Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.1999, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.1999, Blaðsíða 28
36 ÞRIÐJUDAGUR 13. JÚLÍ 1999 X>V nn Vinnukona kerfisins „Kennarinn er orðinn ekki að- eins þjónn, heldur vinnukona kerfisins.; Valdalaus vinnukona með kerflskalla og - t kellingar á bakinu. Þessi vinnukona á líka að bera víð- tæka ábyrgð á upp- eldi barnanna án þess þó að hafa til þess nokkurt val.“ Helga Sigurjónsdóttlr kennari, i Degi. Hrokagikkurinn Svanur „Að mínu mati er Svanur Guð- mundsson sending Olíufélagsins og Landsbankans og ómanneskju- legur hrokagikkur." Ragnheiður Ólafsdóttir, um fram- kvæmdastjóra Básafells, í DV. Nornaveiðar Okkar fyrirtæki er á Vestl flörðum en Breiðdals- vík er á Austflörðum. Þeim var bjargað en við fáum ekkert. Þetta eru nornaveið- ar.“ Ketill Helgason Rauð- síðumaður, í DV. Galdramiðstöð Vestfjarða „Hvernig væri að koma upp Galdramiðstöð Vestflarða. Eins og allir vita eru Vestflrðingar rammgöldróttir. Engin spurning um það. Mér skilst að slik starf- semi yrði fremur styrkt af ríkinu en vestfirskur fiskiðnaður." Sólveig Vagnsdóttir, á Þingeyri, iDV. Davíð og lögfræðin „Davíð kann tungu lögfræðinn- ar en einnig ýmsar fleiri. Hann er tal- inn vitmaður, í mörgu réttsýnn og víðsýnn. Auk þess hefur hann það fram yfir aðra sér- fræðinga í lögum að hann getur breytt þeim reynist þau röng.“ Eyvindur Erlendsson leikstjóri, í Morgunblaðinu. Með skoðanir út og suður „Samfylkingin er fyrst og fremst orðagjálfur og það skiptir ekki svo miklu máli hvað verður um orða- gjálfrið. Þetta er hávaði í fólki sem reikar um með skoðanir út og suð- ur. Málatilbúningur vinstri- grænna á aftur á móti lítið skylt við sflómmálaskoðanir, að mínu viti. Einhver sagði að þar væri búið að sameina þá sem hefðu rangt fyrir sér í öllum málum.“ Guðmundur Ólafsson hagfræð- ingur, í Degi. Guðmundur Haukur tónlistarmaður með nýja plötu: Afmælisgjöf sem ég hafði lofað sjálfum mér „Það hefur blundað lengi í mér að gera plötu undir eigin nafni, en hefur alitaf verið mér ofviða flárhagslega. Með tilkomu nýrrar tækni í upptöku, þar sem hægt er að taka allt upp á tölvu, varð þetta allt mun auöveldara, nú gat ég gert nánast allt sjálfur. í bjart- sýniskasti hélt ég svo að þetta væri ekk- ert mál, en annað átti nú eftir að koma á daginn. Það var samt ekki um annað að ræða en að klára fyrst maður var byrjaður og ég náði að koma plötunni út eins og til stóð, rétt fyrir fimmtugsaf- mælið mitt, sem var siðastliðinn laugar- dag,“ segir Guðmundur Haukur, marg- reyndur poppari sem á að baki langan feril með mörgum hljómsveitum en starfar nú í eins manns hljómsveit. Guðmundur segist hafa átt nóg efni á plötuna: „Ég þurfti að velja úr þykkum bunka. Svo þegar ég fór af stað þá má segja að tónlistargyðjan hafi farið að pikka i mig og úr urðu nokkur lög sem eru á plötunni, svo það er ekki eins mikið af eldra efni úr fórum mínum eins og til stóö. Þessi nýju lög skera sig nokkuð úr og vil ég frekar kalla þau sönglög heldur en popplög. Það sem einnig hafði áhrif á að ég fór að semja ný lög er að ég hef mikið sökkt mér í ljóð og íslendingasögurnar og þar fann ég ýmislegt sem mig langaði ttl að gera lög við.“ **, ^ Guðmundur hóf að spila í hljómsveitum sextán ára gam- all: „Upphafið að mínum tónlist- arferli fólst í að ég fór að spila með þeim landsfræga manni Adda rokk, sem enn þann dag í dag er að koma fram og er i Græna her Stuðmanna. Leið mín lá síðan næst í hljómsveit sem hét Næturgalarnir, næst kom Dúmbó- tímabilið og þaðan lá leiðin í Roof Tops. 1 öllum þessum hljómsveitum var ég söngvari og hljómsborðsleikari. Ég stofhaði síðan Alfa Beta, nær eingöngu til þess að losna við að syngja, enda stóð Maður dagsins löngum mín alltaf meira til að spila, lærði á píanó frá átta ára aldri. Ég hef síðan verið að spila með litlum hléum. í dag leik ég í einkasamkvæmum, er með eins manns hljómsveit. Um helg- ar er ég meðal annars að spila í Húsafelli þar sem ég hélt upp á afmælið mitt. Það er viss kostur að vera einn í hljóm- sveit, samkomulagið er mjög gott og enginn mætir of seint á æfing- ar; á móti kemur að það er þrúgandi að vera alltaf einn og hef ég mikla þörf fyrir að fara á tónleika og heyra aðra spila." Plötuna sem heitir Hjartatromp segir Guömundur vera afmælisgjöf sem hann hafði lofað sér: „Ég er ánægður með út- komuna og ég vona að aðrir verði