Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.1999, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.1999, Blaðsíða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 13. JÚLÍ 1999 Fréttir STEF höföar mál á hendur veitingahússeiganda: Spilar tónlist frá Búrma - og greiði engin STEF-gjöld, segir eigandinn Tekið var fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur nýlega mál gegn fyrr- um eiganda veitingastaðarins Fu Man Chu en stefnendurnir, STEF og Samtök flytjenda- og hljómplöturétt- ar, telja að eigandinn hafi gerst brotlegur gagnvart lögum með því að greiða ekki gjöld til samtakanna þegar hann lék tónlist á staðnum. Maðurinn, Gilbert Yokpeck Khoo, sem nú er eigandi veitingastaðanna Sjanghæ og Kryddkofans, telur hins vegar að honum beri engin skylda að greiða gjöldin enda hafi hann leikið tónlist frá Búrma og öðrum löndum af segulbandi og það lágt. Búrma og hin löndin séu ekki aðili að alþjóðasamningum, sem samtök- in sem stefna honum miða við, og því beri honum engin skylda að greiða gjöldin. STEF sendi fulltrúa sína í sendiferð um veitingahús borgarinnar í lok ársins 1997 til að kanna hvaða veitingastaðir greiddu umrædd gjöld og komust að því að Fu Man Chu lék tónlist en hann hafði ekki greidd nein gjöld auk þess sem könnunin fór fram án hans vitundar. Vitni verða kvödd til í málinu, þ. á m. tveir aðilar sem könnuðu hvort tónlist var leikin á staðnum. Líklega verða þeir inntir eftir því hvort tónlistin hafi verið frá Búrma eða öðrum löndum. Aðal- meðferð málsins fyrir héraðsdómi fer fram í lok september. -hb Byssuleikur Qögurra drengja dró dilk á eftir sér: Víkingasveit gegn tappabyssu - dreymdi ekki um afleiðingarnar, segir einn piltanna „Þetta var tappabyssa sem 11 ára bróðir eins okkar hafði keypt í leik- fangaverslun á Spáni. Okkur dreymdi ekki um afleiðingar þess að taka byss- una með okkur á rúntinn," sagði Sig- urður Ámason, 17 ára piltur sem var keyrður ofan í grasbala við Seðlabank- ann ásamt þremur félögum sínum og handjámaður af vikingasveitarmönn- Borgarbyggö: Nýr bæjar- fulltrúi DV, Vesturland: Andrés Konráðsson hjá Loftorku í Borgamesi tekur fast sæti í bæjar- stjórn Borgarbyggðar nú þegar Óli Jón Gunnarsson verður bæjarstjóri í Stykkishóhni. „Þetta leggst ágætlega í mig, enda hefur samstarfið í nýja meirihlutan- um gengið vel,“ sagði Andrés þegar hann var inntur eftir því hvernig honum litist á að verða bæjarfull- trúi með tilliti til þess sem gengið hefur á í bæjarstjórninni á síðustu mánuðum. „Það eru mörg mál sem bíða ákvörðunar. Það verður gaman að taka þátt í því starfi," sagði Andrés. Aðspurður hvaða mál honum þætti bera hæst nefndi hann skipulags- mál, bæði í Borgarnesi og dreifbýli Borgarbyggðar. „Við þurfum svo að hefiast handa í gatnagerð og þurfum að eiga til fleiri lóðir, bæði fyrir atvinnu- og íbúðarhúsnæði." -DVÓ/BMK um um helgina eins og greint hefur verið frá í DV. Víkingasveitarmenn- imir auk óbreyttra lögreglumanna, alls 15 talsins, beittu ljóskösturum, há- talarakerfi og alvæpni við handtökuna og gengu hreint til verks. „Þessi tappabyssa skýtur léttum plastkúlum og er með öllu skaðlaus enda leikfang fyrir smáböm," sagði Sigurður, en viðurkenndi þó að ekki væri rétt að skjóta úr slíku leikfangi út um bílrúðu á Laugaveginum að kvöld- lagi. Þeir félagamir höfðu verið i sam- kvæmi og ákveðið að taka einn rúnt um miðbæinn áður en gleðskapnum yrði haldið áfram. Byssan var tekin með og drengimir enduðu með vík- ingsveitina á bakinu við Seðlabankann tíu mínútum eftir að þeir hleyptu af nokkrum „töppum" á Laugaveginum. „Okkur var sleppt eftir þriggja klukkustunda yfirheyrslu og fengum að fara á bílnum heim. Lögreglan lagði hins vegar hald á tappabyssuna og hana sjáum við ekki aftur. Hvað þá 11 ára bamið sem átti hana,“ sagði Sig- urður Ámason. -EIR Enginn má líknarlaust lifa Það kemur sér vel fyrir hvern sem er að vinna hálfa nítjándu milljón króna. Minna má raunar gagn gera. Þetta veit iðn- aðarmaðurinn sem vann gullpottinn svokallaða í gullnámu Happdrættis Háskóla íslands um helg- ina. Hann segist enn vera að jafna sig á atburðinum og láir honum enginn. Þessi ágæti iðnaðar- maður gerði sér ferð á spilastofu til að freista gæfunnar. Það gerðu líka fiölmargir aðrir enda höfðu þau tíðindi borist út að nefndur gullpottur væri hærri en nokkru sinni fyrr. „Við vissum að hann kæmi þegar hann færi i 15-18 milljónir króna,“ sagði spilastofu- stjórinn kampakátur og lýsti síðustu viku um leið sem geggjaðri. Menn stóðu nefnilega í biðröðum við alla spilakassa, ákveðnir