Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.1999, Qupperneq 8

Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.1999, Qupperneq 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 13. JÚLÍ 1999 Khrústsjov gerist bandarískur ríkisborgari Sergei Khrústsjov, sonur sovéska stjórnmálaleiötogans Nikíta Khrústsjovs, er orðinn bandariskur þegn. „Ég er endurfæddur," sagði Khrústsjov þegar hann hafði farið með hollustueið við Bandaríkin. Khrústsjov, sem er eina barn hins látna leiðtoga, sagðist þess fullviss að faðir sinn myndi ekki snúa sér við í gröfmni vegna þess og hann myndi skilja þess ákvörðun fullkomlega. Khrústsjov hefur gegnt prófess- orsstöðu í Brown háskólanum frá árinu 1991. Hann segir að honum og eiginkonu sinni hafl alla tíö liðið vel í Bandaríkjunum og þess vegna hafi hann sótt um ríkisborgararétt. Khameini erkiklerkur fordæmir kröfugöngur stúdenta í íran: Segir Bandaríkin á bak við mótmælin Þúsundir stúdenta höfðu í morg- un að engu bann yfirvalda við mót- mælum og söfnuðust saman við há- skólann í Teheran. í gærkvöld handtók óeirðalögregla í Teheran um 50 manns er hún gerði innrás í stúdentagarða við háskólann. Yfirvöld í íran fullyrtu seint í gærkvöld að óeirðum gærdagsins væri lokið. Þá hafði verið sett bann við mótmælagöngum sem taka á gildi í dag. „Enginn hópur eða sam- tök hafa rétt til að safnast saman, ganga eða mótmæla. Brot gegn banninu er ólöglegt og brugðist verður við í samræmi við það,“ sagði í tilkynningu yfirvalda. Þetta var í fyrsta sinn sem yfir- völd bönnuðu beinlínis mótmæla- göngur stúdenta sem nú hafa staðið yfir í sex daga. Stúdentar mótmæla lokun frjálslynds dagblaðs og krefj- ast prentfrelsis. Þegar námsmenn héldu til bú- staða sinna seint í gærkvöld þustu hundruð róttækra múslíma út á göt- Stúdentar hlúa að særðum félögum sínum við háskólann í Teheran í íran í gærkvöld. Símamynd Reuter ur höfuðborgarinnar. Þeir æddu öskureiðir i átt að stúdentagörðun- um, vopnaðir löngum prikum. Sam- kvæmt frásögn stúdenta stöðvaði óeirðalögregla múslímana. Mikil átök urðu í gærdag milli stúdenta og óeirðalögreglu og bylt- ingarvarða sem styðja klerka múslíma. Óeirðalögreglan og bylt- ingarverðir réðust á stúdenta með kylfum og táragasi. Mohammad Khatami, forseti írans, sem eru umbótasinnaður, hvatti í gær stúdenta til að svara ekki ögrunum frá andstæðingum umbótanna. Khatami sagði að aðil- ar sem ekki vildu breytingar í land- inu reyndu að hagnýta sér mótmæli stúdentarma. Æðsti trúarleiðtogi írans, aya- tollah Ali Khameini, kenndi í morgun utanaðkomandi öflum, einkum Bandaríkjunum, um óeirðirnar í íran sem breiðst hafa út víða um landið. Múslímar saka stúdenta um að ætla að kollvarpa íslamska kerfinu. Óraníumenn friðsamir í gær Óraníumenn voru friðsamir þeg- ar þeir gengu fylktu liði um götur Belfast í gær en þá náði svokölluð göngutíð hámarki. Göngur Óraníu- manna í ár hafa því verið án átaka og þykir það til marks um að friðar- vilji sé ríkjandi. Þetta mun í fyrsta sinn á fimm ára tímabili sem ekki kemur til átaka í kringum skrúðgöngur Óran- íumanna. Lögregla var í viðbragðs- stöðu í Belfast i gær en að sögn