Dagblaðið Vísir - DV

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjúlí 1999næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    27282930123
    45678910
    11121314151617
    18192021222324
    25262728293031
    1234567

Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.1999, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.1999, Blaðsíða 17
FÖSTUDAGUR 2. JÚLÍ 1999 17 Sviðsljós Stakk af frá reikningnnm Prince, sem núna kallar sig Lista- manninn, kom að næturlagi á tísku- veitingastaðinn Madame X í New York og krafðist þess að hluta stað- arins yrði lokað svo að hann og kon- an í fylgd hans gætu verið í friði. Prince lét líka loka salerninu svo að hann gæti talað ótruflað í símann sinn þar. Síðan hélt parið á brott án þess að borga reikninginn. Jackson kominn á fætur á ný Söngvarinn Michael Jackson er bú- inn að jafna sig eftir að hafa þurft að yfirgefa sviðið á tónleikum í Múnchen í vikunni. Popparinn var fluttur á sjúkrahús og voru alls kyns sögur í gangi um orsök þess. Orðróm- ur var á kreiki um að hann hefði fengið taugaáfall, hjartakveisu eða brennst af flugeldum. Nú er hann hress á ný og sendi ljósmyndurum í Beverly Hills dónalega kveðju. Catherine Zeta-Jones : Berbrjósta í faðmi Douglas Kvikmyndadísin Catherine Zeta-Jones viðurkennir í viðtali við tímaritið Hello að hún sé í mjög sérstöku vináttusambandi við Michael Douglas. Það væri reyndar erfltt fyrir kynbombuna að neita því að sambandið sé sér- stakt vegna nýtekinna mynda af henni þar sem hún hvílir ber- brjósta í faðmi Douglas. „Hann er þannig persónuleiki að það er gaman að vera með hon- um,“ segir Catherine í viðtalinu. „Hann hefur veitt mér mikinn stuðning þegar ég hef þarfnast þess. Hann er sjarmerandi og mik- ill sjéntilmaður," greinir Catherine frá. Myndin af Catherine og Douglas í faðmlögum var tekin við hús hans á Mallorca. Catherine segir að þau hafi kynnst á kvikmynda- hátíð í fyrra og síðan hafi þau ver- ið í sambandi hvort við annað. Catherine leikur á móti hjartaknúsaranum Sean Connery í myndinni Entrapment og er fullyrt að það hafi neistað á milli þeirra við tökur myndarinnar. Þeir sem þykjast þekkja til í kvikmyndabransanum fullyrða að þó að Catherine sé nú orðin fræg muni samband hennar við Dou- glas frekar auka frægð hennar og frama heldur en afrekin á hvíta tjaldinu. Ekki er langt síðan haft var eftir Catherine að hún hefði ekki tima til að eiga fastan kærasta. Ætti hún kærasta vildi hún fara með honum í rúmið sex sinnum í viku og til þess hefði hún ekki tíma aflögu. Catherine Zeta-Jones og Michael Douglas eru í sérstöku sambandi Símamynd Reuter DiCaprio kjörinn sem Hughes Leonardo DiCaprio verður ef til vill í hlutverki iðnjöfursins Howards Hughes í væntanlegri mynd um hann. Ævisöguritarinn Charles Higham, sem segist hafa fundið sannanir fyrir því að Hughes hafi verið samkynhneigður, er á þeirri skoðun að DiCaprio sé kjörinn í hlutverkið. Hughes hafi verið barnalegur á ýmsan hátt og upptekinn af sjálfum sér. Hann hafi einnig verið verndaður og Lífi blásið í Ofurmanninn Handritahöfundurinn Bill Wisher vill að Nicolas Cage verði sá sem skreyti sig með stóru S-i á brjóstinu í nýrri mynd um Ofurmanninn. Hún hefur verið í bígerð um stund. Sjálfur hefur Cage mikinn áhuga á að leika hetjuna fljúgandi. Wisher og Cage vonast því báðir til að verðandi leikstjóri myndarinnar hafi ekkert á móti því að hann taki við af Christopher Reeve. Langur laugardagur í miðborginni Langur laugardagur 3. júlí nk. Nú eru kaupmenn á Laugaveginum á fullri ferð við að undirbúa laugardag- inn en þá er langur laugardagur og búðir opnar til kl. 17. Félagar úr Harmoníkufélagi Reykja- víkur verða út um allt á Laugavegin- um og spila fyrir gesti og gangandi og bjóða landsmönnum upp í dans. Sér- staklega eru eldri borgarar boðnir vel- komnir í bæinn til að stiga dansinn við dynjandi harmoníkuleik og sýna yngri kynslóðinni hvemig sporin era tekin. Línudansarar, með Jóhann Öm í broddi fylkingar, verða með kántri- stemningu fyrir utan Kjörgarð frá kl. 14-15.30. Andlitsteiknarinn Tómas Pinto verður á svæðinu og verður hægt að fá andlitsmyndir af fjölskyldumeðlimum gegn vægu gjaldi. Að auki verður frí andlitsmálun fyrir börnin frá kl. 13 fyr- ir framan Landsbanka íslands, Lauga- vegi 77. Ævar skóburstari verður á ferli og burstar skó í boði verslana - ekki ama- legt að nýta sér það fyrir þá sem hyggja á dansleikjaferð þegar kvölda tekur. Fyrir þá sem hugsa sér að skreppa út fyrir borgarmörkin verður ferðafé- lagið Útivist með kynningu í Útivistar- búðinni. Eins og sjá má er af nógu að taka á Laugaveginum á laugardaginn en ýms- ar verslanir eru líka byijaðar að rýma fyrir haustvörum og verður þvi fjöldi góðra tilboða í gangi, auk þess sem margar verslanir eru að heQa útsölur. Frítt er í öll bílastæðahús á laugar- dögum en fritt í stöðu- og miðamæla eftir kl. 14. í miðborginni eru um 300 verslanir og ótrúlegur fjöldi veitinga- og kaffi- húsa. BESTA BÓKIN umgetnað, meðgöngu og feðingu D,M.^ST0PP^ AÐ *SSS**T tSLf* ■ ♦ Áreiðanleg, nútímaleg og auðskilin bók um fæðingu barns og umönnun áfyrsta æviskeiði, * Fjallað er um efnið bæði frá sjónarhóli móóur og barns, • Ljósmyndir. ' \ teikningar, ómsjármyndir og línurit — samtals yfir 500 lítmyndir. : í Qtóm hrntí FORLAGIÐ Laugavegi 18 • Stmi 515 2500 « Stðurnúla 7 » Stmi 510 250cT ar: 1.150,- 1.650,- kr. 2.150,- kr. 2.950,- ttu þess að gæða þér á safaríkum úklingurinn og kryddið erokkarvörumerki. ÍOUTHERN FRIED á staðnum eða CHICKEN tekið með heim Við hliðina á Svörtu Pönnunni v/Tryggvagötu • s. 551 6480 Sj '8

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað: 149. tölublað (02.07.1999)
https://timarit.is/issue/198795

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

149. tölublað (02.07.1999)

Aðgerðir: