Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.1999, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.1999, Blaðsíða 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 13. JÚLÍ 1999 Spurningin Hver er uppáhalds- fréttamaður þinn? Axel Einarsson 13 ára: Bjarni Fel- ixson. Auður Alfa 10 ára: Logi Bergmann Eiðsson. Þóra Björk Sveinbjömsdóttir 14 ára: Það er að sjálfsögðu Gísli Mart- einn. Áslaug Baldursdóttir 14 ára: Ólöf Rún Skúladóttir. Sif Ásmundsdóttir flugfreyja: Elín Hirst. Sigurjón Ólason flugvirki: Elín Hirst. Lesendur Hve sælt er að vera fátækur Þær tötralegu mannverur sem búa við illlýsanlega fátækt eru oft ríkari af því sem Vesturlandabúinn er sífellt að rembast við að eignast, þrátt fyrir auðæfi sín - gleði, hamingju og lífsfyllingu. Einar Ingvi Magnússon skrifar: Þau voru ógleymanleg sígauna- þorpin sem bar fyrir augu mín í austanverðri Slóvakíu; niðurnídd og yfirgefin hreysi fyrst á að líta. Fátæktin var illlýsanleg. En þær tötralegu mannverur sem þar buggu, öreigar á Vesturlandans mælikvarða, voru ríkari af því sem Vesturlandabúinn er sífellt að rembast við að eignast, þrátt fyrir auðæfi sín - gleði, hamingju og lífs- fyllingu. Og þessi hamingja óx við þau ytri skilyrði og aðstæður, þar sem honum myndi aldrei detta í hug að leita hennar. Þessi opinberun dundi yfir mig, sakleysingjann, eins og þruma úr heiðskíru lofti, þar sem ég stóð og hugsaði heim. Vesturlandabúar eru orðnir flkl- ar hátækninnar og tæknimunaður- inn er farinn að veikja viðnáms- þrótt til mannlegra samskipta. Þeir líkjast orðið eins konar „andlegum eyðnisjúklingum", fótluðum af flkn sinni í heilsuspillandi vellystingar. En fátæklingai’ hafa alltaf þurft að læra að njóta hversdagslifsins. Þess- ara hátíða hversdagsins, gleði- stunda í litlum efnum, sem hægt er að njóta allan ársins hring. Og þeg- ar þeim lærist það eftir ótiltekinn áraflölda, oftast á seinni hluta æf- innar, fylla þeir hóp hamingjusöm- ustu manna á jarðkringlunni. Mikil speki felst í því að kunna að njóta fábrotinna aðstæðna og ótakmarkaður vísdómur er að baki þrautseigjunni við störfm sem oft eru ætluð smælingjum og lægra settum í virðingarstiga samfélags- ins. Svo maður tali nú ekki um ann- að og meira en að þvo af sér sokka inni á baðherbergi eða strauja bleiur barnsins sins - sem getur orðið andleg svalalind. Það er einnig göfugt starf að sjá fyrir fátæku heimili. Þangað er há- leitara að bera björg í bú, líkt og fuglar himinsins, en að bera af- rakstur dagsins inn á bankareikn- ing, sem t.d. er ætlaður til að styrkja flugfélög eða veitingamenn á erlendri grundu - og flnna ham- ingjuna. Það er einfaldlega sælla að vera fátækur en að standa í því að vera ríkur. Fátæklegar landsbyggðarfréttir - mjúk mál en engar framkvæmdir Einar Óskarsson hringdi: Það er eins og landsbyggðin sé þess ekki megnug að hafa frum- kvæöi í verklegum framkvæmdum eða sýna af sér meiri stórmann- leika en að flagga hátíðarsamkom- um, flallaskokki og vígslum af hinu og þessu taginu. Maður les sjaldan fréttir af mannvirkjagerð, túraun- um til að koma upp atvinnu eða þjónustustarfsemi sem dreifbýlis- fólk getur haft framfæri af. - Nei, allt skal sótt til Reykjavíkur og með aðstoð landsbyggðarþingmanna eða ríkisstjórnar skal áfram