Dagblaðið Vísir - DV - 30.07.1999, Qupperneq 10

Dagblaðið Vísir - DV - 30.07.1999, Qupperneq 10
fi vikuna 22.7-29.7. 1999 NR. 333 Pearl Jam nálgast toppinn meö lagiö Last Kiss sem Frank Wiison & The Cavaliers geröu síöast vinsælt áriö 1964. Útgáfu Pearl Jam er aö finna á safnplötunni No Bounderies, sem gefin var út til styrktar fólkinu í Kosovo. H BEAUTIFUL STRANGER Vikur á lista ©mii 0 LAST KISS t m & EVERYTHING IS EVERYTHING LAURYN HILL t ii | MAMBO NO. 5 LOU BEGA t m SCAR TISSUE .RED HOT CHILLI PEPPERS © mim AMERICAN WOMEN . . . LENNY KRAVITZ 4 mn % JIVIN' ABOUT t ii % MY LOVE IS YOUR LOVE . . . .WHITNEY HOUSTON 1 mi 0 UNPRETTY TLC t i-i $t* FLJÚGUM ÁFRAM .... SKÍTAMÓRALL l mn 11 SWEET CHILD O’MINE . f m 12 TSUNAMI MANIC STREET PREACHERS t iiii 13 SECRETLY ©mmi 14 IF YOU HAD MY LOVE . 4 rni 15 ALEINN i mi 16 NARCOTIC LIQUIDO 4 mn 17 ÞÚ ERT EKKERT BETRI EN ÉG S.S.SÓL 4 mn 18 WILD WILD WEST WILL SMITH 4 mim 19 ÞÚ VERÐUR TANNLÆKNIR .ÚR LITLU HRYLLINGSB. t iii 20 WHEN YOU SAY NOTHING RONAN KEATING t iiii 4? king of my castle . t ii loud and clear .... t iiii HEY BOY, HEY GIRL . . . . .THE CHEMICAL BROTHES 4 mi WORD UP . .MEL B (AUSTIN POWERS) @ |||| 4, BOOM BOOM BOOM BOOM VENGABOYS 4 mmi { SMILE fci GENIE IN A BOTTLE . . . . . . .CHRISTINA AGUILERA t ii KOMDU MEÐ (Remix) . 4 iii ALL OUT OF LUCK . . . 4 mmm 4* BILLS, BILLS, BILLS . . . i 4/ v.i.p. t iii % SEPTEMBER '99 % i LENDING 407 4 miu Qfr TWO IN THE MORNING t iii I WILL GO WITH YOU . . t n BUSES AND TRAIN . . . . 4 iii SUMMER SON ÖM SONG IN A % 1 % STARLOVERS 4 mim MAMMA MIA .ABBA TEENS íslenski listinn er samvinnuverkefni Mónó og DV. Hringt er í 300 til 400 manns á aldrinum 14 til 35 ára, af öllu landinu. Einnig getur fólk hringt í síma 550 0044 og tekið þátt í vali listans. íslenski listinn er frumfluttur á Mono á fimmtudags- kvöldum kl. 20.00 og birtur á hverjum fostudegi í Fókus. Listinn er jafnframt endurfluttur á Bylgjunni á hverjum laugardegi kl. 16.00. Listinn er birtur, aö hluta, í textavarpi MTV sjónvarpsstöövarinnar. íslenski listinn tekur þátt í vali „World Chart“ sem framleiddur er af Radio Express í Los Angeles. Einnig hefur hann áhrif á Evrópulistann sem birtur er í tónlistarblaöinu Music & Media sem er rekiö af bandaríska tóniistarblaöinu Billboard. NÝTT I 550 0044 Nýtt á Hækkar sig frá Lækkar sig frá Stendur listanum síöustu viku síöustu viku í stað Taktu þátt í vali listans í síma ifókus Yfirumsjón meö skoöanakönnun: Halldóra Hauksdóttir ■ Framkvæmd könnunar: Markaösdeild DV - Tölvuvinnsla: Dódó Handrit, heimildaröflun og yfirumsjón meö framleiðslu: ívar Guömundsson - Tæknistjóm og framleiösla: Þorsteinn Ásgeirsson og Þráinn Steinsson Útsendingastjóm: Ásgeir Kolbeinsson, Jóhann Jóhannsson og Ragnar Páll Ólafsson - Kynnir I útvarpi: Ivar Guðmundsson Leon Theremin meö þeramíniö sitt árið 1928. Hljóðfærið þeramín var fundið upp af sovéskum uppfinninga- manni árið 1920. Það er í tísku í dag og hljómar enn jafn framtíðarlega og daginn sem það var fundið upp. Rafmagnaður agangur Þeramín (e. Theremin) er ein- stakt hljóðfæri að því leyti aö sá sem spilar á það snertir það hvergi heldur veifar höndunum á milli tveggja loftneta sem standa út úr kassa en á milli loftnetanna streyma rafsegulsbylgjur. Sovéski uppfinningamaðurinn Leon Ther- emin var tuttugu og fjögurra ára þegar hann fann hljóðfærið upp fyrir slysni árið 1920. Þá kom sér vel að hann hafði lagt stund á bæði tónlistar- og eðlisfræðinám. Uppfinningamanni rænt Leon sá fyrir sér að draugaleg hljóðin sem komu úr tækinu myndu nýtast í klassískri tónlist. Árið 1924 flutti fílharmóníuhljómsveit Len- ingrad verkið „Sinfónísk dulúð“ eft- ir Leon og þremur árum síðar fór hann í ferð um Evrópu til að kynna hljóðfærið. Þaðan lá leiðin til New York þar sem hann kynntist Klöru Rockmore, rússneskum fiðluleik- ara, sem margir telja enn besta þeramínleikara sögunnar. í stúdíói sínu á miðri Manhattan stofnaði Leon balletthóp og þeramín-hljóm- sveit sem kom fram við miklar vin- sældir í Camegie Hall. Einkalíf Leons varð jafn dular- fullt og hljóðfærið hans þegar hann hvarf á dularfullan hátt árið 1938. Hann var almennt talinn af og það var ekki fyrr en þrjátíu árum síðar að upp komst að KGB hafði rænt honum og haldið í ein- angrun í Síberiu þar sem hann vann að rannsóknum fyrir sov- ésku leyniþjónustuna. I spennu og afslöppun Þeramínið hefði fallið í gleymsku og dá ef framsýnir kvik- myndagerðarmenn hefðu ekki nýtt sér möguleika þess. Hljóðin sem hljóðfærið býr til eru kjörin til spennumyndunar í hryllingsmynd- um og Alfred Hitchcock reið á vað- ið í mynd sinni Suspicion árið 1941. Þar gerði Franz Waxman eft- irminnilegan draugagang með hjálp þeramínsins í sálrænu of- skynjunaratriði sem Salvador Dali hannaði. Fleiri fylgdu í kjölfarið og á sjöunda áratugnum þegar fljúg- andi diskar og skrímsli úr geimn- um sáust á hvíta tjaldinu voru dul- arfull hljóðin í þeramíninu sjaldan langt undan. Bestu dæmin um þetta er tónlistin í myndinni The Day The Earth Stood Still (frá 1951), sem snillingurinn Bernard Herrmann samdi, og geimóperu- geðveikin í Forbidden Planet, sem hjónin Louis og Bebe Barron sömdu á þeramín og önnur frum- stæð rafmagnshljóðfæri árið 1955. Þá þótti þeramínið kjörið í afslöppunar- og hugleiðslutónlist. Nýlega voru þrjár klassískar plötur frá 1947-50 end- urútgefnar í hag- stæðum pakka. Hljóðin þóttu framúrstefnuleg eins og titlarnir á plötunum bera vott um, t.d. „Music Out Of The Moon“, og enn má slappa af og hugleiða við þessa nýaldartónlist fortíðar. Rafgúrúlnn Bob Moog spilar á þeramín áriö 1993. Þeramínið í dag Þeramínið var fyrsta rafhljóðfæri sögunnar