Dagblaðið Vísir - DV - 23.07.1999, Side 15

Dagblaðið Vísir - DV - 23.07.1999, Side 15
FÖSTUDAGUR 23. JÚLÍ 1999 19 'jf Tlvotí ^SfretfbíUl CiocArfbcUr fldgltjjpir V'o.rStUiur ^fU/^tlíUr SfcF<iferdtr frí %S\ 09 S'SK 1jLái^ifeóW£-«'»StijrtólUr! i>v Fréttir Nýr einkennisfatnaður hjá Slökkviliði Reykjavíkur: Aðlagast kröfum Evrópusambandsins Stjórn Innkaupastofnunar Reykjavíkurborgar samþykkti ný- lega að leggja til við borgarráð að taka tilboðum Fata ehf. og 66°N-Max-Sjóklæðagerðarinnar í einkennisfatnað fyrir Slökkvilið Reykjavikur. Heildarverð á fatnað- inum til fjögurra ára er um 40 millj- ónir króna. Alls buðu fimm fyrir- tæki í framleiðslu einkennisfatnað- arins en tilboði Fata var tekið í framleiðslu hátíðarfatnaðar og blás vinnufatnaðar en tilboði 66°N í framleiöslu hlífðarfatnaðar. Eining- arverð hjá Fötum ehf. var 34.924 en hjá 66°N 31.397. Sérstök fatanefnd var skipuð hjá Slökkviliðinu og naut hún aðstoðar fatahönnuðar. Tekið var tillit til gæða, verðs, við- gerðarþjónustu og annarrar þjón- ustu og afhendingartíma. Samkvæmt upplýsingum frá Hrólfi Jónssyni slökkviliðsstjóra var siðast skipt um búninga árið 1991. „Það eru gerðar tiltölulega litl- ar breytingar núna og helst til að aðlagast kröfum Evrópusambands- ins um endurskin á búningum. Einnig eru aílagðar tignarrendur á búningunum og í staðinn kemur spjald með nafni og titli manna. Há- tíðarbúningar verða áfram óbreytt- ir,“ segir Hrólfur. Hvenœr klœðast slökkviliósmenn hátíðarbúningunum? “Yfirmenn Slökkviliðsins klæðast Slökkviliðsmenn stilltu sér upp fyr- ir Ijósmyndara DV í hátíðarbúningi og þessum hefðbundna. DV-mynd S alltaf hátíðarbúningnum en aðrir klæðast honum þegar þeir standa heiðursvörð og öryggisvaktir í fin- um boðum og eins um jól og á öllum hátíðisdögum. Annars er ekki svo langt síðan slökkviliðsmenn klædd- ust búningnum við öll sín störf. Það var ekki fyrr en um 1980 að vinnu- fót komu fyrir almenn störf og um 1990 hættu sjúkraflutningamenn að klæðast hátíðarbúningnum." -hdm Suðurlandsbraut 16, sími 588 9747. Haraldur Böðvarsson hf: Styrkur til vinnslu á súrími úr loðnu DV, Akranesi: Vöruþróun hjá útgerðar- og fisk- vinnslufyrirtækinu HB hf. á Akra- nesi og Sandgerði er öflug og 1998 litu fjölmargar framleiðslunýjungar dagsins ljðs. Vonir standa til aukinnar framlegðar þegar verkefhi sem nú er unnið að koma í gagnið. í samvinnu við íslenskt-franskt eld- hús er starfandi vöruþróunarhópur, skipaður- tveimur matvælafræðingum og þremur mat- reiðslumeisturum. Þróunarvinna á nýj- um þægindavörum hefur m.a. skilað sér í nýrri vörulínu fyrir veitingahúsa- nýjar vörutegundir fyrir kaupend- um og hve auðveldar þær eru i notkun. Á síðastliðnu ári hófst fram- leiðsla á þurrkaðri loðnu, aðallega fyrir Japansmarkað, en einnig fyrir kanna hvort fýsilegt væri að vinna súrími - fiskmarning - úr loðnu. -DVÓ markaðinn í Evrópu. Nefna má sér- skorna ufsabita, hjúpaða með grUlsósu, þorskbita með tómötum, basil og lauk og laxabita með sítrón- usmjörsósu. Átak er í gangi fyrir Ameríkumarkað. Vöruþróun HB og ÍFE er öll inn- an fyrirtækjanna og sósur eru fram- leiddar á staðnum enda hægt að framleiða eftir óskum kaupenda. Fullkomið tilraunaeldhús var sett upp á liðnu ári og nýtist það fyrir- tækjunmn báðum til vöruþróunar og prófunar á fiskréttum. Þar er upplagður vettvangur tii að kynna Oflug vöruþróun er hjá útgerðar- og fiskvinnslufyrir- tækinu HB hf. á Akranesi og í Sandgerði. Evrópu- og Amerikumarkað. Nú er í fyrsta skipti gerð tilraun til að frám- leiða þessa vöru með sjálfvirkum hætti en áður var hrognafúll loðna að mestu seld frosin á Japansmark- að til frekari framleiðslu þar í landi. Vonir eru bundnar við að þetta geti styrkt vinnslu HB í Sandgérði en þar hafa verið gerðar miklar endur- bætur vegna tilkomu þessarar vinnslulínu. Stór verkefni eru í vinnslu sem miða að því að auka manneldisvinnslu á uppsjávarfiski. Fýrirtækið hlaut m.a. styrk frá Rannsóknarráði íslands til þess að BORGARSKIPULAG REYKJAVIKUR BORGARTÚN 3 • 105 REYKJAVÍK • SlMI 563 2340 • MYNDSENDIR 562 3219 Suður-Mjódd - breyting á aðalskipulagi Reykjavíkur í samræmi við 18. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 er hér með auglýst til kynningar tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur 1996-2016 hvað varðar Suður-Mjódd. Landnotkun breytist annars vegar að hluta til úr blöndu af verslunar-, þjónustu- og stofnanasvæðum í útivistarsvæði til sérstakra nota, og hins vegar að hluta úr almennu útivistarsvæði til sérstakra nota í blöndu verslunar-og þjónustu og útivistarsvæðis til sérstakra nota. Jafnframt fellur niður tengibraut neöan Þverársels frá Skógarási að Fífuhvammsvegi í Kópavogi og ný tengibraut lögð frá Höfðabakka/Stekkjarbakka samsíða Reykjanesbraut að Fífuhvammsvegi. Tillagan liggur frammi í sal Borgarskipulags og Byggingarfulltrúa í Borgartúni 3, 1. hæð, virka daga kl. 10:00 til 16:00 frá 23. júlí til 20. ágúst 1999. Ábendingum og athugasemdum skal skila skriflega til Borgarskipulags Reykjavíkur fyrir 3. september 1999. Þeir sem eigi gera athugasemdir innan tilskilins frests, teljast samþykkja tillöguna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.