Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.1999, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.1999, Blaðsíða 29
I>v FÖSTUDAGUR 2. JÚLÍ 1999 29 Viðfangsefni Sigríðar Gísladóttur eru karlmenn. Óður til karlmanna Sigríður Gísladóttir frá Bjamar- fossi í Staðarsveit er með mál- verkasýningu á Snæfellsnesi þessa dagana og stendur hún tU 20. ágúst. Sýningin er helguð Jóns- messunóttinni og karlmönnunum í lífi Sigríðar eins og hún segir sjálf. Hún samanstendur af þrettán olíu- málverkum, máluðum á striga. Verkin eru hreyfiverk, vind- og veðurverk, mitt á milli flugdreka og fána, unnin með hreyfiolíum, svo sem smurolíum, matarolíum --------------og yfirleitt Sýningar Þefrri olíu kemur hlutunum á hreyfingu. Sýn- ingarstaðir eru á fimm afmörkuð- um stöðum á girðingum við þjóð- veginn í Staðarsveit á Snæfellsnesi á 20 km löngum kafla. Sigríður Gísladóttir útskrifaðist úr málaradeild MHÍ 1993 og nam eftir það sem gestanemi við Kun- stakademiet i Ósló 1994 og Seminar on Art, MHÍ og HÍ, ‘97 og ‘98, auk annarra styttri námskeiða. Sigríð- ur hefur haldið nokkrar einkasýn- ingar og tekið þátt í samsýningum. Þess má geta að Sigríður er nú að halda þriðju útisýninguna á mál- verkum. Sú fyrsta var í skógi við Gardemoen í Noregi og í vetur var málverkasýning fyrir Ríkissjón- varpið undir berum himni. Marta Guðrún Halldórsdóttir syngur í Akureyrarkirkju. Biblíusöngvar og sálmar Þrettánda árið í röð er efnt til sumartónleika í Akureyrarkirkju og verða þeir fyrstu á sunnudaginn kl. 17. Það er Marta Guðrún Hall- dórsdóttir sópran og Kári Þormar orgelleikari sem riða á vaðið i tón- leikaröðinni. Á efhisskrá þeirra eru meðal annars Bihlíusöngvar eftir Dvorák sem séra Magnús Guð- mundsson, prestur í Ólafsvík, og Þórður Möller þýddu á íslensku, sálmar úr kvæðabók séra Ólafs Jónssonar frá Söndum, kirkjulög við texta Hallgríms Péturssonar og útsetningar Jóns Leifs. Einnig verða flutt orgelverk eftir Pál ísólfs- son og Widor. Marta Guðrún Halldórsdóttir hef- ur haldið einsöngstónleika og kom- ið fram á tónlistarhátíðum víða, svo sem á Bachfest í Múnchen, Listahá- tíð í Reykjavík, Vorhátíðinni í Buda- pest og verið tíður gestur á sumartónleik- um í Skátholti. Þá hefur Marta Guðrún sungið ein- söng með Sinfóníuhljómsveit íslands, Kammersveit Reykjavíkur og á Vín- artónleikum Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands og sungið í óperum og söngleikjum. Kári Þormar lauk framhaldsnámi í orgelleik í Þýskalandi og hefur haldið fjölmarga tónleika, bæði heima og erlendis, þar á meðal á skandinavískri menningarhátíð í Essen og alþjóðlegri tónleikaröð í Múhlhausen í Þýskalandi. Hann spilaði einnig í tónleikaröðinni Sumarkvöld við orgelið í Hallgrims- kirkju og hefur víða haldið tónleika á íslandi. Kári starfar sem organisti og kórstjóri við Kópavogskirkju. Tónleikar Hunang á Gauknum I kvöld og annað kvöld ætlar vin- sæla ballsveitin Hunang að vera með comeback á höfuðborgarsvæð- inu. Munu þeir félagar Jakob