Dagblaðið Vísir - DV - 23.07.1999, Síða 6
6
FÖSTUDAGUR 23. JÚLÍ 1999
Viðskipti
Þetta helst: ••• Viðskipti dagsins á Verðbréfaþingi voru 753,1 m.kr. ... Mest með ríkisvíxla, 295,6
m.kr. ... Húsbréf 261,6 m.kr. ... Hlutabréf 182,3 m.kr. ... Mest viðskipti urðu með Opin kerfi, 44.892.789 ..
Bréf Opinna kerfa hækkuðu mest, eða um 3,03% ... Bréf SH lækkuðu mest, eða um 4,40% ...
ísbú ehf. lætur smíða skip fyrir íslendinga í Kína:
Þegar búið að semja
um smíði tíu skipa
- þetta er aðeins byrjunin, segir Björn Ágúst Jónsson
Ráðgjafaríyrirtækið ísbú ehf. í
Reykjavík gerði fyrir nokkru samn-
inga um smíði á 9 130-140 tonna
fiskiskipum fyrir íslendinga í Kína.
Þar er um að ræða mesta fjölda
skipa sem smíðaður er í einu fyrir
íslendinga erlendis, alla vega á síð-
ari árum. Skipin eru öll eins, 21,5
metrar að lengd og 6,4 metrar að
breidd. Framkvæmdastjórar og eig-
endur ísbús, Jens Valdimarsson og
Bjöm Ágúst Jónsson, segja að auk
samninga um smíði á áðurnefndum
bátum, þá hafi áður verið búið að
gera smíðasamning á nótaskipi fyr-
ir Örn Erlingsson sem væntanlegt
er til landsins á fyrri hluta næsta
Hús Krossanesverksmiðjunnar á
Ólafsfirði. DV-mynd Helgi
Ólafsíjörður:
Verksmiðja
Krossaness
hættir
DV, Ólafsfiröi:
Bæjarstjóm Ólafsijarðar samþykkti
nýverið bókun vegna þess að Krossa-
nes hf. hefur sagt upp þremur starfs-
mönnum sínum á Ólafsfirði og í fram-
haldi af því hefur verið ákveðið að
hætta allri vinnslu í verksmiðjunni þar
í bæ. Bæjarstjóm samþykkti að skora
á stjóm fyrirtækisins að hún endur-
skoðaði ákvörðun sína hið fyrsta og
leitaði allra leiða til að afla hráefnis svo
hægt yrði að halda starfseminni álram.
Ólafsfirðingar hafa löngum haldið því
fram að í verksmiðjunni sé framleitt
hágæðamjöl sem hefur reynst auðvelt
að selja. -HJ
árs. Það verður þá
trúlega eitt stærsta
nótaveiðiskip í ís-
lenska flotanum,
um 2.200 tonn að
stærð. Þetta skip
verður einnig með
frystingu um borð
og mun geta afka-
stað um 120 tonnum
á sólarhring.
Að sögn þeirra fé-
laga er smíði þess-
ara tíu skipa bara
byrjunin, því nú
eru í deiglunni hjá
fyrirtækinu frekari
smíði á skipum í
Kína fyrir útgerðir
víða um heim. ís-
lenskir útgerðar-
menn hafa sýnt
þessu máli mikinn
áhuga og fylgjast
vel með framvindu
mála. Þá mun einn
útgerðarmaður hér
Eitthvað verður unnið við skipin á íslandi
skipaiðnaðurinn hér á landi hefur oft verið líflegri.
en
hafa
á landi
íhugað smíði á togara i Kína.
Lítil endurnýjun hefur verið á is-
lenska vertíðarbátaflotanum sem
kominn er nokkuð til ára sinna.
Bátamir níu sem nú verða smíðað-
ir í Kína eru útbúnir til línu- og
dragnótaveiða og fara til útgerðar-
manna víða um
land, m.a. þrír
til Vestfjarða.
Bjöm segir að
með smíði á svo
mörgum bátum
í einu hafi
reynst unnt að
ná kostnaði nið-
ur á mörgum
þáttum sem geri
verðið enn hag-
stæðara en ella.
Það snýr m.a.
að flutningi á
skipinum til ís-
lands með stóra
flutningaskipi.
Áætlað verð á
hverjum þess-
ara báta er um
50 milljónir en
þá á eftir að
ekki veitir af því reikna spil inn í
DV-mynd Teitur dæmið en þau
verða sett í þá
hér á landi. Þá má búast við að
gengisbreytingar hafi einhver áhrif
á verðið. -HKr.
Olíuverð:
Bensm mun væntanlega
hækka í verði á næstunni
- segir Gunnar Karl Guðmundsson
„Þær lækkanir sem hafa verið á
hráolíu erlendis undanfarið era ein-
ungis brot af þeirri hækkun sem
hefur verið undanfarna mánuði.
Hækkanir erlendis hafa verið það
miklar að bensín mun líklega
hækka hér á landi,“ segir Gunnar
Karl Guðmundsson, framkvæmda-
stjóri fjármálasviðs Skeljungs. Hrá-
oliuverð erlendis hefur lækkað um
örfá prósent en það nær engan veg-
inn þeim hækkunum sem hafa ver-
ið síðan í maí. „Bensín mun vænt-
anlega hækka í verði á næstunni.
