Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.1999, Síða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.1999, Síða 12
12 MIÐVKUDAGUR 18. ÁGÚST 1999 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaöur og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfusflóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ÓLI BJÖRN KÁRASON Aöstoðarritstjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiösla, áskrift: ÞVERHOLTI11,105 RVÍK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aörar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingan 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíöa: http://www.skyrr.is/dv/ Vísir, netútgáfa Frjálsrar plmiðlunar: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverö á mánuöi 1900 kr. m. vsk. Lausasöluverð 170 kr. m. vsk., Helgarblaö 230 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til aö birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. DV greiðir ekki viömælendum fyrir viötöl við þá eöa fyrir myndbirtingar af þeim. r Imynd og drápsleikir Ein verðmætasta eign hvers fyrirtækis er sú ímynd sem það hefur í hugum almennings. Fjárfesting í ímynd er því ekki aðeins talin eðlileg heldur nauðsynleg í harðn- andi heimi viðskipta þar sem samkeppni ríkir. Gott orðspor getur ráðið úrslitum í keppninni um hylli neytenda og sú ára sem er í kringum fyrirtæki ræður miklu um gengi þess á hlutabréfamarkaði. Þessi einfoldu sannindi eru flestum íslenskum stjómendum ljós, enda leggja æ fleiri fyrirtæki þunga áherslu á að byggja upp góða ímynd í hugum almennings á vöm sinni og þjón- ustu. Góð ímynd er öðm fremur trygging fyrir góðum ár- angri í viðskiptum. Á undanfömum árum hafa íslensk fyrirtæki varið ómældum fjármunum í að byggja upp ákveðna ímynd - þau hafa fjárfest í orðspori. Olíufélögin þrjú hafa öll með einum eða öðrum hætti tengst náttúmvemd og upp- græðslu lands. Með því hafa þau reynt að spyma gegn þeim hugmyndum að olíufélög séu í eðli sínu óvinir nátt- úrunnar. Tölvu- og tæknifyrirtæki hafa með ýmsum hætti reynt að koma þeim skilaboðum til landsmanna að þau séu framsækin og nútímaleg. Samgöngufyrirtæki hafa með fjárstuðningi við listir og menningu reynt að mýkja ímyndina og svo mætti lengi telja. Á síðustu árum hafa íþróttafélög notið þess ríkulega hve ímynd skiptir fyrirtæki máli. Deildarkeppnir í bolta- íþróttum eru kenndar við ákveðin fyrirtæki og önnur fyr- irtæki greiða sjónvarpsstöðvunum fyrir að leggja nafh sitt við erlendar boltakeppnir. Landssíminn hefur á síðustu árum verið einn helsti styrktaraðili íslensku knattspymunnar og efstu deildir í karla- og kvennaflokki em kennar við fyrirtækið. Fáir sem eitthvað fýlgjast með fréttum komast hjá því að heyra Landssímadeildina nefnda oft í viku hverri yfir sumarmánuðina. Það verður að teljast töluverð skynsemi hjá fyrirtæki að tengjast með beinum hætti langvinsælustu íþrótta- greininni - ekki síst fyrirtæki sem þrátt fýrir allt er um- deilt. Enginn getur amast við því að eitt stærsta fyrirtæki landsins leggi lag sitt við heilbrigði íþrótta. Þegar fyrir- tæki byggja upp ímynd skiptir öllu hvernig það er gert. Um liðna helgi var haldið svokallað Skjáiftamót Lands- símans í tölvuleiknum Quake, sem er skotleikur og geng- ur út á að drepa sem flesta af andstæðingunum. í frétt DV í gær kom fram að þetta væri stærsta tölvuleikjamót sem haldið hefur verið hér á landi. í sjálfu sér er ekkert við því að segja þó unglingar stytti sér stundir við tölvuleiki, jafnvel drápsleiki eins og Quake, en hvemig í ósköpunum Landssíminn telur það eftirsóknarvert að tengjast drápsleikjadýrkun unglinga er óskiljanlegt með öllu. Hvernig ímyndarsmiðir Landssím- ans komust að þeirri niðurstöðu að það væri fýrirtækinu og unglingunum sjálfum til framdráttar að standa fyrir tölvuleikjamóti