Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.1999, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.1999, Blaðsíða 2
ÍR-húslð við Landakot. ÍR burt af lóð Landakots Kaþólska biskupsdæmiö á íslandi hefur höföað mál gegn íþróttaféiag- inu ÍR vegna ágreinings um hús sem stendur á lóö kirkjunnar við Landakot. Málið var þingfest í Hér- aðsdómi Reykjavíkur í gær. Stefn- andi í málinu fer fram á það að stefndi fari burt með íþróttahús sitt af lóðinni en húsið hefur staðið á sama staðnum í um 7 áratugi. Árið 1930 var gerður leigusamningur milli aðila, sem þá var lóðareigandi, og ÍR-inga en hann rann út árið 1964 og skyldu ÍR-ingar þá hafa haft allt sitt á brott. Þá var munnlegt sam- komulag gert um framlengingu samningsins. Fyrir nokkrum árum óskaði stefnandi að leysa til sín hús- ið. Ekki náðist samkomulag um verð en ÍR-ingar vilja fá 18 milljónir króna fyrir húsið. -rt Fréttir ÞRIÐJUDAGUR 13. JULI 1999 Stuttar fréttir Hitti dætur sínar Sophia Hansen hitti dætur sínar, Dagbjörtu og Rúnu, í fjallaþorpinu Divrigi í Tyrklandi í gær. Sophia átti stund með dætrum sínum í um tvær og hálfa klukkustund en hún á að hitta þær aftur í dag. Skv. úrskurði Hæstaréttar Ankara á Sophia um- gengnisrétt við dætur sínar frá 1. júlí til 31. ágúst. Morgunblaðið greindi frá þessu. Aðstoðarmaður Sturlu Jakob Falur Garðarsson stjómmálafræðingur hefur verið ráðinn aðstoðarmaður Sturlu Böðvarssonar samgönguráð- herra. Jakob er 33 ára gamall stjómmálafræðingur frá Háskól- anum í Kent og hefur undanfarin ár starfað sem framkvæmdastjóri ICEPRO-nefndar um rafræn við- skipti. Sambýliskona Jakobs er Vigdis Jakobsdóttir leikstjóri og eiga þau einn son. Tilboöi hafnað Kauptilboð Kaupþings í Mjólkur- samlag Húsvikinga rann út í gær. Tilboðið nam 330 milljónum króna en því verður ekki tekið í óbreyttri mynd. Að sögn Vísis.is höfðu Kaup- þingsmenn tilkynnt fyrir helgi að tilboðið rynni út í gær en það hafði ekki verið dagsett. Hafnar beiðni Bogi Nilsson ríkissaksóknari hefur hafnað beiðni Vísis.is um aðgang að saman- tekt rannsóknar- lögreglu vegna rannsóknar á starfsemi eignarleigufyrirtækis- ins Lindar hf. Fyrirtækið tapaði 800 milljónum króna þegar það starfaði en ríkissaksóknari sá ekki ástæðu til að gefa út ákæm á hendur ábyrgðarmönnum fyrir- tækisins. Vísir.is sagði frá. Dregur úr skjálftum Mikið hefur dregið úr skjálfta- virkni á Kleifarvatnssvæðinu en þar mældist skjálfti í gær upp á 3,5 á Richter. Töluvert margir eftir- skjáiftar komu svo á eftir, sá sterkasti um 3 á Richter. Starfs- menn á skjálftavakt Veðurstofunn- ar hættu svo mælingum um mið- nættið í nótt þegar ljóst var að hrin- unni var lokið. Bylgjan sagði ffá. Sex bráðatilfelli Sex bráðatilfelli hafa komið upp frá því í vor vegna e-töflu- neyslu ungmenna samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni. Ungmennin eru á aldrinum 16-19 ára en síðasta tilvikið kom upp þegar ung stúlka haföi fengiö sjúkdómseinkenni vegna neyslu efnisins og var færð til