Dagblaðið Vísir - DV - 23.07.1999, Page 13
FÖ8TUDAGUR 23. JÚLÍ 1999
13
^ Erotic Club
Ólafur Ragnar?
I hita umræðunnar
gleymast oft veigamikil
atriði. Þannig hefur það
verið í hinum merki-
legu deilum um Erotic
Club Clinton. Af þeim
má greina að við erum
ekki lengur kanavæn
þjóð sem býst við Clint-
onhjálp á borð við þá
sem var kennd við
Marshall.
Nárastöng eða
kóngabrjóstsykur?
Það smekkleysi hefði
verið óhugsandi fyrir
nokkrum árum að skíra
búllu í höfuðið á Banda-
ríkjaforseta, þótt lista-
konur á háskólabraut
leiki þar fagrar listir,
ýmist með hægri fót á lofti og nár-
ann við stólpa eða bakið á gólfi í
stellingu brjósta, sem minna á júg-
ur, meðan strákar horfa á og tala í
farsíma við kærustuna. Svo mikil
virðing var þá borin fyrir þjóðar-
leiðtogum.
Ég held að fáum þætti hæfa ef
settur yrði á stofn í Washington
„Erotic Club Ólafur Ragnar" í til-
efni landafundanna miklu á næsta
ári með kúskeljastúlkum frá Bása-
felli með sprell, annaðhvort við
einmanalegan stólpa í miklu
speglaveldi eða i einkabásum.
Engin hætta, þannig misvirðing er
sjaldgæf meðal siðaðra þjóða.
Hvort hinar endurhæfðu komm-
únistastúlkur, komnar hingað af
Intemetinu frá fyrrum alþýðulýð-
veldum iðka list almennt séð eða
kvennalist út af fyrir sig er erfitt
að ákveða, en það má spyrja: Er
minni kvennalist að leggja nárann
við stöng í Grjótaþorpi en að lima
kóngabrjóstsykur á rúðu í lista-
safninu á Selfossi?
Allar listir jafnháleitar
Ætti aðsókn að skera úr um
þetta yrði auðsætt að fleiri færu í
Club Clinton en í safnið. Og væri
Kjallarinn
miðað við þá lyst
og losta sem listir
vekja myndi eflaust
fleiri langa til að
sleikja nára en
kónga þótt úr
brjóstsykri væru.
Eitt eiga því þessar
sjónlistir sameigin-
legt: augun mega
sleikja, ekki tung-
an.
Aftur á móti eru
í þeim heimi dóm-
greindar- og skoð-
analeysis, sem við
lifum í, allar listir
jafnháleitar. En
þessar hefðu verið
kallaðar á tímum
——— kanasleikja og
rússadindla álíka
mikil della í engum tengslum við
fólkið og fegurðina. Svona fer fyr-
ir þjóðum sem glata dómgreind-
inni á tímum friðar og markaðs-
hyggju.
Karlrembusvín á
greddugægjum?
í sjónvarpinu var umræðuþáttur
Guðbergur
Bergsson
rithöfundur
„Ég held að fáum þætti hæfa ef
settur yrbi á stofn í Washíngton
„Erotic Club Ólafur Ragnar“ í til•
efni landafundanna miklu á næsta
ári með kúskeljastúlkum frá
Básafelli með sprell, annaðhvort
við einmanalegan stólpa í miklu
speglaveldi eða í einkabásum
um klúbbinn með tveimur karll-
uðrum og leikhússtjóra af kven-
kyninu sem kvaðst ekki þekkja
Club Clinton (og talaði því um það
sem hún hafði ekki séð; það er afar
íslenskt), en kvaðst fara á slíka
staði í útlöndum.
Síðar í þættinum, vegna ertni El-
ínar Hirst, greip hana kvenfrels-
isandi og hún sagði að þeir væru
aðeins fyrir karl-
menn til að niður-
lægja konur. Við
þessi rök skrapp
spurning í hug-
ann: Getur verið
að Þórhildur Þor-
leifsdóttir, fyrr-
um alþingiskona
og núna leikhús-
stjóri, breytist í
karlrembusvín á
greddugægjum
þegar hún
skreppur yfir
pollinn í staðinn fyrir að fara í leik-
húsin í London, París og New
York?
Guðbergur Bergsson
„Það smekkleysi hefði verið óhugsandi fyrir nokkrum árum að skíra búllu í höfuðið á Bandaríkjaforseta," seg-
ir Guðbergur m.a. - Ytri umgjörð margfrægs nektardansstaðar í Grjótaþorpi.
Ykkar er aflið úr að bæta
Enn einu sinni höfum við feng-
ið snarpa áminningu um stöðu
hinna verst settu í samfélaginu.
