Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.1999, Side 8

Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.1999, Side 8
8 MIÐVIKUDAGUR 18. ÁGÚST 1999 Útlönd Stuttar fréttir i>v Á þriöja þúsund látnir eftir jaröskjálftann í Tyrklandi: Grafa berhentir í húsarústunum Tyrkland: Stórir skjálftar algengir - segir Ragnar „Þessi jarðskjálfti varð á Norð- ur-Anatoliu-brotabeltinu, eða brotabelti N-Tyrklands, sem er mjög langt og liggur í austur-vest- ur um norður- hluta Tyrklands. Á brotabelt- inu er svokallað sniðgengi. Fyrir norðan er Evr- ópu-Asíuplatan sem þokast aust- ur en fyrir sunn- an er Afríkuplat- an er þokast vestur. Þessar mis- gengishreyfingar valda gifurlegum skjálftum á þessu svæði og þeir eru nokkuð algengir," segir Ragn- ar Stefánsson jarðskjálftafræðing- ur um skjálftann í vestanverðu Tyrklandi í fyrrinótt, sem var um 7,5 á Richter og í létust rúmlega 2 þúsund manns. BIFREIÐASTILLINGAR NIGOLAI Tyrkneskir björgunarsveitamenn grófu berhentir í húsarústum í alla nótt í leit að einhverjum sem kynnu að hafa sloppið lifandi úr jarð- skjálftanum mikla í fyrrinótt. Opin- ber tala látinna var 2160 í morgun en hætt er við að hún eigi eftir að hækka á næstu dögum. Skjálftinn, sem mældist 7,4 stig á Richter-skalanum, varð á þéttbýlu svæði í norðvesturhluta Tyrklands þegar íbúarnir voru flestir í fasta- svefni. Björgunarsveitarmenn sem leit- uðu í rústum flotastöðvar í bænum Goluck, þar sem tvö hundruð dátar grófust undir, höfðu fundið tuttugu lík í gærkvöld og jafnmarga særða. Iðnaðarbærinn Izmit varð harð- ast úti í skjálftanum. Griðarlegir eldar loguðu þar í stærstu olíu- hreinsistöð landsins. Um tíma var talin hætta á sprengingu og voru því nærliggjandi svæði rýmd. „Fólk hér óttast tvennt. í fyrsta lagi óttast það annan skjálfta og í öðru lagi óttast það sprengingu í ol- íuhreinsistöðinni. Það hefur allt yf- irgefið heimili sín,“ sagði í fréttum ríkissjónvarpsins tyrkneska. Tyrkneskir embættismenn gerðu sér vonir um að hægt yrði að bjarga olíuverinu með aðstoð búnaðar frá Frakklandi og Þýskalandi. Kofi Annan, aðalframkvæmda- stjóri Sameinuðu þjóðanna, hét Tyrkjum allri hjálp og mörg lönd, meira að segja erkifjandinn Grikk- land, hafa þegar sent eða lofað að senda björgunarsveitir, lyf og fé. Tala látinna hækkaði með hverri klukkustundinni sem leið í gær en embættismenn vildu engu spá um hversu hátt hún ætti eftir að fara. Bulent Ecevit forsætisráðherra var vongóður um að fínna mætti ein- hverja á lífi í rústunum. Óttast er að hundruð manna séu fost í grjót- haugunum. Tyrkneska ríkisstjómin lýsti yfir neyðarástandi á skjálftasvæðunum. Dagblöð sökuðu byggingaverk- taka um að hafa kastað til höndun- um við byggingu húsanna. „Morðingjar," sagði í fyrirsögn í hinu víðlesna dagblaði Húrriyet. Þúsundir manna í borgum og bæjum á skjálftasvæðunum þorðu ekki fyrir sitt litla lif að sofa í hús- um sínum og höfðust því við úti undir beru lofti í nótt. Margir sneru þó aftur til heimila sinna þegar lýsa tók af degi. Aðrir sem misstu heim- ili sín í skjálftanum áttu ekki ann- arra kosta völ en sofa úti undir ber- um himni. U.S. IIMTERIMATIOIMAL Bráðvantar fólk 1000-2000$, hlutastarf 2500-5000 $, fullt starf Þjálfun og frítt flug til Los Angeles. Viðtalspantanir í síma 698 4200 og 898 9995. Netfang: iris@mmedia.is Hert eftirlit við landamærin Norsk stjómvöld hafa ákveðið aö herða eftirlit við landamærin að Rússlandi til að stemma stigu við smygli og ólöglegum innflytj- endum. Eftirlitsmyndavélakostur verður bættur, svo og fjarskipta- búnaður. Reiknað er með að eitt hundrað þúsund manns fari yfir landamærin á þessu ári. $ SUZUKI -////------ Suzuki Baleno GL, árg. '96, ek. 43 þús. km, beinsk., 4 d. Verð 890 þús. Suzuki Baleno GLX, árg. '96, ek. 56 þús. km, ssk., 4 d. Verð 990 þús. Suzuki Swift GLXi, árg. '97, ek. 25 þús. km, beinsk., 5 d. Verð 820 þús. Suzuki Vitara JLX, árg. '97, ek. 50 þús. km, beinsk., 3 d. Verð 1.260 þús. BMW 318 iA, árg. '96, ek. 51 þús. km, ssk., 4 d. Verð 1.990 þús. Chevrolet S-10, árg. '89, ek. 75 þús. km, ssk. Verð 590 þús. Daihatsu Feroza EL, árg. '94, ek. 70 þús. km, beinsk.,, 3 d. Verð 820 þús. Ford Escort EST, árg. '96, ek. 60 þús. km, beinsk., 5 