læknis. Morgunbiaðið greindi ffá. Leki í Garðabænum Vatnsrör sprakk í húsi í Garöabænum með þeim afleiðingum að húsráðandi brenndist á fótum. Hann slasasðist þó ekki mikið. Slökkvilið Hafnarfjarðar var kvatt á staðinn en ekki er vitað um skemmdir hússins. -hb Landsmót skáta: Hálfdán Kristjánsson, nýr bæjarstjóri: Kvíði ekki pólitískum átökum Upphaf kristnihátíðar í Degi er sagt frá því að kristn- ir söfhuðir í pró- fastsdæmunum í Reykjavík, Kópa- vogi og á Sel- tjarnarnesi ætli að hefla kristni- tökuhátíð sína með útimessu á Laugardalsvelli 15. ágúst nk. þar sem herra Karl Sigurbjömsson, biskup íslands, predikar. Við at- höfnina mun 1000 manna kór syngja. Landssíminn um samstarf Íslandssíma og Reykjavíkurborgar: Borgin fjármagnar fýrir einkaaðila - sem vekur spurningar, segir Ólafur Stephensen Undirritaður var í gær samning- ur milli Línu, fyrirtækis Orkuveitu Reykjavikur, og Íslandssíma um þróun, uppbyggingu og viðhald ljós- leiðaranets á veitusvæði Orkuveitu Reykjavíkur. Ólafur Stephensen, forstöðumaður upplýsinga- og kynn- ingarmála Landssímans, sagðist í samtali við DV vera undrandi á þessum samningi: „Það vakna ýms- ar spurningar þegar einkafyrirtæki hefur fengið Reykjavíkurborg tO að leggja út fyrir grunninum í fjar- skiptakerfi sínu. Þróunin upp á síðkastið er sú að opinberir aðilar dragi sig út af fjarskiptamarkaðn- um, eins og reyndar öðram mörkuð- um. Einkavæðing Landssímans stendur nú fyrir dyrum þegar Reykjavíkurborg ákveður að fara sjálf í þennan rekstur." Aðgangur fyrir alla Heildarfjárfestingin í gagnaflutn- ingsnetinu og tengingum við það er um 1 milljarður króna. Hagkvæmni samstarfsins er mikil því útlit var fyrir að fyrirtækin hæfu hvort í Eyþór Arnalds og Guðmundur Þóroddsson takast kampakátir í hendur við undirritun samningsins í Höfða í gær. DV-mynd E.ÓI. sínu lagi uppbyggingu þá sem samningar tókust um 1 dag. Lína einbeitir sér að því að byggja upp innviði nýs fjarskiptakerfis. Félagið hyggst leggja ljósleiðara og útbúa raforkustrengi þannig aö þeir nýtist til gagnaflutninga en ætlar net- og simafyrirtækjum á markaði að stofna til viðskipta á „línunni". Fyr- irtæki á þeim markaði geta því fengið aðgang að ljósleiðara og raf- línusendingum þegar þróunarvinnu Línu er lokið. Landssíminn stendur Þetta styrkir samkeppnisstöðu ís- landssíma til muna og er því ljóst að markaðurinn er að galopnast. „Okk- ur hjá Landssímanum líst alltaf vel á nýja samkeppni á þessum mark- aði. Hún er góð bæði fyrir okkur sem tökum þátt í henni sem og neyt- endur, svo lengi sem þeir fá að njóta hennar í formi lægra verðs og betri þjónustu," sagði Ólafur Stephensen. „Viðtökur markaðarins verða að skera úr um hvor veiti betri þjón- ustu þegar að þvi kemur. Ég hef samt fulla trú á því að við munum geta mætt þessari samkeppni miðað við núverandi áætlanir okkar. Okk- ar tæknilausnir eru nýjar af nálinni og í stöðugri framsókn. Stóru fyrir- tækin verða ekki svikin af því að skipta við okkur.