Jóns- son, Karl Olgeirs, Ingólfur Sigurðs og Hafsteinn Valgarðs lofa geðveiku djammi á Gauki á Stöng og ættu þeir að vera vandanum vaxnir enda gamlir hundar í bransanum. Á sunnudagskvöld mun svo Botnleðja rokka feitt á Gauknum enda þjóðhá- tíðardagur Kana í miklu uppáhaldi hjá Hafnfirðingunum fjórum. OFL á faraldsfæti Hljómsveitin OFL frá Selfossi verður á faraldsfæti um helgina. Tveir nýir viðkomustaðir eru á landakortinu sem hljómsveitin hefur ekki spilað á fyrr en það eru Stykk- ishólmur og Húsavík. í kvöld leikur OFL á--------------------- 1 Skemmtanir hólmi en á laugardag verður haldið norður fyr- ir heiðar og spilað af ákafa á Hlöðu- felli á Húsavík. Hljómsveitina skipa Baldvin Árnason, Guðmundur Karl Sigurdórsson, Helgi Valur Ásgeirs- son, Leifur Viðarsson og Þórhallur Reynir Stefánsson. Gullöldin Um helgina skemmta þeir Sven- sen junior og Hallfunkel gestum Gullaldarinnar til kl. 03:00. Það þarf enginn að efast um stemninguna þegar þessir heiðursmenn skemmta og ekki eru afkomendumir af lak- ara taginu. Hljómsveitin Hunang leikur á höfuðborgarsvæðinu eftir nokkurt hlé. Veðríð í dag Víða þokubakk- ar að næturlagi Milli íslands og Noregs er 1003 mb lægð sem hreyfist austnorðaust- ur. Um 1100 km suður í hafi er all- víðáttumikil 990 mb lægð sem þok- ast norðaustur. 1018 mb hæð er yfir Grænlandi. í dag verður hæg breytileg átt eða hafgola. Víða þokubakkar að nætur- lagi við ströndina en annars létt- skýjað víðast hvar. Hiti 10 til 19 stig að deginum, hlýjast i innsveitum. Á höfuðborgarsvæðinu verður hæg breytileg átt eða hafgola. Þoka að næturlagi, en yfirleitt léttskýjað að deginum. Hiti 9 til 15 stig. Sólarlag í Reykjavík: 23.56 Sólarupprás á morgun: 03.08 Síðdegisflóð í Reykjavík: 20.49 Árdegisflóð á morgun: 09.11 Veðrið kl. 6 í morgun: Akureyri Bergsstaöir Bolungarvík Egilsstaöir Kirkjubœjarkl. Keflavíkurflv. Raufarhöfn Reykjavík Stórhöföi Bergen Helsinki Kaupmhöfn Ósló Stokkhólmur Þórshöfn Þrándheimur Algarve Amsterdam Barcelona Berlín Chicago Dublin Halifax Frankfurt Hamborg Jan Mayen London Lúxemborg Mallorca Montreal Narssarssuaq New York Orlando París Róm Vín Washington Winnipeg hálfskýjaö 6 hálfskýjaö 6 léttskýjaö 9 8 þoka í grennd 9 þoka 9 skýjaö 6 þoka 9 súld 7 rign. á síö. kls. 11 hálfskýjaó 22 rign. á síó. kls. 15 rign. á síö. kls. 13 16 alskýjað 9 skýjaö 14 rign. á síö. kls. 17 léttskýjaö 21 skúr á síö. kls. 17 léttskýjaö 21 skýjaó 15 þokumóöa 16 skýjaö 17 þokumóöa 16 þoka í grennd 6 þoka á síð. kls. 14 þoka 14 skýjaö 20 þoka 22 léttskýjaó 8 skýjaö 24 hálfskýjaö 22 skýjaö 16 þokumóöa 22 léttskýjaö 21 hálfskýjaö 23 heióskírt 10 Hálendisvegir að opnast Góð færð er víðast hvar á landinu.Hálendisvegir eru nú að opnast hver af öðrum. Nú er til að mynda orðið fært um Fjallabaksleið nyrðri, í Lakagíga, um Kjalveg, í Kverkfjöll og Þríhymingsleið, einnig er fært í Dreka- gil við Öskju. _________Færð á vegum______________ Víða á vegum er verið að leggja bundið slitlag og eru vegfarendur sérstaklega