Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.1999, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.1999, Blaðsíða 14
14 MÁNUDAGUR 5. JÚLÍ 1999 DV Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaöur og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÖLFUR SVEINSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ÓLI BJÖRN KÁRASON Aöstoöarritstjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiösla, áskrift: ÞVERHOLTI11, 105 RVÍK, SIMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aörar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Vísir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiðlunar: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaöam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning-ogjumbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- ög plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuði 1900 kr. m. vsk. Lausasöluverð 170 kr. m. vsk., Helgarblað 230 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til aö birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Hernaðarveldi að falli komið Flug tveggja rússneskra sprengjuflugvéla, TU-95 Bjarn- anna, inn í íslenskt loftvarnarsvæði minnir óþægilega á tíma kalda stríðsins, þegar slíkir atburðir voru algengir og þóttu vart fréttnæmir. Ögrun og áminning um tilvist öílugs hers var hluti af þeim leik sem þá var leikinn. Bandaríkjastjórn hefur ekki viljað gera mikið úr flugi rússnesku flugvélanna, enda þjónar það ekki pólitískum markmiðum Vesturlanda. íslensk yfirvöld hafa einnig haldið stillingu sinni en Halldór Ásgrímsson utanríkis- ráðherra hefur réttilega bent á að flugið undirstriki nauðsyn þess að hér á landi sé hernaðarlegur viðbúnað- ur. Á sama tíma og sérfræðingar geta deilt um mikilvægi þess að tvær úreltar rússneskar sprengjuflugvélar fari inn í loftvarnarsvæði íslands og aðrar með fram strönd- um Noregs má öllum vera ljóst að rússneski herbjörninn er kominn að fótum fram. TU-95 Birnirnir eru gamlar og þreyttar vélar sem byggjast á yfir 40 ára gamalli tækni. Það er lýsandi fyrir ástandið í Rússlandi að hernaðarveldi skuli þurfa að styðjast við slíkar vélar í umfangsmestu hernaðaræfing- um þess um langt árabil. Rússneski herinn er ekki orðinn svipur hjá sjón og slíkt kann að valda aukinni spennu innan Rússlands og um leið skapa hættu á alþjóðavettvangi. Á síðasta áratug hefur rússneskum hermönnum fækkað úr fimm milljón- um manna í 1,2 milljónir. Flugherinn hefur ekki fengið nýjar vélar frá 1992 og fær engar fyrr en í fyrsta lagi árið 2001. Eldsneytisskortur er svo mikill að flugmenn ná 25 flugtímum að meðaltali á ári, á sama tíma og lágmarks- fjöldi flugtíma á Vesturlöndum er 200. Sjö af hverjum tíu skipum rússneska flotans þarfnast meiri háttar viðgerða. Fjöldi skipa hefur sokkið vegna þess að skrokkurinn hefur verið ónýtur af ryði. Þjálfun hermanna er svo bágborin að aðeins lítill hluti hersins er í raun reiðubúinn til átaka. Hermenn fá ekki greidd laun og þá skortir mat, fatnað og aðrar nauðsynjar. For- ingjar í hernum leigja undirmenn í verkamannavinnu eða senda þá út á götur til að betla sér til matar. Spilling er orðin landlæg og eiturlyf flæða yfir. Jafnvel kjarnorkuvopnabúr rússneska herveldisins er að stórum hluta að verða úrelt og endurnýjun lítil sem engin. En líklega hafa Rússar aldrei treyst meira á kjarn- orkuvopn sín en