og afi þeirra hljóðgervla sem við þekkjum í dag. í poppinu þurfti geðveilan snilling til að prófa að nota hljóðfærið, fjörulallann Brian Wilson. Hann gerði þeramínið ódauð- legt í miní-sinfóníunni sinni „Good Vibrations" sem tók poppheiminn með trompi árið 1967. Hljóðfærið hef- ur ekki unnið stórsigra síðan en í dag þykir það svalt og allir sem þykjast menn með mönnum í rafmagns- og danstónlist hafa komið sér upp þeramíni, keypt það eða smíðað það sjálfír. Þeir sem sáu tónleika Jon Spencers hér nýverið urðu vitni að græjunni i fljúgandi notkun og aðrar sveitir sem hafa nýtt sér tækið eru m.a. Portis- head og Marilyn Manson. Það er enn eitthvað dularfullt og ójarðneskt við hljóðin sem þeramínið myndar og það mun eflaust halda áfram að skjóta hlustendum skelk í bringu langt inn í næstu öld. plötudómur Tvíhöfði: Kondí fíling ★ ★ Afgreiðsla fyrir aðdáendur Tvíhöfði hefur núna verið að í þónokkurn tíma og virðast vinsæld- imar ekki dala, ekki enn þá. Þeir fé- lagar gáfu út geisladisk í fyrra sem var á allra vörum enda mjög fersk- ur. Þessi er ekki jafnferskur. Vanda- málið með Kondí fíling er það að maður fær strax á tilfmninguna að þetta sé afgreiðsla hjá þeim félögum, framleiðsla fyrir sumarmarkaðinn. Mörg af sketsunum taka strax á flug en brotlenda síðan (sbr. Björgunara- frekið við Látrabjarg) og maður missir athyglina þegar þau eru kláruð í tómu lofti. Þá eru örlög Halldórs Haukssonar, sem eru ein átta talsins, leiðinleg og hefði ein- faldlega mátt sleppa þeim. En auð- vitað er þannig ekki með allt á Kondí fíling, Tvíhöfði er ekki alveg búinn að tapa sér. Hommar í Reykjavík er frábær, langur skets sem gengur upp. Ekki má gleyma Taxi, sprenghlægileg innsýn í súld- arlíf leigubílstjóra, og hver er betri að skýra frá því en fyrrum bitri leigubílstjórinn, Jón Gnarr. Maður heyrir að þama er vanur maður á ferð sem þekkir bransann út og inn. Besta sketsið á disknum, aö mínu mati, er Þýskur túristi. Þar sýnir Jón gamla Þjóðverjatakta í stuttu, eðalfyndnu sketsi. Lögin á disknum eru annars svona bull-Tvíhöfðalög og stendur Hring eftir hring (eins og geisladiskur) þar upp úr, þar eru þeir félagar í essinu sínu. Diskurinn á örugglega eftir að seljast ágætlega enda á Tvíhöfði mikið af aðdáend- um sem logga sig inn undir heila- Vandamálið með Kondí fíling er það að maður fær strax á tilfinninguna að þetta sé af- greiðsla hjá þeim félögum. börkinn á þeim á hverjum morgni með geðveikislegan eftirvænting- arglampa í augunum. Þeir verða ef- laust ekki fyrir vonbrigðum með af- urðina og geta þá gripið til disksins i fráhvarfseinkennum hversdagsins. Annars endist Kondí fíling stutt og verður þá að hvíla hann í ár eða svo. Tvíhöfði er miklu fyndnari en þetta. Halldór V. Sveinsson 10 f Ó k U S 30. júlí 1999

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.