Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.1999, Blaðsíða 26
34
ÞRIÐJUDAGUR 13. JÚLÍ 1999
Afmæli
Steingrímur Jónsson
Steingrímur Jónsson flugvirki,
Hagamel 16, Reykjavík, er sjötugur í
dag.
Starfsferill
Steingrímur fæddist á Akureyri
en flutti eins og hálfs árs með for-
eldrum sínum í Stykkishólm þar
sem faðir hans var sýslumaður.
Þegar Steingrímur var átta ára
flutti fjölskyldan í Borgames þar
sem hann bjó til tvítugs.
Steingrímur stundaði nám við
skólann í Varmahlíð í Skagafirði,
við MA 1946-48 og við Samvinnu-
skólann í Reykjavík en þaðan lauk
hann prófum 1949. Hann stundaði
síðar nám við Embry & Riddle-flug-
skólann á Miami í Bandaríkjunum
og lauk þaðan flugvirkjaprófi 1959.
Steingrímur stundaði vegavinnu
hjá Vegagerð ríkisins á unglingsár-
unum og fram yfir tvítugt og var
þar á þungavinnuvélum 1947-51,
var öryggisvörður, lögregluþjónn og
bílstjóri á Keflavíkurflugvelli
1952-53, og kranastjóri hjá Togaraaf-
greiðslunni í Reykjavík 1953-56 og
1962-63.
Steingrímur var flugvirki hjá
Flugfélagi íslands hf. 1959-62, hjá
Birni Pálssyni 1963-64, hjá Loftleið-
um hf. 1964-73 og þar af í Lúxem-
borg 1970-73, í Atel í
Englandi 1973-74, hjá
Iscargo hf. 1974-75 og loks
hjá Flugleiðum hf. hér á
landi og erlendis frá 1975
og þar til hann lét af störf-
um fyrir aldurs sakir 1996.
Fjölskylda
Steingrímur kvæntist
1960 Ingu Birnu Jónsdótt-
ur, f. 17.9. 1932, kennara.
Þau slitu samvistum 1969.
Synir Steingríms og
Ingu Bimu eru Jón Stein-
grímsson, f. 15.9. 1960, svæfingar-
læknir í Ósló en sambýliskona hans
er Guðrún Ólafsdóttir og eru börn
þeirra Hjördís og Steingrímur Karl;
Skorri Steingrímur, f. 29.8. 1962, sjó-
maður á Seltjarnarnesi og er dóttir
hans Eik.
Steingrímur kvæntist 18.9. 1970
Maríu Waltersdóttur, f. 28.3. 1932,
einkaritara og húsmóður. Hún er
dóttir Walter Charles Clark,
rafvirkja í Englandi, og k.h., Alice
Beatrice Clark húsmóður.
Systur Steingríms eru Benta Mar-
grét Briem, f. 1925, húsmóðir í
Reykjavík, gift Valgarð Briem lög-
fræðingi og eiga þau þrjá syni; Guð-
ný Schrader, f. 1927, húsmóðir í
Flórída í Bandaríkjun-
um, gift William
Schrader fulltrúa og á
hún tvo syni; Kristín
Sólveig, f. 1933, húsmóð-
ir í Reykjavík, gift Ólafi
Erni Arnarsyni, fram-
kvæmdastjóra við
Sjúkrahús Reykjavíkur,
og eiga þau þrjú börn.
Foreldrar Steingríms
vora Jón Steingrímsson,
f. 14.3. 1900, d. 21.7. 1961,
sýslumaður í Snæfells-
nes- og Hnappadalssýslu
og síðan í Mýra- og
Borgarfjarðarsýslu, og k.h., Karitas
Guðmundsdóttir, f. 20.12. 1899, d.
21.9. 1982, húsmóðir.
Ætt
Jón var sonur Steingríms, sýslu-
manns á Húsavik og alþm. og bæjar-
fógeta á Akureyri, bróður Kristjáns,
alþm. háyfirdómara og ráðherra, og
Péturs, alþm. og ráðherra. Systir
Steignríms var Rebekka, móðir Har-
alds Guðmundssonar ráðherra og
Sigurðar, foður Jóns, fyrrv. ráð-
herra. Hálfsystir Steingríms, sam-
feðra, var Sigrún, móðir Steingríms
Steinþórssonar forsætisráðherra.
