Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.1999, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.1999, Blaðsíða 11
ÞRIÐJUDAGUR 13. JÚLÍ1999 11 I>V íbúa á Þingeyri sem vildi aðstööu til atvinnustarfsemi neitað: Fréttir Bærinn dregur menn á asnaeyrunum - segir Brynjar Gunnarsson útgerðarmaður sem fær ekki að setja niður gám DV, Þingeyri: „Ég sótti um leyfi til aö setja gám upp á hafnarsvæðinu og hafði hugs- að mér að hafa þar aðstöðu til að beita línuna fyrir bátinn hjá mér. Nú hafa bæjaryfirvöld hafnað þessu erindi minu í bréfi sem ég fékk ffá byggingarfulltrúa ísafjarðarbæjar. Ég hef snúið mér til íbúasamtak- anna hér á Þingeyri og óskað lið- sinnis þeirra við að finna lausn á þessu máli,“ segir Brynjar Gunnars- son, útgerðarmaður á Þingeyri. Lítið er um beitningaskúra á Þingeyri sem víðar í sjávarplássum eftir að smábátaútgerðin tók kipp frá því sem áður var og hefur víða verið gripið til þess ráðs að leysa vandann með því að koma fyrir gámum þar sem menn hafa haft bæði beitningaaðstöðu og balafrysti. „Ég fer ekki að byggja hús fyrir 5 eða 10 milljónir til beita einhverja bala fyrir trilluna mína. Ég hef ein- faldlega ekki neina peninga til þess. Það er nóg að standa í því að reyna að fjármagna kvóta. Trilluútgerð stendur ekki undir neinum stórbyggingum. En þetta virðist bærinn ekki skilja. Ef bæjaryf- irvöld vilja hafa þetta svona gæti svo farið að ég yrði að fara á stúfana og leita fyrir mér með hvar ég fæ að setja þetta niður. Það eru mörg sveitarfélög sem sækjast eftir því að fá til sín trillubáta. Það er skítt ef bærinn Brynjar Gunnarsson, útgerðarmaður á Þingeyri, við gáminn sem hann festi kaup á til að skapa útgerð sinni aðstöðu en bær- inn hefur ekki heimil- að uppsetningu á. DV-mynd GS ætlar að hrekja fólk á brott með svona flflalátum. Og á meðan bær- inn dregur menn á asnaeyrunum og stoppar í svona smáframkvæmdum þá getum við náttúrlega ekki farið ffam á aðstoð frá ríkisvaldinu." Brynjar hefur líkt og fleiri Þing- eyringar landað afla sínum tonn á móti tonni hjá íshúsfélaginu á ísa- firði. Hann segir að með einum eða öðrum hætti sé það um tugur manna sem komi að útgerð einnar trillu þannig að mikið er í húfi fyr- ir lítið þorp með ríkjandi atvinnu- leysi. „Ég veit ekki hvað verður um löndunina hjá Ishúsfélaginu nú eft- ir að það sameinast og því verður lokað. Manni er ekkert ljúft að selja fiskinn í burtu úr plássinu á meðan vantar tilfinnanlega fisk í vinnsl- una hérna en það er enginn sem get- ur lagt til kvóta á móti hér og ég verð að reka mitt fyrirtæki og sjá til þess að það gangi,“ segir Brynjar -GS Skápur féll á börn Skápur féll á tvö böm í leikher- bergi Hagkaups við Smáratorg á laugardag. Skápurinn var m.a. not- aður fyrir sjónvarpstæki og var hann boltaður við vegginn. Annað barnið kvartaði undan eymslum í fixl og baki en hitt undan eymslum í fæti. Óhappið átti sér stað eftir að annað barnið var að klifra á skápn- um og rugga sér fram og til baka. Herdís Storgaard barnaslysa- varnafulltrúi sagði að verkefna- stjórnin sem hún er starfsmaður hjá hafi rætt um bamagæslu því stjóm- inni er falið að skoða þá staði þar sem böm eru í gæslu. „Eitt af þvi sem við vorum að ræða um daginn er þessi mismunandi barnagæsla sem boðið er upp á. í þessum stóru matvöruverslunum er um að ræða afdrep eða herbergi þar sem bömin geta setið á meðan foreldramir eru að versla. Það er engin gæsla. Við höfum rætt um hvort foreldramir átti sig alltaf á þvi að þeir skilja böm sin eftir ein þama inni en börnin em þrátt fyrir það á þeirra ábyrgð á meðan.“ Herdís hefur bent á í sambandi við leikskóla og heimili að stórir og þungir skápar eigi að vera veggfast- ir. „Þarna var skápurinn veggfastur og að mínu mati er ekki hægt að segja að þetta hafi verið slys.“ -SJ Skógræktarfólkið fær sér hressingu. DV-mynd Elín Plantað á Stjórnarsandi DV, Klaustri: Mikill áhugi á skógrækt hefur löngum verið í Skaftárhreppi enda skilyrði þar góð. Skógarbændum fjölgar með hverju ári. Nokkrir bændur í Skógræktarfélaginu Mörk á Kirkjubæjarklaustri komu nýlega saman í sumarblíðunni og plöntuðu á landgræðslusvæðinu á Stjómar- sandi. Eftir hressingu var haldið í vettvangskönnun um svæðið og var fólkið hið ánægðasta með vöxt og viðgang trjánna. -EAV Hér sést bíllinn í læknum. DV-mynd Guðfinnur Óheppni í ökukeppni DV, Hólmavík: Einn þeirra bUa sem tóku þátt í aksturskeppni um íslandsmeistara- titUinn í raUíi, sem fram fór í ná- grenni Hólmavikur um helgina, lenti út af á fyrstu sérleiðinni um Strákaskarö, fór út um grundir og stöðvaðist ekki fyrr en í djúpum læk. Á nokkurri aðstoð nærstaddra þurfti hann að halda til að losna úr prísundinni. Óhappið telst óveru- legt á mælikvarða þeirra er keppa í bifreið og ekkert ökumann og að- akstursíþróttum og skaðaði það lítið stoðarmann. -Guðflnnur DRÁTTARBBSU - DRÁTTARBEISU Subaru, Daewoo, Galloper, Toyota, Opel, Mitsubishi, Volvo. Sœnsk gœðavara á góðu verði. Takmarkað magn. Fjaðrabúðin Partur Eldshöfða 10, Reykjavík, símar 567 8757, 587 3720.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.