Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.1999, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.1999, Blaðsíða 2
2 MÁNUDAGUR 5. JÚLÍ 1999 Fréttir Fimm manna fjölskylda hætt komin í bruna á Reyðarfirði: Vafði drenginn í sængina og hljóp út - segir Ómar Hafsteinsson. Misstu allar persónulegar eigur sínar „Ég gfeip sængina, hljóp inn í herbergi og vaföi henni um yngsta strákinn og fór með hann út,“ segir Ómar Hafsteinsson, húsráðandi á Hafnarbraut 2 sem brann á Reyðar- firði í nótt. Fimm manna fjölskylda Ómars bjargaðist úr íbúð sinni þeg- ar eldur kom upp í húsinu. Tilkynnt var um eldinn klukkan hálfsjö i gær- morgun og var allt tiltækt slökkvilið sent á staðinn frá Eskifirði. Ekkert varð við eldinn ráðið og brann hús- ið til kaldra kola. Fjölskyldan hafði vaknað við reykskynjara og tókst að koma sér út í kjölfarið. Ómar, Bíbi Ólafsdóttir og þrjú börn þeirra, átta, tíu og sextán ára, sluppu naumlega frá brunanum. „Eldurinn kom líklega upp á hæð- inni sem við vorum á og húsið varð alelda á stuttum tíma. Við gátum ekki bjargað neinu af persónulegum munum, við urðum bara að rjúka út. Við áttum mikið af persónuleg- um munum sem skemmdust en allt innbú og annað var tryggt. Aðalat- riðið er samt sem áður að allir sluppu ómeiddir. Þegar ég vaknaði var ástandið ekki svo slæmt. Ég dreif mig í buxur og rak alla út í bíl. Á meðan á þessu stóð fuðraði húsið upp. Ég reyndi að fara inn aftur en þá var eldhafið óbærilegt. Ég fann ekki lyklana að bílnum og tókum við þá bílinn sem dóttir konunnar á en við vorum með hann að láni. Við fórum til hennar, sóttum auka- lykla að bílnum og komum svo aftur til baka. Þegar ég kom til baka voru strákar sem komið höfðu þarna að Allt brann sem brunnið gat þegar íbúðarhús á inni var húsið alelda þegar myndin er tekin og Reyðarfirði brann aðfaranótt sunnudagsins. Eins og sjá má á mynd- eldhafið gríðarlegt. DV-mynd Ólafur Geir Páll Bragason (t.v.) ásamt Karli Búasyni en þeir félagar urðu fyrstir á staðinn. Þeir standa rétt hjá þeim stað þar sem bíll sem þeir björguðu stóð. Hefði bíllinn orðið eldinum að bráð ef ekki hefði komið til snarræði þeirra félaga. DV-mynd Helgi Garðars að ýta bílnum okkar í burtu en eldtungurnar voru farnar að teygja sig í hann. Ég lét þá hafa lyklana og okkur tókst að bjarga bílnum í burtu. Ég hef aldrei lent í öðru eins. Krakkarnir voru náttúr- lega í uppnámi en eru að mestu búnir að jafna sig í dag,“ sagði Ómar þegar DV ræddi við hann í gær. Rosaiegur hiti „Við sáum eldinn þegar við ókum inn Reyðarfjörð- inn en við vorum fimm saman að koma frá Egils- stöðum," segir Karl Búa- son sem var einn af þeim fyrstu sem komu á vettvang eldsvoðans. „Þegar við komum sáum við að húsið var alelda. Hitinn var rosalegur, ég hef aldrei upplifað annan eins hita. Þá var enginn sjáanlegur og tveir okk- ar reyndu að komast inn þvi að við vissum ekki hvort einhver var inni í eldhafinu eða ekki. Það var ekki minnsti möguleiki á að komast inn til að aðgæta það. Það eina sem við gátum gert var að ýta bíl sem stóð við húsið í burtu en litlu munaði að kviknaði í honum. Það var mikill léttir þegar við fengum að vita hjá lögreglunni að fjölskyldan hafði sloppið út. Við sáum fjölskylduna og þau voru eölilega öll í sjokki," segir Karl. -ElS/rt Um tólf þúsund manns á fjölmennustu stööunum: Skrílslæti voru í Húsafelli fékk í gær- kvöld spurnir af ijölskyldu- fólki sem ekki átti rólega helgi í Húsa- felli, eins og þó hafði verið ráð- gert. Við varð- eldinn brutust oft út hópslags- mál og hljóm- sveitin átti fúllt í fangi með að athafna sig vegna skrílsláta. Enn fremur var gæsla í lágmarki og ekki gekk vel að fá nætursvefn þar sem fólk þurfti sjálft að hasta á skrílinn með reglu- legu millibili. Heimildarmenn DV hringdu sjálfir á lögregluna þegar lætin keyrðu úr hófi en hún mim ekki hafa látið sjá sig. Um 3000 manns voru í Þórsmörk að skemmta sér og öðrum þar sem engin skipulögð skemmtiatriði voru á svæð- inu. Hópurinn var mjög blandaður, bæði fjölskyldufólk og unglingar, og sprönguðu um í súldinni, en ekki sást til sólar. Að sögn lögreglunnar á Hvolsvelli var fyllirí eins og gengur. Ekki sköpuðust af því miklir pústrar og aðeins tveir gistu hin vistlegu húsakynni lögreglunnar. -þhs - rólegt á Akureyri og í Þórsmörk Að sögn lögreglunnar á Akureyri voru alls 5000-6000 