þar sem gert er út á lægstu hvatir mann- legs eðlis - drápseðlið - þarfnast útskýringa forráða- manna þess, Á næstu mánuðum þarf Landssíminn sem aldrei fyrr á því að halda að almenningur beri til hans jákvætt hugar- far. Samkeppni á íjarskiptamarkaði er að aukast og á næstu misserum verður hafist handa við að koma fyrir- tækinu í eigu einkaaðila. Hvernig sú einkavæðing tekst til ræðst að nokkru af því orðspori sem af Landssímanum fer. Hróður Landssímans er ekki í réttu hlutfalli við þann fjölda sem drepinn er í Quake. Óli Bjöm Kárason Ævintýralegar fréttir af íslenskum fjármagns- markaöi eru ósjaldan í fjölmiðlum. Þær tilfær- ingar sem sagt er frá minna nú orðið ekki ósjaldan á pókerspil eða dramatisk atriði við „græna boröið" úr ein- hverri kvikmyndinni. Nú síðast var sagt frá því að nýr hópur vaskra fjár- festa hefði keypt stóran hlut í Fjárfestingar- banka atvinnulífsins (FBA) „við nefið“ á göml- um og virðulegum fjár- festum sem ætluðu sér þennan hlut. Þessi ósvífni setti bæði forsætisráðherrann og hans helsta hug- myndafræðing verulega úr jafnvægi. Þeir eiga þó ekki minnsta heiðurinn af að hafa skapað þann heim hinna miklu tæki- færa sem íslenskur fjár- Sameiginlegar eignir okkar eins og spilapeningar inn á íslenskan fjármagnsmarkað sem meir og meir tekur á sig mynd græna borðsins í spilavítinu. Græna borðið magnsmarkaður er og verður meðan spilað er um eignir ríkisins á honum eftir leikreglum sem þeir sjálflr eru höf- undar að. En sala Spari- sjóðanna á hlut sínum í FBA er enn ein dapur- leg staðfesting á axar- sköftum ríkisstjórnar Davíðs Oddssonar við meðferð sameiginlegra eigna þjóðarinnar. Hefði gefið hæsta verðið Yflrlýsingar sem for- ystumenn stjómarflokk- anna gáfu í umræðum á Alþingi um að þeir myndu tryggja fullt verð og dreifða eignar- aðild að fjármáiastofn- unum vom ótrúverðug- ar og eru það enn frek- ar nú. Ráðherrar stjóm- arflokkanna höfðu áður hafnað öllum hugmynd- um um sameiningu þeirra flármálastofnana sem nú mynda FBA við ríkisbankana eða aðra aðila í bankakerflnu. Stjórnendur ríkisbank- anna höfðu margbent þeim á þá augljósu kosti sem hefðu fylgt þessari leið. Slík sameining hefði skapað mjög öfluga fjármálastofnun sem hefði (ef það hefði verið mark- mið með sölu þessara ríkiseigna) geflð ömgglega hæsta verðið. Það er enginn vafi á að hluthafar í FBA og hluthafar þeirra ijármála- stofhana sem hugsanlega sameinast FBA munu hagnast verulega að sameiningu yftrstaðinni. Þetta hafa stjórnvöld auðvitað gert sér fulla grein fyrir. Ákvörðun ríkisstjórnar- innar um að standa ekki aö slíkri sameiningu fjármálastofnana var ákvörðun um að aðrir fengju tæki- Kjallarinn ,Jóhann Ársælsson alþingismaður færi til að hagnast á sameiningu þeirra. Stjórnvöld tapa verðmætum í desember sl. keyptu Sparisjóðirnir þann hlut í FBA sem nú er til umræðu fyrir 3 milljarða en nú 7 mánuðum seinna selja þeir þennan hlut sinn á 4,4 millj- arða. Gróði Spari- sjóðanna er gífurleg- ur 1,3 til 1,4 milljarð- ar og sá stutti tími sem liðinn er síðan stjórnvöld seldu þennan hlut er full- komlega staðfesting á „Ráöherrar stjórnarflokkanna höfðu áður hafnað öllum hug- myndum um sameiningu þeirra fjármálastofnana sem nú mynda FBA við ríkisbankana eða aðra aðila í bankakerfinu. Stjórnend- ur ríkisbankanna höfðu marg- bent þeim á þá augljósu kosti sem hefðu fylgt þessari leið.