðsins, Guð- mund Hreiðarsson aðstoðarþjálf- ara, Þormóð Egilsson, Sigurð Öm Jónsson og Sigþór Júlíusson. -JKS/E.ól. Sevilla og Vallecano fóru upp Sevilla og Rayo Vallecano tryggðu sér sæti i A-deild spænsku knattspymunnar. Sevilla sigraði Villareal, 1-0, og samanlagt 3-0. Rayo Vallecano sigraði Extremadura, 2-0, og samanlagt 4-0. Extremadura og Villareal, sem bæði komust upp í A-deildina í fyrra, urðu því ekki langlíf í efstu deild. Sevilla er komið í hóp þeirra bestu á nýjan leik en liðið féll í B-deildina fyrir fjórum áram. -JKS Platt næsti stjóri hjá Forest David Platt verður næsti knattspyrnustjóri Nottingham Forest. Formleg tilkynning þessa efnis var gefin út í gær. Forsvarsmenn liðsins lögðu þunga áherslu á að sem fyrst yrði gengið frá þessu máli. Platt þjálfaði ítalska liðið Sampdoria um tíma á sl. tímabili en dæmið gekk ekki upp þar. Platt lék á sínum tima 62 landsleiki fyrir Englendinga og var í 14 ár atvinnumaður I knattspyrnu. -JKS General Electric á Jaðarsvelli við Akureyri 3. - 4. júlí 1999. jsbfwjjdf mimomMim: Tvo mork - skoruð á Sindra í sumar Sindri frá Hornafírði er eina taplausa lið landsins í deild og bikar þaö sem af er sumrinu 1999. Það má ekki síst þakka góðri vöm og markvörslu en liðið hefur ekki fengið nema tvö mörk á sig í 9 taplausum leikjum sumarsins og haldið hreinu í sjö þeirra. Þar af hefur liðið leikið þrjá bikarleiki án þess að fá á sig eitt einasta mark. Einu liðin til að skora á Sindra era Leiknir og HK í 2. deild en Sindri hefur unnið 5 leiki og gert 4 jafntefli í sumar. -ÓÓJ Bikarkeppnin í knattspyrnu: Eyjamenn á 36 holur með og án forgjafar. Hámarksforgjöf 24. Hornafjörð Veitt verða verðlaun fyrir þrjú efstu sætin með og án forgjafar í flokkum karla og kvenna. Meðal verðlauna er: Glæsilegur tvöfaldur ísskápur frá GE. Þvottavél og þurrkari frá GE. Tveir dekkjagangar frá Goodyear. Flugferð til London með leiguflugi á vegum Samvinnuferða-Landsýnar. Tvær flugferðir fyrir 2 með íslandsflugi Akureyri - Reykjavík - Akureyri. Ýmis smátæki frá Electric raftækjaverslun Heklu. á holu 4,6,11,14, og 18. báða dagana. J-JDJLá\ J LJDGjGJ... á 18/hoÍu og þú vinnur GE-Profile. ÞM'nr-zmj s jal d sTlMljjj j < Þátttökugjald er kr. 2.500 á mann. Skráning og pantanir á rástíma er í síma 462-2974. Skráningu lýkur föstudaginn 2. júlí kl. 17:00. General Electríc ÍSLANDSFLUG gorir fiolrum fært &6 ftjúga Samvinnuferðir Landsýn m HEKLA RAFTÆKJAVERSLUN IAUGAVEGI 172 • 105 REYKJAVÍK • SÍMI 569 5770 Bikarmeistarar Eyjamanna dróg- ust gegn Sindra frá Hornafirði í 8 liða úrslitum bikarkeppninnar í knattspymu en drátturinn fór fram í gær. Sindri, sem leikur í 2. deild- inni, hefur komið mjög á óvart með frammistöðu sinni til þessa i keppn- inni. Liðið sló m.a. lið Leifturs út úr keppninni í 32 liða úrslitum. Þess má geta að liðið hefur ekki tapað leik í 2. deildinni í sumar, unnið tvo leiki, gert fjögur jafntefli og fengið á sig aðeins tvö mörk. Sindramenn eru sýnd veiði en ekki gefin fyrir Eyjaliðið. Viðureignin verður 7. júlí. Víkingar drógust gegn Skaga- mönnum og verður leikið 8. júlí. Breiðablik fær Val í heimsókn 8. júlí og Stjaman fékk KR á heima- velli og verður leikið 7. júlí. KR-stúlkur í Garðabæinn Stjaman dróst gegn KR í 8 liða úrslitum bikarkeppni kvenna og verður leikið í Garðabænum. Sam- eiginlegt lið Þórs og KA leikur gegn Grindavík, ÍBV leikur gegn Val og RKV fær Breiðablik í heimsókn. Allir leikimir fara fram 13. júlí. -JKS Evrópubikarkeppnin í tugþraut: Allir bestu verða með í Huddinge íslenska karlalandsliðið í tugþraut tekur um helgina þátt Evrópubikar- keppninni sem haldin verður í Huddinge í Svíþjóð. íslendingar unnu sig upp í 1. deild á síðasta ári og etja því kappi nú við bestu tug- þrautarmenn heims. Auk Islands í 1. deild eru Finnland, Svíþjóð, Eist- land, Pólland, Rússland, Italía og Bretland/Norður írland. Meðal keppenda má nefna Erki Nool, Eistlandi, Eduard Hamalainen, Finnlandi, Lev Lobodin, Rússlandi, Sebastian Chmara, Póllandi. íslenska liðið verður skipað þeim Jóni Arnari Magnússyni, Tinda- stóli, Ólafi Guðmundssyni, HSK, Bjarna Þór Traustasyni, FH, og Reyni Loga Ólafssyni úr Ármanni. Þjálfari liðsins er Kári Jónsson. 1996 voru íslendingar í 1. deild en féllu strax niður í 2. deild. Tvö af efstu liðunum, sem keppa í Hudd- inge, komast upp í úrvalsdeildina en tvö neðstu falla í 2. deild. -JKS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.