manns í bænum um helgina og öll tjaldstæði full. Um 3000 manns söfnuðust kringum tvö fótboltamót þar sem „litlir og léttir" kepptu á fótboltamóti Esso og „feitir og stórir" kepptu á Pollamóti Þórs. Einhver erill var hjá laganna vörðum en allt fór friðsamlega fram og aðeins fjórir gistu fangageymslur sem ekki telst mikið miðað við að bærinn var fullur af fólki og ölvun þó nokkur. Varðstjóri lögreglunnar viðraði þá ósk sína að fleiri sumar- skemmtanir færu eins vel fram og nú og vísaði þá sérstaklega til versl- unarmannahelgarinnar sem oft hef- ur reynst lögreglunni á Akureyri erfið. Að sögn Bergþórs Kristleifssonar í Húsafelli voru þar hátt á fjórða Fjölmargir lögðu leið sína í Þórsmörk um helgina. Að sögn lögreglunnar á Hvolsvelli var mikið um ölvun en lítið um stórvægileg átök. DV-mynd Höskuldur þúsund manns um helgina í blíð- skaparveðri. Engin skipulögð útihá- tíð var á svæðinu en eins og öll önn- ur laugardagskvöld var kveiktur varðeldur og stiginn dans við undir- leik Guðmundar Hauks og hljóm- sveitar hans. Bergþór segir að meirihluti gesta í Húsafelli sé fjöl- skyldufólk en einnig slæðist þangað hópar af unglingum sem vilja skemmta sér á annan veg og stund- um verði af þeim sökum hagsmuna- árekstrar. Löggæsla í lágmarki Bergþóri var ekki kunnugt um nein meiri háttar vandræði en DV Stuttar fréttir x>v kynntur Framkvæmda- stjóri Þróunar- samvinnustofn- unar íslands, Bjöm Dagbjarts- son, kynnti ný- lega á fundi hjá Alþjóðabankan- um í Washington íslenska fiskstjómunarkerfið. Kom þessi kynning í framhaldi af þvi að Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sam- einuðu þjóðanna, sagði að margar smærri þjóðir gætu lært af fisk- stjómunarkerfi íslendinga. Skipverjar fá mat Ákall skipverja togarans Od- incova um hjálp fiá íslenskum al- menningi hefur borið árangur. Margir hafa lagt leið sína að skipinu með eitthvað handa skipverjum. Meðal annars tóku unglingar í Vinnuskóla Reykjavíkur sig saman og notuðu útborgun sína til að kaupa mat handa skipveijum. Morgunblað- ið skýrði frá Samið við Frakka Landsvirkjun hefur gengið til lokasamninga við lægstbjóðanda, Al- som Hydro í Frakklandi, mn smiði og uppsetningu á lokum og fallpíp- um Vatnsfelisvirkjunar. Samnings- fjárhæðin er 300 milljónir króna. Þar með hafa verktakar í alla verkþætti framkvæmdanna verið valdir. Reiknað er með að gröftur fyrir stöðvarhúsi virkjunarinnar hefjist í næstu viku. Mengun lokar Gífurleg mnferð var úr bænum og í hann um helgina en fyrsta helgin í júlí er nú talin vera önnur mesta ferðamannahelgi landsins, á eftir verslunarmannahelginni. Á fóstu- daginn vai' umferðin svo mikil úr höfuðborginni á Vesturlandsvegi að loka varð Hvalftarðargöngunum um tíma vegna mengunar. Sjálfvirkur búnaður lokai- göngunum þegar mengunin fer yfir ákveðin mörk. Þetta er í íjórða skiptið sem göngin lokast vegna mengunar síðan þau voru tekin í notkun. Stórsigur Jóhannes Gunnarsson, for- maður Neytenda- samtakanna, tel- ur það stórsigur fyrir Neytenda- samtökin að sett sé fram af stjórn- völdum stefnu- mótun í neytendamálum en við- skiptaráðherra hefur kynnt fyrstu heildstæðu stefnu stjómvalda í þess- um málum. Jóhannes segii- að verði öllum tillögimum sem starfshópur- inn leggur til hrundið i framkvæmd muni það styrkja stöðu neytenda frá því sem verið hefur. Dagur sagði írá. Kaþólsk kapella Kaþólsk kapella var vígð á ísafirði í dag. Henni er einkum ætlað að þjóna Pólveijum sem em búsettir á Vestijörðum. Um 300 kaþólikkar búa á Vestfjörðum. Bið eftir greiðslumati Um sex vikna bið er eftir greiðslu- mati og húsbréfum, að sögn tals- manns Félags fasteignasala. Hann segh' þetta óviðunandi ástand og hef- ur félagið sent fbúðalánasjóði tillög- ur um breytingar á kerfmu. Fljótandi alsæla hættuleg Að sögn Þórar- ins Tyrfmgsson- ar yfirlæknis virðist sem fljót- andi alsæla sé að einhverju leyti komin í umferð hér á landi. Efni þetta er mjög hættulegt og hafa þegar orðið tvö dauðsfóll í Svíþjóð af völdum þess. Sjónvarpið sagði frá. Skólarnir fársjúkir Rannsókn á húsasótt í sex skólum í Reykjavík leiddi í Ijós að loft er þungt í þeim öllum og afleiðing þess er þreyta sem hrjáir þá sem þar starfa. Rannsóknin var gerð af Rann- sóknastofnun byggingariðnaðarins og Vinnueftirlitinu. - HK Kvotinn

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.