Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.1999, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.1999, Blaðsíða 19
MIÐVIKUDAGUR 21. JULI 1999 • f e r ð i r Á Kinkjubæjarklaustni: Eldklenkuninn og nunnurnar Systrastapi á Kirkjubæjarklaustri, landslagið á Síðu ersérstakt. Kirkjubæjarklaustur á Síðu er einn af skemmtilegri við- komustöðum ferða- manna á íslandi, fallegur staður, þrunginn af sögunni, vel upp byggður staður og þar er hitastigið hvað ákjósanlegast á land- inu. Papar bjuggu á staðnum fyrstir allra segir í Landnámabók. Þar stóð Idaustur systra af Benediksreglunni um aldir, frá því um 1200 og fram til siðaskiptanna. Mörg ömefhi á staðn- um minna á systumar. Á Systrastapa er sagt að tvær systranna hafi fengið hinstu hvílu, eftir að hafa verið brenndar á báli vegna ástamála annarrar og ljótra ummæla hinnar um páfann. í Systra- vatni uppi a fjallsbrúninni fyrir ofan Klaustur böðuðu systumar sig. Systrafoss kemur úr vatninu og fell- ur tignarlega. Spölkom í burtu var munkaklaustur, í Þykkvabæjar- klaustri í Álftaveri. Þar var munkur Eysteinn nokkur Ásgrimsson, sá vildi ekki aðeins, heldur kvað Lilju, helgikvæðið sem geflð hefur verið út á mörgum tugum tungumála og þyk- ir einstakt. Á Klaustri stendur minningarka- pella úm séra Jón Steingrímsson, Eldklerkinn, hetju byggðarlagsins í Skaftáreldum 1783, sem runnu úr Lakagígi inni á Síðumannaafrétti. Hraunflóðið hefúr verið talið það mesta sem runnið hefur á jörðinni. Giskað er á að stærð þess hafi verið um 12 rúmkílómetrar af glóandi hrauni. Öskuryk barst til meginlands Evrópu og mistur sást í lofti austur í Asíu. Nágrannaþjóðir söfnuðu fé til styrktar bágstöddum íslendingum, en það fé þótti skila sér illa til bág- staddra að mati Jóns Eldklerks. Boðið er upp á daglegar áætlunar- ferðir frá Klaustri inn í Núpsstaða- skóg, fagurt kjarrlendi í hlíðum Eystrafjalls vestan við Skeiðarárjök- ul. Mikilúðlegt landslag að sagt er. Hér hélt villifé sig um tíma á síðustu öld. Til að komast upp á Kálfsklif verða menn að handstyrkja sig og betra að fara að öllu með gát. Blómabseninn og náttúnugóðgætið Fullyrða má að Suðurlandið skarar nokkuð fram úr öðrum landshlutum i að laða að ferðamenn. Aðeins veðrið getur klikkað, en slæmt veður má oft- ast klæða af sér. En það er margt að skoða á Suðurlandi og dagurinn fljót- ur að líða við ferðamennsku þar, og þá hefur aðeins lítið eitt verið skoðað. Og Suðurlandið hentar vel þeim sem líkar ilia að þræða brúnir fjallveg- anna. Blómabærinn - eða ströndin? Ef sótt er frá Reykjavík, liggur leið- in venjulega í Hveragerði, sem er rót- gróinn ferðamannabær, en hefúr lítið fylgst með straumi tímanna. Suður- land heilsar við Litlu-Kaffistofúna í Svínahrauni í Ölfushreppi, ef þessi leið er farin. Aðrfr fara úr borginni til Þingvalla og aka ef til vill öfugan Þingvallarúnt. Einnig í þjóðgarðinum hefur lítið gerst í ferðamannaþjónustu á umliðnum árum. En báðir þessir staðir hafa margt til síns ágætis, með eða án þjónustu. Afar fáir virðast velja veginn um Þrengsli en æða áfram upp Hveradal- ina og yfir Hellisheiði til blómabæjar- ins og njóta þá gjaman veitinga í Eden, en þar er oftast mikið fjöl- menni. En ferð í Þorlákshöfn er ekki vit- laus kostur. Menn þurfa ekki endilega að vera á leið til Eyja með Herjólfi til að skoða sig um í þessum eina alvöru hafnarbæ Suðurlandsins. Bærinn er hinn vinalegasti og hefúr farið mikið fram á fáum árum, en Ölfusið, sveitin í kring, er blómleg sem fyrr. Kirkjan í Þorlákshöfn er athylgisverðl og altar- istaflan, múrrista eftir Gunnstein Gíslason er gott verk. Kirkjan er opin ferðafólki. Eftir að Óseyrarbrú var reist yfir Ölfusárósa er ekki lengur vík milli vina. Eyrbekkingar og Stokkseyring- ar