Steingrímur var sonur Jóns, alþm.
á Gautlöndum og ættföður Gaut-
landsættar Sigurðssonar, b. á Gaut-
löndum Jónssonar, ættföður Mýrar-
ættar Halldórssonar. Móðir Stein-
gríms var Sólveig, systir Jakobínu,
konu Gríms Thomsen skálds. Önn-
ur systir Jakobínu var Valgerður,
móðir Halldóru, konu Tryggva
Gunnarssonar, alþm. og banka-
stjóra. Valgerður var einnig móðir
Hólmfríðar, konu Arnljóts Ólafsson-
ar, pr. og hagfræðings í Sauðanesi.
Bróðir Sólveigar var Pétur, afi Jóns
Ármanns, fóður Áka Jakobssonar,
alþm. og ráðherra, og Ármanns
bankastjóra. Annar bróðir Sólveig-
ar var Jón á Lundabrekku, afi
Árna, alþm. í Múla, föður Jónasar,
alþm. og rithöfundar og Jóns Múla,
útvarpsmanns og tónskálds. Þriðji
bróðir Sólveigar var Benedikt, afi
Geirs Hallgrímssonar forsætisráð-
herra, fóður Hallgríms, forstjóra Ár-
vakurs. Sólveig var dóttir Jóns, ætt-
föður Reykjahlíðarættar Þorsteins-
sonar.
Karitas var systir Péturs í Málar-
anum. Karitas var dóttir Guðmund-
ar, bátasmiðs við Brunnstíg í
Reykjavík, og k.h., Margrétar Kol-
beinsdóttur.
Steingrímur
Jónsson.
Ingibjörg E. Jóhannesdóttir
Ingibjörg Elísabet Jó-
hannesdóttir húsmóðir, Út-
hlíð 35, Hafnarfirði, verður
sextug á morgun.
Starfsferill
Ingibjörg fæddist á Flat-
eyri við Önundarfjörö og
ólst þar upp. Hún lauk
skólaskyldu frá Barnaskól-
anum á ísaflrði.
Ingibjörg starfaði við
fiskvinnslu á Flateyri á
unglingsárunum en flutti
til Reykjavíkur 1957. Þar
starfaði hún við Vöggustofuna Hlíð-
arenda til 1958. Hún flutti þá aftur
til Flateyrar og starfaði þar við
símavörslu hjá Pósti og síma.
Er Ingibjörg gifti sig hófu þau
hjónin búskap á Flateyri og áttu þar
Ingibjörg Elísabet
Jóhannesdóttir.
heima til 1969. Þau
fluttu þá til Hafnarflarð-
ar og hafa átt þar heima
síðan.
Fjölskylda
Ingibjörg giftist 2.6.1960
Helga Sigurðssyni, f.
19.8. 1937, fyrrv. sjó-
manni og nú öryggis-
verði. Hann er sonur
Sigurðar Kristjánsson-
ar, sjómanns á Þingeyri
við Dýraijörð, og Sigríð-
ar Guðjónsdóttur hús-
móður þar, en þau em bæði látin.
Böm Ingibjargar og Helga eru
Sigurður Helgason, f. 25.8. 1959,
húsasmiður, búsettur í Noregi en
fyrrv. sambýliskona hans er Soffla
Guðný Guðmundsdóttir, nemi við
HÍ og eru böm þeirra Andrea Eygló,
Ingibjörg Elísabet og Helga Lára;
Jóna Ágústa Helgadóttir, f. 28.12.