það einnig. Hún er öðruvísi en ég gerði mér grein fyrir í upphafi að hún yrði, en þær breytingar bæta hana tvímæla- laust." Tónlistin er og hefur lengi verið aðal- starf Guðmundar: „Auk þess að spila reglulega þá kenni ég einnig á píanó. Ég kenndi í mörg ár íslensku með tónlist- inni en er nú genginn tónlistargyðjunni á vald að öllu leyti. Ég nota frí- stundir mínar til að veiða, ' er mikill silungsveiðikarl og er í umhverfisvænum félagsskap, Ármönnum, sem er félagsskapur sem hefur það að markmiöi að veiða á flugu og skilja ekkert eftir sig í náttúrunni nema fótsporin. Fátt þyk- ir mér betra eftir að ég hef lokið spilamennsku í Húsafelli en að fara á Ámarvatnsheið- ina með veiðistöng og veiða í kyrrðinni." -HK Url skemmtir á Gauknum í kvöld. Kæfurokk á Gauknum I kvöld er það hljómsveit- in url sem heldur tónleika á Gauki á Stöng. Nú nýverið kom út fyrsta lag url-s-ins, Song in A, á geislaplötunni Svona er sumarið frá Skíf- unni og hefur lagið verið spilað töluvert á öldum ljós- vakans að und- anfömu. í kvöld verður kæfurokkið i háveg- um haft en þess má geta fyr- ir þá sem ekki vita aö url-ið spilar eingöngu frumsamið efni. Hljómsveitina url skipa Garðar, söngur, Heiða, söngur, Oscar, hljómborð, Kjartan, tromm- ur, Þröstur, gítar, og Helgi, bassi. Á undan url-inu mun hljómsveitin Út- ópía stíga á stokk og flytja frumsamið, draumkennt rokk. Skemmtanir Myndgátan ÖrgOt Myndgátan hér að ofan lýsir orðtaki. Kvöld- göngurí Viðey hafa lengi verið vinsæl- ar. Kvöldganga í Viðey í kvöld verður boðið upp á gönguferð á vegum staðarhaldara í Viðey. Að þessu sinni verður rifl- aður upp þáttur Jóns Arasonar Hólabiskups í sögu staðarins. Lagt verður af stað kl. 20.30 frá Klettsvör i Sundahöfn. Þegar komið er út í Viðey hefst gangan við kirkjugarð- inn og liggur svo leiðin niður fyrir Heljarkinn, þá fram hjá Ráðskonu- bás, suður fyrir Sjónarhól og að Virkinu, höfða þar sem Jón biskup mælti fyrir um virkisbyggingu er hann kom til Við- » eyjar á herfór UtlVGrS sinni til Suður----------- lands 1550. Eftir stuttan stans verð- ur haldið meðfram Áttæringsvör, Sauðhúsavör, um Hjallana, yfir á veginn og loks gengið hjá Klaustur- hól og heim á hlað. Gangan tekur innan við tvo tíma og göngufólk er minnt á að vera vel búið. Göngurnar í Viðey eru raðgöngur í fimm áfóngum. Sá sem gengur þær allar fær gott yfir- lit um það sem er að sjá á þessari söguríku eyju og næsta nágrenni hennar. Gjald er ekki annað en ferjutollurinn, kr. 400 fyrir full- orðna og kr. 200 fyrir börn Bridge Þegar andstæðingarnir segja sig upp í slemmu sem virðist liggja vel er það yfirleitt happadrýgst fyrir vömina að reyna að brjóta sér slag í byijun. í þessu tilfelli hefði norður hnekkt slemmunni með því að spila út spaða í upphafi. Hjartaútspil norð- urs virtist sakleysislegt, en í reynd gefur það samninginn. Norður var hins vegar svo heppinn að vera með góðan spilafélaga sem var þeim kost- um búinn að telja ávallt slagi mótherjanna. Austur gjafari og allir á hættu: 4 D543 » 9876 * G94 * K7 4 ÁG9 * ÁKG ♦ K1032 4 Á105 4 K876 » 542 4 765 * 432 Austur Suður pass pass 2 * * pass 5 ♦ pass Vestur Norður 1 4 pass 4 grönd pass 6 grönd p/h Sagnir AV voru groddalegar. Vest- ur opnaði á einum tígli með það fyr- ir augum að stökkva næst í tvö grönd til að sýna 19-20 jafnskipta hendi. Tvö lauf austurs sýndu hendi með nálægt opnunarstyrk og vestur djöfl- aðist þá í slemmu eftir einfalda ása- spumingu. Eftir hjartaútspilið gat sagnhafi greinilega fengið 12 slagi, 4 á láglitina, 3 á hjarta og spaðaásinn. Hann tók fyrsta slaginn á hjarta- drottningu í blindum og svinaði strax laufdrottn- ingu. Norður drap á kónginn og spilaði meira hjarta sem sagnhafi tók á kóng. Hann spilaði nú öll- um laufum sínum og henti tveimur spöðum heima. Suð- ur sá í hendi sér að samningurinn gat alltaf staðið. Þar sem tígulopnun- in lofaði a.m.k. 4 spilum vom slagim- ir alltaf 12 ef sagnhafi hitti í tígulinn. Eini möguleikinn fyrir vömina var að villa um fyrir sagnhafa. Suður ákvað að henda spaðasjöu og áttu í flórða og fimmta laufið. Sagnhafi spilaði næst spaða á ásinn og þá lét suður spaðakónginn! Það hafði enga hættu í för með sér, því ef vestur átti drottninguna þá gat hann svínað fyr- ir kónginn. Vestur féll beint i gildr- una, lagði niður ÁD í tígli og svínaði síðan níunni. ísak Örn Sigurðsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.