Enn einu sinni kemur röddin úr
klerkastétt, stétt þeirra manna
sem fá beint til sín þá sem í neyð
eru og sjá ekki út úr erfíðleikum
sínum, hvort sem þeir eru á and-
lega eða efnalega sviðinu nema
hvort tveggja sé. Og enn einu
sinni varða neyðarköllin hina
efnalegu erfiðleika, þá örbirgð sem
allt of margir búa við.
Enn vakna spurningar
Og enn vakna spumingar um
það hvort þeir sem málum ráða
„A meðan þessi grein er blaðfest
hringir til mín einstæð móðir með
þrjú börn, hún er öryrki og segist
oft hefðu soltið heilu hungri ef
aðstoð hjálparstofnana hefði ekki
komið til.“
muni ekki bara meðtaka enduróm
þessara neyðarkalla hinna alls-
lausu, heidur öllu fremur freista
þess af fremsta megni að fá úr
slíku neyðarástandi bætt. Mark-
tæk hlýtur þessi endurómun að
vera þeim sem standa efst á hin-
um veraldlega tróni á landi hér,
vonandi verður mark á tekið og
miðið sett á það eðlilega takmark
að útrýma hinni efnalegu neyð. Og
er nú von að menn spyrji um
hvaða áminningu maðurinn sé að
tala.
í Morgunblaðinu 6. júlí er vitn-
að glögglega til útvarpsmessu þar
sem séra Þórhallur Heimisson,
prestur í Hafnarijarðarkirkju, pré-
dikaði, en messan var 4. júli sl.
Skv. frétt Morgunblaðsins hvatti
séra Þórhallur til þess að efnt yrði
til þjóðarátaks gegn fátækt og til-
efnið sagði hann vera það að í lok
hvers mánaðar kæmi til hans fólk,
leitandi aðstoðar kirkjunnar
-------------, vegna þess að
það ætti ekki
fyrir mat. Okkur
hér, sem fáum
áþekk neyðar-
köll allt of oft,
kemur þessi frá-
sögn hins mæta
klerks síður en
svo á óvart. Og
enn síður
undrumst við
framhaldið þar sem séra Þórhallur
segir orðrétt: „Þetta eru oft ein-
stæðar mæður, öryrkjar, bara
venjulegt fólk sem á ekki fyrir mat
fyrir sig og sína og verður að leita
hjálpar til að fá matarúttekt." -
Milligöngu hefur svo séra Þórhall-
ur um aðstoð frá Hjálparstarfi
kirkjunnar eða Rauða
krossi íslands.
Ekki einstök
dæmi
Þeim sem lesið
hafa gagnmerkar
greinar Hörpu Njáls,
sem sér um innan-
landsaðstoð Hjálpar-
starfs kirkjunnar,
ætti að vera fullljóst
að ekki eru þetta nein
einstök dæmi, því
miður. Sá fjöldi sem
þannig er tilneyddur
að leita á háðir hjálp-
arstofnana er allt of
mikill og sannar það
eitt að hið margróm-
aða velferðarkerfi “”
okkar nær því engan veginn að
veita þeim skjól sem verst eru
staddir og sem verðugt væri. „Ég
ræddi um að við ættum að stofna
til þjóðarátaks gegn fátækt í tilefni
af kristnitökuafmælinu,“ segir
séra Þórhallur.
Og hann heldur áfram og beinir
máli sínu að forgangsröðun og
áherslum er hann segir: „Mikið
fjármagn verður sett í hátíðir um
allt land, sem er af hinu góða, en
ég vildi líka minna á að kristin-
dómurinn berst fyrir lítilmagnann
og það væri ágætt tilefni á hátíð-
inni að taka nú höndum saman á
Kjallarinn
Helgi Seljan
framkvæmdastjóri
Öryrkjabandalagsins
breiðum grundvelli
til að þurrka út þessa
fátækt".
Heit hvatning
Þarna er engin
tæpitunga töluð enda
er séra Þórhallur bit-
urri og sannri
reynslu ríkari úr
starfi sínu. Hann
kveðst ótrauður ætla
að vinna að þessu
máli áfram og vissu-
lega erum við til alls
samstarfs reiðubúin
um svo sjálfsagða
mannréttindakröfu
að unnið sé mark-
visst að þvi að
„þurrka út þessa fá-
tækt“. Hér er kveðið fast að orði
og full rök að baki.
Undir hvatningu séra Þórhalls
er heils hugar tekið. Á meðan
þessi grein er blaðfest hringir til
mín einstæð móðir með þrjú böm,
hún er öryrki og segist oft hefðu
soltið heilu hungri ef aðstoð hjálp-
arstofnana hefði ekki komið til.