1960, matráðskona, gift Halldóri
Skúlasyni framkvæmdastjóra og
em börn þeirra Ingibjörg Helga,
Gyða Ama og íris Ösp; Guðný
Helga Helgadóttir, f. 9.11. 1967, raf-
eindavirki en sambýlismaður henn-
ar er Þorvaldur Ægir Harðarson
rafeindavirkjameistari og er sonur
þeirra Hörður Fannar; Sigríður
Kristín Helgadóttir, f. 19.9. 1971,
guðfræðinemi, gift Eyjólfi Einari El-
íassyni matreiðslumanni en dætur
þeirra eru Ólöf og Gunnþórunn El-
ísa; Elísabet Sif Helgadóttir, f. 24.1.
1977, nemi við KHÍ.
Systkini Ingibjargar eru Sigríður
M. Jóhannesdóttir, f. 31.8. 1918, nú
látin, húsmóðir, var gift Jóni H.
Guðmundssyni skólastjóra sem
einnig er látinn; Markúsína Andrea
Jóhannesdóttir, f. 6.6.1921, húsmóð-
ir, ekkja eftir Jóhannes Guðjónsson
bakarameistara; Kristján Vigfús Jó-
hannesson, f. 6.9. 1922, vélstjóri og
smiður, kvæntur Sigríði Ásgeirs-
dóttur fiskvinnslukonu; Arelia Jó-
hannesdóttir, f. 20.11. 1923, húsmóð-
ir, ekkja eftir Kristján Guðmunds-
son bónda; Gunnar Jóhannesson, f.
6.3. 1927, bakarameistari, kvæntur
Guðrúnu Guðmundsdóttur.
Foreldrar Ingibjargar voru Jón
Guðmundur Andrésson, f. 25.6.1894,
d. 3.12. 1978, sjómaður, og k.h., Jóna
Ágústa Sigurðardóttir, f. 1.1.1897, d.
9.1. 1981, húsmóðir. Þau hófu bú-
skap að Bessastöðum í Dýrafirði en
fluttu til Flateyrar 1930 þar sem þau
bjuggu lengst af síðan.
Ingibjörg verður að heiman á af-
mælisdaginn.
Skarphéðinn Jósepsson
Skarphéðinn Jósepsson, verk-
efnastjóri við Erlend verkefni hjá
Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna
hf., Fögruhlið 5, Hafnarfirði, varð
fertugur í gær.
Starfsferill
Skarphéðinn fæddist í Stykkis-
hólmi en ólst upp í Hafnarfirði.
Hann lauk stúdentsprófi frá Flens-
borgarskólanum 1979 og B.Sc,-
prófi í sjávarútvegsfræði frá HA
1994.
Skarphéðinn stundaði verka-
mannastörf og sjómennsku
1980-89 og hefur starfað hjá Sölu-
miðstöð hraðfrystihúsanna frá
1994, fyrst við gæðaeftirlit með
frystitogurum og síðan við erlend
verkefni.
Skarhéðinn hefur verið búsett-
ur í Hafnarfirði að undanskildum
námsárum á Akureyri.
Fjölskylda
Skarphéðinn kvæntist 3.8. 1984
Stefaníu Björnsdóttur, 25.6. 1961,
sjúkraliða. Hún er dóttir Björns
Stefánssonar, bónda í Akurseli i
Öxarfirði og siðar á Kópaskeri, og
Gunnhildar Bjarnadótt-
ur en þau eru bæði lát-
in.
Börn Skarphéðins og
Stefaníu eru Fanney
Skarphéðinsdóttir, f.
23.2. 1985; Heiðdís
Skarphéðinsdóttir, f.
30.9. 1989; Björn Skarp-
héðinsson, f. 6.1. 1996;
Gunnhildur Skarphéð-
insdóttir, f. 26.4.98.
Systkini Skarphéðins
eru Þórhallur B. Jóseps-
son, f. 6.3. 1953; Karólína
K. Jósepsdóttir, f. 2.3.55; Ævar
Skarphéðinn
Jósepsson.
Örn Jósepsson, f. 25.8.
1963.
Foreldrar Skarphéðins
eru Jósep B. Kristins-
son, f. 3.8. 1932, bifvéla-
virki við Járnblendi-
verksmiðjunni Grund-
artanga, búsettur á
Hagamel í Skilmanna-
hreppi, og Margrét K.