einmitt nú þegar hefðbundinn herafli er meira eða minna lamaður. Svo skelfilegt er ástandið að aukin útgjöld til hermála, sem rússnesk stjórnvöld hafa samþykkt, koma að líkind- um ekki að miklu gagni. Hernaðaraðgerðir NATO í Júgóslavíu og stækkun bandalagsins til austurs veldur Rússum áhyggjum og eykur enn innri þörf þeirra til að byggja á ný upp sterkan herafla. Einmitt þess vegna ættu aðildarríki Atlantshafsbandalagsins að fara varlega þeg- ar ákvörðun er tekin um frekari stækkun. Og einmitt þess vegna er nauðsynlegt að bandalagið einbeiti sér að því sem það var stofnað til, þ.e. að sinna vörnum aðild- arríkja sinna. Ástandið í rússneska hernum er jarðvegur fyrir póli- tíska tækifærissinna og öfgamenn. Áhyggjur okkar á Vesturlöndum eru ekki lengur vegna hernaðarmáttar rússneska bjarnarins heldur vegna efnahagslegs, póli- tísks og hernaðarlegs óstöðugleika sem einkennir Rúss- land. Óli Björn Kárason Dönskunám íslenskra krakka gengur til muna betur en margir hafa viljað láta í veðri vaka, að mati greinarhöfundar. Lengi lifi danskan! Norðurlandi eystra eru þeir betri í henni en dönsku sem ég held að megi þakka Steingrími J. Sigfússyni. Ég vil ekki vera með pólitísk- an áróður í DV, heldur geta þess í framhjá- hlaupi að ég kaus ílokk hans með þokkalega glöðu geði enda á móti Nato og mig grunar að Samfylkingin verði lít- ið annað en smákerl- ingaflokkur, ekki vegna kvennanna held- ur karlanna. Þeir eru sannar smákerlingar. En hví eru aðeins grá- hærðar konur í hon- um? Undarlegt er „Þó unglingar standi sigyfirleitt ekki eins vel í íslensku og er- lendum málum væri hægt að kenna hana í framtiðinni sem er- lent tungumál Kjallarinn Guðbergur Bergsson rithöfundur Þó ég sé hvorki félagsfræðingur né skólafrömuður eða sérfræðingur í því að styðja mál mitt með súlum og línu- riti og því síður starfsmaður hjá ís- lenskri málstöð, langar mig að benda á dálítið sem hefur farið fram hjá ýms- um. Vegna þess að það birtist í blöðun- um miðvikudaginn 26. maí, þegar höf- uðlausi kötturinn beit bamið. Þennan sögulega dag var skrifað í fimmta sinn undir mestu samninga sem und- irritaðir hafa verið á íslandi um eitt- hvað sem enginn man lengur hvað var, ekki einu sinni fréttamaðurinn sem átti barnið sem kött- urinn beit. Ég er engin Sigga Sigur- jóns, en samt rak ég augun í það sem var kallað niður- stöður samræmdra prófa í 10. bekk og athygli mina vakti að í þeim tungumálum sem unglingar læra, íslensku, dönsku og ensku, stóðu þeir sig best í dönsku. Lygarök Reynslan af prófunum fellir því þau lygarök að enginn vilji læra þá tungu. Aftur á móti vom nem- endur lélegir í íslensku. Aðeins á hvernig konur hafa hjaðnað eftir að Kvennalistinn fór í karlaham. í hann var komið úrval af verðandi íslenskum stútungskerlingum, en með færslu á gráskitureikning Samfylkingarbankans hafa þær fengið það sem talkennarar kalla á fagmáli tunguslagsíðu. Víkjum aftur að vísindum, nú að enskunni og undrum hennar. Þó unglingar séu oftast betri í henni en íslensku, nema í land- námi Steingríms J. og á Suður- nesjum, háborg Nato, er furða hvað árangur í henni er lélegur með það í huga að Björk og Gus Gus syngja á ensku og líka þær sem gera stóru samningana; og sjónvarpsstöðvarnar em fuflar af ensku feitmeti. Hvar eru nú rökin fyrir því að enginn vilji læra dönsku og allir kunni ensku, heimsmálið sem hægt er að