beðnir um að virða merkingar um lækkaðan umferðarhraða á vinnusvæðum vegna hættu á skemmdum á bílum og vegum. Út vikuna verður Grafningsvegur nr. 360 lokaður í Sigríðarkleif. Viljar Hansen Litli drengurinn á myndinni, sem fengið hef- ur nafnið Viljar Hansen, fæddist á fæðingardeild Landspítalans 22. apríl síðastliðinn. Við fæðingu Barn dagsins var hann 2863 grömm og 48 sentímetrar. Viljar var skírður á sjómannadag- inn, 6. júní, af sr. Hjálm- ari Jónssyni. Foreldrar hans em Brynja Eir Thorsdóttir og Evald Ægir Hansen og er hann fyrsta bam þeirra. Jackie Chan teflir á tæpasta vaö. Hver er ég? Laugarásbíó sýnir nýjustu kvikmynd Jackies Chans, Who Am I? í myndinni leikur Chan einn í málaliðaflokki sem rænir þremur vísindamönnum. I rimmu sem fylgir í kjölfarið eru félagar Jackies allir drepnir og hann sjálf- ur fellur út úr þyrlu sem hann reynir að forða sér í. Hann rotast í fallinu og þegar innfæddir, sem hafa náð hon- um á sitt vald, ///////// Kvikmyndir -^jl spyrja hvað hann heiti svarar hann Who Am I? þar sem hann er búinn að missa minnið. Þeir innfæddu halda að þetta sé nafn hans og kalla hann Who Am I? Smátt og smátt fær Jackie minnið og ákveð- ur að reyna að grafast fyrir um af- drif vísindamannanna og þeirra sem sviku hann og félaga hans. Nýjar myndir f kvikmyndahúsum: Bíóhöllin: Matrix Saga-Bíó: Entrapment Bíóborgin: Lolita Háskólabió: Perdita Durango Háskólabíó: Celebrity Kringlubíó: lOThings I Hate about Her Laugarásbíó: Austin Powers Regnboginn: She's All That Stjörnubió: Cruel Intentions Krossgátan 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 j 19 20 21 22 Lárétt: 1 finnast, 6 leit, 8 annars, 9 tunga, 10 kátir, 12 nudd, 13 tuddi, 15 hljóða,17 tangi, 19 guðs, 20 fersk, 22 vondan. Lóðrétt: 1 þjónustustúlka, 2 hita, 3 hávaða, 4 alltaf, 5 leiði, 6 grömu, 7 virðingar, 11 hlífði, 14 svara, 16 gljúfur, 18 aftur, 19 belti, 21 bogi. Lausn á síðustu krossgátu: Lóðrétt: 1 árátta, 7 hel, 7 óart, 10 Elín, 11 rís, 13 il, 14 kakan, 16 trafali, 19 sælar, 21 æð, 22 þrá, 23 rass. Lóðrétt: 1 áheits, 2 rell, 3 álíka, 4 tón, 5 aría, 6 at, 9 arkar, 12 sniðs, 15 afar, 17 rær, 18 læs, 20 lá. Gengið Almennt gengi LÍ 02. 07. 1999 kl. 9.15 Eininn Kaup Sala Tollgenqi Dollar 74,520 74,900 74,320 Pund 117,330 117,930 117,600 Kan. dollar 50,660 50,980 50,740 Dönsk kr. 10,2580 10,3150 10,3860 Norsk kr 9,4530 9,5050 9,4890 Sænsk kr. 8,7660 8,8150 8,8190 Fi. mark 12,8278 12,9049 12,9856 Fra. franki 11,6274 11,6972 11,7704 Belg.franki 1,8907 1,9021 1,9139 Sviss. franki 47,5000 47,7600 48,2800 Holl. gyllini 34,6100 34,8180 35,0359 Þýskt mark 38,9965 39,2308 39,4763 ít. lira 0,039390 0,03963 0,039870 Aust. sch. 5,5428 5,5761 5,6110 Port. escudo 0,3804 0,3827 0,3851 Spá. peseti 0,4584 0,4611 0,4640 Jap. yen 0,615400 0,61910 0,613200 írskt pund 96,843 97,425 98,035 SDR 99,250000 99,85000 99,470000 ECU 76,2700 76,7300 77,2100 Símsvari vegna gengisskráningar 5623270

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.