Sú hækkun sem hefur verið á bens-
ini erlendis jafngildir um 7 krónum
á hvem lítra. Bensinverð mun þó
ekki hækka það mikið,“ segir Gunn-
ar.
Verð á bensínlítra hefur mikið að
segja fyrir neytendur og því ljóst að
hækkunin á hráolíu erlendis undan-
fama mánuði eru slæm tíöindi fyrir
þá. íslenski bátaflotinn er einnig
mjög háður olíuverði og ljóst aö
hækkun á því mun hafa slæmar af-
leiðingar, sérstaklega fyrir þá sem
veiða uppsjávarfisk, en afurðaverð
þar hefur hrunið frá því sem var.
Margir hafa rætt um að hækkun ol-
íuverðs myndi hafa slæmar afleið-
ingar fyrir sjávarútveginn og þá um
leið þjóðarbúskapinn. Því miöur
náðist ekki í fulltrúa annarra oliufé-
laga um hvort og þá hve mikið olíu-
verð myndi hækka. -EIS
Kínverjar gefa í
Kínversk stjómvöld hyggjast auka
verulega ríkisútgjöld sín á þessu ári
til að örva hagkerfið. Li Lanqing Li,
einn af yfirmönnum efnahagsmála í
Kína, sagði að aðgerðimar ættu að
skapa afslappaðra pólitískt og efna-
hagslegt umhverfi. Kínverjar hyggjast
taka stór lán til að efla innri byggingu
hagkerfisins, uppfæra tækni í helstu
iðnaðargeirum og stuðla að umhverf-
isvemd.
Milliuppgjör Hampiðjunnar og
Eimskips
I næstu viku em
væntanleg milliuppgjör
frá Hampiðjunni og
Eimskip en búist er við
góðri niðurstöðu beggja
fyrirtækja. Hampiðjan Wk
og Eimskip em rótgróin fyrirtæki og
því er ekki búist við neinum hækkun-
um á hlutabréfum.
Herbalife hagnast
Næringarefhafyrirtækið Herbalife
International Inc. hagnaðist um 915
milljónir íslenskra króna á öðrum
ársfjórðungi þessa árs. Samanlagður
hagnaður fyrirtækisins á fyrri hluta
ársins vora tveir milljarðar. Heildar-
sölutekjur fyrirtækisins á öðrum árs-
fjórðungi jukust um 7% frá sama
timabili í fyrra og námu 32 milljörð-
um króna. Þetta kom fram á Við-
skiptavefnum á Vísi.
Fram kemur að Herbalife starfar í
44 löndum og nýjasta landið í hópnum
sé ísland, þar sem starfsemi hófst á
öðram ársfjórðungi þessa árs.
Mike Moore yfirmaður WTO
Leiðtogakreppa sem hefur háð WTO
hefúr verið leyst. Mike Moore, fyrrver-
andi forsætisráðherra Nýja-Sjálands
hefúr verið ráðinn aðalritari stofnunn-
ar. Miklar deilur hafa verið um stöð-
una en það var leyst með þeirri mála-
miðlun að fyrrum aðstoðarforsætisráð-
herra Taílands, Supachai Panitchpak-
di, tekur við starfmu árið 2002. Það er
vonandi að þessi niðurstaða geri WTO
aftur starfhæfa en helstu forysturíkin
hafa mikið deilt um þetta síðustu mán-
uði. Þetta kom fram á Viðskiptavefnum
á Vísi.is.
Norðurljós að veruleika
Nú á næstu dögum mun afþreying-
arfyrirtækið Norðurljós verða til. Is-
lenska útvarpsfélagiö
mun renna saman við
Skífúna ásamt fleiri
dótturfyrirtækjum.
Einnig verður 35% hlut-
ur í Tal verða í hinu
nýja fýrirtæki. Fyrir-
tækið mun verða gríðarlega öflugt í
fjölmiðlaheiminum og ljóst að fram-
tíðarmöguleikar era miklir á sístækk-
andi markaði. Viðskiptavefúr Vísis.is
sagði frá. Nýr forstjóri verður Hregg-
viður Jónsson. -EIS
Viltu öruggan sparnað sem er
eignaskattsfrjáls?
Sjóður 5 er sérsniðinn fyrir þá sem vilja spara til
lengri tíma á öruggan, þægilegan og hagkvæman
hátt. Hann fjárfestir einungis í ríkisskuldabréfúm og
er því eignaskattsfrjáls. Hann er alltaf innleys-
anlegur og nafnávöxtun undanfarin 2 ár hefur verið
9,3% að meðaltali. Hægt er að kaupa í honum í
áskrift eða fyrir hvaða upphæð sem er. Kostir Sjóðs
5 eru fjölmörgum fjárfestum kunnir enda er hann
næststærsti verðbréfasjóður landsins með 7.270
milljónir kr. (VÍB Sjóður 7 er stærstur).
yjg
VERÐBRÉFAMARKAÐUR ÍSLANDSBANKA HF.
Kirkjusandi • 155 Reykjavík
Sími: 560 89 00 • Myndsendir: 560 89 10
Veffang: www.vib.is • Netfang: vib@vib.is