Hennar hvatning var heit, enda á
bak við böl sárrar reynslu. Enn er
því spurt. Hvar standið þið sem
stjórnið málum gagnvart þessari
neyð, því ykkar er aflið úr að
bæta?
Helgi Seljan
Með og
á móti
Frjáls afgreiðslutími
áfengis í miðborginni
Guölaugur Þór
Þóröarsson, borg-
arfulltrúi Sjálf-
stæðisflokksins.
Borgarráð heimilaði á fundi í fyrradag að vfn-
veitingastaðir á svæðinu sem markast af Að-
alstræti og Klapparstíg fengju frjálsan af-
greiðslutíma á áfengi frá föstudagsmorgnum
til sunnudagskvölds. Þetta er tilraunaverk-
efni i þrjá mánuði. Fulltrúar minnihlutans i
borgarstjórn vildu rýmka enn frekar af-
greiðslutímann. Ungir sjálfstæðismenn vilja
ganga enn lengra og gefa afgreiðslutíma al-
gerlega frjálsan. Af þessarl þróun hafa for-
svarsmenn áfengis- og vímuvarnaráðs eðli-
lega nokkrar áhyggjur.
Dreifir álagi
Að því gefnu að menn sætti sig við
þá staðreynd að fólk á íslandi neytir
áfengis þegar það skemmtir sér þá er
hér um mikið framfaraspor að ræða.
Það er út í hött að fólk drekki eitt-
hvað minna þó opnunartími skemmti-
staða sé takmörk-
unum háður.
Eins og staðan
hefur verið fram
tO þessa hafa allir
skemmtistaðir á
landinu þurft að
loka á sama tíma.
Það hefur kom-
ið af stað margs
konar vanda, sér-
staklega hér í höf-
uðborginni. Það
segir sig sjálft að þegar þúsundir
manna streyma á sama tíma út á eins
lítinn blett og miðbærinn er þá skap-
ast vandræði.
Ekki bara leigubílavandræði held-
ur er ýmis önnur hætta fólgin í því
þegar fólk, í misjöfnu ástandi, flykkist
út af skemmtistöðunum á sama tíma.
Það er því mikið þarfaþing að gefa
opnunartíma frjálsan.
Það er hins vegar ljóst að ákveðinn
tíma þarf til að ná jafnvægi með
frjálsari opnunartíma. Við íslending-
ar erum vanir að hafa höft á ýmsum
sviðum. Til þess að ná fram því mark-
miði að umferð á skemmtistöðum á
kvöldin og um helgar verði jafnari
verður að gefa tilraun sem þessari
langan tíma. Ég er alls ekki viss um
að þrír mánuðir séu nóg. Sömuleiðis
veldur það mjög áhyggjum hversu lít-
ið svæðið er sem sveigjanlegur opn-
unartími verður reyndur á. Miðborg-
in hefur átt í vök að veijast og það er
nauðsynlegt að sjá ákveðna blöndu af
starfsemi þar. Það er líklegt að þetta
litla svæði sem tilraunin nær til laði
til sín enn fleiri skemmtistaði í stað
þess að dreifa álaginu á stærra svæði.
Slíkt væri mun skynsamlegra auk
þess að gefa tilrauninni lengri tíma.
Kallar á hert
eftirlit
A þessu máli eru í það minnsta
tvær hliðar. Það er vel þekkt að um
helgar skapast stundum hálfgert öng-
þveiti þegar allir veitingastaðimir
loka klukkan 3. Það getur því orðið
til góðs og dreift álaginu ef þeir loka
á mismunandi
tímum. Hins veg-
ar hef ég áhyggjur
af því að rýmri af-
greiðslutími og
Qölgun vínveit-
ingastaða muni
leiða til aukinnar
áfengisneyslu og
að slagsmál, slys
og önnur vanda-
mál sem gjarnan
fylgja öldurhúsa-
menningu verði
tíðari. Hvernig til tekst með tilraun
borgaryfirvalda er sjálfsagt háð því
hvernig löggæslu verður framfylgt.
Ég er hrædd um að það kalli á veru-
lega hert eftirlit ef þetta kemst á til
frambúðar. Það er staðreynd að tak-
markað aðgengi að áfengi hefur for-
varnagildi en slikar takmarkanir
eiga ekki upp á pallborðið í nútíma-
samfélagi. Það er erfitt að berjast
gegn ríkjandi tíðaranda, jafnvel með
góðum rökum. Rétt er þó að taka
fram að nokkrir hafa haft samband
við mig og lýst þeirri skoðun sinni
að þeim finnist ekki menningarauki
að aukinni áfengismenningu í mið-
bænum. -bmg
Þorgerður Ragnars-
dóttir, fram-
kvæmdastjóri
áfengis- og vímu-
varnaráðs.