eru steinsnar frá og á sama at- vinnusvæði. Á Eyrarbakka notaði ungt fólk fjármuni sem það fékk óvænt í hendur til að stofna ágætan veitingastað Lefolii, sem var gott framtak. Nafnið er fengið frá kaup- manninum sem eitt sinn bjó í Húsinu, Minjasafnið, sem Þórður Tómasson á Skógum á mestan heiðurinn af, er talið eitt hið besta afslíku tagi hérálandi. Myndimarsýna gamla torfbæinn - og skilti úr Víkartindi. sem nú er afar áhugavert minjasafn, 234 ára gamalt hús, og það verulega glæsilegt. Á Bakkanum, sem eitt sinn var einn mesti verslunarstaður lands- ins, búa menn í dag til steikarpönnur í stórum stíl og selja matgoggum víða um heim. Þar er lika ríkisfangelsið að Litla-Hrauni, rammlega girt og ógn- vekjand. skeið, er afskap- lega skemmtilegt, og vélamar drifn- ar áfram eins fyrr. Selfoss er tví- mælalaust höfuð- bær Suðurlands, kröftugur bær og snotur, en saman mynda Selfoss, Eyrarbakki og Stokkseyri_ sveit- arfélagið Árborg og vert er að fara í búðir hjá KÁ, þar er ótrúlega mikið „moll“ miðað við að við- skiptasvæðið er ekki ýkja fiöl- mennt. Við Ölfusárbrúna er gamli Tryggvaskáli frá síðustu öld, hann er að niðurlotum kominn og ættu góðir menn að bjarga þeim menningarverð- mætum frá glötun. Merkasta fyrir- tæki bæjarins er Mjólkurbú Flóa- manna sem sér stærstum hluta þjóð- arinnar fyrir mjólkinni. Karlar Þuríðar Perlur uppsveit- anna Stokkseyringar voru ekki síður stórhuga og stofnuðu sérrétta veit- ingahús sem sérhæfir sig i humarrétt- um, og nýtur mikilla vinsælda. Á Stokkseyri er sjálfsagt að skoða sig um í Þuríðarbúð, þar sem Þuríður for- maður hafðist við með áhöfn sinni í ótrúlega óhrjálegum moldarkofa á síð- ustu öld. Á Stokkseyri yfirgefa flestir bílinn og fá sér skemmtigöngu í finu fjörunni þeirra þar sem fuglar eru í miklum önnum i lífsbjörginni. Þama er hægt að gleyma sér, ekki síst ef sjónauki er með í fór. Upp af fjörunni em fjölmargir fallegir sumarbústaðir sem blasa við úthafinu. Meðal þeirra sem átti bústað í nágrenninu var dr. Páll Isólfsson tónlistarmaður og Stokkseyringur. Skammt austur af Stokkseyri er Rjómabúið á Baugsstöð- um, reist snemma á öldinni. Þetta litla safh þar sem vatnsaflið var notað til smjör- og ostagerðar um áratuga Uppsveitir Ámessýslu eru miklar perlur. Þingvellir era frægasta dæm- ið, en rekjum nokkur atriði sem allir verða að sjá hafi þeir ekki séð það: Gullfoss, Geysir, Kerið, Laugarvatn, Þjórsárdalur, Nesjavellir - að ekki sé talað um Kerlingafiöll. í Biskupstungum, Grimsnesinu og víðar em sumarbústaðir borgarbúa í hundraðatali og víst er að íbúar í Ár- nessýslu eru stórlega vantaldir á sumrin, þegar flest er í bústöðunum. Ferðamálayfirvöld hafa unnið að því að glæða ferðamannastrauminn á vetrum líka. Bættar samgöngur stuðla mjög að því að það muni takast. í Grímsnesinu era virkjanir Lands- virkjunar. Rétt er að ráðleggja ferða- löngum að skoða sig um í Sólheimum í Grímsnesi. Staðurinn er nokkra kílómetra frá aðalveginum, en akstur- inn þangað borgar sig. Staðurinn er frábær í góðu veðri. 37 Höfum til leigu fullútbúna húsbíla. Verðum með helgartilboð í ágúst og september, 25.000 kr. (200 km innitaldir). Erum einnlg með smábíla til leigu. Bílaleigan Bergreisur s. 483 4414 Ljósahlífar á flestar tegundir bifreiða CGR naust Sími 535 9000 • Fax 535 9040 • www.bilanaust.is < Upplýsingasimi Veiðimannsins GRÆN LÍNA mm Abu veiðistangirnar eru framleiddar að mestu úr grafít blöndu og trefjagleri, í mörgum stærðum og gerðum. Þær þola mikil átök því styrkur þeirra og sveigjanleiki er einstakur. Abu veiðistangirnar fást í öllum helstu sport- og veiðivöruverslunum landsins. «bu Garcia for life.. Veiðimaðurinn tryggir góðan veiðitúr •*.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.