í að ná pottinum. Þeir dældu í maskín- umar peningum í stjarfri von um fljóttekinn gróða. Biðraðamennirnir töpuðu allir nema iðn- aðarmaöurinn stálheppni. Víst var ástandið geggjað og lýsing spilastofu- stjórans rétt. Spilafiklar landsins röðuðu sér upp allir sem einn og gömbluðu. Ögurstundin var að renna upp. Stóri vinningurinn gat oltið á næsta hundraðkalli og því reið á að dæla þeim sem flestum i apparötin. Þá vUdi gleymast að hund- raðkallarnir, sem fljótt urðu að þúsundköllum, voru kannski ætlaöir i annað. Ekki er ólíklegt að margir þeirra hafi verið eymamerktir mat fyrir fiölskylduna eða tU þess að greiða reikninga og afborganir. En hver hugsar um slíkt smotterí þegar von er á stóra vinningnum? Hvað með nokkra þúsund- kaUa ef von er á milljónum? Skítt með mjólk og brauð og ógreiddan rafmagnsreikning þegar von er tU þess að redda fiárhagnum í eitt skipti fyrir öU. Það er því víða kátt í kotum, einkum hjá Há- skólanum og ýmsum líknarfélögum. Gróðinn er þeirra. Peningarnir í spilakössunum renna þang- að. Vonin um guUpottinn stóra var eins og himnasending. FUdarnir dældu peningum í líkn- arstarfsemina. Góðgerðarfélögin era því í stakk búin til þess að aðstoða þá sem halloka fara og þurfa aðstoðar við. Það á ekki síst við um félög eins og SÁÁ sem fá sinn skerf úr spilakössunum til starfsemi sinn- ar. Félagsskapurinn linar þjáningar spUafíkla sem og annarra fikla og eftir því sem kassagróð- inn verður meiri er hægt að hjálpa fleiri fiklum. SpUafiklar hafa enda aldrei verið fleiri. Þeir sem likna geta því smælað framan í heim- inn. Þeir bjarga sífellt fleiri frá glötun. Starfsem- in hefur sannað sig svo um munar. Hvern varðar svo sem um það hver kveikir löngun og fikn spilafiklanna? Nú er bara að bíða þess að guUpotturinn verði sem fyrst stór aftur og biðraðir myndist svo meiri peningar fáist tU þess að bjarga enn fleiri fiklum frá ósómanum. Dagfari Skjálfti að vestan Jón Baldvin Hannibalsson, sendUierra íslands í Bandaríkjun- um og fyrrum formaður Alþýðu- flokksins, kom til landsins í fyrra- dag. Umræðan um að Jón Baldvin taki við formanns- stólnum hjá Sam- fylkingunni hefur verið hávær að und- anförnu og mun sendiherrann ætla að ræða við nokkra af sínum helstu stuðnings- mönnum á næstu dögum. Forystu- menn vinstriflokkanna eru sagðir skjálfandi vegna heim- komu Jóns sem stendur i tvær vik- ur og átti upphaflega að vera frí en nú er sagt að stöðug fundahöld séu fram undan hjá Jóni... Línan Nýkjörinn forseti borgarstjórn- ar, Helgi Hjörvar, hefur verið sæmilega iðinn við að skrifa grein- ar í Morgunblaðið upp á síðkastið um ríkishlutafélagið Landssímann. Helgi komst svo aftur í sviðsljósið þegar hið nýja fyrir- tæki borgarinnar, Lína bhf., dóttmíyr- irtæki Orkuveitu Reykjavíkur, gerði samning við ís- landssíma um upp- bygginu Ijósleið- arakerfis. Samn- ingurinn vakti nokkra athygli, m.a. þar sem Helgi hefur verið duglegur að gagnrýna ríkishlutafélagið Landssimann en á sama tíma situr hann i stjórn borgarhlutafélags sem stofnað er fyrir nokkur hundruð milljónir króna af fé borg- arinnar. Helgi gengur nú undir nafninu IJnan hjá félögum sínum í R-listanum eftir teiknamyndasög- unni frægu... Langir hnífar Dagar hinna löngu hnífa standa nú yfir innan sjávarútvegsrisans Básafells ehf. á ísafirði. Mælt er að millistjómendur ríghaldi sér í stóla sína enda hafi hinn brúna- þungi Svanur Guðmundsson, sem setið hefur nokkrar vikur á forstjórastóli, sýnt að hann sé til alls vís. Þannig rak hann umsvifalaust bræðurna og framleiðslustjórana Halldór og Eggert Jónssyni þegar þeir mögl- uðu vegna fyrirhugaðrar sölu frystitogarans Sléttaness. TO eru þeir sem segja að bræðurnir séu vel að brottrekstrinum komnir enda hafi þeir sjálfir blygðunar- laust rekið fiölda manns í valdatíð sinni... Frestun Stjórn Strætisvagna Reykjavíkur ætlaði að halda fund þann 14. júní þar sem hún átti að samþykkja hækk- un fargjalda með strætó. Átti í kjöl- farið af því að samþykkja það í borgarstjórn. Fundinum var frestað vegna bei rúnar Ágústsdóttur. Guörún Ágústsdóttir var mjög fúl með að samþykkja samsvarandi hækkun fyrir fiórum árum og bað því félaga sína í R-listanum að fresta málinu. Hún vfldi aOs ekki samþykkja hækkun gjaldana á síðasta borgar- stjórnarfundinum sínum áður en hún verður sendiherrafrú í Kanada. Málinu var frestað og það keyrt í gegnum stjórn SVR og síðan í gegnum borgarráð þar sem borg- arstjórn er í fríi í júlí og ágúst... Umsjón Hjálmar Blöndal Netfang: sandkom @ff. is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.