hjakkað í sama farinu. Hópferðir tfl höfuð- staðarins til að bera fram bænar- skjal. Það er það sem virðist gilda á landsbyggðinni. í Morgunblaðinu sem ég les dag- lega ásamt DV er oft að flnna viða- mikla umflöllun um atburði á landsbyggðinni og þar er ekki um auðugan garð að gresja í fram- kvæmdunum. í Mbl. sl. fimmtudag var heil opna með fréttum af lands- byggðinni. Þar mátti m.a. lesa um vel heppnaða kristnitökuhátíð, fallaskokk í Húnaþingi, endurbygg- ingu Hraunsréttar og vígslu kapellu á ísafirði ásamt vígslu svefnskála í Vatnaskógi. Og svo auðvitað fréttir af „hátíðarsamkomu í tilefni af formlegri stofnun landbúnaðarskól- ans á Hvanneyri. Allt eru þetta í raun fréttir um eyðslu á fé hins opinbera, ekkert raunhæft til uppbyggingar sem endast má til framfærslu og at- vinnusköpunar. Hvernig á nú dreifbýlið að dafna með þessu háttalagi? Er nema von að þéttbýl- isbúi eins og ég fái þá tilfinningu að landsbyggðin sé meira og minna „á jötunni“ hjá hinum framtaks- sömu og framkvæmdaglöðu þétt- býlisbúum hér á þéttbýlissvæðinu suðvestanlands? Viðhorf stjórnenda hjá SVR: Aætlun vagnanna í fýrirrúmi Helga Bjamadóttir skrifar: Mér er farið að blöskra hvernig forstjóri Strætisvagna Reykjavíkur talar þegar flölmiðlar þurfa að eiga orð við konuna. Mér finnst hún oft- ar en ekki tala út í hött. Fyrir nokkru réttlætti forstjórinn gerðir vagnstjóra SVR sem ók af slysstað og sinnti ekki viðvörun far- þega um að hann hefði ekið á dreng uppi í Grafarvogshverfi, neitaði að snúa við og ók rakleiðis á Hlemm, þrátt fyrir tilmæli lögreglu um að hann kæmi á vettvang. Við þetta framferði vagnstjórans sá forstjórinn ekkert athugavert. Snupraði forstjórinn lögregluna og kvað það einfaldlega vera hlutverk (LÍ©11M[d)Æ\ þjónusta allan sólarhringinn : Lesendur geta sent mynd af sér með bréfum sínum sem blrt verða á lesendasíðu Nú er hallarekstur SVR að keyra úr hófi fram og þá er ekkert sjálfsagðara en að hækka álögurnar á þá sem treysta helst á þjónustu strætisvagnanna, segir Helga m.a. í bréfi sínu. strætisvagnanna og ökumanna þeirra að koma farþegum á áætlun frá einum stað til annars. Mér finnst nú að út af megi bregða þeg- ar ekið er á fólk í leiðinni. Eða hvað? Þessi hvatskeytlegi forstjóri hefur nú síðustu daga verið að réttlæta yf- irvofandi hækkanir á fargjöldum strætisvagnanna um allt a 25%. R- listinn, sem for- stjórinn starfar fyr- ir, svíkur loforð sín um greiðari og ódýrari almenn- ingssamgöngur. Nú er hallarekst- ur SVR að keyra úr hófi fram og þá er ekkert sjálfsagðara en að hækka álög- urnar og ekkert siður á þá sem minnst mega sín: börnin, einstæðu mæðurnar og gam- almennin, sem treysta helst á þjónustu strætis- vagnanna. For- stjórinn talar eins og þessir farþegar bíði með óþreyju eftir því að fá að borga meira fyrir að fara með strætó. Það hljóta að vera einhver tak- mörk fyrir því hvaða ummæli og framkomu embættismenn geta leyft sér á opinberum vettvangi. Jafnvel þótt þar fari dreissugar konur sem starfa undir handarjaðri borgar- stjóra Reykjavíkur. DV Stöð 2 - ófull- burða fréttir Ásbjörn Bjömsson hringdi: Mér finnst fréttir sjónvarpsstöðv- anna hér vera afar illa unnar og í mörgum tiifellum ófullburða og detta niður án nokkurrar niðurstöðu. Þetta mátti t.d. sjá og heyra í