Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.1999, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.1999, Blaðsíða 12
 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. StjórnarformaBur og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ÓLI BJÖRN KÁRASON AðstoBarritstjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiBsla, áskrift: ÞVERHOLTI11,105 RVlK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: HeimasíBa: http://www.skyrr.is/dv/ Vísir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiðlunar: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is AKUREYRI: Strandgata 25, simi: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuði 1900 kr. m. vsk. Lausasöluverð 170 kr. m. vsk., Helgarblað 230 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til aö birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Samkeppnisráð fann töfrabil Samkvæmt niðurstöðum Hæstaréttar og Samkeppnis- ráðs er til eitthvert þröngt töfrabil, þar sem fyrirtæki eða samsteypur fyrirtækja verða markaðsráðandi og þar af leiðandi áhyggjuefni. Sé komið upp fyrir þetta bil, er ekki lengur tilefni til aðgerða af opinberri hálfu. Hæstiréttur felldi úr gildi úrskurð Samkeppnisstofn- unar gegn yfirtöku Flugfélags íslands á Flugfélagi Norð- urlands á þeim forsendum, að markaðshlutdeild fyrr- nefnda félagsins hefði verið orðin 85-90% fyrir samrun- ann og það því búið að verða markaðsráðandi áður. Samkeppnisráð hefur nú þrengt túlkun Hæstaréttar með því að úrskurða að yfirtaka Baugs á 10-11 verzlunar- keðjunni stríði ekki gegn samkeppnislögum, af því að Baugur hafi fyrir samrunann verið orðinn markaðsráð- andi með um það bil 50% af smásölumarkaðinum. Samkvæmt þessu vitum við, að einhvers staðar vel innan við 50% markaðshlutdeildar er til eitthvert töfra- bil, þar sem fyrirtæki brjóta í bága við 18. grein sam- keppnislaga, ef þau gleypa annað fyrirtæki. Þetta gæti verið einhvers staðar á bilinu 30-40%. Við getum ekki ímyndað okkur, að fyrirtæki með 20% markaðshlutdeild sé markaðsráðandi. Algengt er hér á landi, að fyrirtæki séu með 20% markaðshlutdeild án þess að vera stærsta fyrirtækið á markaðinum.Töfrabil- ið hlýtur því að vera 30-40% markaðshlutdeild. Ef fyrirtæki á einokunarbraut hefur komið sér upp úr þessu þrönga bili, er það orðið stikkfrí fyrir Samkeppn- isráði, svo sem dæmið sannar. Þetta þrengir að sjálf- sögðu svigrúmið til að beita samkeppnislögum og gerir þau að ónýtu tæki gegn einokunarhneigð. Freistandi er að álykta 85-90% niðurstöðu Hæsaréttar vera léttgeggjað rugl og 50% niðurstöðu Samkeppnisráðs vera botnlaust rugl. Samt verður að viðurkenna, að orða- lag 18. greinar samkeppnislaga kann að vera svo villandi, að það geri lögin máttlaus með öllu. Ef Alþingi er þeirrar skoðunar að samkeppnislög séu nauðsynlegur hemill á einokunartilburði, þarf það að flýta sér að laga 18. greinina í haust. í nýrri grein þarf að skilgreina, á hvaða bili markaðshlutdeildar er ástæða til að hafa áhyggjur af einokunarhneigð fyrirtækja. Þótt ábyrgðin sé á endanum Alþingis, verður ekki hjá því litið, að Samkeppnisráð hefur farið frjálslega með niðurstöðu Hæstaréttar. Þótt einokun sé að mati dóm- stólsins fullnustuð við 85% markaðshlutdeild, þýðir það ekki, að hún sé einnig fullnustuð við 50%. Samkeppnisráð hefur sjálft ákveðið að spila sig stikk- frí í einokun og getur ekki falið sig á bak við dóm Hæsta- réttar. Ráðið hefur teygt og togað sérlunduðu rökfræðina í dómi réttarins langt út fyrir gráa svæðið og gert hana að hreinum og séríslenzkum skrípaleik. Við getum orðað þetta svo, að dómuh Hæstaréttar kann að standast skoðun