d. Verð 790 þús. Ford Mondeo Ghia 1/98, ek. 18 þús. km, beinsk., 4 d. Verð 1.750 þús. MMC Lancer GLX, árg. ‘97, ek. 66 þús. km, beinsk., 5 d. Verð 1.150 þús. MMC Lancer GLX, árg. '91, ek. 110 þús. km, beinsk., 5 d. Verð 490 þús. Opel Astra GL, árg. '96, ek. 62 þús. km, ssk., 5 d. Verð 950 þús. Opel Corca, árg. '98, ek. 36 þús. km, beinsk., 3 d. Verð 880 þús. Subaru Legacy WG, árg. ‘92, ek. 124 þús. km, beinsk. Verð 940 þús. Toyota Touring XL, árg. '93, ek. 79 þús. km, beinsk., 5 d. Verð 890 þús SUZUKIBÍLAR HR Skeifunni 17 • Sími 568 5100 www.suzukibilar.is Björgunarsveitamenn og íbúar í hverfi einu í Istanbúl bera burt lík eins sem fórst í jarðskjálftanum mikla í fyrrinótt. Skjálftinn mældist 7,4 stig á Richter og varð að minnsta kosti á þriðja þúsund manns að bana. Nýtt stjórnmálaafl í Rússlandi: Prímakov snýr aftur - sem leiðtogi „Föðurlandsins“ Hinn vinsæli fyrrum forsætisráð- herra Rússlands, Jevgení Prímakov, gekk í gær formlega til liðs við nýtt kosningabandalag Júrís Lúsjkovs, borgarstjóra Moskvu, með boðun um stjórnarskrárbreytingar á tak- mörkun forsetavaldsins og auknum völdum til handa þinginu og ríkissstjóminni. Kosningabandalagið, er gengur undir nafninu Föðurlandið Rúss- land, er talið vera helsta ógnin við áætlanir Borís Jeltsíns um að halda völdunum í Rússlandi innan sinnar kreðsu í þingkosningunum í desem- ber og í forsetakosningunum á næsta ári. Prímakov mun leiða lista banda- lagsins sem myndað er úr mörgum flokkum og er ætlað að höfða til þeirra sem em óánægðir með glæpi, spillingu og bág lífsgæði rússnesku þjóðarinnar eftir tíu ára valdatíð Borís Jeltsins. Jevgení Prímakov er mættur aftur til leiks í rússneskum stjórnmálum. Skjálfti í San Francisco Jarðskjálfti sem mældist 5 stig á Richter skók San Francisco og nærsveitir í gær. Ekki er vitað til að neinn hafi slasast né að meiri háttar skemmdir hafi orð- ið. Clinton opinn Bill Clinton Bandaríkjaforseti er til í að ræða við leiðtoga þingsins um að aflétta hugsan- lega banni við sölu á matvæl- mn og lyfjum til Kúbu. Að sögn embættis- manna í Hvíta húsinu er for- setinn opinn fyrir „trúveröugum hugmynd- um“ um viðskiptabannið sem Tom Daschle og fleiri þingmenn hafa lagt fram. Samið um vopnahlé Leiðtogar Úganda og Rúanda hafa fallist á vopnahlé sem á að binda enda á þriggja daga harða bardaga milli hersveita þeirra í Kongólýðveldinu. Óbreyttir féllu Irösk stjómvöld sögðu í gær að nítján óbreyttir borgarar hefðu falliö og ellefu særst í loft- árásum Breta og Bandaríkja- manna á svæði utan flugbanns- svæðanna i norður- og suður- hluta íraks. Sprengjuótti vestra Lögreglan í Washington DC rýmdi byggingar í miðborginni í gær og beindi allri bílaumferð burt vegna dularfullrar skjala- tösku sem fannst nærri Hvíta húsinu. Síðar kom í ljós að task- an var meinlaus. Varar viö veirum José Ramos-Horta, mannrétt- indafrömuður á Austur-Tímor og friðarverð- launahafi Nóbels, varar við því í blaða- grein í morgun að alvarlegt við- skiptastríð kunni að blossa upp ef stjórn- völd í Indónesíu virði ekki niðurstöðu þjóðarat- kvæðagreiðslunnar um framtíð Austur-Tímor. Horta segir að tölvuveirum kynni jafnvel að vera komið fyrir i indónesískum bönkum. Björgum friöarferlinu Leiðtogar Sinn Fein, pólitísks arms írska lýðveldishersins, hvöttu til aðgerða í gær til að bjarga friðarferlinu á Norður-ír- landi. Enginn radar Fremsti yfirmaður Pentagon hefur neitað Japönum um afnot af nýjum bandarískum radar til að fylgjast með eldflaugaskotum N-Kóreu af þeim ástæðum að rad- arsins sé ekki þörf við verkið. Margrét skoðar metró Danir eru nú í óðaönn við að koma á fót langþráðu neðanjarð- arlestakerfi í Kaupmanna- höfn og mun Margrét drottn- ing skoða fram- kvæmdimar 12. október næst- komandi. Heim- sókninni er m.a. ætlað að hvetja stóra fjár- festa eins og t.d. flugfélagið SAS og Kastrup-flugvöll til að leggja aukiö fé til smíðarinnar. „Davíð gegn Golíat" Saksóknari í Massachusetts- ríki í Bandaríkjunum, Michael Sullivan, ákveður á næstu vikum hvort hann gefur kost á sér fyrir hönd repúblikana gegn hinum þaulsætna öldungadeildarþing- manni demókrata Edward Kenn- edy í kosningunum árið 2000.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.