kjafta endalaust á tóma en vinsæla vitleysu? Sadel og seletöj Þó unglingar standi sig yfirleitt ekki eins vel í islenku og erlend- um málum væri hægt að kenna hana í framtíðinni sem erlent tungumál. Það tíðkast þegar í sumum löndum, að kenna þjóð- tunguna sem erlent tungumál. Slíkt vekur áhuga barna, einkum ef hún er þannig kennd að nem- andinn líti á sig sem flóttamann sem lærir nýtt tungumál. Kennar- ar kunna þessu líka vel. Það er enginn kennaraskortur við að kenna útlendingum og launin hærri en þegar kennt er heima- mönnum. Ég gef menntafrömuð- um hugmyndina, hrópa húrra fyr- ir dönskunni og vona að nemend- ur læri meira í henni núna en meðan sveitavargurinn ríkti og nóg var að geta sagt: Vi ser en hest. Det er ikke sadel men seletöj pá hesten. Menntavargurinn núna segir víst ekki þegar hann fer til Köpen: Það eru ekki hnakkur heldur ak- tygi á hestinum. Hann segir: Hvor kan jeg flnne Stúresamning? Guðbergur Bergsson Skoðanir annarra Misheppnaö starf eldri borgaranna? „Hálfri öld síðar eru samtök eldri borgara stofnuð og í stað þess að skipuleggja sitt félagslíf þannig að „stórfjölskyldan" í nýju formi í takt við tímann rísi upp, þá leggja samtökin falleg blóm á leiði þessarar ágætu fjölskyldu. Raunar vinna samtökin óafvitandi að þvi að aðskilja fólk í þjóðfélaginu. í stað þess að brúa kynslóðabilið einangra þau kynslóðirnar. í stað þess að stuðla að sjálfstæði og frumkvæði fólks vinna þau að því að gera fólk ósjálfstæðara með ihöt- un og forsjárhyggju. Ég álít að taka þurfi starfið allt til endurskoðunar." Hrafn Sæmundsson, fulltrúi Félagsmálastofnunar Kópavogs, gagnrýnir samtök eldri borgara í Listinni að lifa, málgagni samtakanna Ríkið þarf að íhuga skaðabætur „Víða erlendis hafa farið fram umræður um rétt- mæti ófrjósemisaðgerða á þroskaheftu fólki og yfir- leitt alla nauðung sem þroskaheftir kunna að vera beittir. Slík umræða hefur ekki farið fram hérlendis en eins og það mál sem hér hefur verið rakið sýnir þá er ekki vanþörf á henni. Sjálfsákvörðunarréttur manna hlýtur að vera hin dýrmætasta eign í lýðræð- isríki og ber að fara varlega í að skerða hann. Ekki er ólíklegt að mál mannsins sem hér um ræðir eigi eftir að hafa nokkur eftirmál. Svipuð mál hafa nýlega komið upp í Svíþjóð, eins og greint hef- ur verið frá í Morgunblaðinu og hefur sænska ríkis- stjómin ákveðið að þeir sem voru gerðir ófrjóir gegn vilja sinum fyrr á öldinni eigi kröfu á skaðabótum sem nema tæpum tveimur milljónum íslenskra króna. Hugsanlega þarf ríkisstjórn íslands að hug- leiða svipuð úrræði ef í ljós kemur að fleiri aðgerð- ir af þessu tagi hafi ekki farið fram samkvæmt lög- um.“ Úr leiðara Morgunblaðins um ófrjósemisaðgerðir á þroskaheftu fólki á íslandi Byggðum vestra að blæða út „Byggðunum fyrir vestan er smám saman að blæða út. Að óbreyttu er eðlilegt að spyrja hvort þorpin á eyrunum eru ekki tímaskekkja. Þau urðu til í upphafi mótorbátaaldar og byggðust á dagróðr- um. Nú er heimaslóðin lokuð, hverjum sem um er að kenna, og hagræðingin flytur björgina í aðra lands- hluta. Því er eðlilegt að fólkið fylgi eftir. Samt má spyrja, hvar er kvótagróðinn og hvers vegna er ekki talað opinskátt og hreinskilnislega um óleyst vandamál fólksins fyrir vestan, sem verið er að ræna eigum sínum og voninni?" Oddur Ólafsson í pjstli sínum i Degi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.