Þórhallsdóttir, f. 22.7.
1932, afgreiðslumaður
við Járnblendiverk-
smiðjuna á Grundar-
tanga.
HM í bridge:
Góður árangur Islendinga
íslendingar náðu góðum árangri
á heimsmeistaramóti yngri spilara
í tvímenningi sem fram fór í Prag
um síðustu helgi. Sex íslensk pör
voru meðal þátttakenda og eitt
þeirra hafnaði í fimmta sæti. Hátt
í 200 pör víðs vegar að úr heimin-
um kepptu til úrslita í Prag. Sigur-
björn Haraldsson og Guðmundur
Halldórsson náðu góðu skori,
57,99% sem dugði í fimmta sætið
en parið sem hampaði sigri í lokin
fékk 58,61% skor. Það voru Austur-
ríkismenninmir Gloyer-Saurer.
íslensku pörin náðu öll góðum
árangri og vom öll nema eitt með
yfir 50% árangur. Ómar Olgeirsson
og Guðmundur Gunnarsson höfn-
uðu í 36. sæti með 53,64%. Þessi
pör eru bæði í landsliði yngri spil-
ara sem mun taka þátt í Norður-
landamóti í Reykjavík í næstu
viku.
ÍÖS/hsím
DV
Tll hamingju
með afmælið
13. júlí
90 ára
Jón Jónasson,
Freyjugötu 44, Sauðárkróki.
80 ára
Elín Sæmundsdóttir,
HjaUavegi lle, Njarðvík.
Hansína S. Hjartardóttir,
Dúfnahólum 4, Reykjavík.
75 ára
Daníel Gunnars
Jónsson,
Borgarbraut 52,
Borgarnesi.
Arndís
Einarsdóttir,
Hellulandi,
Skeggjastaðahreppi.
Ásdís Einarsdóttir,
Lóni II, Kelduneshreppi.
• Finnbogi Jónasson,
Digranesheiði 25, Kópavogi.
Sigurður Einarsson,
Stóra-Fjalli, Borgarbyggð.
70 ára
Erla Aðalsteinsdóttir,
Urðarbraut 20, Blönduósi.
Sigurlilja Þórólfsdóttir,
Þórustíg 8, Njarðvík.
Svava Sigríður
Kristjánsdóttir,
írabakka 16, Reykjavík.
60 ára
Böðvar Valtýsson,
Búlandi 17, Reykjavík.
50 ára
Elín
Óskarsdóttir,
Vesturbergi 92,
Reykjavík.
Helga
Aðalsteinsdóttir,
Klettavík 7, Borgarnesi.
Inga Guðmundsdóttir,
Hvanneyri, AndakU.
Ingigerður
Guðmundsdóttir,
Skipholti 7, Reykjavík.
Magnús Birgir Guðjónsson,
Áshamri 6, Vestmannaeyjum.
María Þórarinsdóttir,
Tjarnarseli 4, Reykjavík.
Óskar John Bates,
Hellisgötu 5, Hafnarfirði.
Þuríður Bergljót
Haraldsdóttir,
Blönduhlíð 17, Reykjavík.
40 ára
Guðjón Helgi Egilsson
viðskiptafræðingur,
Seiðakvísl 8, Reykjavík.
Birna Vilbertsdóttir,
Frostafold 50, Reykjavík.
Brynhildur Stella
Óskarsdóttir,
Hamraborg 14, Kópavogi.
Elin María Ingólfsdóttir,
Brekkuhjalla 5, Kópavogi.
Gunnlaugur Harðarson,
Lækjarbergi 34, Hafnarfirði.
Gyða Einarsdóttir,
Miðleiti 8, Reykjavík.
Hjálmar Eyjólfur Jónsson,
Dúfnahólum 4, Reykjavík.
Kristjana Gunnarsdóttir,
Hverfisgötu 48, Hafnarfirði.
Linda Hugdis
Guðmundsdóttir,
Hólalandi 24, Stöðvarfirði.
Valdimar Rúnar
Halldórsson,
Engjavegi 21, ísafirði.