Dagblaðið Vísir - DV - 23.07.1999, Síða 21
FÖSTUDAGUR 23. JÚLÍ 1999
25
Myndasögur
' fTú skaltu sko fá aö kenna
svo vel á því að þú sjáir bara |
stjörnur og sólir I kringum þinn
.auma haus.
, Hefur þú hugsaö út í þaö r.. þaö sem ég óska ^
aö ef þú lemur mig svona heist eftir aö fá aö
hræðilega mikiö þá upp- skilja - himintunglin
lifi ég ... i himinhvolfinu.
V J
'VÍ n
/ 'aSs/7 / \> / t»»i— I f v oishfr
fUarm hefur virkilega.
^lamandi áhrif á mann
Veiðivonv
Sigurjón Þorkell Sigurjónsson með vænan afla úr Korpu.
Glerá í Dölum:
Veiðin
gengur vel
Glerá í Dölum er ekki vatnsmesta
né lengsta veiðiá landsins en veiðin
hefur gengið vel í henni og hafa
veiðimenn verið að fá eftir daginn
10 og 9 laxa. Við fréttum af einum
sem fór morgunstund fyrir skömmu
og veiddi á einum og háifum tíma 9
laxa.
Aðeins er leyfð ein stöng í ánni og
á Magnússkógum fengust þær upp-
lýsingar að öll veiðileyfi í ána væru
uppseld. Dagurinn er seldur á 6.500
kr. virka daga en 7.000 kr. um helg-
ar. Gleráin er best í ágúst.
Rangárnar: 600 laxar á þurrt
„Rangárnar eru að komast í 600
laxa en í fyrradag veiddust 42 laxar
í Eystri-Rangá og 20 laxar í Ytri-
Rangá hjá mér.
Ég held að þetta sé allt að koma,“
Veiðivon
Gunnar Bender
sagði Þröstur Elliðason, við Ytri-
Rangá í gærdag en 600. laxinn mun
verða veiddur i Rangánum á næsta
klukkutímanum. „Veiðiskapurinn
hefur verið í lagi í Breiðdalsá en
þar eru komnir 30 laxar. Veiðimað-
ur fór í stuttan tíma í fyrradag og
veiddi 4 laxa,“ sagði Þröstur enn
fremur.
Miðá í Dölum hefur gefið 25 laxa
og helling af bleikjum. Staðan í
veiðinni: Meiri laxveiði en í fyrra -
minni bleikjuveiði. „Við erum mjög
hress hérna í Langá, veiðin núna er
helmingi meiri en á sama tíma í
fyrra.
Ég veit ekki alveg hvað Langá
gefur mikið í lokin, hún bætir sig
verulega á milli ára,“ sagði Ingvi
Hrafn Jónsson, við Langá á Mýrum
en áin er að komast í 650 laxa sem
er mjög gott. Laxveiðin er betri en í
fyrra i mörgum veiðiám - en þó
ekki öllum. Laxagöngurnar mættu
vera öflugri í mörgum þeirra en
þetta er alls ekki búið, það er enn þá
mikið eftir af veiðitímanum. Það er
erfitt að segja til um hve margir lax-
ar hafa veiðst en það gæti legið ein-
hvers staðar á milli 15 og 20 þúsund.
Þverá í Borgarfírði hefur gefið þá
flesta og Norðurá i Borgarflrði kem-
ur næst. Svo virðist sem eitthvað
hafi komið af laxi nokkrum dögum
eftir stórstrauminn. Alla vega var
það að heyra á mönnum sem við
ræddum við í gærkvöld. Af bleikj-
unni er það að frétta að hún virðist
vera stærri núna en oft áður en
kannski aðeins minna af henni.
Holl, sem voru að veiða 50 bleikjur
núna vestur í Dölum, veiddu á sama
tíma í fyrra 120 bleikjur.
En veiðimenn eru að fá 3-5 punda
bleikjur og það er nokkuö sem þeir
vilja. Það er ekki leiðinlegt að fá
þær á fluguna, jafnvel á þurrflugu.
Það er toppurinn.
Við fréttum af einum sem lenti i
„bullandi" bleikju fyrir fáum dög-
um og hún tók og tók, eiginlega
alltof mikið. Þá ákvað hann að setja >
á þurrflugu og kasta fyrir tökuóðar
bleikjurnar. Hann veiddi á stuttum
tíma 15 bleikjur og allar á þurrflug-
ur. Hann settist niður eftir slaginn,
enda fannst honum komið nóg.
Hann þurfti ekki meira.
ÞÍN FRÍSTUND
-OKKAR FAG
%#INTER
Tr sport
Bíldshöfða 20 • 112 Reykjavík • 510 8020
• www.intersport.is