“ -hvs Stærsta mót frá upphafi - 5000 gestir á Úlfljótsvatni DV, Hveragerði: Háifdán Kristjánsson viðskiptaffæð- ingur hefur verið ráðinn bæjarstjóri Hveragerðisbæjar frá og með næstu mánaðamótum. Hann tekur við af Ein- ari Mathiesen sem flyst brátt til Reykjavíkur ásamt fjölskyldu sinni. Háifdán var áður sveitarstjóri í Súða- vík og síðar oddviti þar. Hann starfaði síðan við tölvu- og bókhaldsþjónustu þar til hann var ráðinn bæjarstjóri í Ólafsfirði að loknu námi í viðskipta- og hagfræðideOd Háskóla íslands árið 1992. Fréttaritari DV hitti Hálfdán að máli þar sem hann var í ýmsum erinda- gjörðum hér sunnanlands ásamt eigin- konu og yngsta syni. Hann sagði að í Hálfdán og Helga Guðrún ásamt Hálfdáni Helga í Hveragerði. DV-mynd Eva Hveragerði virtist honum vera allt til staðar sem hann og hans fjölskylda hefði áhuga á og þörf fyrir. Hveragerði væri greinilega fjölskylduvænn bær, atvinnumál stöðug miðað viö sjávar- plássin og stutt væri í alla þjónustu. Ekki sakaði að hér væri mjög góð að- staða til útivistar og gönguferða en Hálfdán hefúr mikinn áhuga á útivist, golfi og iþróttum. Hann sagðist ekki kvíða pólítískum átökum í bæjarstjóm sem hann kann- aðist við að hafa heyrt um. Háifdán er kvæntur Helgu Guðrúnu Guðjónsdótt- ur kennara og mun hún hefja kennslu við Grunnskólann í Hveragerði í haust. Þau eiga þrjú böm: Hálfdán Helga, 8 ára, Guðjón Bjama, 16 ára, og Krístínu Hörpu, 20 ára. -eh í dag hefst landsmót skáta á Úlfljóts- vatni og stendur það í viku. Að sögn Helga Grímssonar, fræðslustjóra skáta, er búist við því að landsmótsgestir verði um 5000 þegar mest verður sem er líklega fiölmennasta mótið frá upp- hafi. „Á Úlfljótsvatni mun rísa tjald- byggð sem verður líklega tólfla stærsta sveitarfélag landsins þegar gestir em flestir. Landsmót skáta er stærsta og fiölmennasta vímuefnalausa útisam- koma ungs fólks sem haldin er á ís- landi og að þessu sinni munu rúmlega 1000 erlendir skátar frá 25 þjóðlöndum og fimm heimsálfum taka þátt í mót- inu. Þar af era 120 sem koma gagngert sem starfsmenn og þjónusta móts- gesti.“ Undirbúningur staðið í tvö ár Á svæðinu verða um 1500 svefhfiöld og 100 stórtjöld og segir Helgi að ekki verði vandamál að þjónusta þennan fiölda gesta því útbúin hafi verið sér- lega glæsileg aðstaða á Úlfljótsvatni. „Undirbúningur fyrir mótið hefur stað- ið í tvö ár og fór hann á fullt skrið síð- asta haust. Fjölbreytt dagskrá er í boði fyrir alla aldurshópa og er það dagskrá sem krakkamir hafa valið sér sjálfir. Það sem hefur verið vinsælast er klif- ur, sig og hellaferðir en einnig er boðið upp á matseld, varðelda, sundferðir, fiallgöngur, siglingu niður Hvítá og þannig mætt lengi telja. Það era allir velkomnir á landsmótið hvenær sem er alla vikuna til að taka þátt í spennandi dagskrá ef fólk er tilbúið tfi að fara eft- ir reglum skáta,“ segir Helgi Grímsson. -hdm Skátar voru í óðaönn að undirbúa landsmót þegar Ijósmyndara DV bar að garði í gær. DV-mynd Teitur n

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.