fréttum Stöðvar 2 sl. fimmtudagskvöld um bæði klámmyndaverslun í íbúða- blokk við Skúlagötu og svo aftur um veggjatítlur sem fundust í húsi í vesturbæ Reykjavíkur. í fréttinni um klámmyndaverslunina var ekki rætt við neinn annan en gamlan mann sem varla var fær um að flá sig og því ekki besti viðmælandinn. Hví ekki að ná í höfuðpaurinn sjálfan, klámmyndasalann? Eða þá aðra íbúa í húsinu? Og hví mátti ekki segja frá því hvar veggjatítluhúsið var í borg- inni eða tala við eiganda þess? Ekki var sparað að vitna í sams konar hús í Hafnarfirði og var það raunar meira í frétt Stöðvar 2 sl. fimmtudag en húsið sem fréttin var um. Þetta eru aðeins tvö dæmi um mjög slaka fréttamennsku sjónvarpsstöðvanna. Jóhanna og réttlætiskenndin Einar Árnason hringdi. Hún Jóh'anna Sigurðardóttir al- þingismaður er athygliverð persóna í stjórnmálum hér á landi. Víst hefur Jóhanna réttlætiskennd og margir standa þess vegna með henni í orð- ræðum hennar. Eins og t.d. núna vegna umræddrar og að því er virð- ist fyrirhugaðrar ráðningar fyrrv. bankastjóra sem þegar hefur yfirgef- ið tvo banka, Útvegsbankann sáluga og Landsbankann, vegna klúðurs í vinnubrögðum. Jóhanna lokar þó stundum augunum þegar önnur mál eru í umræðunni. Ég minnist t.d. ekki yfirlýsinga hennar eða hneyksl- unar á því atferli ráðherra að koma Svavari Gestssyni úr landi með emb- ætti sendiherra á bakinu, sem síðan varð að afmá og gera hann að ræðis- manni. Allt til að losna við Svavar úr pólitíkinni. Það mál hefði Jóhanna og réttlætiskennd hennar átt að vakna við. Reykjavíkurflugvöll- ur og borgarstjórn Smári skrifar: Mér finnst minnihluti borgar- stjómar Reykjavíkur standa sig illa i umræðunni um Reykjavíkurflugvöll. Borgarstjóri og samgönguráðherra eru sammála um að festa völlinn í Vatnsmýrinni fram á næstu öld. Þetta eru afdrifarík mistök. Minni- hlutinn í borgarstjóm lætur þetta svo að segja afskiptalaust eins og einn fulltrúi hans sýndi glögglega í umræðuþætti í Sjónvarpinu 8. júní sl. Vatnsmýrin er gulls ígildi fyrir Reykjavík sem íbúðasvæði og samt á að leita annarra og dýrari lausna fyr- ir byggingalóðir. Sjálfstæðisflokkur- inn á að nýta sér frumhlaup borgar- stjómar í málinu og skera upp herör gegn flugvellinum í Vatnsmýrinni áður en það er orðið of seint. Lúmskt áróðursbragð V.V. skrifar: Nýverið birtist grein í New York Times þar sem flallað var um franska heilbrigðisundrið: óvenjulít- ið af hjarta- og æðasjúkdómum. Þetta er fyrst og fremst rakið til mataræð- is Frakka og rauðvínsdrykkju. En jafnframt var lýst yfir áhyggjum vegna þess að franskir unglingar teyguðu sífellt meira kók og annað ropvatn í stað rauðvíns. Þetta myndi fyrr en síðar koma niður á heilsu þeirra. íslenska bikarkeppnin í knattspyrnu hefur undanfarin ár verið kennd við skaðvænlega drykki, fyrst mjólk og nú Coca Cola. Enginn hefur sett út á þetta lúmska áróðurs- bragð, sambærilegt við að sýna reykjandi sundmethafa. Hvað skyldi nú landlæknir, eða Umboðsmaður bama segja? - Ég iegg til að á næsta ári, (í anda núverandi heimsmeist- ara í knattspymu), verði leitað til rauðvínsframleiðanda sem styrktar- aðila og keppt um Beaujolais-bikar- inn. Þannig væri réttum skilaboðum komið til íslenskrar æsku.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.