æðri og betri dómstóla úti í Evrópu, en úrskurður Samkeppnisráðs mun ekki stand- ast neina skoðun. Dómstóllinn er byrjaður að laga sig að umheiminum, en ráðið er það engan veginn. Kjarni málsins er, að Samkeppnisstofnun hefur ekki nennt að taka efnislega afstöðu til málsins eða verið knú- ið til að gera það ekki, nema hvort tveggja sé. Tilvísun ráðsins til dóms Hæstaréttar er yfirklór til að réttlæta niðurstöðu, sem fengin er á annan hátt. Sú óbeina niðurstaða Samkeppnisráðs, að einokun sé fullnustuð við 30-40% markaðshlutdeild, kann svo að verða Pandórukistill, sem gaman væri að hvolfa úr. Jónas Kristjánsson ÞRIÐJUDAGUR 13. JÚLÍ 1999 Endurskoðun á álagningu fasteignaskatta stendur fyr- ir dyrum. Mikilvægt er að sníða af slæma hnökra á nú- verandi fyrirkomulagi. Fasteignaskatturinn er eignaskattur. Álagning er nú allt of há, stundum allt að 2% affasteignamati. End- urskoða verður einnig álagningu fasteignaskatts á sérhæfð mjög verðmæt mannvirki reist i almanna- þágu á borð við virkjanir. Ekki síst þegar engin þjón- usta kemur á móti. Fasteignaskattur er eignaskattur Sveitóirfélög og ríki leggja skatta á einstaklinga og fyr- irtæki. Þekktustu skattamir era tekju- og eignaskattar. Tekjuskattar eru lagðir á tekjur einstaklinga og fyrir- tækja en eignaskattar á verðmæti eigna þeirra. „Grafningshreppur hefur í áratugi haft tekjur af Sogsvirkjunum og Búrfellsvirkj- un og virkjanirnar stóru inni á hálendinu mala guil fyrir sveitarfélög í Árnes- og Rangárvallasýslum." Endurskoðun fasteignaskatta og hrekkur oft ekki til. Fyrir áratug hækkuðu landsbyggðarmenn fasteignaskatta. Hækk- un skattprósentu var falin með því að búa til nýjan álagningarstofn. Hann byggist á verðlagi i Reykjavík sem er 20-400% hærra en utan höfuðborgarsvæðisins. Verðmæti fasteigna í dreifbýli hækkaði ekki við þetta svo í raun var það aðeins álagningar- prósentan sem hækk- aði. Eigendur íbúðarhúsa greiða sums staðar yfir 2,0% af raunvirði fast- „Eigandi fasteignar greiöir til rík- isins skatt af skuldlausri eign í fasteigninni. Þaö er fasteigna- mat að frádregnum áhvílandi skuldum. í fasteignaskatt greiöir hann hins vegar tiltekna pró- sentu aföllu fasteignamati án til- lits til þess hvað hann skuldar Kjallarinn Stefán Ingólfsson verkfræðingur Sköttunum má skipta í tvo flokka. Annars vegar þá sem nefna mætti brúttóskatta. Hins vegar nettóskatta. Brúttóskattar eru innheimtir af öllum tekjum og heildar- verðmæti eigna. Nettóskattar era innheimtir af skuld- lausri eign og tekj- um umfram ákveð- in mörk. Ríki og sveitarfé- lög hafa verkaskipt- ingu hvað varðar skattlagningu. Ríkið leggur á nettóskatta en sveitarfélögin brúttóskatta. Gjald- stofn eignaskatts eru skuldlausar eignir einstaklinga og fyrirtækja. Sveit- arfélögin innheimta brúttóeignaskatt en aðeins af fasteign- um. Eigandi fast- eignar greiðir tO ríkisins skatt af skuldlausri eign í fasteigninni. Það er fasteignamat að frá- dregnum áhvílandi skuldum. í fasteignaskatt greiðir hann hins vegar tiltekna prósentu af öllu fasteignamati án tillits til þess hvað hann skuldar. Fasteigna- skattur er þannig eignaskattur og á að miðast við raunvirði fasteign- anna. 4% af raunvirði eigna í fasteignagjöld árlega Fjármál sveitarfélaga hafa lengi verið erfið. Mörg þeirra nýta heim- ildir til skattlagningar til þrautar eigna sinna í fasteignaskatta í stað 0,4-0,5% áður. Álagning á at-. vinnuhúsnæði er enn hærri. Fast- eignaskattur er hluti af svonefnd- um fasteignagjöldum. Þau era þrí- þætt og er fasteignaskatturinn víða helmingur þeirra. Önnur fasteignagjöld era leigugjöld, aðal- lega af lóðum, og ýmis þjónustu- gjöld