“ að enn einu sinni hafa stjómvöld tapað af miklum verðmætum sem ríkissjóður (þjóðin) átti að fá. Þetta er einkar dapurlegt fyiir þá sem höfðu árum og áratugum saman greitt til þeirra sjóða sem nú mynda FBA og hafa í raun byggt um hið mikla eigið fé sem FBA fékk í vöggugjöf. Þegar þessar eignir eru nú gerðar upptækar í ríkissjóð hefði átt að sýna þeim sem hafa lagt þessa fjármuni td þá lágmarksvirðingu frá hendi stjómvalda að tryggt væri fullt verð fyrir þessi verðmæti. Forsætisráðherra vill nú gera ráðstafanir til að tryggja dreifða eignaraðild að fjármálastofnunum en þegar þessi mál vom til meðferð- ar á Alþingi höfnuðu stjómarflokk- arnir hugmyndum um hömlur á stærð eignarhluta í bönkunum. Umræðan nú er undarleg vegna þess að hún fór ekki fram þegar Sparisjóðimir keyptu stóran hlut reyndar með því yfirlýsta markmiði að ná ekki bara ráðandi hlut í FBA heldur sameina hann Sparisjóðun- um. Af hverju heyrðist ekkert í for- sætisráðherranum þá? Síðan hefur jú ekkert breyst nema eigendur era nú aðrir en í desember. Sporin hræða Ástæðan fyrir því að umræðan vaknar nú en ekki þegar Sparisjóð- imir keyptu getur þvi ekki verið önnur en sú að hinir nýju eig- endur séu ekki forsætisráð- herranum að skapi, eða að ein- hverjum öðram hafl verið ætl- uð völd og spónn úr aski. í af- káralegu einkavæðingarbrölti ríkisstjórnarinnar hræða spor- in. Þótt efast megi um að margir kjósendur myndu fela bílasala með slíka fortíð að selja fyrir sig aflóga bil fólu þeir henni áframhaldandi völd og tæki- færi til að halda áfram að senda sameiginlegar eignir okkar eins og spilapeninga inn á ís- lenskan fjármagnsmarkað sem meira og meira tekur á sig mynd græna borðsins í spilavítinu. En forsætisráðherrann hefur nú snöggvast hrokkið upp úr frjáls- hyggjudraumnum og boðar reglur um dreifða eignaraðild að fjár- málastofnunum og þar með við- leitni til að setja hömlur á menn- ina við græna borðið. Það er full ástæða fyrir stjórnarandstöðuna að fagna afstöðubreytingu Davíðs Oddssonar og styðja skynsamlegar tillögur sem hafa slík markmið. Jóhann Ársælsson Skoðanir annarra Hvað hefur breyst, Siv? „Hinn 19. nóvember á síðasta ári birti Morgun- blaðið itarlegt samtal við Siv Friðleifsdóttur, núver- andi umhverfisráðherra, sem þá var í framboði til varaformennsku í Framsóknarflokknum ... Hvað hefur breytzt á 10 mánuðum? Hvers vegna hefur umhverfisráðherra ekki sömu afstöðu nú og þá? Hvers vegna beitir ráðherrann sér ekki fyrir því, að notuð verði „beztu tæki“ að hennar mati í nóvem- ber í fyrra til þess að „dæma um áhrif ‘ Fljótsdals- virkjunar?“ Úr forystugreinum Mbl. 17. ágúst. Stórmynd um Leif Eiríksson „Einhveijum milljónaslöttum ku við íslendingar ætla að verja til að telja Bandaríkjamönnum trú um að Leifur heitinn Eiríksson hafi fundið Ameríku fyr- ir þúsund áram eða svo ... En nú er í ljós komið að ýmis ljón eru í vegi Leifs þar vestra ... þeir fáu Bandaríkjamenn sem hafa héyrt Leifs getið, telja hann sænskan og tengja hann viö símafyrirtækið Ericsson og álíta þá vísast að um sé að ræða fjöl- skyldufyrirtæki Eiríkssona, sem Leifur stofnaði fyr- ir langalöngu ... Hvernig væri nú að íslendingar settu fé í gerð stórmyndar um Leif Eiriksson og fund Ameríku og réðu Harrison Ford til að leika Leif og settu Sean Connery í hlutverk Eiríks rauða? Við beinum þessari hugmynd til Jóns Ólafssonar, Hrafns Gunnlaugssonar, Siguijóns Sighvatssonar og FBA.“ Jóhannes Sigurjónsson í pistli sínum Leifur síma- mær í Degi 17. ágúst. Reykjavíkurflugvöllur „Framkvæmdir við nýjan Reykjavíkurflugvöll hefjast senn. Nái þær fram að ganga er verið að festa flugvöllinn í sessi næstu áratugi - ef til vill hálfa öld - með gífurlegum áhrifum sem því eru samfara á umhverfi, mannlíf, menningu og samfélag í höfuð- borginni ... Aldrei hefur farið fram alhliða mat á áhrifum flugreksturs i Vatnsmýri og Reykjavíkur- flugvöllur hefurhvorki starfsleyfi frá Hollustuvernd né Vinnueftirliti. Völlurinn stendur þróun og mögu- leikum Reykjavikurborgar fyrir þrifum og rekstur hans er botnlaus taphít fyrir ríkið sem hulinn er fyr- ir almenningi í reikningum Flugmálastjómar.“ Einar Karl Haraldsson og Steinunn Jóhannesdóttir í Mbl.-grein 17. ágúst.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.