lög- reglustjórans hegðuðu bæði mót- mælendur og kaþólikkar sér hið besta í gær. Á sama tíma í gær tilkynnti breska stjórnin að hún hygðist leggja fram frumvarp sem ætlað er að tryggja að Sinn Féin taki ekki þátt i nýrri heimastjórn standi IRA ekki við skuldbindingar um afvopn- un. Frumvarpið er talið munu auka stuðning sambandssinna sem marg- ir hveijir hafa veriö andsnúnir sam- komulagsdrögum Tonys Blairs og Berties Aherns, forsætisráðherra ír- lands. Samkvæmt tillögum forsætisráð- herranna rennur frestur til að hrinda tillögunum í framkvæmd á fimmtudag. Samkvæmt þeim myndu stjórnmálaflokkamir til- nefna fulltrúa sína í stjórn og taka síðan við takmörkuðum völdum úr höndum Breta. Afvopnun IRA hæf- ist síðan að nokkram dögum liðn- um. Ekki er talið líklegt að Sam- bandssinnar taki endanlega afstöðu til samkomulagsins fyrr en á mið- vikudagskvöld. Anægja með fund Baraks og Arafats Bandarlsk yfirvöld lýstu í gær yf- ir ánægju sinni með fyrsta fund Ehuds Baraks, forsætisráðherra ísraels, og Yassirs Arafats, leiðtoga Palestínumanna, á sunnudaginn. James Foley, talsmaður handaríska utanríkisráöuneytisins, sagði nið- urstöðu fundarins enn eina ástæð- una fyrir því að Sameinuðu þjóð- irnar ættu að aflýsa ráðstefnu sinni í Genf í þessari viku um framferði ísraela á Vesturbakkanum og Gaza- svæðinu. Nýja stjórnin í ísrael hef- ur hvatt Palestínumenn til að taka ekki þátt í ráðstefnunni. Primakov Rúss- landsforseti ef kosið yrði nú Ef forsetakosningar færu fram í Rússlandi nú yrði Jevgení Prima- kov, fyrrverandi forsætisráðherra, kjörinn, samkvæmt nýrri könnun. Könnunin sýnir að Primakov fengi 17 prósent atkvæða í fyrri umferð kosninganna en kommún- istaleiðtoginn Gennadí Zjúganov 16 prósent. í annarri umferð myndi Primakov sigra hver sem andstæð- ingur hans yrði. Forsetakosningar verða í Rúss- landi í júní eða júlí á næsta ári. í kjölfar mikilla monsúnrigninga hafa flestar ár f Bangladesh flætt yfir bakka sína og gott betur því margir bæir og borgir eru á floti. íbúar hafnarborgarinnar Chittagong máttu vaða elginn tii að komast leiðar sinnar í gær. Símamynd Reuter Norska strand- gæslan handtók grænfriðunga Norska strandgæslan gerði í gær upptækt skip grænfriðunga, Síríus, undan strönd S-Noregs. Grænfriðungarnir reyndu að hindra hrefnuveiðar norska hval- skipsins Kato. Afhenda átti lög- regluyfirvöldum í Stavanger grænfriðungana 17, sem voru um borð í Síríusi, í morgun. Talsmað- ur grænfriðunga, Lars Haraldsen, fullyrti að skotið hefði verið á gúmmíbát grænfriðunga frá hval- skipinu. Talsmenn strandgæsl- unnar sögðu grænfriðungana hafa verið handtekna þar sem þeir sigldu of nálægt hvalbátun- um og neituðu að fara á brott. Sprengja í rútu í Istanbúl Tveir særðust alvarlega er sprengja sprakk í smárútu í Istan- bul í Tyrklandi i nótt. Engin sam- tök höfðu í morgun lýst yfir ábyrgð á sprengjuárásinni. Kúrdískir skæruliðar, öfgasinn- aðir vinstri menn, róttækir múslímar og öfgasinnaðir hægri menn hafa að undanfórnu staðið fyrir sprengjuárásum í Tyrklandi. Átta manns hafá beðið bana í árásunum í þessum mánuði.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.