á borð við sorphirðugjald og vatnsskatt. Heildargreiðslubyrði fasteignagjalda getur nú farið upp fyrir 4% af raunvirði íbúðarhús- næöis samanborið við um 0,7% í Reykjavík. Fólk greiðir þá á 25 áram allt raunvirði eigna sinna í fasteignagjöld. Fasteignaverð er hér eins og í öðrum löndum breytilegt frá einu landsvæði til annars. Fasteignamatið endur- speglar verðmætið. Þar sem verð er lágt er fasteignamat það einnig. Þar ættu íbúar að greiða lægri eignaskatta. Ríkið viðurkennir þetta en sveitarfélögin marka sér lágmarkstekjur af fasteignaskött- um. Eignir fólks era of litlar til að standa undir þeim. Þá er útbúinn nýr gjaldstofn til að hækka skatt- prósentuna. Eignir skattlagðar en engin þjónusta Viss sveitarfélög innheimta fasteignaskatta af rándýram sér- hæfðum mannvirkjum á borð við virkjanir. Vatnsaflsvirkjanir eru gríðarlega verðmætar eignir sem nýta orku fallvatna. Orkan er í eigu landsmanna og mannvirkin reist í almannaþágu. Margar virkjananna eru langt frá mannabyggðum. Þjónusta sem sveitarfélögin veita rekstraraðil- um þeirra er í engu hlutfalli við hið mikla verðmæti. Oftast er engin þjónusta veitt, jafnvel ekki sorphirða. Sem dæmi um þessa skattheimtu má nefna að Grafn- ingshreppur hefur í áratugi haft tekjur af Sogsvirkjunum og Búr- fellsvirkjun og virkjanimar stóru inni á hálendinu mala gull fyrir sveitarfélög í Árnes- og Rangár- vallasýslum. Sama máli gegnir um fleiri dýrar og sérhæfðar fast- eignir í opinberri eigu. Þessa skattlagningu verður að endur- meta. Óeðlilegt er að innheimt séu hundruð milljóna af fasteignum án þess að aðstaða eða þjónusta komi á móti Stefán Ingólfsson Skoðanir annarra Ríkisstyrkir í sjávarútvegi „Ríkisstyrkir í sjávarútvegi hafa lengi verið þyrn- ir í augum íslendinga, þar sem þeir skekkja sam- keppnisstöðu íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja á er- lendum mörkuðum. ... Rökin sem íslendingar hafa fram að færa gegn ríkisstyrkjunum, era sterk. Tím- inn vinnur með okkur í þessu máli, því afleiðingar ofveiði og stjórnleysis í veiöum verða æ augljósari og sífellt fleiri hafa áhyggjur af ástandi fiskistofna víða um heim. Mörgum er það orðið ljóst, að hafið er eitt mikilvægasta forðabúr mannkyns til að seðja hungur kynslóðanha." Úr forystugrein Mbl. 11. júlí. ÚA og Akureyrarbær „Bærinn á að eiga áfram hlut sinn í ÚA, til þess að tryggja atvinnu í bænum. Þetta er fyrirtæki sem er í góðum gangi og því á bærinn að halda í eignar- hlut sinn og nota arðinn af bréfunum í atvinnuupp- byggingu. Nær er fyrir bæinn að selja einhvern þann rekstur sem síður gengur. Eignarhald bæjarins að þessu stóra fyrirtæki er líka frekari trygging fyr- ir því að kvótinn fari ekki úr bænum, en um slíkt eru einmitt mýmörg dæmi.“ Elías Guðmundsson, sjómaður á Akureyri, í Degi 10. júlí. Bjarnargreiði í fjármálum „Ef við værum beðin um að nefna einhverja sem okkur finnst vera tákngervingar fyrir festuna, ábyrgðartilfmninguna, fyrirhyggjuna era það stjóm- endur fjármálafyrirtækja. Bankastjóri er í mínum augum sá sem ég vil geta treyst til að segja ekki það sem ég vil heyra heldur það sem mér kemur best til langframa. Jafnvel þótt það sé dálítið vont að hann segi upp í opið geðið á mér að ég sé rati í fjármálum og fái ekki grænan eyri. Frekar vil ég það en „hjálp“ sem reynist bjarnargreiði. ... Ef menn vilja að við minni spámenn tökum mark á ráðleggingum þeirra um skynsemi í fjármálum verða þeir að vera sjálfum sér samkvæmir. Virðingin dvínar þegar við sjáum að þeir era jafnbreyskir og við.“ Kristján Jónsson í „Viðhorfi" sínu í Mbl. 10. júlí.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.